<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Saturday, January 31, 2004

Jæja síðasti dagurinn minn hér á fróni! búin að vera vappast í allan dag!

annars er ferðin hérna til íslands bara búin að vera ágæt! auðvitað margt sem hefur farið forgörðum og margt sem betur hefði mátt fara.. en það skemmtilegasta stendur auðvitað uppúr.. æææ tíminn leið alltof hratt...

annars er ég að fara á handboltaleik á morgun.. danskan!! með hörpu Fh-gellu

quote dagsins!
DV í dag.. Þorgerður Katrín er svoldið! jújú maður skrifar það kannski á blogg og í sms.. en maður notar ekki svona orð í DV.. maður skrifar svolítið! álit mitt á dv hefur dvínað!

kv. Gunna Íslandsfari

Friday, January 30, 2004

*hóst**hóst*
er komin með einhvern skít í hálsinn.. fólk sem hitti mig í gær skilur það ábyggilega þar sem ég var að vappa um á peysunni.. mér bara var ekkert kalt... kannski vegna þess að ég er selur.. arggg arggg!

annars er maður bara að undirbúa sig fyrir heimför.. fór og keypti stuff fyrir 7000 kall í gær.. uss.... og þarf að kaupa meira.... sumum finnst það kannski fáranlegt en ég verð að skrifa með Bicpennum og þeir fást bara ekki í Hungary!

Það eru útlendingar í heimsókn hjá okkur.. áttræður læknir og sonur hans.. en læknirinn heitir Harry S. Goldsmith..... og ef maður segir það hratt þá kemur það út eins og hairy ass.. ég tala doldið hratt þannig að auðvitað kom það fyrir meðan ég var að tala við hann! annars veit ég ekkert um hvort að rassinn á honum sé hárugur! :)
Sonur hans... úff.. ég þarf að keep in touch við hann sko.. kom bara í ljós að hann var að vinna við gerð Last Samurai og spiderman og fleira og fleira.. ekki slæmt bara að fara labba um á tökustað.. blessaður Tom! ég ætla að vera svollis

allavegana gara go..
Gunna Dóra

Thursday, January 29, 2004

vaknaði 4.20.. og ekki að sjálfsdáðum... Bídó systir.. ákvað bara að vakna þá og fara hella upp á kaffi! síðan fór hún að ýta borðum sem skapaði nottla hávaða og ég veit ekki hvað og hvað.. ég var VÆGAST SAGT mjög pirruð.. og þegar maður vaknar svollis.. þá sofnar maður ekkert aftur.. þannig að ég lá upp í rúmi til 7 og fór þá á fætur.. með smá fiðring í maganum... för minni var heitið upp á þvagrannsóknastofu.. þegar þangað var komið var mér vísað á Eddu og við fórum í gegnum fullt af sýnum.. nú get ég greint á milli algengustu þvagfærasýkingabakteríanna (vá langt orð) Þetta var mjög áhugavert en ég gæti örugglega ekki unnið alla þessa handavinnu.. brjáluð skipulagning.. og tölur everywhere! Síðan fór maður að slappa af í sundi.. og eftir heitu pottana var ekkert því til fyrirstöðu að sofna vært í rúminu í tvo tíma... það er ekkert smá pirrandi þegar mamma vekur mann í mat.. mann langar bara að halda áfram að sofa...! Síðan fór ég heim til Inga að spila kana í 4 tíma..

hlakka til morgundagsins.. hann verður örugglega skemmtilegur..:) ohhh ég er svo jákvæð!

leider
Gunna Dóra Bjarnadóttir æðstistrumpur A

Tuesday, January 27, 2004

lenti í smá umræðu í gær... var að tala við skapta.. og hann ætlar að prófa rakstur á stofu.. sem er ekkert nema gott mál.. mér finnst alveg að karlar mættu spandera aðeins í sjálfa sig.. ekki það að ég sé sú stelpa sem lifi á snyrtistofum..langt í frá.. farið einu sinni og það var í ungverjalandi... en ég fór að hugsa út hvernig samfélagið er búið að móta kvenkynsveruna... við megum varla vera með eitt stingandi hár á okkur!.. skapta leist nú ekki á tilhugsunina um loðna kvenmenn en þetta búum við með.. karlmenn sem eru með hár útum allt.. sumir jafnvel svo mikið að þeir greiða á sér bakið (þetta er ekki grín) Ég efa þar stórlega að Fröken Eva hafi verið vel rökuð á öllum þeim stöðum sem krefjast raksturs í dag en hún var nú samt ágæt til undaneldis og uppfyllir þannig stöðu sína sem kvenmaður... úffff ég vildi að ég ætti eins skilningsríkan mann eins og Adam var!

annað með allt þetta.. sex in the city.. mér finnst þetta ágætisþættir.. alveg á horfandi.. en erum við ekki að grínast.. miðaldra konur sem hugsa ekki um neitt annað en kynfærin á sér.. basically eru þetta karlmenn í konulíkama.. mér finnst þetta hallæri... en landinn horfir á þetta.. afhverju? því þetta snýst um kynlíf... mér finnst þróunin í þessu kynlífsdæmi fara í kolranga átt.. sem sést bara í könnunum að kynlíf ungmenna er mjög breytt frá dögum foreldra þeirra... auðvitað eru bæði góðir hlutir hvað það varðar og slæmir... tökum t.d. klámmyndir sem dæmi.. Helgi Davíð stórvinur minn er nú búinn að reyna færa rök fyrir listrænum sjónarmiðum klámspóla en tekst ekki alveg.. ég geri mér fyllilega grein fyrir að allar klámspólur eru ekki óbjóður (jú kannski krumpudýraklám í sjónvarpinu hennar Bjargar) en það eru afleiðingar af spólunum og blöðunum og öllu þessu... hverjar??? það eru alltaf að finnast fleiri barnaníðingar... hópnauðgunum fer er stöðugt fjölgandi sem og "venjulegum" nauðgunum.. strákar eru ekki menn með mönnum nema þeir hafi notað "allar" holur sem fyrirfinnast á kærustunum þeirra.. samfélagið er bara orðið brenglað í þessum hugsunarhætti.........oggggggg ég hljóma eins og Kolbrún Halldórs... allavegana.. ég er ekki að segja að sex in the city sé að stuðla að þessu en á árum áður hefðu þessir þættir ekki verið sýndir.. en við erum orðin svo frjáls..!!!!

