<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Wednesday, March 31, 2004

Þessi dagur er fyrir margar sakir merkilegur.. fyrst ber að nefna.. jú þetta er síðasti dagur marsmánaðar... og þetta er afmælisdagur uppáhaldsfrænku minnar, Auðar Stefaníu... Litla kvikindið orðið 10 ára gamalt. Ég vil bara óska henni innilega til hamingju með tuginn og vonandi mun hún eiga frábæran afmælisdag með fullt af pökkum...

annars er lítið um að vera hérna... gott veður... lestur.... og bara lífið...

rakst á þessa frétt á mbl

Stefnir flugfélagi vegna fyllirís í flugvél

Maður nokkur, sem datt í stiga á flugvellinum á Miami í Bandaríkjunum, hefur stefnt flugfélaginu US Airways fyrir að hafa ekki varað sig við þeim hættum sem fylgdu því að neyta áfengis um borð í flugvél.
Floyd Schuler, sem er 61 árs gamall, hefur stefnt flugfélaginu fyrir rétt í Fort Myers í Flórída og krefst hann jafnvirði um 1,1 milljónar dala í bætur, að sögn blaðsins Naples Daily News.

Í stefnunni segir, að US Airways hafi ekki varað Schuler og aðra farþega við því hver áhrif áfengisdrykkja um borð í flugvélum geti haft, einkum þegar flogið er að nóttu til


hvað er að fólki... hélt hann virkilega að hann yrði ekki fullur ef hann væri í flugvél.. sumt fólk á nottla bara að skjóta af færi... eins og hann gæti ekki dottið niður stiga hvar sem er... take a hint fávitinn þinn.. vertu bara ekki að drekka ef þú þarft að vera detta út um allan bæ.... ég gæti öskrað!

jæja ætla að fara tékka á femoral sheath.... og fá mér máski nokkrar bingókúlur til að svala reiðinni um heimskt fólk..

kv. Gunna Dóra

Tuesday, March 30, 2004

Íslenskir dagar á Mórics Zsigmond körut 22

það er nokkuð ljóst að það fer enginn halloka af því að vinna á skurðstofu... maður lærir svo mikið um lífið sjáið til... ekki nóg með það að ég læri endalaust mikið um framtíðarstarf mitt þá læri ég einnig endalaust um matargerð. Það segir sig nottla sjálft að þegar 50 konur koma saman þá er rætt fram og til baka um heimilishald. Það leið ekki sá dagur í vinnunni að maður heyrði ekki eitthvað um mat... og það er að koma mér til góða núna... kannski að ég fari bara að planta sumarblómum líka hérna í Ungverjalandi....hver veit??... yndislegar þessar konur upp á skurðstofu....

annars er þetta búið að vera rosalega íslenskur dagur eitthvað.. á milli þess að ég er að læra hef ég lesið DV... horft á survivor.. eldað íslenska ýsu... og fengið mér íslenskar bingókúlur í eftirrétt... ísland er yndislegt...

í annað.. ég var að frétta það að það væri eitthvað hokkímót hérna í Ungverjalandi og viti menn það eru íslenskir strákar að keppa.. þannig að við íslensku ungverjarnir ætlum að fylkja liði til að hvetja þá á móti annars vel mönnuðu liði ungverja á föstudaginn.. það er nokkuð ljóst að ungverjar verða yfirgnæfðir á pöllunum... ungversk blótsyrði verða í hávegum höfð á leiknum... kúrva anya... og annað skemmtilegt... vona bara að ungverskir hokkídómarar kunni reglurnar annað en sambræður þeirra í handboltahreyfingunni... jesús kristur....ég get skrifað í allan dag um þá heimsku menn.. sem örugglega voru einhverjir random menn út á götu.. nokkuð ljóst að ég kvarta ekki yfir íslenskum dómurum again....ekkert smá bitur útí þetta pakk!

í þriðja... var að lesa DV og um þetta morðmál.. sem ég ætla ekkert að tjá mig um.. þar sem hún Tótfríður er þaðan... þekkir nokkuð til staðarins.. en erum við að ekki að grínast með þessa stelpu.. hvernig getur hún verið með þessum manni.. ég veit að fegurðin kemur innan frá og blarablarablara.. en hversu mikið getur þessi stelpa tekið niður fyrir sig... rosalegt!

jæja ætla að fara lesa um vöðvana í fótnum(eins og sumir á Nesbala 56 myndu segja)/fætinum að sjálfsögðu...

Guð blessi söfnuðinn....

kv. The big G

Monday, March 29, 2004

ummmm ég er að borða íslenskt skyr... ummmm.. var að fá pakka... skyr er OFgott...

jæja....ferðinni frá Széget er lokið.. ég get ekki sagt að mikið hafi verið skoðað... því leið mín lá bara um eina götu allan tímann... well so be it... Ferðalagið var ekki það skemmtilegasta þar sem ungverskir rútubílstjórar keyra ekki sérstaklega hratt.. þetta voru 220km og það tók hann tæpa 5 tíma að keyra þetta.. what's up!um kvöldið var nottla sjálfsögðu farið að djamma...á unnum við Debrecenbúar frækinn sigur á hinum læknaskólanum... enda við upp til hópa frá Skandinavíu og þegar frítt áfengi er á boðstólnum þá er voðinn vís... haldið var heim á leið klukkan 5 og ég átti að vakna klukkan 7 til að fara keppa... það gekk ekki mjög vel.. enda töpuðum við báðum leikjunum þann daginn... og þar að auki var handboltaskónum mínum rænt.. ohhh ungverjar eru svo gott fólk... ekki skemmtilegt.. ég meina hver vill ræna illa lyktandi íþróttaskóm.. well ekki ég!

