<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Saturday, February 28, 2004

það er aðeins ein setning sem lýsir partýhaldinu í gær...
almennilegt íslenskt partý!

partýið var vægast sagt hrikalega skemmtilegt.. allir vel fullir og svo fullir að ælt var á báðum baðherbergjum 2x.. það er ekki íslenskt partý nema að ælt sé... þannig er mál með vexti að það var keypt doldið mikill matur og þegar áfengi er við hönd þá er það ávísun á æl.. ekki nóg með það á þá kom helgi með trekt.. og bjórdósirnar hurfu ofan í mannskapinn.. þá aðallega í karlpeninginn.. (ég tók samt einu x.. síðasti sopinn fór beint út í garð í formi hráka..óbjóður) ástæðan fyrir því líka kannski að mannskapurinn var allur sauðadrukkinn er að hanna var alltaf að blanda kokteila með hinu og þessu áfengi.. og peter molnár lét lítið fyrir sér fara þegar hann hellti tekíla í trektina (sem btw getur verið stórhættulegt)

ég fékk fullt af fínum gjöfum og ekki einu sinni búin að opna þær allar.. fólk bakaði og eldaði í tonnavís.. en best var þó afmælistertan frá björgu.. súkkulaðikaka í typpaformi... listrænir hæfileikar bjargar komu skýrt og greinilega fram í þeirri gerð.. það var ekki blásið á kerti í gær.. heldur sleiktur ákveðinn vökvi við enda kökunnar gerður af kristínar hendi til að vígja ferlíkið..

ég skemmti mér allavegana konunglega í gær.. nokkuð ljóst að minningar verða margar frá þessu teiti... ég var með cameruna í gangi allan tímann og tók alls 1klst og 30 mín af efni.. efni bannað innan 18 ára-nokkuð ljóst! einnig voru 5 myndavélar í gangi allt kvöldið... þannig að hver einn og einasti skandall var filmaður rækilega..:o)

ææ ég held að ég geti ekki lýst þessu afmæli neitt frekar.. nema bara að þetta var yndi... síðan daginn eftir... (ég crassaði heima hjá björgu og þengli.. þurfti samt að sofa í sófanum þar sem Helgi lá velrotaður og í blautu gestarúminu) var farið á McDonalds eins og venja er eftir gott fyllerí.. það er ekkert betra en óbjóðismatur.. við mættum 12 og eftir dýrindismáltíð fórum við á last samurai... og jesús.. fólk lærið að fara í bíó.. maður talar eftir myndina.. það þarf ekki að útskýra fyrir manni myndina? eða spurja mann statt og stöðugt...!

þannig að kvöldið verður tsjill.... en þó ekki tsjill heima.. þar sem hann Ingi Hrafn á afmæli í dag.. til hamingju með afmælið ingi minn...þannig að það er partý á Nesbala 98 fyrir þá sem vilja mæta.. einnig verður partý niðrí framheimili þar sem framfólkið er að djamma.. úfff...væri til að vera heima núna... held ég myndi samt bara taka því rólega eftir mína frammistöðu í gær...

allavegana.. ætla að fara gera eitthvað...
en og aftur.. takk fyrir mig debrecenfólk.. og Ingi minn gakktu hægt í gegnum gleðinnar dyr (eins og ég í gær ;o) )

kv. G

Friday, February 27, 2004

jæja afmælisdagurinn liðinn.. og ég enn að....!

það var hreint yndislegur afmælisdagur.. gat eila ekki hugsað mér hann betri..

dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði og fór í beautífúl sturtu... maður verður að vera sætur á afmælisdeginum.. oft er þörf en núna var nauðsyn að fara niðrí bæ til að næla í eitt stykki BRITNEY SPEARS miða fyrir halldóru.. þvílíkir vinir.. ekki koma til að heimsækja mig.. neinei.. það verður að hanga eitthvað á spýtunni eins og Britney...hehe neinei halldóra mín.. ég er bara að djóka.. síðan lá leið mín í búð til að reyna kaupa nikeól á úrið mitt sem ákvað að gefast upp eftir nákvæmlega 2 árs dvöl í þessum heimi.. en hún var ekki til.. hvað gera íslendingar þá? ég verð líklegast að fá einhverja ómennska ól þangað til ég kem heim... heitir þetta annars ekki ól...:o)

anyway... skóli og skóli blarablarablara.. síðan fór ég á palma að snæða hádegismat með róberti og fylgdarmeyjum hans sem eru sænsku stelpurnar og það var samkjaftað um candace (leiðindagelluna í neðangreindu spjalli nákvæmlega allan tímann) einu sinni var þögn og þá sagði ein.. hva! erum við uppiskroppa með candace sögur! ekkert smá gott fólk.. mér var bara boðið í mat.. ekki slæmt fyrir veskið :o) sem átti eftir að vera þurrausið seinna um daginn...

síðan fór ég aðeins heim.. og tilkynnti nottla öllum að ég ætti afmæli.. sem er anskoti erfitt á ungversku.. oftar en ekki þurfti ég að byrja að syngja afmælissönginn sem hljómar ekki mjög vel kominn frá mínum raddböndum...ennnn.... ummmmmmmmmm síðan lá leið mín í dekur.. og þvílíkt dekur.. ég fór í treatment hjá henni agnesi.. andlitsbað... litun á augnhárum.. slökunarkrem something.. og parafin e-ð á hendur.. (sem var svo heitt að ég næstum því öskraði.. agnesi fannst ég vera heigull.. en það tekur á að vera fallegur) eftir þessa yndislegu meðferð..sem bæ tðe wæ kostaði einatt 1400kr íslenskar fór ég í plaza og keypti mér massaflottan bol á 300 kall... og versla ég mér nú ekki oft.. en ég meina afmælið mitt... (berglind keypti sér 3) Babalu.. var næsti viðkomustaður.. þar snæddum bimbólína,stebbi,eggert og ég dýrindis nautasteik þótt þjónustan hafi verið af skornum skammti.. maður tímir ekki oft að kaupa sér nautasteik.. en og aftur.. það er afmælið manns..