úr einu í annað...
fór í blóðbankann í dag.. komst að því að ég myndi engin mótefni.. sem er gott mál! var alveg í 2 tíma.. Páll Loftsson reyndi að útskýra fullt fyrir mér og ég, ótrúlegt en satt, náði að innbyrða ágætismagn af upplýsingum...

síðan fékk ég tölvuna mína.. vúhú..! engu blóði var úthellt..!

verð að leggja mig.. svaf bara í 3 tíma í nótt.. það var niðurtalning.. ef ég sofna núna.. sef ég bara í 6 tíma.. ef ég sofna núna... sef ég bara í 5 tíma... bömmer!

kv. Gunnsla

Monday, January 26, 2004

Takk allt það ágæta fólk sem sagði mér að commentakerfið mitt sé bilað! ennnnn... þar sem ég er enginn tölvunjörður verður farið til Antonio forritunarmasta og látið hann fixa þetta!

allavegana ágætisdagur í dag.. byrjaði á því að fara á pizza hut í mat.. ég sagði við kallinn að ég hafði séð auglýsingu í sjónvarpinu og ætlaði að fá svollis.. síðan spurði ég hann hvort að ég ætti ekki að fá toppinn minn og þá sagði hann að það fylgdi ekki með.. en í auglýsingunni stóð það nú samt þannig.. síðan fæ ég mér bara súpu og brauð.. og síðan þegar ég er búin að borga spyr ég hann útí þetta matarsystem hjá þeim því ég skyldi það ekki.. þá kom bara í ljós að ég sagði hlaðborð.. sagði ekki salathlaðborð eða ég veit ekki.. frekar ósátt og ekkert smá heimskur gaur að fatta ekki hvað ég var að meina fyrst ég sagði þetta með toppinn.. allavegana ég lét þetta ekkert pirra mig neitt sérstaklega...... ég er að þroskast :)

síðan fór í blóðbankann.. og ég er alltof lág í blóði.. svo lág að konan tók mig í einhverja járngreiningu... ÚPPS... sem er að vísu allt í lagi.. því þá get ég réttlætt súkkulaðirúsínuát mitt :) hehehe.. síðan í leiðinni spurði ég hvort að ég gæti fylgst með skimun blóðs.. það var ekkert mál þar sem maður er læknanemi, á að koma á morgun.. þannig að ég var on fire þarna og fór þar sem þvagprufurnar eru skoðaðar og fæ að fylgjast með því á miðvikudaginn... fræðsla út í gegn.. :) frekar sátt....

allavegana.. er að fara kaupa mér rúsínur... mamma er orðin hrædd um mig.. þannig að hún ætlar að splæsa :)

kv. Gunna

Sunday, January 25, 2004

Hversu mikið getur ein manneskja ollið manni miklum vonbrigðum.. ég er hætt að trúa á fólk!

á eftir að vera ömurlegur dagur...

kv. G

Saturday, January 24, 2004

jáhá.. ég ætla að byrja á því að biðja fólk um að vera ekki svona æst í að commenta! :)

Nýtt orð sem ég er alltaf að rekast á... Hittingur.... þetta er greinilega orðið "hit" orð í lífi ungmenna sem keppast um að nota orðið.. en ekki ég.. ég ætla sko ekki að láta þetta útúr mér.. mér finnst þetta afskaplega ljótt og vægast sagt hallærislegt orð.. allavegana.. ungt fólk notar þetta um þegar það er að hittast.. segja að hittingurinn hafi verið blarablarablara..... fyrir fólk sem ætlar sér að vera svo ofursvalt með að nota þetta orð vil ég benda því ágæta fólki að fletta upp í orðabók eða lesa það sem kemur næst.. Orðið hittingur þýðir tilviljun og skal notast sem slíkt. Til allrar hamingju er þetta ekki nýyrði og vonandi vonandi.. nær þetta orð ekki rótfestu. Það eru nefnilega afskaplega fáir sem geta verið svo frægir eins og Jónas Hallgrímsson, sá nýyrðasnillingur!

allavegana.. gott að geta leyft þessu að fara.. kvöldið í kvöld verður ofurgaman.. er að fara í matarboð til Hr. Óla. Þar verður snæddur dýrindismatur. Þemað (já þemað.. narfi verður þarna) verður ítalskur matur.. ummmmm. Óli, Narfi, Doris og ég ætlum að elda.. að vísu ætla ég bara að vera þarna þeim til mikillar skemmtunar. Óli gerir bestu fylltu sveppi í geiminum. Umm sveppir.. fyrsta orðið sem ég lærði á ungversku.. Gomba! Þeim sem verður boðið til þessarar konunglegu veislu eru eftirtaldir: Ásdís, G.Bjartmarz, Earnist, Doris, Narfi, Óli, Árni, Ísleifur og ég. Þetta eru Ovraacra og Acrabensa! Síðan er von á fleira fólki eftir matinn. Síðan verður dansað.. en galaklæðnaður er einmitt skylda..(ekki spurja.. Narfi er þarna). Óli er nefnilega doldið ríkur gutti og foreldrar hans eru/voru atvinnudansarar og þess vegna er smá danssalur niðri með geðveikri ljósakrónu og þar ætlum við að dansa skottís. Síðan er ferð okkar haldið niðrí bæ að dansa- þó ekki skottís..!

garago.. mundi að Ingi kom í nótt og bað mig að fara í ríkið fyrir sig.. kom blindfullur klukkan 2 í nótt.. að fara vinna klukkan 8.. í grafarvogi.. hann er að sjálfsögðu að fara djamma í kvöld og þarf þess vegna vín.. það sem ég geri ekki fyrir þessa elsku!

quote dagsins!
Eva Margrét á æfingu í gær.. mér finnst svo flott að svitna á bakinu......... síðan er hún að segja við mig að hún sé ekki jóli..