Um kvöldið var aftur farið að djamma.. en þá var ég bara róleg.. kókið einungis í hendinni.. ég var ÓNÝT allan laugardaginn og ef ég svo lítið sem hugsaði um áfengi.. nem jó! Þannig að ég og nokkrar norskar fórum snemma heim... en okkur til mikillar mæðu föttuðum við að klukkunni var breytt þannig að við "misstum" klukkutíma.. sem þýddi það að við áttum eila að fara keppa klukkan7!!!!!!! hver keppir klukka 7.. þetta er ómennskt.. en ég vaknaði ekkert smá hress eftir 5 tíma svefn... en aftur á móti hinar gellurnar voru hrikalegar... enda stanslaus suddi í tvo daga.. síðasti leikurinn fór heldur ekkert sérstaklega vel.. en markmaðurinn okkar er verri en keila.... jesús kristur...

strákarnir unnu.. og Ingvar var valinn besti maður mótsins.. ekki leiðinlegt það... en við stelpurnar getum þá verið stoltar af því að hafa unnið drykkjuleikina.. hvern einn og einasta og voru þeir 7 talsins.. (ekkert smá stolt)

Það er nokkuð ljóst að í næstu handboltakeppni mun ég ekki djamma.. enda ekkert smá leiðinlegt að geta ekki rassgat... ég er meiri keppnismaður en svo...

síðan var haldið heim á leið... og kvöldið endað á bíói í þeirri yndislegu borg sem Debrecen er... home sweet home... en bíómyndin var rosalegíeinuorðisagt... jesúmyndin.. nú er ég ekkert sérstaklega trúuð manneskja en ég grét og grét og grét og grét meira... og hefði örugglega ekki hætt að gráta ef ég hefði skilið myndina almennilega.. málið var nebbla að það var ungverskur texti og málið nottla aramíska þannig að tóta sat á kantinum og var að þýða og segja manni hvað var að gerast.... en mæli eindregið með þessari mynd... og ég held að Bimbó segi allt sem segja þarf um myndina

jæja farin að leggja mig í smástund fyrir bókasafnið...

kv. Dora...

Friday, March 26, 2004

Jæja Szegét... Here I come....yndi að fullt af íslendingum ætla að koma með okkur... ómennskt partý á morgun.. ekki leiðinlegt..

p.s. pabbi viltu hætta að hringja í mig á ósiðlegum tíma :o) ég er þreytt

kv. Gunna Dóra Hungarytraveller

Thursday, March 25, 2004

Smá úttekt á landsliðshópnum....

Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt hvernig Gunnar Berg getur alltaf verið valinn í landsliðið... það eina sem maðurinn getur er að vera stór.. og hann þarf ekki einu sinni að leggja neitt á sig til að vera stór...Annars er maður svona ágætlega sáttur við hópinn.... Það mætti kannski fara henda Gumma Hr. út.. gefa yngri markmönnum séns.. þótt ótrúlegt sé þá er maðurinn ekki eilífur. Margir eru að setja spurningamerki við Gylfa Gylfa.. mér finnst það bara fín ákvörðun að hleypa drengnum inn.. hann er að standa sig gífurlega vel með sínu liði í þýskalandi og hví má hann ekki að uppskera eins og hann sáir. Einar Örn finnst mér aftur á móti vera spurningamerki. Hann stóð sig vel með haukum eitt eða tvö tímabil.. fékk áskrift inn í landsliðið og þarf ekkert að sýna til að halda sæti sínu. Annars er ég mjög sátt við valið á ungu leikmönnunum sem eru margir hverjir búnir að vera halda sínum liði á floti.. tjaaaa ef þeir bara ekki allir... ásgeir í Haukum, Logi í FH, Einar í ÍR og Arnór Atla í KA. Það er alveg ljóst að landsliðið verður ekki á flæðiskeri statt með þessa kappa íklæddum landsliðsbúningnum.....


Íbv kvenna síðan dregið á móti þýsku liði í áskorendakeppninni. Skemmtilegt að fylgjast með þeirri viðureign. Það er nú ekki oft sem maður heldur með Íbv en að sjálfsögðu gerir maður það núna. Frábært hvað þær hafa komist langt enda ekki annað hægt.. með góðan mannskap og toppþjálfara. Nú er bara að vona að úrslitaleikurinn verði við rúmenana og þá er aldrei að vita nema maður skellir sér til rúmeníu á einn ÍBV leik og fylki lið með kjaftforustu stuðningsmönnum landsins..

æææ handbolti er ómennskt skemmtileg íþrótt... eða eins og Óli lár segir alltaf.. handbolti er ekki flókin íþrótt eftir 10 mín töflufund í beinni útsendingu... hehe

Mjá



Wednesday, March 24, 2004

Sweet jesus...

hvað molecular biology er morkið fag... það væri alveg hægt að hafa þetta áhugavert en nei.... það er nokkuð ljóst að Ólafur Halldórsson.. a.k.a. Óli mól er ekki að kenna þetta fag....

annars sofnaði ég í smástund áðan.. svona til að safna kröftum fyrir nóttina.. því mér finnst langbest að læra á nóttunni.. engin truflun... nema kannski lætin í Tótu... hún er alltaf með næturgesti þessi Kanna :o) síðan nottla að sjálfsögðu vakna ég og hugsa.. jæja hálftíma í viðbót.. þannig eftir klukkutíma sofelsi :o) hrekk ég upp.. og hleyp í ískápinn (1m frá mér.. rosalegt hlaup) og drekk kók og opna rúsínupoka svona til að fyrirbyggja það að ég sofni ekki... það er nokkuð ljóst að maginn minn er búinn að missa allt það þol sem hann hafði gagnvart súkkulaðirúsínum því þær höfðu ekki langa viðveru :o)

annars var hringt í mig klukkan 7.. og mér boðið í mat.. ekki slæmt að vera læra undir próf og vera boðið í mat hjá könnunni.. en við ætlum að fara elda meira.. þegar tóta er í prófum þá elda ég og svo öfugt.. ég skil ekki hvernig við getum verið svona gáfaðar...:o)

jæja maður verður að fara læra meira af molecularóbjóði til að massa þetta próf á morgun.. það verður sko tekið í ósmurt rassgatið (hehe massafyndið þegar mamma notaði þetta :o) )

úff.. hvernig fólk getur drukkið kaffi is totally beyond me.. þetta er óbjóður.. ætla samt að staupa einn expresso hjá Könnunni á eftir til að halda mér vakandi... þessar könnur eru yndi :o)

later...
Gunnso



jæja mársius að verða búinn... úff..

allavegana í dag á Earnist 22 ára afmæli. Óska henni að sjálfsögðu til hamingju með það. Vonandi hefur dagurinn verið góður! vonandi hefur ekki dottið á leiðinni í ljós og einhver óprúttinn kennt þér um óstundvísina í ljósum... manst bara að buffaloskór eru góðir í allri veðráttu ef þú átt í erfiðleikum með gang...

annars hversu ljótir eru buffaloskór. Það er búð í búdapest sem sérhæfir sig í buffaloskóm.. þú getur fengið skoska buffalo.. getur fengið alla liti með glimmeri og ég veit ekki hvað og hvað.. sem betur fer er þessi tíska ekki lengur á íslandi.. hún ætlar að taka sinn tíma í evrópu...

