<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Monday, May 31, 2004

jáhá.. ég gleymdi að segja ykkur....

ég keypti mér handboltaskó í Búdapest. Svona svartir og sama týpan eins og allir eiga. Nema að ég keypti mér krakkaútgáfuna af skónum sem mér finnst miklu þægilegri og sparaði mér þar af leiðandi 8 þús kall... skórnir kostuðu bara 4þús kall... ÓMENNSKT YNDI

en þar á ekki að sitja við.. enda lét ég Stefán frænda minn gangast í myndavélatékk fyrir mig. Síðan er ég í búdapest í góðu chilli.. hringir stebbi og fer að þylja fyrir mig e-ð um Sony t1 eða w1 og einhverja fítusa og minniskort og ég veit ekki hvað og hvað. Að sjálfsögðu hætti ég að hlusta eftir svona 2 setningar og endaði síðan símtalið að ég ætlaði bara að leyfa manninum að sjá um þetta.. Enda forfallinn áhugamaður um myndavélar og ég treysti honum 110% enda YNDISLEGUR frændi... mér var sagt að ég ætti að kaupa T1...

þannig að fólk sem er hrætt við myndavélar ættu að forðast mig í sumar því myndavélin er víst það lítil að hún kemst í hvaða brjóstvasa (ekki það að ég sé með mikið af þeim.. en ég quotaði bara í stebba)

HVERNIG EINHVER MAÐUR NENNIR AÐ LÆRA METHODS Í MOLECULAR BIOLOGY ER MÉR ALGJÖRLEGA ÓSKILJANLEGT...þetta er mesti ómennski sori sem um getur... er búin að fá hausverk svona 3 í dag...

jæja er farin að ná í moleculargeisladisk hjá Shany.... og farin að pissa (svo maður endi þetta eins og Erna :o)

kv. G


sól og blíða....

litur fyrir mallann og lærdómur fyrir heilann...

allir græða!
kv. G

Sunday, May 30, 2004

Maí er að verða búinn... þetta er ekki hægt! Halldóra farin heim og ég komin heim til debó og að sjálfsögðu byrjuð að lesa. Annars er þessi bók sem ég er með allóskiljanleg þannig að ég fletti bara upp á netinu þegar mig vantar að fylla upp í eyðurnar og gengur bara vel.

Halldóra og ég slúttuðum síðasta deginum í Búdapest með meiri gönguferð. Farið var yfir til Búda og kastalasvæðið skoðað ásamt því að ganga upp endalaust margar tröppur! Síðan um kvöldið fórum við í bíó á taking lives sem er vægast sagt fín mynd... skemmti mér vel á henni ásamt því að hrökkva og stökkva svona einu sinni til tvisvar.

Síðan má nefna það að íslensku stelpurnar unnu þær ungversku 0-5 í Ungverjalandi og kíkti ég á stelpurnar daginn fyrir leik og var hljóðið í þeim fínt. Annars var Dóra Stefáns að senda mér sms rétt í þessu að spurja mig hvort að mollið væri opið.. en þar sem er hvítasunna núna er allt lokað... hversu óheppnar geta þær verið!

Síðasta helgin mín í ungverjalandi á þessu skólaári er liðin og næsta helgi bara heima á Íslandi.. furðulegt.. ég hlakka eila bara ekkert að koma heim... væri alveg til að spóka mig aðeins lengur í sólinni hérna... sem btw var ekkert sérstakt meðan halldóra var en hún er farin að láta ljós sitt skína og endalaust gott veður í dag!

jæja farin að læra!
see you when you get there!
leider....G

Friday, May 28, 2004

voooo... hversu mikid er hégt ad ganga a einni viku. Eg og Halldora éttum ad ganga i einhvern gongugarpaklubb!

annars er bara allt gott ad fretta af okkur. Ad visu doldid treyttar eftir ad hafa vaknad fyrir allar aldir (eda 5) tvi Halldora vard nu ad fara i sina sturtu (tvi annars er harid a henni eitthvad fatlad (dont ask)

Vid erum bunar ad skoda svona flest allt sem vid étludum okkur i Budapest (og ja mamma halldora er buin ad reka mig til ad léra) Nuna erum vid bara ad rölta um i mollinu ad chilla eitthvad en Halldora étti ad koma alveg heavy afslöppud heim held eg!

jéja vid étlum ad kvedja tvi vid hofum ekkert ad segja... tad er nebbla enginn annar roni buinn ad miga a bekk.. en believe me.. tid verdir fyrst til ad fretta tad :o)

kv. Gunna og Halldora

Wednesday, May 26, 2004

Vá hvað tíminn líður hratt... strax kominn miðvikudagur og við á leiðinni til Agnesar að láta dekra við halldóru á meðan ég les.. YNDI :o)

en annars er búið að vera óttalegt chill á okkur.. tókum að vísu þennan rosalega göngutúr í gær.. þar sem halldóra fékk að skoða froska - og þótti ekki leiðinlegt...