tesco var eftir... þúsund pokar á færibandi voru í augnsýn! sem betur fer voru ekki margir í tesco.. stundum ólíft þar inni fyrir vel sveittum ungverjum...þrátt fyrir hversu fáir voru þar inni hittum við kærastann hennar bjargar og fyrrverandi ástmann hönnu....góð tímasetning?.. ég veit það ekki! það var eila allt keypt sem hægt var að kaupa.. og fræddist ég mikið um mat.. ég hélt tildæmis alltaf að engifer væri fötluð kartafla.. minta.. ég hélt að það væri blóm.. ég meina common þetta er í einhverjum blómapotti.. þannig að þetta var mjög fræðandi ferð!

það virðist liggja við íslendingum að eiga alltaf heima á efstu hæð.. þannig að þar spanderaði ég nokkrum kaloríum með öllum herlegheitunum og kisa tók vel á móti okkur.. síðan var drifið sig heim.. enda frétti ég að síminn inni hjá mér hefði verið nonstop.. ömmurnar og mamma.. tvímælalaust...loksins.. klukkan 23.30 náðu ættingjar mínir í mig sem þá heldu að ég lægi í valnum!

jæja þetta var dagurinn minn...
ég vil þakka öllum þeim sem hringdu í mig.... (erna og guðrún voru ekkert smá góðar og hringdu í hnátuna frá íslandi) enn fleiri commentuðu á síðuna mína.. fullt af fólki sendu mér email og sms og einn hnokki bætti um bætur og gerði bara allt saman!

ég get sagt það með hreinni samvisku að þetta var einn að mínum minnistæðari afmælisdögum.. ekki vegna þess að hann var frábrugðinn öðrum (ihhh jú kannski.. þessi var í Hungary) heldur þótti mér afskaplega vænt um hvað margir mundu eftir honum.. miklu fleiri en ég bjóst við.. og í dag var ég næstum því farin að gráta en túrinn á kannski einhverja sök af þessari gífurlegu tilfinningasemi undanfarna daga :o)

jæja..best að fara drífa sig í háttinn.. maður verður að vera stemmdur fyrir margarítur og móhító á morgun.. ekki slæmt.. og alla pakkana... híhí!

góða nótt og takk kærlega fyrir mig...

kv. Gunna Dóra Bjarnadóttir

Wednesday, February 25, 2004

úff.. ungdómurinn að hverfa.. síðasti dagurinn minn sem 21 árs hnáta! ég er að verða 22 ára gömul KONA sem klæðist einungis drögtum.. ihh right!

fór í bió í kvöld með hönnu!.. á calender girls.. yndisleg mynd.. mæli með henni.. hún er samt örugglega komin á spólu heima.. en þessi mynd er kannski ívið meiri konumynd heldur eru gróf karlamynd.. en yndisleg mynd engu að síður :o)

annars frábærar fréttir.. halldóra er að koma til ungverjalands.. ekki til að hitta mig.. neinei.. heldur til að fara á britney spears tónleika! ég fór í dag og ætlaði að kaupa miða fyrir hana.. en neinei.. þá eru víst voðalega mörg svæði.. og ég hafði ekki hugmynd hvar við vorum.. og ekki með síma eins og alltaf þegar manni vantar síma.. síðan komst ég að því seinna í dag að við erum á svæði S sem er einmitt dýrasta svæðaverðið.. þannig að við verðum frekar nálægt...! vúhú..

erna hringdi í dag.. og var að spurja mig addressuna mína.. væntanlega fyrir pakkann minn.. ææ mér finnst svo gaman að fá pakka.. þegar ég á afmæli er ég eins og lítill krakki.. þetta er sko minn dagur! síðan ætlar hún að hringja í mig á morgun líka.. ææ þetta líf er svo yndislegt!

annars eftir helgina er ég komin í heilsuátak.. þessi óbjóðismatur er ekki hægt til lengdar.. það er ekkert sérstaklega erfitt að fara út í búð og kaupa sér banana.. en nei ég stend í möndlupokanum sem ætlar ALDREI að tæmast..! 22 ára er aldur heilsusamlegs fæðis...! úff.. er að fara gera magaæfingar núna með tótu..

unglingaflokksgellurnar eru að fara að spila í bikarúrslitum á móti fram.. óska þeim velfarnaðar á þeim vettvangi.. ekki það að þess þurfi.. þær eru bara vægast sagt langbestar.. :o)

allavegana..
kv.Gunna Dóra 21 árs hinsta sinn!