Friday, January 23, 2004

halló halló

tölvan mín er biluð.. pabbi er alltaf að fikta.. þannig að það er þessvegna sem ég hef ekkert bloggað...

helst í fréttum.. við töpuðum á móti slóvenum.. ég og halldóra vorum mjög bitrar.. nú er bara að rífa sig upp af rassgatinu.. og sigra núverandi heimaþjóð mína...

ég brjálast ef ungverjar vinna... þá fer ég ekki aftur þangað.. ég verð nottla að geta hreykt mér af einhverju

leider
Gunna

Wednesday, January 21, 2004

jæja.. ég verð að afsaka síðustu færslu.. sökum biturleika var stafsetningin ekki upp á marga fiska.. var að lesa þetta.. nokkur orð aftur og svona...! :o)

allavegana.. ég er alveg brjálæðislega æst í nammi núna.. er samt ekki að fara byrja á túr.. þannig að ég get ekki réttlætt þetta á neinn hátt..

ég og berglind vorum að kaupa okkur bækur á amazon.co.uk.. gekk bara fjandi vel!

skapti er búinn að hringja svona 5x í kvöld.. að prófa nýja headsettið sitt.. sauðbína!

vá.. merki um það að mér er farið að leiðast doldið.. ég fór upp á skurðstofu áðan og fór að hjálpa til.. kíkti á eina aðgerð.. smákrabbamein.. aðgerðin gekk vel.. voru 5 læknar inni og allir voðalega æstir í að útskýra fyrir mér.. þó með misgóðum árangri.. síðan settist ég inn á skol og var bara að spjalla við liðið og hjálpa aðeins til.. eins og maður var kominn með mikið ógeð á að vera þarna....

farin að sofa.. þarf að vera hress fyrir morgundaginn.. grótta/kr-Ka/þór.. mínar kvennsur ætla að vinna að sjálfsögðu.. enda vinnur mitt lið.. næstum því alltaf :o)

leider.. Gunna

Tuesday, January 20, 2004

halló

* í gær fór ég í sund og tók spóluna..old school.. ágætis Ingamynd
* í dag var ég að laga uppfæra tölvuna eftir endalaust fikt föðurs.. fór á æfingu á kaffihús með N. Snorrasyni og H. Brynjólfsdóttur.. er að fara horfa á dawson creek..
* á morgun ætla á ég að ná í ferðatölvuna mína.. í ljós.. upp á skurðstofu.. og á æfingu!

er þetta nógu stutt fyrir ykkur...! mér þykir afskaplega leitt Óli ef lesning þín á heimasíðunni minni tekur frá þér þann dýrmæta tíma á netinu sem þú notast annars við að skoða myndir af nöktum vaxtaræktarmönnum og setja myndir af bollanum þínum inn á myndasíðuna þína! :o)

Fyrir þá sem finnst bloggið mitt of langt.. heilræði frá mér til ykkar.. ekki lesa það..! ég er ekki að biðja ykkur um það..! gott heilræði!

p.s. þið viljið ekki vera í skotlínu :o) þannig að sleppið að bögga mig!

kv. Gunna hin bitra!

Saturday, January 17, 2004

Jesús kristur! eins og maðurinn sagði....

lífsreynsla dauðans í gær......:) hehehe

allavegana.. í gær fórum ég og Hr. Skaptí í sund.. í brjáluðu veðri í pottunum.. frekar þægilegt... síðan förum við uppúr klukkan 1810.. ég var komin uppúr og sest í í anddyrið klukkan 18.25.. hinsvegar Hr. Skaptí var ekki kominn fyrr en 1840.. hann er svo mikil kelling.. ekki nóg með það að ég sé alltaf komin uppúr á undan honum þá er ég líka alltaf komin ofan á undan! Grínlaust þá held ég að hann taki fleira snyrtidót með sér í sundið en ég. ennnnnnnnn þar sem Skapti var svona seinn var ég líka doldið sein heim þar sem við vorum að fara í títtnefnda afmælisveislu hjá Björku!

Mamma var svona doldið brjáluð þegar ég kom heim doldið seint.. þannig að ég græjaði mig í snarhasti.. á sko 5 mín.. ég ákvað að vera doldið fancy og fór í brúnu leðurstígvélunum mínum sem var mér dýrkeypt!!!! Síðan á miðjum keflavíkurvegi var byrjað að hvessa doldið við héldum ótrauðar áfram.. Síðan var komið í afmælið og þar var margt um manninn.. nottla 50 frænkur sem komu til mín og spurðu mig hver ég væri því það héldu nebbla ótrúlega margir að ég væri Óla sys! Síðan var borinn var pinnamatur og annað smádót.. og það var eitt þarna sem var geðveikt gott þannig að ég elti bara gelluna sem var með þann bakka.. enda ekki búin að borða neitt um kvöldið.. stelpan spurði hvort að ég vildi ekki bara servera þetta.. ég bara játti því.. og brá henni doldið við það :) Síðan voru svona 10 ræður.. alveg óheyrilega leiðinlegt þar sem maður skildi nottla ekki neitt.. Síðan voru nokkur stórmenni þarna eins og Geir H. Haarde og kona og Árni Sigfússon..maður á svo fræga ættingja.. :) Það var svo fyndið hvað amma var stolt kona.. það geislaði af henni. Síðan sá ég afa í fyrsta skipti í 14 ár. Bróðir hans afa er NÁKVÆMLEGA eins og hann! Síðan erum við að fara heim... neinei þá er bara fólk að koma aftur í veisluna.. ÓFÆRT Í BÆINN.. ekki sátt.. hanga í sunnykef á föstudegi! ekki ideal föstudagskvöld. Við reyndum að komast í bæinn.. komumst ekki einu sinni útfyrir keflavík.. ferðin endaði á að mamma keyrði upp á umferðareyju.. þá lét mamma það sér nægja.. þannig að við fórum aftur í veisluna.. ákveðið var að ég svæfi hjá júlíu frænku og bídó og mamma væru hjá ömmu! Síðan fórum Júlía, Helgi (kærastinn hennar) og ég að reynast komast heim.. það voru bílar útum allt.. þannig að við fórum í björgunarleiðangur. NB ég var í háum leðurstígvélum... ekki beint í björgunarfötunum.. þannig að við ýttum og ýttum.. eins og við höfum aldrei ýtt fyrr..maður varð nottla algjörlega gegnvotur af allri þessari björgun.. loks eftir allt strögglið komumst við heim til þeirra.. þá fór helgi aftur út til að hjálpa almúganum og skipaði Júlía honum að fara útí sjoppu og kaupa nammi og kók fyrir okkur.. síðan horfðum við á American next model.. jesús!!! þvílík firra.. en auðvitað fylgist Erna! Síðan var horft á friends og sofnað yfir því.. en sú sæla varði ekki lengi.. símtölin hrúguðust yfir mig klukkan 2 og að verða 4.. FÓLK! ef ég svara svona í símann.. ussjaakksmia... þá er ég líklegast sofandi..þá þurfið þið ekki að hringja aftur! Síðan var vaknað og haldið í bæinn í ögn skárra veðri....mér finnst þetta helber dónaskapur! maður er hérna í mánuð og ætlaði að chilla í góða veðrinu á íslandi meðan stormur og hríð gengi yfir í Hungary.. en neinei það er bara miklu betra í Hungary!