loksins er heiðskírt og það er eins gott að það verði þannig í dag... ég brjálast ef það kemur ský... ooooggggggg ég er farin að hljóma eins og Erna...

jæja halldóra komin úr sturtu og þá er ég víst næst!!!

sjæse ég er að koma heim eftir viku... etta er ekki hægt!

kv.G

Monday, May 24, 2004

Halló Halló!

við erum komnar frá búdapest og erum miklu betri en venjulegt fólk.... vegna þess að þið að bæði erum við búnar að sjá Britney Spears og róna pissa á sig á bekk!

annars kom halldóra á laugardaginn... og var nú fyrst smá vesen... leigubílastjórinn reyndi að svindla á okkur en að sjálfsögðu lét ég ekki ríða okkur í rassgat.. síðan fengum við ekki gistingu nema með austurrísku pari og stelpu frá Hong Kong... við gengum síðan útum allt og það er nokkuð ljóst að Halldóra er að verða krumpudýr þar sem hún var alltaf að tala um útskorin hús (don't ask)

síðan rann dagur gleðinnar upp.. við mættum klukkan 7 stundvíslega til að fylgjast með britney.. síðan þegar við vorum búnar að vera í endalausri röð var okkur tilkynnt það að það mætti ekki vera myndavél og þurftum við að fara í aðra röð til að geyma myndavélina og síðan fara aftur í löngu röðina... ómennskir ungverjar

jæja dívan lét bíða eftir sér.. en þegar hún kom... VÁÁÁÁÁÁÁ... opnunarlagið var toxic og kom hún á svona palli í svörtum latexgalla með fjólubláa skikkju. Síðan má ekki gleyma OFURflotta balletdansaranum sem var HUMMINA HUMMINA maður! Það var samt rosalega lítill troðningur og halldóra og ég áætluðum að við værum svona 15-25m frá goðinu. Sáum allar útlínur og allt.. (já við sáum útlínurnar því goðið var frekar fáklætt allan tímann) en annars bara er þetta eitt af mínum toppmómentum í lífínu og nokkuð ljóst að ég ætla aftur á britney tónleikana ef færi gefst... nú kannski ég fari þá með fillip!

en fillip...var einmitt gaur sem gisti með okkur á yellow og hann var einn.. kom allaleið frá Prag til að fara EINN á britney tónleika... hann var ekkert smá svalur í bleika britneybolnum sínum... SAMKYNHNEIGÐUR....held það :o)

eða svo að við vitnum í halldóru sem er byrjuð að taka upp ungverskan lífstíl...
íeinuorðisagt "þetta var bara ómennskt YNDI"

p.s. Hversu óheyrilega fyndin er finding NEMO..

kv. Gunna og Halldóra í ómennsku chilli!!!!!

Halló Halló!

við erum komnar frá búdapest og erum miklu betri en venjulegt fólk.... vegna þess að þið að bæði erum við búnar að sjá Britney Spears og róna pissa á sig á bekk!

annars kom halldóra á laugardaginn... og var nú fyrst smá vesen... leigubílastjórinn reyndi að svindla á okkur en að sjálfsögðu lét ég ekki ríða okkur í rassgat.. síðan fengum við ekki gistingu nema með austurrísku pari og stelpu frá Hong Kong... við gengum síðan útum allt og það er nokkuð ljóst að Halldóra er að verða krumpudýr þar sem hún var alltaf að tala um útskorin hús (don't ask)

síðan rann dagur gleðinnar upp.. við mættum klukkan 7 stundvíslega til að fylgjast með britney.. síðan þegar við vorum búnar að vera í endalausri röð var okkur tilkynnt það að það mætti ekki vera myndavél og þurftum við að fara í aðra röð til að geyma myndavélina og síðan fara aftur í löngu röðina... ómennskir ungverjar

jæja dívan lét bíða eftir sér.. en þegar hún kom... VÁÁÁÁÁÁÁ... opnunarlagið var toxic og kom hún á svona palli í svörtum latexgalla með fjólubláa skikkju. Síðan má ekki gleyma OFURflotta balletdansaranum sem var HUMMINA HUMMINA maður! Það var samt rosalega lítill troðningur og halldóra og ég áætluðum að við værum svona 15-25m frá goðinu. Sáum allar útlínur og allt.. (já við sáum útlínurnar því goðið var frekar fáklætt allan tímann) en annars bara er þetta eitt af mínum toppmómentum í lífínu og nokkuð ljóst að ég ætla aftur á britney tónleikana ef færi gefst... nú kannski ég fari þá með fillip!

en fillip...var einmitt gaur sem gisti með okkur á yellow og hann var einn.. kom allaleið frá Prag til að fara EINN á britney tónleika... hann var ekkert smá svalur í bleika britneybolnum sínum... SAMKYNHNEIGÐUR....held það :o)

eða svo að við vitnum í halldóru sem er byrjuð að taka upp ungverskan lífstíl...
íeinuorðisagt "þetta var bara ómennskt YNDI"

p.s. Hversu óheyrilega fyndin er finding NEMO..

kv. Gunna og Halldóra í ómennsku chilli!!!!!