Tuesday, February 24, 2004

litlaíslenskafjölskyldanhérnaerYNDIíeinuorðisagt..bókstaflega eitt orð

það eru allir svo willing to help.. fullt af fólki ætlar að koma með gómsæta rétti í afmælið mitt og vil ég þakka því ótrúlega vel fyrir.. síðan í gær.. upp úr þurru er hringt í mig og mér boðið að koma í bollukaffi.. getur lífið verið betra?.. held ekki! verst bara að vera ekki heima í baunasúpunni núna.. en ég lifi!

pirringur pirringur pirringur.. eins og það var gott veður í gær var bara smá snjókoma í dag.. verst fyrir hana candace (sem btw er algjör Kúrva (mella á ungversku)) við vorum í anatómíufyrirlestri í dag.. þar sem 150 manns eru samankomin í litlum sal.. í hverjum einasta tíma lokar einhver þessum 2 LITLU gluggum sem fyrirfinnast í þessum sal! maður þarf ekki að vera alltof gáfaður til að fatta að það sé ekki mjög skynsamlegt..

ennnnnnnnnnnnn.......... í dag.. þá opna ég gluggana þegar ég geng inn og candace bara.. en það er svo kalt... ég virti hana sko ekki viðlits.. síðan lokar hún glugganum og fer úr úlpunni sinni... hitinn var óbærilegur.. við sem sátum miðsvæðis vorum öll komin á bolinn og var farin úr skónum og næstum því úr sokkunum.. rassinn og bakið á mér voru orðin blaut af svita (berglind fékk meira segja að finna það) síðan LOKSINS þegar við komumst út í súrefni.. það þyrfti ekki að líða langur tími þangað til við myndum hljóta heilaskaða.. þá gengur candace að mér og segir.. fínt núna mun ég hósta miklu meira.. ég VARÐ að svara.. og bað hana vinsamlegast bara að klæða sig betur þá væri hún ekki með kvef svo að við hin 150 þyrftum ekki að líða fyrir það.. síðan fór ég eitthvað að rífast við hana... sumt á ekki heima hér á blogginu... en ég meina ef þú ert að kvarta yfir kulda... þá hneppiru jakkanum þínum, ert með trefil, vettlinga, húfu og ert í sokkum.. ekkert af þessu íklæddist candace.. og í öllu því horrennsli sem hún þurfti að glíma við.. best að sitja hjá glugganum....HELVÍTIS KÚRVAN! það er ekki oft sem íslendingar fara í stríð.. en í þetta skipti er það herferð við lokuðum gluggum.. við ætlum að planta okkur við sætin hjá gluggunum og skjóta rótum.. það er á hreinu...

jæja úff.. gott að leyfa þessu að fara..

gara go..

kv. Gunna

Monday, February 23, 2004

á sjóóóóóó!!!!

úr hverju ætli ungverjar hafi dáið hér um árið.. eins og hjá okkur þá fórust múgur og margmenni á sjó.. en hérna er nottla enginn sjór.. ??

allavegana.. lífið er yndislegt hérna í debrecen.. fínt veður.. það hitnar með hverjum degi.. í dag notaði ég hvorki vettlinga né trefil.. beat that! þannig að ég fór úr skónum með mannbrodd(UNUM).. (er stundum að flýta mér að pikka... maður fer nú ekki að lesa bloggið sitt yfir.. just post it)

sjúkleiki!.. í morgun þegar ég var að tékka á póstinum mínum.. var gaur sem er að vinna hérna að fara úr tölvuherberginu... (og hann er að koma inn núna) síðan fer ég í tölvuna sem hann var í vegna þess að það var bara kveikt á henni.. kemur ekki upp þetta suddaklámefni.. og ekki bara ein síða.. heldur 22!!!!! hversu sjúkur er þessi maður... hann er að skoða klám núna.. þetta er ekki hægt.. mér blöskrar.. getur hann ekki skoðað þetta heima hjá sér..!

jæja.. ætla að fara að læra..

kv. Gunna...

Það rignir hálku í orðsins fyllstu..

það er varla hægt að þverfóta á götum debrecenborgar sökum gífurlegrar hálku... ég hef bara aldrei séð svona.. vanalega þegar það er rigning er ekki hált.. en ég var örugglega næstum því búin að detta svona 30x.. þrátt fyrir skó með mannbrodda.. þetta er ekki á mann lagt..

jæja í dag kláraði ég bóka bettý sem elskuleg amma mín gaf mér í jólagjöf.. ég verð að gagnrýna gagnrýnandann og segja að þetta er versta bókin hans sem ég hef lesið.. þetta er alls ekkert slæm bók en þó eftirbátur hinna bókina.. ég hef lesið 3 bækur eftir hann.. grafarþögn.. mýrina og svo nýjustu sem ég MAN ekki hvað heitir.. það var alltof mikið verið að lýsa hugarástandi aðalpersónunnar og oft á köflum sömu tilfinningunum lýst aftur og aftur of aftur.. annars var ég voðalega stolt af mér að hafa fundið villu í bókinni.. en annað kom á daginn.. þetta var frekar vísbending.. en hvort er réttara að skrifa hálf kláraður eða hálfkláraður.. persónulega kýs ég hið síðar nefnda!

annars yndislegt kvöld.. dekurkvöld á simonyi utca.. hanna sá um andlitsbaðið sem var gjörsamlega himneskt.. ég sá um neglur og handanudd og björg sá um hársnyrtingu og fikt í hári.. sweet jesus.. á borðstólnum var einnig svona grænmetis og ídýfu thing (hvað kallar maður þetta) og síðan gerði hanna geðveikt te.. (btw þá drekk ég ekki te) en þetta var geðveikt.. þetta var te með engiferi (sem hanna skar sjálf ofan í .. engiferið leit út eins og bækluð kartafla) síðan setti hún svart te ofan í með kanil og load af hunangi.. ummmmmm.. að sjálfsögðu voru kertaljós hvert sem maður leit ásamt classical passionsongs for classical lovers (ekki spurja :o) og síðan var kisa á svæðinu.. hversu ruglaður getur einn köttur verið.. en hann einn toppar furðulegheit allra íslendinganna!