Það er komið á hreint að ég legg af stað til Segét klukkan 12.30 á föstudaginn.. ekkert blogg um helgina... mér var sagt að þessi ferð taki 5 tíma.. og ungversku strákarnir séu pissfullir að syngja ungversk drykkjulög allan tímann.. ég get ekki beðið....!!! nokkuð ljóst að U2 verður á fóninum alla leið.. ekki nema þeir séu willing að taka Nínu með mér! en það er ekki mjög líklegt! Annars er maður að reyna dobbla Könnuna að koma með.. :o) verður að horfa á dóttur og son spila!

fór í klippingu í gær.. það er deginum ljósara að ungverskir klipparar eru ómenni.. þeirklippa bara eins og þeim hentar.. ég gaf honum skýr skilaboð.. og hann fór samt ekki eftir því.. hann byrjaði fyrst að klippa mig eins og kleópötru.. NEM JÓ... þannig að hann tjásaði það aðeins.. en ég bað hann ekkert um það.. jæja ég verð bara að láta laga þetta þegar ég kem heim og taka mynd af mér þannig..! ég lifi............

æææ þreyta... það bíður ókrufinn fótleggur eftir mér á morgun.... YNDI

góða nótt og megi guð vera með ykkur....
kv. Gunna Dóra

Monday, March 22, 2004

halló halló..

ég skil ekki alveg akkuru fólk er á móti skólagjöldum...

mér finnst útí hött að ríkið eigi að vera borga fyrir háskólamenntun landans... fólk segir að þetta sé jafnréttismál og allir eigi að hafa sama möguleika til náms.. þetta er voðalega falleg hugsun og allt það.. en svo að ég vitni nú í hann Skapta vin minn... þarf maður ekki að fórna minni hagsmunum fyrir meiri... lífið er bara ekki svo einfalt og svo réttsýnt að allir séu jafnir.. það er ekki þannig og mun ALDREI vera þannig..

Með skólagjöldum væri hægt að vera skólann miklu betri.. það er ávallt metnaður fyrir betri skóla en allsstaðar komumst við að sömu niðurstöðu.. það vantar fjármagn.. flestar deildir líða fjárskort og þar af leiðandi eru deildirnar verr reknar en ella. Ef skólagjöld yrðu að veruleika væri hægt að gera kröfur til kennara um betri kennslu og markvissara nám sem leiðir til þess að betri vinnukraftar verða til...

Rými í skólanum mun aukast.. og þar af leiðandi betri kennsla..Ef hægt væri að koma inn bekkjarkerfi (minni hópar) þá myndi það þýða að einbeiting myndi aukast.. maður er ekkert sérstaklega einbeittur í 1000 manna sal í háskólabíó-tala nú ekki um með ljósin slökkt.. nánd kennara við nemendur myndi einnig aukast og nemenda finnst hann skipta máli þar af leiðandi kemur áhuginn... Það getur nebbla verið geðveik truflun á fólki sem nennir þessu ekki...og er bara að spjalla í tímum... Það fólk sem er að gera þetta með hangandi haus myndi hugsa sig 2x um áður en þeir væru að eyða pening í eitthvað svona.. æææ ég skrái mig bara í þetta! fólk myndi/ætti að leggja meira á sig í skólanum þar sem þeir eru nú að eyða pening í þetta... ætti að þ.a.l. að fá betri einkunnir og betur undirbúið fyrir vinnumarkaðinn.

Fólk áttar sig nebbla ekki á því að fá að vera í háskóla er lífsgæði!

Sjálf þarf ég að borga 8000 dollara í skólagjöld í ungverjalandi (með aðstoð M&P) Skólinn notar þann pening til að vinna rannsóknarvinnu sem síðan birtist í læknatímaritum allsstaðar um heiminn.. og er skólinn minn með flestar greinar birtar per ár.... gott reputation skaðar aldrei...

það er bara þannig að á íslandi.. foreldrar innprenta svo í börnin sín að þau verði að fara í háskóla og verði nú að vera svona og hinssegin með þetta próf og hitt.. en þá á bara ekki við alla... þetta fólk lufsast í nokkur ár í háskóla.. milli hinna og þessara deilda og ekkert gengur né rekur og að sjálfsögðu á endanum heltast þau úr lestinni.. en í millitíðinni er ríkið búið að ausa X miklu peningum í þetta lið! Er það sanngjarnt fyrir okkur hin?

jæja farin í klippingu... æfing... læra... fjör... mikið að gera.......

by the way.. þá keypti Telma búðina Tesco í gær.. :o)

Sunday, March 21, 2004

Sunnudagar!

alveg merkilegt hvað sunnudagar geta verið miklir blahhh dagar... ég er nákvæmlega ekki búin að gera neitt í dag nema að vappa allan daginn.. já vappa inn í þessari litlu íbúð sem er 26fermetrar með svölum... en jæja.. ég ætlaði sko að sofa feitt út í morgun.. en neinei.. maður vaknar við sólina klukkan 10.. ekkert smá sprækur... og síðan var vappað.. brotið saman tau.. sópað og allskyns vorhreingerningar... YNDI!

síðan fór ég út að hlaupa í skóg áðan... fór með stebba og telmu.. endaði nú samt bara ein.. því telma hætti fyrr og stebbi hélt áfram þegar ég beygði.. maður er svo gáfaður að velja sér félaga á sama reki og maður sjálfur.... en síðan á leið minni í skóginum sá ég 3 dádýr.. hef samt ekki séð villisvín.. ekki það að ég sé að leita eftir því.. því það er stórhættulegt.. og ég gæti örugglega ekki hlaupið undan því þótt að þetta sé svín...