Friday, May 21, 2004

Jæja... þá held ég til stórborgarinnar Búdapest á morgun að pikka upp Halldóru :o) það verður YNDI. Ég fer með lestinni klukkan 6.45 og verð komin tímalega að ná í stúlkuna klukkan 12 á feryhegy 1. Deginum verðum síðan mestmegnis eytt í chill og undirbúa okkur andlega fyrir Britney... síðan væri ekki verra að reyna að fitna svoldið í henni Búdapest!

Það verður gaman að sjá Halldóru.. það er eins gott að hún hafi gott slúður fyrir mig...:o) og síðan fæ ég líka skyr... slúður + skyr... ekki slæm blanda þar á ferð...

anyways.. verð að fara sofa ef ég ætla að vakna á morgun...

spurning um að bjalla á britney og spurja hvar eftirpartýið eftir tónleikana verður!?

kv. Gunna Spears

Thursday, May 20, 2004

jæja fyrsta prófið gekk bara ALLS EKKI vel....endurtektarpróf í sumar!!! en ég meina hverjum finnst ekki skemmtilegt að læra yfir sumartímann!

eins og maður segir á góðri ungversku legközelebb (gangi betur næst)

þetta kemur allt með þessu yndislega vori sem er framundan... síðan er nottla Britney.. það er alltaf eitthvað til að hlakka til!

jæja... kjúlli

kv. G

Tuesday, May 18, 2004

Ungverjar eru ekki hægt...!!

var að læra upp á bókasafni áðan.. þegar björg hringir í mig.. þá er hún úti fyrir utan bókasafnið að chilla aðeins.. ég fer og ætla að chilla í smástund í sólinni.. leggst á grasið (á annarri hliðinni) og viti menn.. ég er orðin mjög rauð á annarri kinninni.. ég er svo óhemju svöl á þessu!

allavegana síðan þegar ég ætla inn.. þá er bara búið að loka bókasafninu...!hvað er að gerast! neinei þá var bara sprengjuhótun og allt rýmt...! og dótið mitt inni! þannig að ég neyddist til að fara heim til Ore og fá bókina hans lánaða því hann er ekki að fara í sama próf og ég...

Í dag komst ég að því að í miðju prófatímabili gerist þetta nebbla doldið oft - fólk hringir inn og hótar sprengjum og læti til að losna við próf samdægurs (ef það er ekki búið að læra nóg) því húsið er að sjálfsögðu rýmt!

en það hallærislega er að við sem sátum svona 5m frá inngangnum urðum ekkert vör við það sprengjuhótun væri í gangi. Við heldum bara að allir væru að chilla úti því það væri svo gott veður... COMMON fólk ef það á að rýma húsið á nottla að rýma líka svæðið í kring. Fólk sat bara þarna á bekkjum við innganginn þannig að hafa starfsmennirnir tekið mikið mark á þessari hótun.. en samt nóg til að ég gat ekki náð í dótið mitt.....

held bara að einhver starfsmaður hafi hringt inn til að fá frí það sem eftir lifði dags...

þannig að ég neyðist til að vakna snemma á morgun til að fara að ná í draslið mitt í bombercity

Ungverjar eru ekki hægt!

kv. Gunna Bomberman!

Monday, May 17, 2004

Jæja Eurovision afstaðin og lífið heldur áfram!

annars er það helst í fréttum að ég er búin að vera "reyna" drekka kaffi til að halda mér vakandi... Erna er búin í mörg ár að reyna venja mig á þann ólyfjan.... Ætla bara að drekka einn og einn á dag til að halda mér vakandi enda finnst mér þetta ekkert sérstakt... en þetta er þó hollara en kókið! Finnst það ætti að framleiða kristal með koffíni!

ætli maður sé á leiðinni í Kænugarð að ári á Eurovision... hver veit..?! :o)

quote dagsins!
Einar litli frændi (sem btw er 4 ára) segir við Auði eldri systur (10ára) sem kom grátandi heim að ef einhverjir strákar væru að stríða henni skyldi hún bara segja honum það og hann myndi berja þá... jámm.. það vantar ekki sjálfstraustið í kappann :o)

kv. Gunna

Saturday, May 15, 2004

Jæja.. ég býst við því að landsmenn allir séu að horfa á Eurovision... ég hef aldrei verið þetta rosalega eurovisionfan (allavegana ekki eins og ein hérna norsk sem kann öll íslensku lögin utan af) en það er samt fínt tækifæri til að fá sér einn kaldan. Ég er samt að horfa á þetta hérna í tölvunni. Bíð samt bara eftir Jónsa..er samt ekki búin að heyra íslenska lagið.. sem er jafnast eila bara á við dauðasök heima *gúlp*

allavegana ég hef ákveðið að lesa síðan kaflann um Cell DiVISION kvöld.. það er næsta því eurovisionpartý sem ég kemst.. það er visst VISION kvöld sem ég mun eiga í kvöld :)