úff síðan er ég að verða gömul í vikunni.. ekki gott.. aldurinn hrynur yfir mann.. hann líður víst líka.. áður en ég get snúið mér við.. verð ég krufin eftir 2 ára dvöl í formalíni.. hlakka ekkert rosalega til

ennnnnnnnnnn.......... ég hlakka rosalega til að fara á Britney Spears.. vúhú.. 23 maí.. erum við valinn hópur íslendinga að fara dilla okkur við Britney.. ekki leiðinlegt.. í maí.. sem þýðir það að það verður geðveikt heitt hérna.. og við rosalega brún og sæt í þröngum Britney bol.. ætlum sko ekki að klikka eins og á Robbie Williamstónleikunum þar sem varð uppselt áður en við náðum miða þannig að björg er að fara á morgun að kaupa miða.. :o) annars eru Pink tónleikar hérna líka.. en við völdum Britney í staðinn.. það er svo mikið sjóv.. (býst fastlega við commenti frá halldóru)

jæja farin að kúra með heilbrigðu húðina mína og fallega hárið mitt...:o)

til hamingju með daginn konur.. og jú líka kristín sif :o) gott ef hún á bara ekki afmæli í dag.. litla skjátan..!

kv. Gunna

Sunday, February 22, 2004

jæja.. en ein helgin að renna sitt skeið hér í Ungverjalandi.. helgin gekk bara fínt fyrir sig.. eitthvað var um lestur...smá djamm.. bíó.. og slúður.. mannfólkið er víst allsstaðar eins.. við slúðrum hvort sem við búum á íslandi eða ungverjalandi...

annars verð ég að segja frá einu sem er búið að liggja á mér lengi lengi.. þannig er mál með vexti að ég æfi handbolta einu sinni í viku.. þá bara með norðmönnum og ungverjum.. norðmennirnir eru jafnan í hjólabuxum sem ég hef aldrei fyrir mitt litla líf stigið fæti í (nema þegar ég svaf heima hjá hönnu og björgu og það sá mig ENGINN) en ungverjarnir eru öllu verri.. þeir eru í stuttbuxum með vösum á.. og ég skil alveg afhverju! því svona 3-4x á æfingu taka þær upp klósettpappír úr vasanum og snýta sér.. what's up with that! það er svo hallærislegt.. þannig að ég er sú eina sem held uppi coolinu :o) síðan er planið mitt að reyna fá Guðrúnu Bjartmarz hingað út því markmaðurinn okkar ver ekki blöðru.. grínlaust væri HALLDÓRA betri í marki en hún.. ERNA væri nottla miklu betri þar sem boltarnir hafa aðdráttarafl í að lenda á henni!

það kom upp pínulítil krísa í okkar litla hóp.. í gær áttuðum við okkur á því að það er bolludagur á mánudaginn.. og allir að læra eins og brjálæðingar.. og þær sem yfirleitt sjá um bakstur og önnur heimilsstörf hafa sagt upp bolludagssamningi.. mér finnst bara að hann boggi ætti að baka bollur.. ég meina maðurinn er bakari :o) hann verður að láta gott að sér leiða..

allavegana.. ég fór í bíó í kvöld með Eggerti, Björgu og Hönnu á Paycheck sem var besta mynd sem Tóta kanna hefur nokkur tímann séð.. jesús kristur.. myndin var hreint og beint hörmuleg.. á köflum skammaðist maður sín! hver vill leika í svona myndum.. það er nokkuð ljóst að Ben Affleck er á leiðinni í skítinn.. hann er bara að leika í lélegum myndum.. eina góða við þessa bíóferð var að ég keypti 1l af kóki og 5l popppoka.. hérna er nebbla lítið kók 0,5l... engin smá smíði... síðan settumst við niður.. og ungverjar eru með það kerfi að merkja bíósætin.. við settumst bara einhversstaðar.. fólkið tók svona 30% af salnum.. en neinei.. kemur ekki frekar þéttur maður og sest við hliðina á mér.. og hann setti alltaf hendina á kókið mitt þannig að ég gat ekki tekið það án erfiðis upp úr hólknum þarna.. síðan er myndin að byrja.. þá höfum við greinilega sest í sæti sem við ekki áttum og við vinsamlegast beðin um að færa okkur af sætavísunni (sem er örugglega sprenglærð :o)) já ungverjar fylgja sko bíóreglum.. en allar aðrar reglur eru hafðar að ENGU!

síðan er einn íslendingur hérna (sem verður ekki nafngreindur) sem þarf að fara í stólpípu reglulega.. þar sem hann getur ekki haft hægðir á eðlilegan hátt.. slíkt var magnið í síðustu stólpípuhægðum að reyk lagði um allt herbergi.. 10daga kúkur er örugglega frekar súr (úff minnir mig á gothiacup :o))

sögur ganga um að það sé varla svefnhæft á simonyi utca 29... hvílan er notuð óspart á öllum hæðum.. eru viðurnefni og fyrri störf næturgestanna bönnuð innan 16 ára...

jæja sunnudagur á morgun.. verður notaður til lesturs.... síðan um kvöldið verður matur hjá eggerti.. mér og móður tótu er boðið eftir það verður dekur á simonyi utca.. enda þurfa þær stöllur að endurhlaða batteríin fyrir komandi átök..:o)

zzzzzzzzzzzZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzz
kv. Gunna

Wednesday, February 18, 2004

ojjjjjjjjjj ég gjörsamlega heyri mig fitna..

