<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Wednesday, June 30, 2004

ég lenti í áhugaverðu samtali um daginn við mann sem sagði við mig að Ólafur Ragnar væri sko ekki sinn forseti... Svaraði ég að bragði að ef hann væri Íslendingur væri Ólafur Ragnar forseti hans.

Að forseti eigi að vera sameiningartákn... jújú en það gefur nottla auga leið að forseti hlýtur aldrei 100% fylgi.Þetta er eins og að segja að Davíð Oddsson væri ekki forsætisráðherra minn því ég kaus ekki sjálfstæðisflokkinn... þvílíkt rugl...!

ég er orðin afskaplega leið á öllum þessum tölutúlkunum bæði núna og í alþingiskosningunum... vann hann.. tapaði hann.. hver spekúlantinn kemur í sviðsljósið og tjáir sína skoðun.. en þegar öllu er á botninn hvolft vann Ólafur og mun sitja í forsetastólnum og hverjum er ekki nákvæmlega sama???????

allavegana... úr öðru í annað mikið skemmtilegra... það sem er að hrjá mig þessa dagana er DVD spilarinn minn.. þannig er nebbla mál með vexti að þegar ég hækka eða lækka volume í sjónvarpsgræjunum mínum verð ég alltaf að hafa það á tölu sem gengur upp í 5X töfluna. Annað fer í taugarnar á mér.. en DVD spilarinn minn er á 4X töflunni og það hrjáir mig afskaplega mikið að sjá allt í einu 44 eða 48 að ég sef varla á næturnar útaf þessu??!!

og þegar ég fer að hugsa út í það hef ég rosalega mikið af svona thing.... Það fer að verða sjúklegt hversu vanaföst ég er!

en klukkan að ganga 3 um nóttu og ég að fara til miðils á morgun... spooky....! ennn já.. bætti nokkrum tenglum við :o)

kv. Gunna

Tuesday, June 29, 2004

úff... var að muna það núna.. ég var NÆSTUM því búin að láta mana mig upp í að reyna við Eið Smára...

guð sé lof að drykkjan var ekki slík :o)

Monday, June 28, 2004

úff og það var dansað!!!!

Eftir mikið drama komst mitt lið áfram. Auðvitað hefði verið gaman að sjá Svíana komast lengra en hollenska liðið er mitt lið og hefur alltaf verið og þannig að Svíar verða að bíta í það súra epli að fara heim. Partýið var svo sem allt í lagi.. fljótlega týndust einn og einn meðlimur úr partýinu og svona í restina var orðið ansi fámennt. Síðan fórum ég og Bjarney niðrá Hverfisbarinn þar sem ALLIR sem hafa einhvern tímann snert fótbolta voru. oggggg það var geðveikt gaman! það var svo gaman að ég var ekki komin heim fyrr en 6.30 með hjálp frá Spilafíklunum :o)

jæja síðan í gær var þynnka.. kannski ekki svo mikil þynnka heldur aðallega þreyta.. en mér barst ánægjulegar gjafir þar sem pabbi hennar Ernu kom í heimsókn með skonSKUR sem mamma hennar Ernu hafði bakað.. ALLS EKKI leiðinlegt í þynnkunni. Einnig kom Stefán frændi með myndavélina mína og það er varla að maður þori að snerta hana!

Ólafur áfram forseti... engar sérstakar fréttir... þetta fór samt doldið mikið framhjá manni e-ð.. surprise surprise þetta var ekki aðalumræðuefnin á djamminu.. æææ og mér er eila bara alveg sama.. þetta var ekkert sérstakt hitamál fyrir mér but life goes on!

úff hangs í sólarhring.. maður skuldar sjálfum sér að faragera e-ð

Saturday, June 26, 2004

Ég sit hér í þungum þönkum með fæturnar upp í gluggakistu og reyni að fá lit í gegnum glerið. Það ber ekki þann árangur sem skyldi. Allan þann tíma hef ég horft á hárin á fótunum á mér vitandi það að þó verða rifin upp með rótum á eftir... greyið hárin... they never saw it coming!

Í kvöld er nebbla heljarinnar íþróttadjamm... eins og vitur maður sagði eitt sinn... "maður sleppir ekki góðu djammi". Ölvun mun EKKI ógilda miðann og því mæli ég eindregið með unglingadrykkju...! Flestar þarna nebbla ekki orðnar 20ára..... Skemmtilegustu íþróttadjömmin hafa þó án efa verið með Gróttu/KR stelpunum þar sem djammað var heima hjá Kristínu Þórðar með gumsinu og Tinu Turner...good old times!