Síðan eru bara 5.450.000 sekúndur þangað til að ég fer á Britney... það er einmitt þess vegna sem ég er alltaf út að hlaupa.. til að geta verið í pínupíkubol á britney... nei annars var stebbi að reyna að plata mig að taka þátt í einhverju 10km hlaupi.. hann hefur ofurtrú á mér þessi drengur... það er engu lagi líkt..

jæja ætla að fara í sturtu... ég og Tóta Sigvaldína erum að fara elda ofan í hann Stefán....

shit vá.. ég gleymdi því líka.. ég var næstum því búin að fara í kirkju í morgun.. af því að ég vaknaði svona snemma hugsaði ég með mér.. "jæja kannski ég fari bara í kirkju með tótu" sendi henni sms... og þá var hún farin.. hún varð ekkert smá svekkt því það er ekki á hverjum degi sem ég vil fara í kirkju sjálfviljug.. en jæja.. kannski eftir 10 ár kemur næsta löngun..:o) hehe...

kv. Gunna kirkjunnar kona

Vá hvað ég er þreytt...

alveg sama hvað maður er þreyttur.. maður fer sjaldnast að sofa á skikkanlegum tíma. Mann vantar alltaf meiri tíma í svefn... En ég get fullyrt það að vakna á laugardegi klukkan 6 til að klára fyrirlestur fyrir presentationtíma er ekki það skemmtilegasta.. þótt umræðuefni mitt væri einstaklega áhugavert... ísland... :o) ég tók þann pól í hæðina að tala ekki um stærstu ár og vötn heldur um hitt og þetta á íslandi svo að íslendingunum í tímanum myndi ekki leiðast.. ég held að mér hafi tekist ágætlega til.. allavegana hló fólk doldið mikið...akkuru eru stelpur með MIKLU minna sjálfsöryggi en strákar.. ég svitnaði og svitnaði... og eyrun urðu eldrauð... þetta er nottla ómennskt að vera stressaður að tala fyrir framan 10 krakka... öll í sömu sporum....????

erum við ekki að grínast hvað íslenskur fiskur er góður.. ekki slæmt að fá steikta íslenska ýsu ala Gunna... hún heppnaðist bara mjög vel miðað við að þetta var fyrsta skipti sem ég elda fisk... þetta er í genunum.... allt íslenskt er YNDI

jæja tímabært to do my nails.. og brjóta saman þvott (smu) hann brýtur sig víst ekki saman sjálfur... arggggg ég er selur

kv. Gunna

Saturday, March 20, 2004

Vá hvað ég er þreytt...

föstudagur... og ég er að skrifa fyrirlestur um Ísland.. fyndið hvað ég væri alveg til í að skoða Ísland hátt og lágt núna.. en þegar maður á þess kosta völ þá er alltaf skemmtilegra og betra að fara til útlanda.. grasið er víst alltaf grænna hinu meginn...

lífið er ekkert sérstaklega spennandi þessa dagana... lærdómur og lærdómur.. fyrir utan helvítis kellinguna á bókasafninu sem ætlar að gera mér lífið erfiðara þá er þetta allt í lagi.... hvert einasta skipti þegar ég kem inn á bókasafnið.. skrái ég mig samviskusamlega inn.. en neinei.. hún veit ALVEG hver ég er.. en hún spyr mig ALLTAF um bókasafnskort.. að sjálfsögðu á ég það.. en hún bíður þess í ofvæni að ég gleymi því heima svo að hún geti rekið mig út.. helvítis kúrvan.. réttast væri að ég myndi ræna stafnum hennar!

annars vil ég óska þeim persum sem lesa síðuna mína.. gleðilegt nýtt ár og þakka fyrir það liða.. hér í debrecen voru voðaleg hátíðarhöld.. allir rosalega fínir.. og stebbi frændi ákvað að joina þann félagsskap.. ekki veit ég þó afhverju...?

ég er ekkert smá ánægð með sigur "minna" stelpna.. eins og Bogga myndi orða það... að vinna ÍBV.. ekki slæmt.. að vísu fer etta eyjapakk örugglega að kenna evrópumótinu um.. en ef þær eru ekki í nógu góðu formi til að taka þátt í evrópumótinu og spila í deildinni.. þá verða þær bara að velja og hafna... baráttan skóp algjörlega sigurinn á annars ágætu liði með þeldökkan mann í brúnni...:o) ergoline bekkirnir greinilega komnir til Eyja :o)

úúú.. síðan fékk ég afmælisgjöf áðan.. hehe.. fékk loðnatásuinniskó..íslenskt nammi (sterka..ummmm) og ice age.. sem ég horfði á rétt í þessu.. ekki slæmt að fá afmælisgjöf frá bestustu vinkonunum.. Ernu og Guðrúnu.. takk fyrir það stelpur!

Barbara Inga Albertsdóttir og Árni Baldur eru 22 ára í dag.. til hamingju með það krakkar mínir...ef ég er heppin fæ ég kannski að standa fyrir framan Árna Bald!!! þegar ég kem heim....

jæja farin að sofa... skóli á morgun frá 9 til 18.. usssss

kv. Gunna

Wednesday, March 17, 2004

Vorið er komið..