að borða 2 pizzusneiðar, kók og fá sér svo ís í eftirrétt allt fyrir 11 á miðvikudagsmorgni kann ekki góðri lukku að stýra.. ætla hér frameftir að neita að koma með krökkunum á plaza (einskonar stjörnutorg) það er bara hægt að fá suddamat! ekki nóg með það þá gerðum ég og Frk. Jensen rjómapiparostapastaogkjúklingmeðgrænmeti í gær.. með áherslu á "fyrstu" tvö orðin.. ekki beint mjög hollt.. en maður er að fara í gymmið á eftir þannig að maður brennir kannski 2 kaloríum af þessum 50 þús sem maður hefur innbyrt yfir daginn

ég ætla hér með að kvarta í þann sem sér um brennsluna í mínum líkama... það er svindl að karlpungar geta flestir étið allt sem þeim dettur í hug án þess að fitna.. fara síðan einu sinni í ræktina og bara eru fitt.. ég get orðið hrikalega bitur að hugsa um það þegar ég og ingi fórum út að hlaupa þá losnaði hann við fleiri kaloríur en ég... sko talandi um kynjamisrétti.. þetta er THE KYNJAMISRÉTTI.. ef ég byggi í USA gæti maður örugglega kært einhvern :o)

lífið sukkar
kv. Frk. Kúla

Tuesday, February 17, 2004

djöfull getur það verið svekkjandi að vera ekki heima.. að missa af allri þjóðfélagsumræðunni.. og maður er alltaf á eftir á með allar fréttir.. að vissu leyti getur það líka verið fínt.. að þurfa ekki að hafa skoðun á öllum hlutum...

en jæja.. voðalega er ég stolt af ÍBV stelpunum.. það er nú vonandi að þær fái "fína" mótherja í næstu umferð og verði "íslenskum" handknattleik til sóma! :o) vonandi hefur smára þótt gaman á leiknum og hvet hann eindregið að koma með lýsingar inn á síðuna sína.. fær kappinn ekki annars að fara með í næstu ferð líka?? :o)

síðan á morgun er nú merkisdagur.. það á enginn annar en Micheal nokkur Jordan afmæli.. maður lærði nú eitthvað á að safna körfuboltamyndum.. hversu mikil sýki var það.. þvílíkir peningar sem maður var að eyða í þetta.. allt til að fá Rookie mynd Jordan eða Barkley.. annars ætla ég að óska honum Jordan til hamingju með afmælið.. vonandi hringir hann í mig og þakkar mér fyrir!

allavegana er farin að trítla upp í bedda með friends.. hvítu fuglarnir eru komnir... þarf að ná "rútunni" (flest venjulegt fólk kallar það strætó en ekki tóta) í fyrramálið í ræktina!

fyrir þá sem eru survivorfans.. og horfðu á Tinu og Colby seríuna geta farið inn á heimasíðuna... www.tinawesson.com
eða bara á www.cbs.com.. og þar getið þið lesið allt um bold&beautiful.. þvílíkir snilldarþættir :o)

leiter
Gunna

Sunday, February 15, 2004

sweet jesus...!

ég er ekki búin að fara heim til mín í sólarhring... endaði á smá skralli í gær.. vægast sagt ekki minn dagur í gær.. ég var svo pirruð að ég hefði getað grenjað.. en maður verður einhvern tímann að vera pirraður... það er ekkert skemmtilegt að vera alltaf í góðu skapi... nottla snilld að fylgjast með sumum íslendingunum á djamminu.. það eru nokkrir brjálaðir playerar... :o) og svo aðrir eins og ég.. alltaf góðir :o)

hversu lélegir er Man City... að tapa fyrir Man Utd eftir að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn.. Tim Howard var gjörsamlega að taka þá í þurrt rassgatið.. Mér finnst nú doldið fyndið að Gary Neville hafi fengið rautt spjald því þegar maður lítur á gaurinn þá myndi maður halda að hann gæti ekki gert flugu mein.. en það er nú ekki eins og ég þekki hann Gary prívat og persónulega :o) síðan verður maður nú að horfa á chelsea-arsenal.. ekki slæmur leikur þar á ferð.. vonandi verður björg bara búin að baka áður en við förum.. það er nebbla sunnudagur.. ég var að reyna gefa henni hint í gær um að það væri bökunardagur á morgun.. sjáum til hvernig það gengur...!

jæja þarf að reyna koma einhverju í verk á þessu heimili...

kv. Gleðin

Saturday, February 14, 2004

Jæja maður fór ekki til Búdapest.. maður getur ekki farið á fætur þegar maður sofnar í djammfötunum klukan 5.10 og á að vakna klukkan 6... annars var fjandi gaman í gær.. það var svona valentínusarpartý..

partýið var í sjálfu sér ágætt fyrir utan hrikalega tónlistarsmekk ísraela.. techno dauðans.. hver getur dansað við svollis nema að vera búinn að poppa að minnsta kosti 3 E.. en það sem stóð upp úr í þessu partýi var án efa kossakeppnin þar sem fyrsta sæti var flugferð til Evrópu að eigin vali.. (right að það sé eigin vali... það eru örugglega einhver limit) en jæja íslendingarnir komu, sáu og sigruðu.. Ingvar, Haffi og Daði unnu bara keppnina.. frekar mikill óbjóður.. þeir voru úr að ofan upp á sviði og að kyssast.. frekar drukknir.. en við frá íslandi höfuð séð þetta áður þannig að okkur var ekkert brugðið en skiljanlega voru ALLIR hinir frekar sjokkeraðir.. en til hamingju með þetta strákar :o)

annað djöfull eru Ungverjar klikkað lið.. um daginn ætlaði ég á klósettið upp í TB.. geng inn á eitthvað klósett.. neinei var ekki nema bara þessi stóri kúkur í klósettinu.. ég ákvað að velja annað klósett... síðan fór ég að hugsa um þennan stóra brúna kúk.. hvað er að þessari stelpu... gat hún ekki skeint sér (var nebbla enginn klósettpappír) og sturtað niður.. það sem eftir lifði dags var með hugsað um að núna væri einhver stelpa með kleprahengi hangaði niður í rassgatinu á sér.. daginn eftir fór ég aftur á klósettið og á sama klósetti var hland.. og ekki búið að sturta niður... örugglega sama stelpan.. ætli hún sé að reyna mótmæla einhverju, ekkert smá bitur stelpa... það liggur við að maður þurfi að setja upp leiðbeiningar hvernig á að sturta niður! Aldrei myndi ég fara inn á eitthvað klósett,skíta og standa upp og bara fara í tíma!