AFREK DAGSINS
annars vil ég óska Björgu INNILEGAINNILEGAINNILEGA til hamingju en stúlkan krækti sér í undanþágu frá verklega partinum í Patho (meinafræði) með að koma,sjá og sigra einhverja pathokeppni... 5 fengu undanþáguna af svona 200 manns... Björg gerði sér lítið fyrir og var númer 3 :) YNDI eins og íslenskir ungverjar myndu orða það :) eitt stórt KNÚS frá mér :)

kv. Gunna

Friday, May 14, 2004

ÚFF.... hamingja...! :o)

kláraði anatómíu/embryo/histo í gær og í dag. Embryo/Histo parturinn var frekar auðveldur enda MIKIÐ búið að lesa en tíminn var frekar knappur þannig að ég hefði getað gert betur.. Ekki var mikið um svekkelsi í gær því skull tók við í öllu sínu veldi sem er ekkert smáræði fyrir manneskju jafnþreytta og ég er... ennnnnnn viti menn... ég tók prófið í þurrt rassgatið (eins og móðir mín orðaði svo smekklega) rúllaði upp 10 og þar sem Begga fékk líka 10 leyfðum við okkur þann munað að fara til Agnesar í treatment.. húðin á mér er ofurslétt en lika ofurrauð eftir kreist í dúllerí í 3 tíma :o)

það verður sko bara chilldekur í kvöld... grill og boggi ætlar að baka meðan við skvísurnar sitjum og hámum í okkur jarðarber með rjóma....

getur lífið verið yndislegra en í dag........... held ekki :o) en á morgun tekur við meiri prófalestur... lífið verður kannski ekki jafnyndislegt þá... sjáum til :o)

Fálkaorða dagsins
Erna fyrir að vera svona góð við mannkynið og veita þeim sem minna mega sín aðgang af fötunum sínum. Einnig fyrir að sýna dirfsku og hugprýði að reyna útrýma ljótum augabrúnum
Erna hvar væri heimurinn án þín!

kv. Gunna ofurkreistingur


Wednesday, May 12, 2004

Var að komast að því að allar líkur eru á því að við fáum EKKI prof. Antál.. ætla ég þó ekki að hrósa happi strax.. *gúlp* Orðið á götunni segir að við værum með Prof. Andreas sem er ágætt.. Held bara að hann sé skástur af prófessorunum :)

fréttir af mér... humm ekki mikið.. læra og borða.. og svo sofa smá.. maður þarf víst að gera það líka.. Maður er alltaf eins og versti saur og endalaust sjúskaður í þessum prófum. Maður toppar samt ekki Sjúska sjálfan :o) annars lofaði berglind mér því að ef hún myndi fá 5 í einhverju próf (besta einkunnin) þá myndi hún snoða sig... GO BERGLIND!

ég sagði alltaf þegar ég var lítil að þegar ég færi í háskóla þá ætlaði ég að snoða mig.. það skipti engu máli, maður væri alltaf inni að læra!!! (þvílík sjálfsblekking!!!!)nem jó.. held að ég sleppi því.. kannski þegar ég fer inn á krumpudýraheimili.. hver veit???

fyndið hvað maður miklaði allan aldur þegar maður var lítll.. að fermast.. fullorðinsmannatala...að vera í 10 bekk - samræmdu.. að horfa á þessa krakka í dag...kidstuff... að vera í 6.bekk í menntó... síðan hélt maður að þegar 21 ára aldurinn tæki við væru bara barneignir og gifting á næsta leiti... well held ekki! :o)

argg argg ég er selur!
kv. Gunna


Tuesday, May 11, 2004

var að horfa á hannibal.. sem er ekki mjög sniðugt seint á kvöldin... það er mér gjörsamlega óskiljanlegt hvernig fólki dettur í hug að reyna handsama einsamalt MANNÆTU.. ef ég vissi að mannætu í Debrecen...þá myndi ég ekki reyna að vera í contacti. En svona er þetta bíómyndafólk.. ekkert alltof gáfað! :o)

Monday, May 10, 2004

Vil óska Eyjastelpum til hamingju með íslandsmeistaratitilinn. Þær eru vel að honum komnar og án efa með besta liðið í kvennaboltanum í dag! Valur stóð þó vel í Eyjastelpum en þreytan var óneitanlega farin að segja til sín í síðasta leiknum. Það lið sem gerir tæknifeila trekk í trekk á móti ÍBV á ekki von á góðu! allavegana skemmtilegir leikir... (allavegana í útvarpi)

úff en djöfull vildi ég að valur hefði unnið! en jæja! :) maður fær ekki allt sem maður vill...