það sést bersýnilega á léttklæddum ungverskum dömum og suddalega hvítum upphandleggjum á annars á hinum afskaplega ófríða ungverska karlpening! Fyrir viku snjóaði einmitt.. en það eru ekkert smá skörp veðraskil hér í Hungary.. ég og róbert vorum að læra áðan í Music library og tókum okkur smápásu til að chilla út í sólinni.. ekki slæmt það.. annars er hann róbert búinn að koma þeirri flugu í hausinn á mér að læra með klassíska tónlist í eyrunum.. áðan var ég að hlusta á Mozart... aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að læra með mozart á fóninum.. en það er bara mjög þægilegt.. setti sálina á í smástund og það var bara óþægilegt.. fór alltaf að raula með... en let's face it ég kann engin mozartlög! klapp fyrir því!

eitt það mest pirrandi í geimi er að ætla kaupa sér eitthvað í sjálfsala og vélin étur peninginn.. það er örugglega samsæri hérna á bókasafninu.. því vélin virkar bara svona í 3 hvert skipti.. maður gengur að vélinni og hugsar... "do I feel lucky?" áðan var ég ekkert sérlega heppin.. ég hristi vélina (að sjálfsögðu) en þá kom einhver kona og benti mér á einhvern miða þar sem stóð að það mætti ALLS ekki því það hafa verið nokkur dauðsföll í USA útaf þessu... auðvitað.. USA menn upp til hópa eru líka með því heimskara sem fyrirfinnst! þannig að núna sit ég hérna með munnvatnsSLÍM í munninum.. takk fyrir

annars gleymdi ég að segja frá því.. við unnum handboltamótið um daginn... fékk mína fyrstu ungversku medalíu.. það er ekki laust við það að ég hafi verið stolt.. fyndið að fá medalíu með grænum,rauðum og hvítum borða.. en ekki þeim íslenska... sweet! síðan ætlum við að taka mótið sem verður í Séget eftir 2 vikur... ferðalag um ungverjalandi (getur það gerst betra?) drykkja.. og handbolta... idealferðalag! talandi um handbolta og ferðalög.. við hverja er íbv að fara spila í evrópukeppninni..???

jæja verð að fara drekka... ummm ætla að fá mér virgin móhító á eftir á palma...

kv. Gunna

Tuesday, March 16, 2004

Það er ómennskt að þurfa að læra í svona góðu veðri... smu!


Monday, March 15, 2004

Yndislegri helgi senn að ljúka....

Það er ekki það skemmtilegasta að vakna klukkan 5 á laugardagsmorgni.. en það er þess virði þegar ferðalag er á boðstólnum
Þar sem þjóðhátíðardagur Ungverja er í dag var löng helgi og annað ekki hægt en að leggja "land" undir fót.... í einn dag

5mín fyrir brottför var ég sú 1 af 5 mætt á réttum tíma.. eftir miklar yfirlýsingar frá hendi berglindar að hún myndi sko mæta miklu fyrr til að kaupa miða... og en og aftur þurfti að hlaupa á eftir lestinni.. það er ekki lestarferð nema að vera næstum því búin að missa af henni...

ég er virkilega farin að efast um gáfnafar ungverja þar sem við fengum miða.. en svo kom í ljós að við áttum engin sæti... það er hægt að kaupa miða í lestina.. en ekki fá sæti... og svo er hægt að kaupa sæti en ekki miða í lestina... hvað er að gerast... ! þetta er ekki hægt... þannig að við þurftum að punga út extra extra extra pening til að fá sæti í lestinni... EKKI SÁTT!

íslendingar eru nottla óbjóðir.. klukkan 10.30 fórum við á burger king.. mesti suddi...vitandi það að við værum að fara á pizza hut um kvöldið.. heilsufar var ekki ofarlega á listanum í þessari ferð.. það er nokkuð ljóst... síðan var farið í vatnadýragarð.. þar sem maður sá allt mögulegt.. hákarla,krókudíla..litla nemo fiskinn... og ég veit ekki hvað og hvað.. berglind gat varla ráðið við sig... síðan fórum við á göngugötuna.. þar sem við hittum fleiri íslendinga.. að sjálfsögðu að versla...

pizza hut var næsti viðkomustaður þar sem debrecenbúar mæltu sér mót... hringborðið var yfirtekið og veitingar pantaðar.. við vorum á svokölluðum HAPPY HOUR þannig að kokteilar voru á hálfvirði.... íslendingum finnst það ekki leiðinlegt...

við 5 menningar sem hófum för saman fórum síðan í subwayinn til að komast á aðallestarstöðina.. meðan hinn helmingurinn af íslendingunum ætlaði að verða eftir og djamma fram eftir öllu í búdapest.. á miðri leið út á lestarstöð stukkum helgi, telma og ég úr lestinni..staðráðin í að djamma.. en nú voru góð ráð dýr... engin djammföt... og jesús kristur... á 1klst og 30 mín.. var farið í mollið.. keyptur bolur,pils og skór... ég og telma hlupum um mollið sveittar.. það er ekki gaman að versla þegar það er pressa á manni...

farið var í ískalda sturtu (þar sem vatnið var búið) og haldið beint niðrá mexíkanskan stað.. að borða...ekki í fyrsta skiptið né í síðasta skiptið í þessari ferð... farið var í bjórdrykkjuliðakeppni á milli strákanna.. þar sem helgi stóð sig hroðalega.. róbert var skiljanlega ekki sáttur...helgi misskildi víst eitthvað keppnina áður en hann skráði sig til leiks... hraði en ekki magn! farið var í djammmoll... þar sem var djammað og djammað..sögurnar eru innan hópsins.. sem vísu ákvað að splittast.. djammfólk.. og keilufólk.. hver fer í keilu í búdapest þegar hann getur djammað.. jesús...

vaknað var við viðrekstra Ingvars... ótrúlegt hvað ég náði að sofa fast miðað við að sofa með 10 kvikindum í herbergi...

dagurinn í gær var yndi.. það var borðað á 2 veitingastöðum.. gengið um búdapest... leitað af dýragarðinum,farið í dýragarðinn... fórum inn í vitlaust hús þar sem haldið var að við værum hljómsveit og asninn hann róbert þurfti að segja að við værum það ekki.. hefði verið yndi að fara upp á svið og bara lalalala..... skoðuðum fínasta veitingastaðinn í búdapest...
chillað og chillað.. fórum síðan með sígaunalestinni heim.. og "lent" heima í rúmi klukkan 23.30...