quote dagsins - ótengt skít
Ég fékk mér einhvern tímann strípur.. síðan þegar ég hitti Inga Hrafn þá segir hann... hei vá flottar RENDUR!

leiter...
Gunna

Friday, February 13, 2004

já þá er ég ein eftir á Eggertstöðum.. tóta farin til Slóvakíu..


allavegana dagurinn í dag er búinn að vera ágætur.. ég fékk að naglalakka lík og þess háttar.. og ég held að ég geti ekki notað þessa setningu í mörgum atvinnugreinum... jæja maður er doldið klikkaður.. síðan er bara búið að vera chilldagur í skólanum.. allavegana eftir skóla fór ég til Bitu að láta hana vaxa á mér fæturnar.. shit manneskjan er með heimatilbúið vax sem hægt er að borða.. fyrst vissi ég ekkert að þetta væri heimagert og þegar hún byrjaði að borða vaxið verð ég að viðurkenna mér var doldið brugðið.. Bita er upprunalega frá Íran en býr í svíþjóð... hún gerir sitt eigið vax og rífur það af með lökum.. hversu oldfashion :o) en það virkar.. þannig að ég þakka Bitu fyrir það!

annars á hún Guðný Vala Dýradóttir afmæli í dag.. stúlkan er orðin 22 ára gömul.. Guðný er einmitt Superjólinn og það mun enginn hrifsa það starf af henni í bráð.. ! Guðný ef þig vantar einhvern til að fara yfir þýskuverkefnin þín í framtíðinni skal ég gera það.. þá getur kallað mig "afa" þinn... doldið fyndinn þessi þýskukennari! jæja

allavegana ætla að fara læra eitthvað.. er nebbla á leið til Búda á morgun að reyna kaupa skólabók sem bara fæst ekki hérna.. síðan ætlum við í IKEA að sjá hvort að við sjáum eitthvað sniðugt.. ég ætla líka að fá mér sænskar kjötbollur.. ummmmm

jæja leiter!
Gunna

Thursday, February 12, 2004

sweet jesus..

ég er flutt.. hversu mikið dót getur maður átt eftir 4 mánaða dvöl í Hungary.. en stórvinir mínir hjálpuðu geysilega mikið (þó ekki candice) Tóta og Jones.. takk fyrir hjálpina...

annars kom vetur konungur aftur til ungverjalands og það var sko enginn smá vetur.. heldur svo kalt að ég hef aldrei fundið fyrir jafnmiklum kulda.. það liggur við að ég ætti að láta mömmu senda mér eitt stykki föðurland.. en þetta hlítur að fara verða búið.. vorið ekki seinna en á afmælisdaginn minn! annars alveg ótrúlegt miðað við hvað ég er með mikið drasl að ég sé ekki með gammósíur.. ég get svo svarið það að ég tók þær með.. þær hljóta bara að vera innan um hin 300 fötin... er nebbla búin að komast að því að ég á ágætlega mikið af fötum en maður tekur ekki eftir því vegna stærðar fataskápsins hennar Ernu... maður fær bara minnimáttarkennd á að horfa inn í hann! annars eru ungverjar doldið klikkaðir þegar það snjóar.. þeir nota regnhlífar og setja sag á göturnar sem er alveg ágætlega sniðugt nema að þetta verður bara moldardrulla.. og þá þarf sko að passa skóna!

annað.. geðveikt krúttlegt.. tóta húsmóðir (lærð húsmóðir sko) hún er mesta yndi sem fyrirfinnst... ég sagði áðan við hana að ég ætlaði að leggja mig í smá stund.. þá sagði hún jájá Gunna mín... það er matur klukkan 19.. getur maður haft það eitthvað betra... ég er með lærða húsmóður í næsta herbergi sem vekur mig i mat! snilld! annars vorum við ekkert svo svangar þannig að Tóta Sigvaldína Jensen kennd við könnu gerði bara túnfisksalat si svona! sweet jesus! annars veit ég ekki hvað ég á að gera um helgina.. hún er nebbla að fara í kirkjuferð með Guð og co. til Slóvakíu.. :o(

shit.. ég veit ekki hversu oft krákudjöflarnir eru næstum því búnir að skíta á mig.. verð nú að segja það að kríuhljóð eru guðsnáðarhljóð miðað við þetta ómennska sound (að sjálfsögðu ekki mennska.. þetta eru krákur) kríur eru yndi... þeir bera með sér fögnuð sumarins en krákur koma með snjóinn! purrrrrr (já maður segir purrrrrrr)

rosalegt með þetta morð á íslandi.. ég og tóta sitjum hérna furðuslegnar að þetta skuli gerast á Íslandi.. það er það rétt það sem mamma er ALLTAF að brýna fyrir mér... Gunna mín passaðu þig á öllum morðingjum og nauðgurum... í framhaldi af þessu mun þetta vera mitt lífsmottó!

leiter eins og maðurinn sagði...

kv. Fraulein Jensen!