þarf að fara kjósa á eftir... er ekki ennþá búin að gera upp hug minn.. en þó ætla ég að nýta mér kosningaréttinn. Vonandi hugsa ég rökrétt í kosningaklefanum.. ætli það sé dregið niður fyrir vitlaust svar??? ég vona ekki... annars er mín skoðun alltaf rétta skoðunin þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur...

ætli það sé tímabært að fara taka upp úr töskunum...? 3 vikur síðan ég kom heim og rúmlega það... kannski ég skelli mér í það núna!

have to go!
Gunna Dóra

Friday, June 25, 2004

Frosið klof....... og suddaveður

það er óheyrilega ógeðslegt veður úti... rigningarsuddi.. svona myndi aldrei vera í Ungverjalandi! Veðrið er SVO ógeðslegt að mann langar bara ekkert út.. en ég verð víst að gera það ef ég ætla að fá launin mín.. þannig er mál með vexti að ég er ekki ennþá búin að skrifa undir ráðningarsamning og núna fer að styttast í enda mánaðar sem þýðir enginn ráðningarsamningur engin laun... og við viljum EKKI að það gerist!

annars er ég búin að vera frekar sorgleg síðustu tímana... búin að vera með klakapoka á klofinu á mér til skiptist við að hita það upp.. er nebbla tognuð í náranum. Tognanir í læri eða nára eru það leiðinlegasta í geimi. Maður trúir alltaf að þetta sé farið... síðan bammmmmm kemur þetta aftur... svokallaður óbjóður..

en jæja farin að innheimta launin mín..

kv. G

Wednesday, June 23, 2004

Ætla aðeins að tjá mig um world class!

Þetta er tvímælalaust besti æfingasalurinn á landinu. Hann er geysilega stór með upphitunartækjum fyrir ég veit ekki hvað marga! Það eru til fleiri en 1 tæki af næstum öllum tækjunum þannig að maður þarf aldrei að bíða! Bjartur og opinn salur og með fullt af fólki í. Síðan sér maður út í sundlaug og það er ekki leiðinlegt að sjá sæta massaða stráka hlaupa út í sundlaug..

Gallarnir sem ég sé við þennan stað eru eftirfarandi: salurinn lokar klukkan 23. Einu sinni var opið allan sólarhringinn yfir sumartímann. Það er bara ein klukka í salnum sem er pínulítil. Og það versta er að það er engin tónlist. Það finnst mér hrikalegt þar sem tónlistin getur oft tjúnað mann upp og basically klárað síðustu lyftuna.

Það er komin WC mafía þar sem þeir koma saman og takast í hendur og stæra sig yfir afrekum dagsins. Allir nottla búnir að taka sinn skammt af fæðubótarefnum og nokkrum tímum hefur verið eytt í ljósabekkina. Síðan eru nýgræðingarnir sem eru á sokkaleistunum og allir með mínusvöðva og skjannahvítir.. tíminn leiðir í ljós í hvaða farveg þeir fara. Fyndnasti hópurinn er þó án efa konurnar sem eyða minnsta kosti klst í stigvélinni og fara síðan aðra klst í skíðatækið. Eftir það fara þær að lyfta og eru að sjálfsögðu með léttustu þyngdina því god forbidd að þær fái vöðva. Síðan eru gerðar svona um 50 endurtekningar án þess þó að finna fyrir neinu..

mest fer þó í taugarnar á mér fólkið sem kemur með gemsana sína að lyfta. Hvað er það????? en það fólk flokkast oftast undir ofangreint fólk - ofurmjóu konurnar og sterakallana! Þau halda virkilega að þau séu það merkilegt fólk að þau geti ekki sleppt símanum sínum meðan á æfingum stendur. Mér finnst alveg nóg að vera dröslast með vatnið mitt hvað þá að vera hafa einhvern síma. Ég bíð ennþá eftir að sjá einhvern koma með laptoppinn, ég meina það gæti einhver verið að signa sig inn á MSN.

Guð sé lof að það sé til eðlilegt fólk eins og ég!
(eða ætti ég að segja Magga Sam sé lof) :o)

kv. Gunna Dóra

Tuesday, June 22, 2004

djö hvað var gott veður í dag.... verst að ég var að vinna til 16 og varð að leggja mig vegna svefnvanræskslu undanfarna daga! sofnaði þó úti og vaknaði öll löðrandi í svita (með hrossaflugur flögrandi yfir mér eins og um lík væri að ræða) neinei.. ojjjj

síðan var farið að keppa og setti stúlkan eitt kvikindi yfir marklínuna.. samt eflaust eitt ljótasta mark sem hægt er að skora.. það er ekki gaman að skora þegar það er skotið í mann :o) en ég skapaði mér ágæt færi þrátt fyrir öfgaljóta markið mitt!

morgundagurinn er samt bara chill.. engin vinna og ætla ég því að nota góða veðrið og fá smá lit á kroppinn. Þó ætla ég að kíkja upp á Bogga að horfa á nokkrar aðgerðir!