þessi ferð var bara yndi og ég held að ég þurfi ekki að borða næstu vikurnar..
ekki leiðinlegt að vakna upp við blíðskaparveður síðan í dag.. topphelgi

jæja farin að læra!
kv. Gunna Dóra

Saturday, March 13, 2004

hæhæ..

langaði bara að þakka Borgþóri og Beggu.. en þá sérstaklega Borgþóri fyrir yndislegan mat í kvöld.. maður fékk dýrindismáltíð og vín með hverjum rétti (sem ég að vísu drakk ekki) en samt höfðinglega boðið... Fyrsta skipti sem maður fær sér fisk hérna í Hungary og hann var ekki eins og bjóst við bara mjög góður svona grillaður.. en þó held ég nú að handbragð hans bogga hafi skipt sköpum.. síðan fengjum við ís með snickerssósu.. ég lá upp í sófa eftir allar kræsingarnar ekkert smá södd og með heavy laukbragð upp í mér.. þetta fólk er sjúkt í lauk.. ekki nóg með það að fiskurinn var hulinn lauk þá steikti boggi líka heilan lauk fyrir hvern bara svona til meðlætis!

annars erum við íslendingarnir að fara til búda á morgun.. maður er sjúkur í Búda þessa stundina.. vakna eftir 5 tíma.. scary og reyna að rata í öllum þessum lestarkerfum og stebbi kerfatækjakall ekki með.... *gúlp*

hugleiðing dagsins!
þegar maður er í pásu... er maður þá ennþá í sambandi eða ekki.. hef aldrei skilið þetta.. erum í pásu.. annað hvort er maður saman eða ekki.. ekkert flóknara en það?? eða er það?

jæja ætla að fara taka til.. það er allt í messi... eins gott að begga gaf mér óhreinaþvottskörfu í afmælisgjöf.. hún er ekkert smá needy.. herbergið mitt á eftir að stækka um svona helming.... hvaða stelpa kannast ekki fyrir endalaust margar hrúgur í herberginu sínu.. en að sjálfsögðu skipulögð óreiða.. enda ég löngu hætt að reyna vinna gegn lögmálinu um aukna óreiðu....

Quote dagsins og hrós dagsins fær eggert!
Á myndinni cold mountain (sem btw ekkert smá væmin)segir eggert í miðri mynd.. VÁ hvað hann er með stóran haus,sem var alveg rétt.. en þetta var sagt í svo mikilli einlægni... ég og tóta sprungum úr hlátri.. og að sama skapi fær eggert hrós fyrir að þurfa ekki að commenta á myndina fyrir allan salinn.. :o)

en stelpur erum við ekki að grínast með hversu hrikalega drop dead hummina hummina Jude Law er...? hann er ekki hægt!
hann færi sko pottþétt á listann minn.. sem ég á eftir að plasta!

kv. Gunna Dóra Bjarnadóttir
valshatari með meiru...:o)

Thursday, March 11, 2004

Mottó..... læra inn á munnleg próf.. það er ekki hægt að líkja munnlegu og skriflegu saman... vinna í því!

allavegana.. 11.marz runninn upp... það er margt sem ég þurfti að stilla inn á calender hjá mér í dag... fyrst og fremst er þess að minnast að Guðrún Bjarmarz er 22 ára stúlkan.. ég var að reyna að hringja í hana.. en það gekk ekkert.. örugglega mikið að gera hjá henni.. kannski er hún að baka pönnukökur hver veit.... guðrún.. ef það vantar eitthvað til að skera (hvað veit ég! ekki kann ég að baka pönnukökur...) þá get ég skorið það.. ég er masta að skera niður hluti.. annars ætla ég bara að óska þér góðra stunda á afmælisdeginum þínum... sem er nú líka afmælisdagur marsins...:o)

allavegana.. síðan er að koma löng helgi.. það er víst þjóðhátíðardagur ungverja þann 15.mars.. einmitt á peningatalningardaginn minn... jáhá.. þannig er nebbla mál með vexti að einu sinni ákvað ég þegar ég var svona 11 ára að telja peningana mína...og skrifaði það að sjálfsögðu samviskusamlega inn í UK17 fílófaxið mitt.. árið leið og viti menn upp á dag þá ákvað ég að fara telja peningana mína aftur.. og var það ekki nema bara 15.mars.. eftir það hefur það verið peningatalningadagurinn minn... :o) eiga einhverjir fleiri svona fáranlega "hátíðisdaga" þar sem menn gera sér dagamun?

þess er einnig að minnast við þennan dag.. fyrir akkurat 3 árum.. var ég í eyjum í keppnisferðalagi.. eitt skemmtilegasta keppnisferðalag sem ég hef farið í...enda kjúklingurinn í hópnum.... var með ferðatölvuna mína.. og áslaugu fannst ekkert smámerkilegt hvernig þetta allt fúnkeraði.. hún er ekki mikið tækniundur hún áslaug... um kvöldið var djammað á endalausa gleðistaðnum Lundanum í eyjum.. mæli ekki mikið með þeim stað.. að vísu mæli ég bara ekki að djamma í eyjum... nema eina helgi að sjálfsögðu..

annars er ég að fara hlaupa með stefáni frænda.. núna... og skelli mér á hídeghegy (cold mountain) í kvöld..

yndi...
kv. Gunna

Tuesday, March 09, 2004

Ákvað að ræna þessu af síðunni hjá Bimbó!

HVENAER VAKNAR THU A MORGNANNA?
Oftast þegar klukkan hringir eftir að hafa snoozað í 7 mínútur!

2.
EF THU GÆTIR SNÆTT HADEGISVERD MED EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI THAD
Friends crewinu.. ég veit örugglega meira um þættina en þau sjálf!

3.
GULL EDA SILFUR?
who gives.. svo framarlega sem það passar við fötin.. er ég sátt

4.
HVER VAR SIDASTA MYNDIN SEM THU SAST Í BIO?
The Last Samurai....í annað skipti.. beið síðan eftir öllum creditlistanum til að sjá manninn sem ég þekkti í myndinni.. hann var frekar neðarlega í röðinni.. áfram John Goldsmith!