Wednesday, February 11, 2004

kidstuff

Það er ekker betra en eftir erfiða lyftingaræfingu fyrir manneskju sem er í engu formi að fara heim og horfa á Mrs. Doubtfire.. ekki vera að hafa popp og kók við vinstri hendi og Frk. Tótu við þá hægri.. var búin að gleyma hversu mikil snilldarmynd þetta er! Fyrir myndina var kynningin Rookie of the Year.. mér fannst hún mögnuð þegar ég var 12 ára!

jæja á að vakna eftir nokkra klukkutíma.. þótt að ég sé ekkert þreytt núna á ég eftir að bölsótast yfir því þegar ég vakna á morgun og sverja þann eið að ég muni leggja mig á morgun eftir skóla.. en það gengur ekki.. er að fara flytja á morgun á Eggertsstaði!

quote dagsins á Ingi Hrafn
Mighty Ducks 2 er bara besta mynd sem ég hef séð...
lýsandi fyrir mann þegar maður var 12 ára.. íþróttamyndir voru bara toppurinn!
annars ætla ég að vona að Ingi hafi ekki mælt með þessari mynd þegar hann vann á videoleigunni!
Koma svo!

Sunday, February 08, 2004

vá hversu þreytt er ég.. heilt og sælt! já ég ætla að vona að þið séuð heil og sæl :o)


heilt og sælt veri fólkið!

langt síðan að ég hef bloggað.. aðallega vegna þess að ég er ekkert búin að vera heima og ef ég er búin að vera heima er ég búin að vera sofandi!

helgin var gargandi snilld.. föstudagurinn byrjaði ágætlega þar sem var smá girltalk á Úrgel með Björgu og Berglindi.. síðan fór ég heim að sofa þar sem champ er að halda mér vakandi allar nætur.. síðan var mætt snemma til Bjargar og Þengils til að hjálpa við undirbúningin.. og ég held að þau hafi haldið að við borðum og drekkum eins og skepnur því svo voru matarinnkaupin.. allavegana.. mitt hlutverk vera að skera brauð.. ég er víst afskaplega hægur skerari því þau voru ekki þau fyrstu sem segja það við mig.. en ég er bara svona vandvirk :o) eftir að matarstússið og bollubland fór fólk að tínast inn.. ég get sagt það með hreinni samvisku að þetta var magnað kvöld enda ekki annað hægt þegar 15L af bollu og 3 kassar af bjór fyrir tæplega 20 manns! Síðan lenti Þengill í stríði við konuna fyrir neðan.. löggan kom og allt.. helvítis mellan.. ég meina common maðurinn er 30 ára.. þetta er eitt kvöld.. get over it.. síðan byrjaði konan að cutta rafmagnið af og við sem sannir íslendingar svöruðum bara fyrir okkur með að cutta af henni rafmagnið... hún hefur greinilega aldrei kynnst íslendingum því fyrir okkur verður þetta heilagt stríð.. :o) neinei.. Þengill er bara doldið hefnigjarn þannig að þegar hann kom blindfullur heim klukkan 5 þá kippti hann rafmagninu af hjá henni.. en allavegana við fórum á Saxafón og Joy.. hehe... íslendingarnir gerðu flestir einhverja scandala..en það fer ekkert út fyrir þá grúbbu :o) *hóst*

eftir vel heppnað kvöld fóru flestir á mcdonalds til "morgunverðar" ég var bara anskoti hress og fór út að hlaupa og allt.. maður er svo heilbrigður.. síðan skellti ég mér til Berglindar og Bogga og síðan í pókerkvöld heima hjá Björgu og Hönnu.. þar sem Jóakim fór á kostum (Helgi Davíð) að sópaði að sér peningunum.. aðrir fóru ekki jafnsælir heim! Að vísu var ég ekki með í pókernum heldur var bara á discrete allt kvöldið..síðan þegar strákarnir fóru niðrí bæ þá urðum við stelpurnar eftir.. og spjölluðum aðeins um slúðrið frá því á föstudeginum.. fékk ég að crasha nóttina heima hjá þeim!

jæja er að fara í pönnsur hjá Túrí!

kv. Gunna

Thursday, February 05, 2004

heil og sæl vinir og vandamenn!

það virðist vera að eg hafi hrundið breytingafaraldri af stad i bloggheiminum.. það eru bara allir að breyta sidunum sinum.. sumir meira segja undir ahrifum fra minni sidu.. eins og hun Sigrun litasamsetningin min er nottla framurskarandi.. hmmm getur madur kallað etta litasamsetningu.. það eru engir litir a siðunni minni! :o)

allavegana tad er buid ad vera nog ad gera hja mer.. i kvold bauð Tota Sigvaldina.. kennda vid könnu mer og stebba frænda i mat... var bodid upp a kjulla og pasta.. eðalgott.. takk fyrir það Frk. Jensen! Sidan forum vid i bio asamt roberti,zitu,eggerti,bjarti,daða og Rebba i bio a myndina Duplex med Ben Stiller.. var bara god.. allavegana hlo bjartur afskaplega mikid.. og taladi.. madurinn kann greinilega ekki ad fara i bio.. tvi i bioi talar madur ekki :o) bjartur var ekki ad atta sig a tvi!