æææ lífið er bara svo yndislegt þessa stundina (vissi ekki að maður gæti verið svona glaður þegar viss heimsókn er í gangi) en jæja maður breytir víst ekki hormónunum....

pirr dagsins....
hvernig getur nokkrum heilvita manni dottið til hugar að malbika miklubrautina klukkan 16 á mánudegi....

og og og fólk sem keyrir á 40km hraða á vinstri....gerir heimferðina mína afskaplega ánægjulega!!!!!!!!!!!!PAKK

kv. G

Sunday, June 20, 2004

Það er sko engin drykkja á minni. Að vinna alla frídaga og spara heilasellurnar þ.e.a.s. ef ekki allar dauðar!

Ég held að ég hafi aldrei verið jafndugleg við að horfa á fótbolta eins og síðustu daga enda hver stórleikurinn á eftir öðrum. Í dag var það Tékkland-Holland sem var hreint og beint yndislegur leikur.. allt að gerast.. ég vona innilega að þessi lið komist upp úr riðlinum.

Í dag samt gerði ég mannvonskuverk. Ég drap hrossaflugu sem er afrek útaf fyrir sig. Ég hljóp hvorki út né öskraði á mömmu. Hvernig þessi óbjóðis dýr geta ekki verið dáin útaf survival of the fittest kenningu Darwins er mér gjörsamlega óskiljanlegt. Þær eru eingöngu þarna til að hræða mig ásamt öðrum samborgurum mínum. Í skjóli næturs,meðan allir sofa rótt loksins laus við hræðslu og áhyggjur,smjúga þær inn um gluggana og árla morguns BAMMMMMMMM ráðast þær á mann í öllu sínu veldi blakandi þessum óbjóðis fótum sínum útum allt!!hvílíkur SAUR.... það er ekki auðvelt að vera íslendingur!

pirr dagsins...
að vera á almenningssalerni og enginn klósettpappír! hvað gerir maður þá...???? er það hausinn niður og fyrirgefðu þú þarna hinumegin eða er bara hrist??? :o) það er nebbla munurinn á ungverjalandi og íslandi.. í ungverjalandi gerir maður ráð fyrir engum klósettpappír og er því alltaf með þverrur á sér! en á íslandi eru klósettin YNDI!

best að fara sofa.. harðduglega manneskjan verður mætt upp í grafarvog eldsnemma í fyrramálið að chilla með eldri borgurum bæjarins!

kv. G

Friday, June 18, 2004

Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Skemmtilegt atvik gerðist í vinnunni í dag. Allt gamla fólkið var voðalega fínt að hlusta á þjóðlögin. Allavegana síðan þegar ég er að græja eina konu,sem er frá Vestmannaeyjum, býð ég henni gleðilegan þjóðhátíðardag og hún svarar að bragði "nú jæja er kominn ágúst" Það er víst rétt sem það er sagt um þetta Eyjapakk.. það er bara ein þjóðhátíð :o) Mér fannst þetta allavegana yndislegt þar sem þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er mjög kær :o)

Íslendingar eru svo fyndnir. Ég kem heim úr vinnunni og þá er mamma út í sólbaði. Síðan kemur hún inn eftir örugglega dagssetu og spyr mig " Gunna!er ég ekki orðin brún??" ég svara jújú...(nottla alveg sama) en spyr þó afhverju hún sé að spurja mig. "Nú þá ÞARF ég ekki að sitja lengur í sólinni"...djí!!!Það er alveg innstimplað í Íslendinga að NOOOOOOTAAAAAAAAA sólina. Annars svona til að halda áfram með veðurfréttir þá vil ég taka það fram að það er spáð 30°C hita í Debrecen um helgina... hvað er maður að koma heim.... argggggg

ætli maður skelli sér í golf núna.... ekki líklegt... :o)
mamma var samt að segja mér hvað golf þýðir gentleman only ladies forbidden. Ég hefði ekki verið vinsælasta konan hér á árum áður enda voru karlmenn á þeim tíma enn meira pakk en þeir eru í dag! Sómasamlegir drengir finnast varla....

jæja bitra konan er farin út að hlaupa af sér reiðina!
kv. G

Wednesday, June 16, 2004

ætla að taka upp lífstíl gamalmenna og fara mæta í laugina oftar. Ekki það að ég sé sjúk í að fá sveppi á tærnar heldur væri ekki verra að fá smá brúnku á kroppinn.