allavegana núna er ég fara keppa með gömlu gellunum úr gróttu í mosfellsveitinni.. ég ætla rétt svo að vona að ég verði ekki veðurteppt þar og þurfi að gista þar.. enda er ætlunin að djamma síðan eftir sigurleikinn... annars veit ég ekki hvernig statusinn verður á manni.. maður er orðinn rúllandi bolti hérna...!


annars bið ég ykkur bara vel að lifa..

kv. Gunna Dóra

Friday, January 16, 2004

Ég er orðin feitabolla
Ég er búin að vera borða svo mikið óhollt að þegar ég fór í bíó í gær keypti ég mér EKKI popp.. það hefur ekki gerst frá því........eitthvað... allavegana mjög langt síðan.

Í gær var mér boðið í mat til Berglindar. Pabbi hennar bauð upp á kjötbollur.. eins kjötbollur og Berglind fékk sent til Ungverjalands og ég fékk að smakka.. ummmmmmm. Síðan var bara spjallað og leikið aðeins við hundinn Lottu.. algjörlega ofvirkur hundur.. annars má ég ekki komast nærri dýrum þá eru þau öll orðin hálfgeðveik.. síðan var ís í eftirrétt og sörur og kaffi í lokin.. maður var orðinn vel mettaður eftir þetta. Allavegana.. ég kynntist aðeins familíunni.. síðan svissast þetta og berglind og boggi koma hingað heim. Allavegana.. bróðir hennar Beggu er á smágelgjuskeiði og er frekar matvandur.. er á pizzu- og hamborgaraskeiðinu..hver kannast ekki við það.. og maðurinn hann borðar ekkert grænmeti,ekki hnetur og ekki súpur og örugglega eitthvað meira og svo finnst honum ís ekkert sérstakur.. ég verð að segja að mér finnst bróðir hennar afar sérstakur :o)

síðan fór ég í bíó með Hr. Skaptí og við fórum að sjá The last Samurai.. djöfull var hún góð maður.. ég var liggur við byrjuð að tala með myndinni og segja "hlauptu maður" svo lifði maður sig inn í myndina.. síðan voru nokkur tár felld.. skapta fannst það skemmtilegast við myndina held ég!Þannig að ég kom vel sátt frá myndinni...

ætlaði í badminton með Smára Klaka og Hjördísi.. en það var bara búið að panta tímann sem við ætluðum í. Ég skil ekkert í mér að hafa ekki farið í badminton meira.. þetta er toppíþrótt.. en maður fær alltaf harðsperrur í hendina ALLTAF...

síðan er björk systir hennar mömmu 50 ára í dag... til lukku með það.. þannig að ég þarf að fara til keflavíkur í kvöld að mingla við sjálfstæðisfólk.. ullabjakk... ´djók..!

ææ er orðin svöng...maður er alltaf étandi...!
leider..
Gunna

Wednesday, January 14, 2004

Mér leiðist!
Mér líður eins og ég liggi á strönd á Spáni og hafi ekkert að gera.. allir eru á fullu í skóla eða vinna en nei ég geri ekki jackshit. Annars er ég er að reyna dobbla mig í að fara í the sporthouse en það gengur erfiðlega.

Annars var Hr. Skaptí í sjónvarpinu í morgun. Famous person. Hann er að fara halda erindi um lífsgæðakapphlaup unga fólkins. Að venju gæti ég nottla sagt nokkur vel valin orð um það.. en ég ætla að hlífa ykkur við því. Annars finnst mér doldið fyndið að Skapti eigi að tala um galla lífsgæðakapphlaupsins þar sem hann er án efa stórvirkur meðlimur og örugglega sá virkasti af þeim sem eru mér nánir. Að sjálfsögðu taka allir þátt en mismikið.. sitt sýnist hverjum um gullið og eru skiptar skoðanir hvar línan lífsgæði skal vera dregin. Fyrir sumum eru það ekki lífsgæði að eiga 5 jakkaföt og ferðatölvu heldur einungis staðalbúnaður til að fúnkera í nútímasamfélagi! Fyrir mér er skoðun samfélagsins brengluð enda númtímamaðurinn að drukkna í gerviþörfum!og....... nú er ég byrjuð að tala.. ætla samt að láta hér staðar numið áður en ég verð crazy...

anyway! fann þetta á einhverri heimasíðu, þar sem ég hef ekkert annað að gera en að netast allan daginn. Mér fannst þetta frekar fyndið!