annars er eg komin med nyja manager inn i tolvuna.. va tvilikur timatjofur.. eg var til 3.30 i nott i leiknum..! etta er rosalegt! er ad spa ad eyda honum svo ad madur læri eitthvad.. neinei. etta var nu bara djok (hafa mömmu goda sko)

sidan i dag for eg med anatomiubokina mina i "pokkun" var ad lata hana i ledur..til ad hun se hardcover.. tannig er hun miklu eigulegri... fæ meira ad segja nafnid mitt grafid a frontid! madur er svo sneddi

uuuuu.. sidan a morgun er party hja Tengli.. kappinn verdur 30 ara a laugardaginn en tar sem hann er ad fara til Buda ta.. verdur rosa party hja honum a morgun.. drykkjarföng eru vist ekki a verri endanum.. ætla ekki i avextina.. tad var ekki heillavænt sidast..! :o) *host* tad verdur skemmtilegt.. herra bakari verdur med gitar og vid syngjum ninu og svona..! Debrecendjamm! ætla pottþett ad taka myndavelina..! uuu i hverju a eg ad vera.. ætla ad pæla i tvi i nott.. Erna ertu med hugmyndir... sidan sidan.. er eg ad fara kaupa mer sko a morgun a utsolu.. teir sem tekkja mig vita hvernig skor tad eru.. doldid einhæf a sko :o)

ææ nenni tessu ekki.. farin ad sofa..
Szia
kv. Gunnsla

Wednesday, February 04, 2004

uff vaknadi 6 i morgun.. stundataflan min er nebbla tannig ad a tridjudogum ad eg byrja klukkan 7 og er til 17.. brjalud hamingja..! en egar eg kem i TB i morgun.. ta hangir midi a hurdinni ad timinn byrji klukkan 7.30! madur hefdi nebbla ekki drepid mann og annan fyrir ad sofa bara i 2 min i vidbot.. jøja sidan bara var madur i skolanum og ad vappast. Klukkan 18 for eg sidan ad lyfta med genginu.. hitti bimbo i fyrsta skipti og spjolludum vid sma..

hapunktur kvoldins var to spilid hja Totu Sigvaldinu kennda vid konnu. Tar voru Hanna, bjartur, ingvar, eggert, tota og undirritud.. eg get sagt med godri samvisku ad gettu betur er ekki spilid mitt.. mamma senda trivial svo ad eg geti unnid etta pakk... en eg og Eggert lentum adeins i odru søti eftir ad Bjartur og Hanna hofdu svindlad i gegnum halft spilid...! :)

annars veit eg ekki hvad eg er ad hanga a netinu svona seint.. tad er kannski vegna tess ad eg vønti emails sem hefur ekki skilad ser. En tessum adila tykur greinilega merkilegra ad verja sjalfstødisflokkinn fyrir klakanum en søkir klakinn hart ad :) madur øtti kannski ad fara skrifa helberan rogburd um blau fylkinguna til ad fa send svor...!

skapti minn.. ekki vera segja tjselling! passar ekki ad nota ordbragd fra 1700 a islandi og nota svo ordid tsjelling eins og blokkustrakur fra Harlem i somu setningu.. tu ert med teim hvitari sem fyrirfinnast :) tad eru bara akvednir adilar sem eru cool.. eins og eg! yoyo wazzup in da hooda!

jøja eg fø ekkert tetta email.. tad er greinilega nog ad gera ad upphefja typpin a sjalfstødisflokknum a netinu!...:) :) :)

goda nott..
kv. Gunna Dora

Monday, February 02, 2004

Lífið er byrjað í Hungary again!

Ferðalagið byrjaði á því að fara til keflavíkur og sem betur fer var engin hálka á veginum.. síðan var komið í leifsstöð..mín með 50kg í yfirvigt.. úbbs... mamma borgaði! :) Síðan hljóp maður í gegnum fríhöfnina.. ég hef oft verið að fárast yfir því akkuru íslenska búðin sé þarna uppi.. en hún er fyrir íslenska útlendinga eins og mig :) keypti mér kristal,skyr og aðrar nauðsynjar

svaf alla leiðina til danmerkur.. og beið í svona 30 mín eftir töskunum mínum.. ekki sátt.. síðan gekk ég út og fékk góðar móttökur.. Síðan gengum harpa og ég útum allan flugvöll að reyna að checka mig inn.. harpa náði að koma yfirvigtinni niður í 18 kg þannig að hún sparaði mér pening þar :) Síðan fórum við á handboltaleik og crúsuðum um Koben í 7 tíma.. var mjög gaman... borðuðum 2... hefði getað ælt... síðan vorum við í hraðbanka.. og harpa segir við mig.. já taktu bara út svona 1000 kall og ég bara jájá... og er ekkert að hugsa og tek út 1000dkk! sem er einmitt 10000 kall.. það var doldið fyndið...! en það kom síðan bara vel út.. skipti því í ungverskt á flugvellinum á góðu gengi! síðan eftir heilan dag í danaveldi skilaði Harpa mér á flugvöllinn og þá tók við smá bið.. hringdi í ólu og þurfti að ganga svona 1km til að komast í gatið mitt.. síðan fór ég í ungversku flugvélina sem by the way er með mesta fótapláss ever og ég talaði við Björn..danskan gaur (stórfurðulegan gaur) hann var að fara til damaskus að búa þar.. hann var með sítt hár og hringa útum allt.. en samt spjallaði ég við hann í 2 tíma!síðan kom farangurinn minn eins og skot.. en þá þurfti ég að bíða eftir 2 norsurum.. og farangur stelpunnar eyðilagðist eitthvað.. síðan loksins komst ég "heim" til Debo... pakkaði meira segja helling uppúr.. ekki beint ég að gera það.. sofnaði síðan eftir smá ströggl.. vaknaði í skólann.... og rútínan er byrjuð!

allavegana björg er að baka pönnsur :) ætla að fara tala við crewið!

kv. Gunna


This page is powered by Blogger. Isn't yours?