Heimurinn breytist ekki mikið á einni helgi..! er loksins komin út á meðal fólks aftur...! Er samt mest megnis búin að vera skoða hauskúpur í dag.. en það er meiri félagskapur en herbergið heima!

Annars eru þessar höfuðkúpur frekar eyddar. Að sjálfsögðu búið að nota þær frá því að landnám hófst eða álíka lengi! Mín hauskúpa var frekar fyndin... stundum 2 göt þar sem átti bara að vera og svo fram eftir götunum. Við erum nebbla ekki nákvæmlega eins og kennslubækurnar sýna. Breytileiki fólk! breytileiki!

æEg er búin að komast að því að þessi vörður hérna yfir tölvunum hann hatar mig!kannski er það vegna þess að ég fór einu sinni úr að ofan í viðurvist hans.. en ég hélt að hann yrði ánægður! þetta er mest bitrasti gaur ever.. næstum því eins bitur og konan uppi með stafinn sem ég hef nú átt nokkurt orðastak við! henni er hollast að passa stafinn þegar ég er í nánd! :o)

Síðan finnst mér að ég ætti að fá viðurkenni fyrir landkynningu.. ég er ALLTOF stolt af litla landinu í Norðri.. stundum hálfskammast ég mín! en eftir minna en mánuð verður farið á american style, faxheima í bíóhúsin.. og að öllu ógleymdu... endalaust chill og djamm.... vinna-hvað er það sko!

jæja en undan því er víst að nógu að taka hérna í prófunum sem eftir eru.. þannig að kannski að ég fari að læra... ! :o)

kv. Gunna

Sunday, May 09, 2004

Hvernig lítur heimurinn út.. er búin að loka mig inni alla helgina að læra og lesa Harry Potter þess á milli.

ohhh hvað lífið er yndislegt í próftímabilinu!

Saturday, May 08, 2004

Jæja kellan búin að panta sér far heim í sumar! 3.júní people 3.júní

Djöfssnilld eru þessi lágfarflugfélög :o) Gúd sjitt.... annars gerði mamma þau geigvænlegu mistök að láta mig fá VISA númerið.. Spurning um að gera allt brjááááááálað á amazon.co.uk!

annars bendi ég á síðuna hennar Bjargar appearantly er ekki komið vor fyrr en hún finnur sæðislykt í loftinu!? hvurslags weirdoliði er ég stuck með hérna... !!!! Persónulega fyrir mér er það lyktin að nýslegnu grasi en nei... sæðislykt hjá Björgu...

pirr dagsins
Conan O'Brien - hversu leiðinlegur getur einn maður verið!

kv. G

Ohhhhhhh
hversu pirrandi er það þegar tannkremstúban stíflast! óþolandi!

Það er nokkuð ljóst að ungir sveinar sem dveljast hér í þessu landi eru statt og stöðugt að reyna eitra fyrir mér.. fyrst Borgþór og núna er mér orðið ískyggilega illt í maganum eftir að hafa verið boðin í ísraelskan kvöldverð að hætti þeirra bræðra Ore (kærasta Bjargar) og Nir. Ekki veit ég úr hverju maturinn samanstóð en hann bragðaðist ágætlega.

annars er kvöldið ekki búið að vera ýkja skemmtilegt heldur frekar sorglegt. Ég fór að skoða gamlar minningagreinar á mbl.is... já believe or not maður getur séð greinar frá 1986! eitthvað sem heillar örugglega alla!!!! :o) þannig að ég fór að skoða greinarnar um látna ættingja, afana 3 og stebbu frænku! Það var grátið! :o( en mikið rosalega er móðir mín góður penni! það liggur við að maður vilji deyja á undan henni svo að hún geti hripað nokkur orð í mbl!

Hver hefur ekki hugsað um það að vilja sjá minningagreinarnar um sig! hvernig væri að sviðsetja dauða sinn svona eins og Ross og sjá hverjir skrifa?!

jæja jesús.. vá! stoppum þessa hugleiðingu!

já nei ekkert bless
G

Friday, May 07, 2004

Ætla að byrja á því að óska Valsdömum innilega til hamingju með sigurinn í gær. Ég var eins og helbert gamalmenni uppí rúmi að hlusta á leikinn í beinni á rás 2. Hefði gefið margt til að sjá Öllu taka vítið þarna í lokin! Hélt að Alla byggi yfir aðeins meiri reynslu en svo en að reyna vippa á crucial momenti!? Hefði ekki verið leiðinlegt að vera fluga á vegg í búningsherbergi Íbv í gær.. Alli hefur örugglega sagt nokkuð vel valin orð!

en jæja í annað öllu mikilvægra... það var sorgardagur í lífi mínu í gær. Síðasti FRIENDSÞÁTTURINN var sýndur vestanhafs í gær. Það verður furðulegt að horfa á síðasta þáttinn vitandi það að nú mun maður ekki vita um áframhaldandi líf þessara snilldarkaraktera... en lífið VERÐUR víst að halda áfram Friendslaust!