*Men are like...Bananas...The older they get, the less
firm they are.
* Men are like...Vacations...They never seem to be long
enough.
* Men are like...Weather...Nothing can be done to
change them.
* Men are like....Chocolate Bars...Sweet, smooth, & they
usually head right for your hips.
* Men are like...Commercials...You can't believe a word
they say.
* Men are like...Popcorn...They satisfy you, but only
for a little while.
* Men are like...Parking Spots...All the good ones are
taken, the rest are handicapped

allavegana ætla ég að panta mér pizzu á eftir.. ég er ekki búin að borða pizzu frá því að ég kom heim. Það var sá tími að ég borðaði pizzu svona 3x í viku! sjæse. Ætla að panta mér frá Eldsmiðjunni.. enda besta pizzan.. hmmm ætli þeir bjóði upp á grænar baunir! :o)

leider...
Gunnsla

Tuesday, January 13, 2004

ussss sjúklegur dagur að baki!

að sjálfsögðu er ég búin að snúa sólarhringnum við. Ekki nóg með það er ég orðið gamalmenni út í eitt og legg mig alltaf eftir mat. Jæja dagurinn í dag byrjaði á því að ég þurfti að vakna 6.40 til að keyra pabba niðrá bryggju sem ég í sjálfu sér er ekkert seint (miðað við að ég vakna ALLTAF á þessum tíma öll sumur) Úti var óbjóðis veður PURRRRRRRRRRRRRRR (já ég segi purr) Sem betur fer var pabbi búinn að hita upp bílinn en svona til vonar og vara fór ég í buxur yfir náttbuxurnar og í 2 peysur+úlpu. Síðan þegar ég kom heim aftur beið rúmið heitt og ekki til setunnar boðið en að leggjast í mjúkt rúmið í brjáluðu veðri úti.

Síðan var leið minni haldið á nationalbookbarn að læra.. gekk bara svona lala-miðað við að maður er í jólafríi þá erum ég og burgy að afreka mikið á þessum tíma. Klukkan 14.30 var hápunktur dagsins.. Debrecenbúar nær sem fjær mæltu sér mót á American style (að sjálfsögðu mín uppástunga.. annars hefðum við örugglega farið á KFC ullabjakk) Hittust þar Eggert,Tóta a.k.a. Sigveldína, Ingvar, Burgy, Tellme, Björg, Þengill og svo ég. Það var mjög gaman enda húktum við þar í 2 tíma að spjalla.. ég nottla búin að borða á svona 3 mín.. langfyrst.. ég er svo gráðug segir Halldóra :)

Fór síðan heim græjaði mig fyrir æfingu.. fór á æfingu... kom heim og fór á netið að tala við ingvar,eggert og björgu.. maður er nottla ekki hægt.. ég er sjúk í þetta fólk.. enda mesta yndisfólk :o) Það má með sanni segja að þetta sé búið að vera dagur Debrecenfólksins.. síðan talaði ég við Skaptí í svona 2 tíma.. maðurinn er bara ekki með réttar skoðanir.. hvenær ætlar hann að skilja að mínar skoðanir eru réttar skoðanir :o)

annars var mér boðið í mat á fimmtudag.. ég hlakka ekkert smá til.. ummmmmmm og síðan 50 afmæli á föstudaginn.. allt að gerast.. ætli maður "verði" ekki að djamma um helgina.. getur ekki verið þekktur fyrir að sleppa djammi...:o)

síðan er kannski tímabært að fara unpakka úr töskunum.. þær eru eila fyrir öllum fatahaugunum.. ætla græja það á morgun sem og að stússast í claususbunkanum mínum og ákveða hvað ég ætla að taka með og hvað ekki... ennnnn ég er víst búin að segja þetta doldið lengi... "á morgun segir hinn lati"

ææ þetta græjast allt á morgun...

Quote dagsins á Berglind!
Á leið okkar í tesco.. Berglind: Gunna, ef ég væri strætóskýli! Berglind búin að læra of mikið og komin í heimspekilegar umræður :o)

kv. Gunna american stylisti númer 1

Sunday, January 11, 2004

veit ekki hversu oft ég er búin að logga mig inn á bloggerinn.. síðan bara neiii ég nenni ekki að skrifa.. þannig að núna tók alveg 30 mín leit að rétta laginu til að pikka við.. ef það er leiðinlegt pikklag þá nenni ég bara ekki að pikka.. allavegana lag færslunnar mun vera Billie Jean með pervertinu!

allavegana það styttist óðfluga í það að ég komist heim til Debrecen. Ég verð að viðurkenna að það eru blendnar tilfinningar gagnvart því. Eina stundina hugsa ég shit.. ég nenni ekki að fara til Hungary.. aðra bara vá ég hlakka til að fara heim og læra.. hætta þessu bévítis hangsi! Best bara að nýta tímann sem maður á eftir!