5.
UPPÁHALDSSJÓNVARPSÞÁTTURINN ÞINN
Friends, CSI,LAW&ORDER SVU og að sjálfsögðu BOLD

6.
HVAÐ BORDAR THU Í MORGUNMAT?
Að sjálfsögðu Cheeríós... hérna í Hungary.. bara það sem til í ísskápnum.. oftar en ekki.. eplajógúrt


8.
GETUR THU SNERT NEFID MED TUNGUNNI?
Eftir mikla æfingu.. því mér skyldi takast það því pabbi gat það.. tókst mér það á endanum.. vann meira segja einu sinni til verðlaunar með augnuppbrettingum og neftouchi

9.
HVAD VEITIR THER INNBLASTUR?
of djúp spurning.. fólk sem ræktar sjálfan sig og umhverfið!


10.
HVAD ER MILLINAFNID THITT?
Dóra og appearantly er það líka ungverskt nafn.. og ALLTAF.. dóra.. where you from.. this is a hungarian name.. já fólk.. ég veit..!


11.
STROND, BORG EDA SVEITASAELA?
Fínt að skipta þessu bara á milli.. kannski ekki sveitasæla.. fór einu sinni í sumarbústað yfir eina nótt... og ég gat ekki farið í sturtu og ég var öll svona þvöl.. átti ekki við mig.. borgarstelpa dauðans og sólarfrík

12.
SUMAR EDA VETUR?
að sjálfsögðu sumar..

13.
UPPAHALDS IS?
fyrst var það álfheimaís.. en núna er það skeifheimaís... þeytingur með jarðarberjum... ólsen ólsen og þrist...ummm
í hungary.. er það forró csoki mcfreeze.. eins og sést greinilega á mcdonalds

14.
SMJOR, SALT EDA SYKUR POP?
Bíópopp...bíópoppið heima er bara kidstuff miðað við 5L dunkana sem maður fær hérna.. samt tekst mér að klára það.. give me 10L og ég myndi samt klára það!

15.
UPPAHALDS LITURINN THINN?
Fjólublár.. veit ekki akkuru.. kannski af því ég dýrkaði Phoenix Suns.. en annars brúnn og grænn á fötum

16.
UPPAHALDS BILLINN THINN?
Little blue boy.. "bíllinn hans pabba" þegar ég kom heim um jólin tilkynnti mamma mér það hátíðlega að pabbi væri búinn að dþrífa bílinn minn... :o) tilbúinn til notkunar.. þetta kallar maður þjónustu... léttur sem fjöður.. ég tek sko alla í spyrnu á dæjarnum.. just bring it on!

17.
IDEAL SAMLOKA?
American style samloka.. annars klikkaði aldrei ostur og skinka í turnamentunum hérna í gamla daga!


18.
HVERT FORSTU SIDAST I FRI?
Ef þjóðhátíð kallast frí þá fór ég síðast í vikuferð til vestmannaeyja.. annars costa del sol 2002.. úff.. Z fer í ferð 2005 það er nokkuð ljóst!


19.
HVADA PERSONUEIGINLEIKA FYRIRLITUR THU?
Þröngsýnt, grunnhyggið og yfirborðskennt fólk! Be yourself..


20.
UPPAHALDSBLOM?
Lifandi sólblóm :o)


21.
EF THU YNNIR STORA POTTINN Í LOTTO, HVENAER SEGDIR THU FRA?
Strax.. afhverju ætti maður að bíða..

22.
SODAVATN EDA VENJULEGT VATN?
úff.. sítrónukristall.. nóg er búið að gera grín af mér að láta mömmu senda mér kristal til Hungary.. ég á einn inn í ísskáp.. ég er að spara..! híhí


23.
HVERNIG ER BAÐHERBERGID THITT A LITINN?
Hvítt.. og allskonar gulu dóti.


24.
HVAD ERU MARGIR LYKLAR A LYKLAKIPPUNNI?
1.. hérna úti.. en 5 örugglega heima.. er ennþá með hjólalykilinn minn... veit ekki hvar hjólið mitt er og ef ég vissi það myndi ég hvort sem er ALDREI nota það!


25.
HVAR ÆTLAR THU AD EYDA ELLINNI?
Ég ætla bara að krumpudýrast þar sem mig langar að krumpudýrast.. örugglega vera eins og konan í there's something about mary! brún í útlandinu!


27.
UPPAHALDSDAGUR VIKUNNAR?
Föstudagar að sjálfsögðu.. öll helgin eftir


28.
RAUDVIN EDA HVITVIN
ojj óbjóður.. hvorugt..


29.
HVERNIG EYDDIR THU SIDASTA AFMÆLISDEGI?
ég átti 2 afmæli.. mitt var á fimmtudegi.. fór í treatment hjá agnesi.. fór í tesco.. og keypti inn fyrir brjálað afmælisboð daginn eftir.. fór í nudd.. daginn eftir var tjúttað á simonyi ut 29 fram eftir öllu (sumir ældu að vísu frameftir öllu en...) fjör og meira fjör!

Á SJÓÓÓÓÓÓÓÓÓ

Kv. Gunna.. aka...DNA in da hooda

Monday, March 08, 2004

hallo hallo...

eg og stefan erum i budapest.. brjalad fjor.. vaknad eldsnemma og ad sjalfsogdu n;stum tvi buin ad missa af lestinni... tad er buid ad hlaupa nokkrum sinnum i dag.. fyrst a eftir leigubil.. sidan a eftir lest og sidan a eftir trammanum her i budapest.. vid erum orugglega buin ad eyda ollum teim kalorium sem folust i goms;tri pizza hut pizzu UMMMMMMMMM

vid erum buin ad upplifa nokkud herna i budapest

1. dverg
2.hundur i skom
3.mann med omennska harkulu aftan a annars rokudum haus
4.kl;dskipting sem tok eftir tvi ad vid tokum eftir tvi ad hann v;ri kl;dskiptingur og egar hann for ut vinkadi hann mer.. eg vona ekki i osidlegum tilgangi

annars erum vid buin ad vera ganga utum allt.. fa okkur kokusbollur og annad goms;ti

sidan forum vid i nottla allar t;kjabudir sem fyrirfinnast i Westend... lofatolvur,myndavelar,tolvur og dvd urdu fyrir bardinu a okkur fr;ndsystkinunum sem erum greinilega t;kjasjuk og hefur stebbi vakid ta bakteriu upp i mer.. vorum ekkert sma ludaleg i lestinni ad senda gogn a milli med bluetooth! ohhh vid erum svo skemmtileg!