ég er ein af þeim sem les mbl.is mjög mikið. Finnst mér nú vera heldur mikil gúrkutíð í fréttum fyrir utan þetta óblessaða frumvarp.. Mér er alveg sama hvort að Jón Gnarr sé hættur að drekka kaffi eða ekki.

En það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar reglulega kemur frétt þar sem formaður SUS er spurður álits um hin og þess málefni. Í fyrsta lagi er mér ALVEG SAMA hvað einhver lítill gutti í formannsleik álítur. Það væri nær að spurja fólkið sem hefur lifað tímana tvenna um álit heldur en einhvern strákling sem hefur takmarkað sjónarsvið fyrir utan XD merkið. En til að vera ekki einhliða þá finnst mér það líka ef formaður UJ væri spurður... Hlustar fólk virkilega á þessa gutta... en málið er bara að ALDREI eru formenn annarra ungra stjórnmálasamtaka spurðir.. ALLTAF bara SUS. Má þá spurja hvort að morgunblaðið sé því ekki að hygla undir ungum sjálfstæðismönnum. Ekki miskilja þetta eru voðalega góð félög en marktæk? Varla. Fyrir mér lít ég á þessi félög eins og yngri flokka í íþróttum-uppeldisstarf. Ekki var ég sjúk í að reyna koma málefnum og öðru sem mér brann á vörum á framfæri við meistaraflokk ....nei mér finnst að blokkinn ætti að koma á þriðja manni en ekki öðrum...nem jó!

Mér finnst síðan umræðan frekar hjákátleg! DV og annað í eigi Baugsfeðga má ekki gagnrýna neitt í sjálfstæðisflokknum þá er það orðið einelti! OK ég get skilið það með Davíð. Umræða sem er búin að vera lengi. En núna er dómsmálaráðherra orðinn viðriðinn málið. Mátti ekki gagnrýna manninn fyrir að segja að jafnréttislögin væru barns síns tíma? Sjálfstæðismenn eru að verða móðursjúkir um allt sem viðkemur DV og Fréttablaðinu. Einhvern veginn treysti ég blaðamönnum - mörgum til marga ára. Ég sjálf vil fá að velja og hafna hverju ég trúi?! Einnig finnst mér þetta frumvarp afskaplega skondið. Ég skil alveg conceptið bakvið það. Frá því sem við best vitum eru þessir menn að spila eftir reglunum.. nota bene reglum sem vorir alþingismenn sem við treystum og trúum settu upp....

Að sjálfsögðu leitar maður uppi veikleika í systeminu. Svo ég líki nú stjórnmálum aftur við handbolta. Segjum ef einn leikmaður væri búin að skora 14 mörk - allt í vinstra hornið niðri. Síðan kemst dómarinn að því að markmaður hins liðsins er meiddur á hægri fæti og getur þess vegna ekki varið. Er það þá í dómarans höndum að breyta reglunum, sem uppi voru hafðar í byrjun leiks,og banna leikmanninum að skjóta í þetta horn!? NEI

ég spyr hverra hagsmuna er verið að gæta? Einhversstaðar heyrði ég það að maður tryggir ekki eftir á!

ég hef enga trú á þessu frumvarpi... þeir menn sem ætla sem er að græða-græða.. þeir eru eins og bakteríur sem stökkbreytast með tímanum og aðlagast að breyttum aðstæðum! Hvað getum við sem heima sitjum gert.. ekkert nema horfa á valdatafl íslenskra stórmenna eins og þeir álíta sig því almenningsrómur skiptir nákvæmlega ENGU MÁLI...

kv. G

Thursday, May 06, 2004

jæja.... ég fór í bíó um daginn á Kill Bill 2.. ekki búin að sjá fyrri myndina en jæja ég lét slag standa og fór með hönnu og eggerti.. hann var búin að fræða mig svona um það helsta sem ég þyrfti að vita. Jæja myndin byrjaði og myndinni lauk. Engar sérstaklar tilfinningar vöktu upp við myndina... þessi týpíska bíómynd sem maður gat vel fyllt í eyðurnar. Eftir myndina sögðu þau mér að þetta væri bara með þeim betri myndum sem þau höfðu séð.. ég hló nú bara að því og hélt AUGJÓSLEGA að þetta væri kaldhæðni en annað kom á daginn!