ennnnnnn...... ég fór út á lífið á föstudaginn.. sem er doldið furðulegt.. því erna,gugga né halldóra voru á leiðinni.. þannig að ég ákvað bara að fara með Inga.. sem var doldil áhætta.. ennn.. ég fór í læknapartý.. tilbúin með 50 svör við spurningum um Ungverjaland.. en það voru mjög fáir sem spurðu eitthvað út í þetta puffffff mjög fegin. Við horfðum á Idol.. og voru verðandi læknar íslands afskaplega duglegir við að gagnrýna það unga fólk sem steig á stokk og þandi raddböndin. Síðan var leið okkar haldið á felix.. nema hvað að Ingi Hrafn ákvað að ganga.. ég fékk far hjá Örlygi niðrí bæ enda sudda snjókoma. Þegar komið var á felix var dansað smá.. hitti acrabenzagengið og Svölu.. sem btw var að reyna að reyna við Herra Ísland 2003 :o) Aldrei kom Ingi Hrafn..hafði smágrun um það að hann væri á Hverfisbarnum þar sem hann er með VIP þar á bæ. Ingi hringir í mig og þá er einhver gella að reyna við hann og vill endilega fá hann heim.. Ingi sá viljasterki maður neitaði því.. og að sjálfsögðu hætti ekki að tala um þessa gellu allt kvöldið sem var víst bara geðveik!!! að lokum var Ingi kominn á þá skoðun að hann væri örugglega hommi :o) hehehehehe ég sagði bara róleg við Inga að hann væri ekki hommi.. hann væri strákur með siðferðið í lagi.. og örugglega 80% kvenna væru að leita sér að dreng eins og honum! síðan hitti ég Guðrúnu Ernu og vinkonu hennar Katrínu (toppgella) og við dönsuðum og dönsuðum. Síðan var rúsínan í pylsuendanum.. ég hitti Ingvar Debrecenbúa.. doldið drukkinn en í góðum fíling.. hann reyndi við örugglega allt kvk þarna inni.. enda alls ekki ómyndarlegur maður. Síðan hitti ég fyrrverandi mann Bjargar og bróðir hans og fleira fólk alls ekki ómerkara en það sem ég nefndi. Síðan lokaði staðnum og ég og Guðrún fórum að leita að Inga.. hringdum.. þá var hann kominn niðrá lækjartorg.. ég var ekkert alltof sátt því ég nennti ekki að vera eltast við hann allt kvöldið.. svo fórum við niðrá lækjartorg.. ekki var Ingi þar.. ég hringdi ósáttari en í fyrra skipti þá var hann kominn á Nonnabita.. ég sagði við Inga að honum væri hollast að vera þar þegar ég mætti þangað! Ingi hlýddi enda skarpur strákur.. Síðan þegar við vorum loksins að fara heim klukkan 6 þá sá Ingi slag... sem hann VARÐ! nottla að horfa á... síðan þegar ég er að fara að ná í hann hinum megin við götuna kemur BWM og er næstum því búin að keyra á mig. Bílstjórinn var svo upptekinn við að horfa á slaginn.. ég náði bara að bera fyrir mig hendur þannig að hann fattaði að það var einhver þarna.. síðan brunaði hann bara í burtu.. ekkert að tékka á því hvort að það væri í lagi með mig.. fólk sem þekkir mig veit að ég er með smá maníu gagnvart bílnúmerum.. náði þessu niður.. og án efa mun ég ALDREI gleyma því.. þannig að UP 328.. ég myndi passa bílinn minn þegar ég geng framhjá með lykla!

annars gerðist fullt meira þetta kvöld.. það var í sannleika sagt bara drullugaman.. þrátt fyrir að ég hafi verið að elta Inga Hrafn allt kvöldið.. þá hitti ég alveg ótrúlegasta fólk niðrí bæ!ætla ekki að hafa þetta lengra.. enda fólk löngu hætt að lesa þetta :o)

kv. Gunna Dóra

Friday, January 09, 2004

Bíbí Bjartmarz er best!

Gleðilegur dagur í dag! Ætla ég að bera út fagnaðarefni! Guðrún Bjartmarz náði hjúkrun.. djöfull er ég stolt af henni.. að vísu hafði ég alltaf trú á henni.. fann good vibe from her! Þetta er afrek því það voru 220 að taka próf og aðeins 75 sem komumst inn. Til hamingju með þetta elsku Guðrún mín... í kvöld verður s.s. tekið á því :)

annars Bjarki afmæli í dag.. kallinn orðinn 22 ára.. doldið fyndið að við séum að verða 22 ára.. man alveg þann dag þegar ég kynntist bjarka... þá 7 ára.. við stóðum á höndum allan daginn.. óska Bjarka innilega til hamingju með daginn

Það er eitt ævistarf sem ég væri tilbúin að taka fram yfir lækninn.. og það er að vera fatdonor.. hversu svalt væri það :) að geta etið og etið.. og gefa síðan bara fituna eitthvert.. það er alltaf eitthvað fólk sem þarf fitu..! nokkrar gellur í Hungary gætu alveg þegið smáskammt... annars væri líka svalt ef maður gæti bara pissað fitunni.. þegar ég verð læknir ætla ég að finna upp á einhverju svona sniðugu :) allavegana er ég búin að ákveða það ef fólk er að spurja mig akkuru ég sé að borða eitthvað sem inniheldur mikið af kólestroli þá mun svar mitt verða svo hljóðandi: "frumuhimnurnar mínar þarfnast þessa"

geðveikt dugleg í dag.. Berglind og ég fórum á National bookbarn.. sátum þar dágóða stundum og lærðum um Mítósu og Meiósu í svona 200x skipti.. let's face it.. þetta er einn af þeim hlutum sem maður þarf að læra aftur og aftur og aftur.. því hann dettur alltaf út! allavegana.. það fyndna við að við vorum þarna.. þá hittum við Skorra.. sem er einmitt með okkur í Ungverjalandi.. hann var að læra undir próf.. hann og kristín eru að fara út núna á fimmtudaginn! Síðan hringdi Ingi í mig.. hann var að fara í próf og hann þurfti að ljósrita eitthvað til að fara með í prófið (mátti vera með bækur) þannig að ég hjálpaði peyjanum.. hann er svo mikið yndi.. allavegana farin að gera eitthvað að viti!

Þótt ótrúlegt megi virðast þá veit ég ekki allt um heilsugæslur þrátt fyrir að vera læknanemi.. það kemur Skapta á óvart að ég viti ekki hvað tíminn kostar hjá heilsugæslunni..! actually þurfti ég að finna fyrir hann heilsugæslu.. Skapti minn farðu bara í simaskra.is.. í ítarlega leit :) jááááá............. :)

kv. Gunna Dóra

Wednesday, January 07, 2004

Björg Sigríður á afmæli í dag! Stúlkan orðin 26 ára gömul.. eins gott að Þengill hafi gert eitthvað gott fyrir hana í dag.. enda ekki allir jafnheppnir og Björg að eiga afmæli á Íslandi.. eigðu sem bestan dag Björg mín!