en sidan vil eg oska Aslaugi Gudfinni innilega til hamingju med 22 ara afmélid...njottu dagsins Aslaugur Gudfinnur :o)
tad a allt of mikid af folki afméli tennan dag.. tannig ad eg étla ad skjota inn kvedju til Onnu Lilju lika.. hun a 21 afméli.. vid erum ordnar gamlar konur :o)

allavegana ;tlum ad kikja nuna eitthvad annad! ekki gaman ad hanga a netinu i budapest!

kv. Gunna og Stebbi

Sunday, March 07, 2004

ÖMURLEGHEIT!

dagurinn í gær var næstömurlegasti dagur ever...

*hann byrjaði á því að ég fékk blett á nýju skóna mína.. blett sem næst ekki úr..

*gekk ekki vel í anatómíuprófinu..

*missi tvær þyngstu bækurnar (anatómíubækurnar mínar.. svona 5kg hvor) ofan á nýju tölvuna mína.. og 5 takkar detta og eitthvað meira.. kom samt engin dæld eða neitt í hana.. en þetta þýðir að ég þarf að fara til búdapest til að láta gera við hana!

*niðurgangur og bakverkir svona til að bæta upp gleðina!

ég var ekki mjög bjartsýn í gær.. og ekki í góðu skapi... en sem betur fer er ég eins og SINUS fallið og er í ágætis skapi í dag :o)

Kv. Gúns


Wednesday, March 03, 2004

úff..
ég er búin að vera að læra í allan dag.. auðvitað þó með pásum.. annars gæti maður þetta ekki...

ætlaði bara að segja það.. allir að vera stoltir

mikið er gott að vera komin á kossuth og allt gamla liðið á sínum stað.. skemmtilegir þessir endurfundir ha! argggghhhh

kv. Gunnhildur

Tuesday, March 02, 2004

halló fólk.. ég ætla ekki að eignast barn á þessum degi.. ekki myndi ég vilja eiga afmæli 2.mars og óska því síður barninu mínu þann afmælisdag.. ekki það að þetta sé eitthvað sérstakur dagur.. bara ekki cool að eiga afmæli 2.mars.. 1.mars er hinsvegar allt annað!

allavegana.. ég þarf að fara í ljós það er nokkuð ljós(t)... ég er orðin ekkert smáföl.. þannig er mál með vexti að ég fer alltaf í ljós á afmælisdeginum mínum en í þetta skipti fór ég ekki vegna þess að fyrr um daginn fór ég í histo.. og módiz var að kenna okkur.. við vorum að læra um melanocyta og síðan endar snillingurinn á 10 mín ræðu að sérstaklega ungar hvítar konur ættu ekki að fara í ljós.. ég skipti snögglega um skoðun.. en að sjálfsögðu er maður heimskur núna og verður að fera í ljós... áróðurinn gekk ekki lengi... en það er betra að lifa beautiful og brúnn heldur en lengur og ljótur.. eða það finnst mér :o)

annars eru ég og berglind bara að læra.. nebbla anatómíupróf á föstudaginn..*gúlp*þannig að það er lestur og stress og síðan lestur og stress..

oooooooggggggggg................ ég hef ekkert að segja... þannig að ég ætla bara að fara heim að sippa..

jibbí kóla (björg hvað er það)
kv Gunna

Monday, March 01, 2004

usss uss uss.. 5 vika að hefjast á morgun.. á síðustu önn þegar 5 vika var að byrja var maður búinn að vera hérna í heila eilífð.. en tíminn þýtur fram hjá manni núna og á eftir að fara fljúga þegar skyndiprófin byrja.. tíminn líður alltaf endalaust hratt að prófunum! mann vantar alltaf 1 dag í viðbót :o)

annars er ég búin að vera ekkert smá dugleg að læra í dag.. ég og berglind lærðum í allan dag.. (með pásum til að horfa á friends) og héldum okkur alltaf við gefin markmið og fengum því okkar gulrót í staðinn.. meðan á þessu skipulagi stóð... var karlinn í eldhúsinu að gera kjúkling í ofni með season all... með yndislegri sósu! takk fyrir þetta boggi.. síðan var kvöldið endað með ballskák...

það er svakalegt hvað maður gengur mikið hérna.. gott fyrir afturendann á manni.. samtals gekk ég í svona 1 1/2 tíma í dag.. mér dettur sko ekki í hug að ganga í næsta botnlanga þegar ég er heima! letin að drepa mann þegar maður er heima.. en í Hungary hefur maður ekkert annað en tvo jafnfætta.. nema trammann.. en í kvöld tóku við harðasprett á eftir honum.. örugglega svona 300m.. og trammaómennið brunaði af stað þegar við áttum svona 5m eftir.. hann verður skotinn af stuttu færi næst þegar við sjáum hann!

en núna ætla ég að opna svona einn rúsínupoka (hey ekkert bögg... ég kom með 2kg og er bara búin að borða 1/2 á mánuði takk fyrir) og fara að huga að fyrirlestrinum mínum.. sem er að vísu í 14 viku en allur er varinn góður!

já var að bæta síðan við debrecenbloggurum...
Hanna 4árs nemi.. uppalin í borgarnesi.. hún býr einmitt með björgu (bimbó) og á kisuna kisu (já kisan heitir kisa) Hanna var einmitt einu sinni næststerkasta kona íslands.. vann möggu massa þannig að það er eins gott að passa sig á henni!

hitt eru bara leiðindapör.. ég myndi ekkert vera lesa síðuna þeirra.. :o) neinei.. er alltaf að tala um þau svo kynning er ekki nauðsyn :o)

hopp hopp!
kv. Gunna

This page is powered by Blogger. Isn't yours?