ég er ein af þeim sem fer í bíó og spái ekkert í það hvort að Spike Lee eða Clint Eastwood sé að leikstýra myndinni.. mér er slétt sama! annaðhvort finnst mér myndin góð eða ekki. Mér finnst einmitt sá bragur vera á þessari mynd bara vegna þess að Quentin Tarantino leikstýrir henni þá er hún góð. Þetta minnir mig óneitanlega á íslenskukennara yfirhöfuð. Þar sem ALLT sem Halldór Laxness hripar niður á blað er bara stórfenglegt og ég veit ekki hvað og hvað... andgiftin sem hann gefur manni með tilkomu þessarar persónu og hversu nauðsynlegt var að láta hundinn vera við austurvegg hússins sem hægt er að túlka sem að hundurinn sé að bíða eftir dauðanum! oftúlkun út í gegn! Kill bill 2 heillaði mig ekki svona eins og flesta verð ég að segja... en kannski þurfti ég bara að sjá eitt hver veit????

quote dagsins
Maðurinn sem hrósaði Halldóru á djamminu fyrir að kunna öll lög sem höfðu komið fyrr um kvöldið! það er afrek útaf fyrir sig Halldóra :o)

kv. Gunna Dóra

Wednesday, May 05, 2004

jesús.. ég á ekkert smá erfitt með að einbeita mér að læra.. ég hugsa og hugsa bara um allt þetta case!

einhvern veginn er mér orðið slétt sama hvort að eggfruman heitir primary oocyte eða primordial follicle eftir að EITT fokkings frumulag er komið í viðbót.. who gives! En það er samt ekki skrýtið að fósturfræðin hafi verið að vefjast smá fyrir manni.. hversu mikið af orðum er hægt að íslenska... sum fræðiheiti eiga bara að vera á ensku annað er bara rugl! íslendingar eru sjúkir í að íslenska orð!

Kók,rís,hermundur pottur and do my nails í kvöld....

jæja hvað er að gerast!!!

íþróttafélagið mitt Grótta/kr er bara í helberu rugli! ég hef alltaf álitið svo að þetta muni reddast á endanum.. en ég er bara ekkert svo viss um að það gerist.. og ef svo gerist.. þá samt er það búið að eyðileggja mikið mikið... eitt skot í hausinn á þessu pakki þegar ég kem heim!

Kvennaliðið hefur orðið fyrir rosalegri blóðtöku.... ekki nóg með að missa þjálfarann til Eyja (AFTUR!!!)þá fer hans ektakona með honum,Eva Björk, sem er búin að vera blómstra í vetur sem leikmaður... óska ég þeim bara góðs gengis í vestmannaeyjum.. það er eins og það sé eitthvað trend fyrir kr-inga að fara til Eyja...en það er mér samt óskiljanlegt hvernig þau nenna að ferðast með herjólfi í hverri viku og það tekur 2 tíma og 45 mín það er eins og fyrir mig að fljúga heim!.. en jæja.. their choice! :o) sé þau nú samt koma að og spila í röndótta búningnum að ári! En síðan eru líka litlu markmennirnir að fara Hildur og Ása.. (hver á að sjá um slúðrið núna.. þetta er allt að fara til fjandans)

en þetta eru gleðitíðindi fyrir eyjamenn sem og ALLA handboltaunnendur að ÍBV geti kannski minnkað útlendingakvótann um eitt kvikindi!

en núna er það bara fyrir þær stelpur sem eftir eru að spýta í lófana.. axla meiri ábyrgð og sýna þessu stjórnarPAKKI í tvo heimana (hver talar svona fyrir utan ömmur)..ég hef fulla trú á ykkur! eins og bubbi söng svo undursamlega í kr-laginu.. mótlæti er til að sigrast á! við erum kr-ingar og berum svo sannarlega höfuðið hátt :o)

kv. Gunna Dóra

Tuesday, May 04, 2004

ARGGGGGGGGGGGGGGGGGG!!!!!!!!!!!!

ekki sátt við RÚV!!! Skapti segir mér að það sé verið að sýna ÍBV-Valur í beinni á netinu.. ég varð ekkert smá ánægð.. sætti mig sko alveg við smá hökt... en neinei.. síðan 18 mín búnar að leiknum þá slökkva þeir bara á honum og segja að þessi dagskrárliður sé ekki sýndur á netinu! doldið púkó að byrja að sýna og hætta síðan...! þetta er eins og versta stelpa að byrja segja brjálað slúður og hætta síðan við á miðri leið...

en jæja pabbi er að taka leikinn upp.. þannig að ég lifi þetta af! áfram valur!

og svo.. Erna þér að segja.. þá var ský í dag.. ég veit að þér finnst veðurfréttirnar í ungverjalandi þær allra skemmtilegustu :o)

Quote dagsins.. Mattý kærastans hans Inga...
Well eftir vellukkaða bíóferð á Legally Blonde segir Mattý við Inga í fullum sannleika! "þetta er besta mynd sem ég hef séð" spurning um að sjá númer 2 Mattý.. hún er líka góð... ætli hún toppi númer 1? Hver veit? :o)

CFU-Gemm cells... here I come!