Dísus.. gleymdi að segja frá ferðinni til búdapest...

allavegana.. klukkan 2 um nóttu héldu að stað 7 Debrecenfarar á heimleið í stórri bifreið.. stór bifreið þarf ekki endilega að tákna þægilega bifreið.. enda með ódæmum óþægileg.. var ekki hægt að sofa nema að liggja ofan á berglindi.. sem að ég að sjálfsögðu gerði með frábæra ungverska koddaverið mitt :)

á leiðinni var talað um margt á milli svefnpása.. allir frekar þreyttir eftir prófin.. en spennan yfir því að koma heim yfirgnæfði samt þreytina... allavegana ein umræðan var um hræðslu Bandaríkjamanna með allt sem tengist flugi.. ég gat nottla sagt sögu um það þegar naglasettið mitt var tekið af mér þegar ég fór í útskriftarferðina.. ég nottla varð brjáluð.. ég meina.. á ég að þjala fólk til dauða.. ef einhver myndi ráðast á mig með naglaþjöl ég myndi springa úr hlátri.. allavegana.. eftir að ég var búin að þussast og sveiast yfir þessu öllu saman þá varð mér ljóst að ég ætlaði með jólagjöfina fyrir mömmu og pabba í handfarangri.. jólagjöfin var einmitt.. steikingarhnífasett með öxum og læti.. ég held að þeir hefðu ekki hleypt mér inn með það :) :) :) þannig að ég og berglind þurftum að pakka því niður þegar við komum á flugvöllinn..

common það er ekki eins og maður sé að hugsa eins og einhver hryðjuverkamaður.. hann myndi kannski hugsa sér gott til glóðarinnar með axirnar.. en ég var einhvern veginn ekkert búin að pæla í þessu.. fyrir mér var þetta bara afskaplega eðlilegur hlutur.. þetta var bara jólagjöf.. en hefði ég ekki fattað þetta.. ég hefði örugglega ekki fengið að fara í flugið... ekkert smá heimsk manneskja.. búin að vera röfla í 20 mín útaf naglaþjöl og ætla síðan að reyna að komast með hnífasett í handfarangur.. ææ maður er doldið sjúkur stundum!

allavegana.. langaði bara að deila þessu með ykkur :)

kv. Gunna stórterroristi!

Tuesday, January 06, 2004

Jójó!!

ég er hérna heima hjá Halldóru að pikka þetta inn.. akkuru er ég í tölvunni hjá henni.. jú við erum nebbla að fara kaupa okkur ferðatölvu(ekki saman þó) og vorum þess vegna að skoða tölvur á netinu.. við hefðum nottla alveg eins getað sleppt því! hvaða stelpa veit muninn á USB 2.0 eða USB 3.0. Það eina sem vissum svona um var þyngdin á tölvunni og gátum nú aðeins spekúlerað í því!

annars er ég ekkert smá stolt af mér.. ég vaknaði klukkan 10 í morgun.. fyrsta skipti sem ég vakna fyrir hádegi! sem er gott til að nýta daginn því ég "þarf" að fara á tvær æfingar.. og um kvöldið þá verð ég nottla bara búin...nema að ég fái mér american style.. enda fær maður kraft úr stælnum

úúú ég fékk jólagjöf í gær frá Halldóru.. við fórum saman í kringluna og ég fékk að velja mér jólagjöf.. ég fékk nýjustu Hermund Pott og Monsters inc dvd myndina.. eftir þessi stórinnkaup gerði Halldóra mér það ljóst fyrir að ég keypti mér barnabók og teiknimynd! :o) maður er SVO þroskaður! annars ætla ég ekki að byrja á Hermundi alveg strax.. ég ætla að bíða þangað til ég kem til Hungary!

annars var ég að tala við vin minn frá Íran.. einn af þessum 5 vinum frá Íran sem ég á... hann heitir því virðulega nafni Seyed Yousef Asadinejed Tahergourabi Iman en ég má kalla hann Iman... ég spurði hann nú bara hvernig hann gæti munað nafnið sitt.. en ef maður spáir í það.. þá er líka doldið erfitt að muna Guðrún Dóra Bjarnadóttir.. allavegana gleymi ég því stundum :o)

allavegana.. ég er búin að setja link inn á tvær íþróttagellur til viðbótar..

Lilja verzlingur.. Hún stundar nám í USA eins og ófá fótboltakvendi.. hún er að læra einhverskonar hagfræði something.. who knows.. Lilja er upprunalega þó frá Akureyri þótt leið hennar hafi legið í stórborgina 16 ára til að hefja nám við Marmarahöllina.. mér hlotnaðist aldrei sá heiður að sitja á skólabekk með Lilju þótt að ég hafi margoft talað um bókfærslu við hana á fótboltavellinum

hitt kvendið er Harpa Dögg Vífilsdóttir.. Hörpu tókst einu sinni að gefa mér 2 glóðuraugu í sama leiknum og stökkva á Barböru þannig að Harpa var klofvega á henni.. hvernig Barböru tókst að grípa Hörpu er mér ennþá óskiljanlegt! Harpa stundar nám í Kaupmannahöfn enda fúlbífær í dönskunni... það var ósjaldan sem Harpa hjálpaði mér í dönskunni í 3. bekk í verzló! Harpa er einmitt einn af frumkvöðlum þess að ég sé kölluð Gunna selur...

nú ætla ég að biðja Barböru að gefa mér urlið á sinni síðu svo að ég geti sett link á hana.. ég get nú sagt nokkrar sögur af frægðarförum hjá mér og Barböru... þangað til næst :o)

kv. Gunna Dóra

Sunday, January 04, 2004

Ég ætla nú að byrja á því að óska Örnu Eir til hamingju með daginn! stúlkan orðin 22 ára.. sjæse.. ég er að verða 22 ára líka :/ allavegana Arna mín njóttu dagsins!

helgin var svona frekar slöpp.. ekkert djamm.. planið breyttist aðeins frá Ungverjalandi.. upprunalega planið var DJAMM allar helgar.. það gekk ekki.. þar sem ég sef og sef og sef! Það er kannski vegna þess að ég æfi aðeins meira núna heldur en í Hungary!