Annars var planið mitt að fara ekki í sund í dag þar sem gærdagurinn var BARA höfgi og e-ð járnbragð á vörunum á mér! what's happening. En mér líður töluvert betur í dag og þá ekkert því til fyrirstöðu að fá lit :o)

kannski ég sé ólétt!!!! hey vó ekki út í svona pælingar... nem jó

Gærkvöldið var hreint frábært. KR-stelpur að spila kana klikkar seint. Pabbi hennar Ollu gerði þennan frábæra heilsudrykk fyrir okkur sem tók ekki langan tíma (eða svona eina hugsun hjá Sollu..hvað væri nú tromp) Að sjálfsögðu vann ég enda vinn ég alltaf.

Pæling dagsins:
þegar lík eru brennd.. ætli það sé hægt að fá fljótandi mannafitu þegar brennslan kemst í ákveðið hitastig?... hún er örugglega hollari en dýrafitan :o)

leiter.. G

Tuesday, June 15, 2004

úff það var erilsöm nótt! neiiiii ekkert þannig!

mig dreymdi að það væri fullt af líkum í kringum mig sem aðeins ég sá en ekki Ingi.. seinna í sama draumi var ég orðin ambátt einhvers blökkumanns og hann var að láta mig kafa ofan í eitthvað vatn á Keflavíkurveginum! Ég var ekki sú hressasta s.s. í morgun!

allavegana dagurinn fór nú mestmegnis í stúss í dag. Náði í skattkortið mitt og gaf blóð og svona! svo skemmtilega vildi til að dagur blóðgjafar var í dag sem þýddi grill í bakgarðinum og einhver fótboltakeppni! Ég staldraði þó stutt við því ég fór upp á skurðstofu að kíkja á liðið.. það leið ekki langur tími þar sem fólk var búið að finna fyrir mig verkefni :o)!!!

síðan gerði ég doldið skemmtilegan hlut í dag (veit samt ekki alveg hvort það sé prenthæft, allavegana finnst mömmu það ógeðslegt) en ég skóf upp á mér tánöglina þar sem hún var að deyja. Tók mér hnífsblað í hönd og hóf skafninginn.. ekki leið á löngu þar sem blóð spýttist út og ég núna með myndarlegt gat á tánöglinni. Það líður eflaust ekki langur tími þangað til hún dettur af og fer í myndarlegt safn mitt sem samanstendur af 14 tánöglum. Einhver benti mér á að ég gæti farið að búa til elegant hálsfesti úr dýrgripunum. Það yrði sko djammgripurINN!

held að ég skíri barnið mitt Kolfinna?! ég veit að bjarney og brynja samþykkja nafnið pottþétt!

kv. G


Sunday, June 13, 2004

djöfs saur er veðrið hérna á íslandi!

eftir geðveika máltíð á american style var haldið á æfingu í grenjandi rigningu! maður blautur bæði af svita og regni! þungar bómullarbuxur láku niður og maður gerði mest lítið annað en að hysja þær upp um sig!

maturinn á american style er ekki hægt hann er svo góður! btw ég var næstum því búin að gefast upp fyrir matnum og líklegast gert svo ef við hefðum ekki verið að spjalla í tæpa 3 tíma!

hvað er málið með aloa vera jógúrt... hver kaupir þvílíkan sora... það er bara sumt sem maður borðar ekki! þetta á að vera voðalega hollt og grennandi.. ég get ekki séð það nema þá að maður hlýtur að æla þessu upp um leið og kannski það sé grenningarleiðin.....hver veit!

hálfvorkenni englendingum en þetta sannar víst að leikurinn er ekki búinn fyrr en í flautunni gellur. Ekki get ég ekki verið sammála lýsendum leiksins sem sögðu að þetta væri góð spyrna hjá Beckham! þetta var gott víti hins vegar hjá Zidane

ég missti þó að byrjun leiksins þar sem var klesst á Brynju markmann á leiðinni heim. Stelpan ekkert smá slow! við vorum kyrrar á beygjuakrein og stelpan líka á beyjuakrein en misskildi eitthvað og hélt að hún væri að fara beint áfram... brynja á flautunni í svona,grínlaust, 5 sek.. og stelpan bara að chilla eitthvað horfandi eitthvað annað! og BOMB! það var nú ekki mikið tjón hvorki á mannfólki né hlutum sem betur fer!

gleðilegur dagur í dag segiði :o)

kv. G

Saturday, June 12, 2004

ÞYNNKA dauðans!