leitah G

Monday, May 03, 2004

jæja....... ungverjar eru hreint yndislegt fólk... þeir hugsa ekki eins og flest fólk

vissuði.. í ungverjalandi.. getur maður keypt miða í lestina en ekki SÆTI.
maður getur einnig keypt SÆTI en EKKI miða í lestina! þetta fólk er ekki hægt.. maður þarf alltaf að vera á varðbergi!

hvernig ætli það sé að láta grafa sig lifandi.. pant ekki ég! síðan má hugsa út í það.. hvað ætli margir hafi verið grafnir lifandi í alvörunni..og dáið bara þannig... sjæse.. hvað ætli það taki langan tíma fyrir mann að deyja... !? ef það væri sólarbekkur í staðinn fyrir líkkistu myndi Erna líklegast vera ódauðleg :o)

hermundur pottur næst á dagskrá......
kv. gunna dóra bjarnadóttir

fyrirlesturinn gekk vel...

2 stig í hús...!


SÓL :o) brúnka.. ég út í chilllæradóm!

Sunday, May 02, 2004

Hangs í náttbuxum!

dagurinn í dag er nú ekki búinn að vera neinn kidstuff dagur skal ég ykkur segja! Fyrirlestur í cell bio er búinn að hafa hug minn allan í dag! er hérna enn í náttfötunum klukkan 22.30... búin að stara á tölvuna í rúma 10 tíma. Púff en hann er samt búinn núna sem betur fer!

annars var mjög gaman í gær... var að chilla á saxaphone með Berglindi. Keypti ég mér þar kokteila að nafni...swimming pool (ekkert smá væminn), chichi (eins og portúgölsk hóra, en var fínn) og síðan sex on the beach... maður þarf að fara smakka fleiri kokteila enda hræódýrt hérna...ndaði kvöldið í pool... ég er alveg öfgagóð...right... myndi sko pottþétt taka minn mann o'sullivan í snóker! ég er orðin sjúk í að horfa á snóker.. ekkert smá skemmtilegt!

fékk síðan ekkert smá fyndið email í pósti áðan... svona keðjubréf... þar var stelpa að safna pening til að fara í augnaðgerð! tilefni aðgerðarinnar var nebbla sá að hún fékk sæði í augað sem olli einhverjum skaða! hversu óheyrilega fyndið er það að EYÐILEGGJA á sér augað útaf sæði! ég ætlaði ekki að hætta að hlæja :o)

maður verður að passa sig í framtíðinni :o) þarf kannski að fara bera sæðisdrepandi á augun ef maður ætlar ekki að láta sæðið svamla í augunum á sér.....

kv. Gunna Dóra

Saturday, May 01, 2004

Matseld Borgþórs er eitruð....

ég fékk að komast að því í nótt.. þar sem telft var við páfann í hraðskák! Berglind og Boggi fengu víst sinn skammt af taflmennsku í dag... :o)

Málið var að boggi var að gera kartöflusalat.. sem var btw mjög gott! þegar hann er að flysja kartöflurnar bendir Berglind honum á að kartöflurnar séu doldið furðulegar á litinn... Borgþór tók athugasemd hennar ekki til greina og sagði kellingunni að halda sér saman - svona eru ungverskar kartöflur!

jæja annað kom á daginn! ungverskar kartöflur eru ekki svona...!

Guðs sé lof að mér þykir gaman að tefla.. þannig að bogga er fyrirgefið :o)

kv. Shitbreak

Þegar ég var lítil ákvað ég að giftast á þessum degi! Ekki það að verkalýðsdagurinn sé svo mikið turn on... nem jó.. heldur giftust mamma og pabbi á þessum degi! Er sjúkt að vera búin að ákveða daginn? En til hamingju með daginn M&P

Jæja Ungverjar til hamingju með að vera komnir inn í Evrópusambandið. Það er búið að vera mikið tilstand með þetta allt saman. Allir Ungverjar að skemmta sér í gær.....

Minnsta ungverska þorpið heldur upp á ESB-aðild

Ungverjar fá á miðnætti aðild að Evrópusambandinu eins og 9 önnur Evrópuríki. Aðildinni er fagnað um allt land og láta íbúar í þorpinu Szanticska ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Í dag komu allir þorpsbúar saman til að hylla Evrópusambandsfánann. Ekki þurfti stórt húsnæði því þorpsbúarnir eru aðeins sex, þau Gergoe Pal, Istvan Pal, Koppany Pal, Viktor Pal, Anita Pal and Peter Ocsenas.

Ekki var Guðrún Dóra að skemmta sér. Fór að sofa klukkan 23 á föstudagskvöldi og það hefur ekki gerst í háa herrans tíð! Tilgangur var slíkur að ég ætlaði að vakna klukkan 8 og fara í sólbað.. en þegar ég vaknaði var SKÝ.... hver hefði trúað því!

En fyrir utan sólarleysið er þetta afskaplega hamingjusamur dagur! :o) ætla að skella mér í sund í hreina vatninu þeirra ungverja! :o)

kv. Gunna Dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?