Verð að gefa Alfreði, nýráðnum þjálfara gróttu/kr, stórt prik.. kallinn er alveg að standa sig.. með frábærar æfingar! Hann á kannski framtíð fyrir sér í þjálfun eins og stórfrændi hans Gústi Jó!

Eitt sem ég skil ekki.. þar sem ég þarf ekkert að vakna á morgnana...vaki ég nottla alltaf fram eftir öllu.. allavegana síðan áður en ég fer að sofa er alltaf horft aðeins á sjónvarpið... nátthrafna.. og þar er þáttur er nefndur er Boston Public sem er uppáhaldsþátturinn hennar fönnsu! ég skil ekki hvað fólk sér við þennan þátt.. jújú hann er alveg áhorfandi.. en ekki uppáhaldsþátturinn manns.. ég meina common.. hversu mikið getur komið fyrir einn skóla! í gær fjallaði þátturinn um það að einhver stelpa var hrifin af kennaranum sínum sem er kona! ok kannski mögulegt en ekki í sama skóla og hnífstungur,byssur,hóruhús og ég veit ekki hvað og hvað er búið að gerast í.. USA government.. take a hint.. lokið skólanum! Ef fólk vill horfa á svona drama.. þá á það bara að horfa á besta þáttinn.. Bold & Beautiful!

allavegana er farin að pumpa með Magga Sam!

kv. Gunna Dóra

Saturday, January 03, 2004

vika hins brennandi andlits!

fékk alltí einu þessa brjáluðu þörf fyrir að blogga.. enda ása rún, klobbmasta Ace, svo lengi að pikka þannig að ég þarf að gera eitthvað í millitíðinni!ása er nebbla slúðurberinn í liðinu.. maður getur alltaf treyst á hana til að fá nýjustu upplýsingarnar :)

allavegana.. nokkuð sem ég ætlaði að segja frá í þessu bloggi..
ég fór í sturtu um daginn...eftir baðför mikla sá ég í hendingu eitthvað krem sem mamma hafði fengið í jólagjöf.. fannst voðalega sniðugt að bera það á mig enda nokkuð skrælnuð í andlitinu eftir nagyon hideg veður hérna á Íslandi! Síðan eftir stutta viðkomu á andlitinu á mér fer mér að verða doldið heitt.. eftir svona 2sek brann ég! shit hvað það var vont.. ég beint í vaskinn og frussaði eins miklu vatni framan í mig og mögulegt var.. með bólgið og þrútið andlit spurði ég mömmu hvaða ómennska suddakrem væri hún með.. neinei þá var þetta bara bólgueyðandi hitakrem! MAMMA HVAÐ ERTU AÐ GEYMA ÞAÐ ÞARNA.. ég var mjög slök í andlitinu það sem eftir var!

allavegana...... áðan fór ég á subway.. ég er ein af þeim sem finnst sterkur matur óheyrilega góður.. fæ mér alltaf það sama.. sterkan ítalskan.. með káli,lauk,gúrku,3 paprikum,jalepeno,parmesan og mikinn salt og pipar og vanalega er þetta svona vel sterkt!!! en djíses... stelpan sem afgreiddi mig hefur greinilega fengið eitthvað flippkast með jalepenoið.. það var bara hátíð af því.. ég víkingurinn sjálfur gafst að sjálfsögðu ekki upp og borðaði þennan óbjóð!!! en með því fór 1L af kristal og 2 munnskol af ísköldu íslensku vatni á milli stríða! þannig núna 5 tímum eftir át er ég ennþá að drekka eins og brjálæðingur!

þriðja sem ég ætlaði að segja ykkur.. hversu mikla húð getur maður verið með á ilinni! er/var með svona álíka 40 blöðruð á ilinni.. síðan klippti ég þær allar áðan... skin everywhere.. ég hefði getað búið til skinbaby! og þetta var skemmtileg saga :) langaði bara að segja frá þessari svaðalegu lífsreynslu minni með skinn.. get kannski geymt það eins og aðra líkamparta sem vilja falla af mér á þessari lífsleið :)

allavegana.. nagyok álmos (held að þetta sé svona)
handboltaæfing á morgun.. verð að láta skinnið mitt vaxa yfir náttina...

kv. Gunna skinbaby

Friday, January 02, 2004

Tognun í læri og önnur eymsli!

Jæja nýtt ár gengið í garð.. gamlárskvöldið var snilldin ein :) Erna og ég að dansa upp á borðum langt fram eftir nóttu.. og liggur við langt fram á dag! Annars byrjaði fyrsti dagur ársins ekki gæfulega.. stór mistök.. en batnandi mönnum er best að lifa og það eru nú 364 dagar til að bæta upp þau mistök! :)

Annars er mér bara búið að líða vel svona á nýju ári! Búin að fá svona 395723895738957298762894768240626 spurningar um Hungary! aðallega um hvenær ég fer heim.. greinilegt að fólk vill losna við mig.. en fyrir þá sem vita það ekki.. fer ég heim 1.feb.. ekkert afmæli heima! en Boggi bakari verður úti og bakar fyrir mig :)

shit.. maður er sjúkur.. fór með bimbó og ingvari á stælinn áðan.. í allri minni góðmennsku...bimbó er nebbla að fara út á morgun aftur að taka pathopróf! að fara á stælinn er kannski ekkert rosalegt.. en ég var búin að ákveða að fara á hann aftur um kvöldið... smá togstreita þannig að til vonar og vara ef ég skyldi fara aftur í kvöld þá fékk ég mér ekki ostborgara heldur einhverja samloku sem var bara mjög góð! efast stórlega um að ég fari í kvöld.. förum bara frekar á Sub eða eitthvað..

allavegana.. ætla í sturtu núna að þrífa af mér skítinn..

Sigfús Sigurðsson og ég erum best pals eftir gamlárs :) Siffi ef þú lest þetta.. mæting 20.00 á sub.. ekkert idol kjaftæði!

kv. Gunna

This page is powered by Blogger. Isn't yours?