í gær fannst mér tilvalið að drekka 4 bjóra og 3 staup á 2 tímum! eftir það var eitt stórt blurrrrrr!!!!! þetta er síðan að koma hægt og bítandi hvað gerðist um kvöldið! en það eru bara fáir útvaldnir sem fá að vita það :o)

annars er ég ekki búin að gera neitt í dag! varla búin að nenna að skipta um friendsspólu og horfði því á sömu spóluna bara 2x!

það er fjör að vera þunnur!

kv. G

ÞYNNKA dauðans!

í gær fannst mér tilvalið að drekka 4 bjóra og 3 staup á 2 tímum! eftir það var eitt stórt blurrrrrr!!!!! þetta er síðan að koma hægt og bítandi hvað gerðist um kvöldið! en það eru bara fáir útvaldnir sem fá að vita það :o)

annars er ég ekki búin að gera neitt í dag! varla búin að nenna að skipta um friendsspólu og horfði því á sömu spóluna bara 2x!

það er fjör að vera þunnur!

kv. G

Friday, June 11, 2004

úff fór á Troy í gær! Eins og einhver sagði við mig "brad pitt í leðurpilsi getur ekki klikkað" Það var hreint unaðslegt að horfa á manninn og ekki voru orlando bloom og eric bana síðri! Annars fannst mér þetta heldur langdregin mynd sem og nokkur sápuóperumóment áttu sér stað-brad pitt að horfa hugsinn út í loftið! Þessi mynd var alveg þess virði að fórna nokkrum nætursvefn í hana!

lífið á Eir gengur bara fínt. Frábært starfsfólk að vinna þarna og heimilismenn upp til hópa yndislegt fólk! Spjalla og hlusta á sömu sögurnar aftur og aftur og aftur og aftur..

síðan er ég að fara keppa í kvöld og djamma.. þetta verður heljarinnar helgi! hlakka bara til!

allir að láta sjá sig í bænum!
kv. G

Wednesday, June 09, 2004

fjölskyldan mín er ekki hægt!

ég kem heim og þá er pabbi búinn að yfirtaka herbergið mitt. Búinn að láta ýmis blöð,bækur og skrúfur inn í herbergið.. eitthvað sem ég kæri mig bara ekkert sérstaklega um. Ekki nóg með það þá er búið að vera færa dótið mitt til og í dag sauð á mér! Mig vantaði Umbrotöskuna mína en neinei... hún fannst ekki og að SJÁLFSÖGÐU sagði mamma að pabbi hefði örugglega fært hana og öfugt! var að finna hana núna en ég er líka búin í sundi þannig að það gagnaðist mér ekki sérstaklega!

Er virkilega að spá að læsa herberginu mínu þegar ég fer út í haust!

en öll þessi töskuleit lét mig taka til í herberginu og vá þvílíkt drasl... en stundum getur verið gaman að vera með söfnunaráráttu. Fann t.d. afmæliskort frá Bjarka frá 9 ára aldrinum og margt svona skemmtilegt. En stundum kemur maður á þann tímapunkt... it's time to let go! Tók einnig nammið mitt, sumt frá 1995 og henti því. Held að ég fari ekki að borða það héðan af! NEM JÓ! Ef ég myndi vigta herbergið mitt núna væri það örugglega nokkrum kílóum léttara! Það er bara yndi!

fór í sund í dag og fékk virkilega minnimáttarkennd. Allar stelpurnar voru miklu brúnni en ég! En ég er stolt af mér að fara eftir tillögum Prof. Módiz en spurning hvenær maður brestur og hringir með grátstafina í kverkunum niðrí Smart! :o)

Dinner!

kv. G

Tuesday, June 08, 2004

halló

ég er eila bara hætt að setjast við tölvuna hérna heima! og ef ég geri það þá hef ég ekkert að segja...

ég er byrjuð að vinna upp á elliheimilinu Eir. Ég get nú kannski ekki dæmt vinnustaðinn eftir 1 dag en það var ansi skrautlegt fólk þarna en jafnframt mjög krúttlegt!

síðan er ég búin að vera á æfingum á hverjum degi núna... er að drepast í fokkingslærunum... ég er svo þreytt alltaf á kvöldin að ég var lögst upp í klukkan 10 í gær og farin að sofa! þetta er ekki hægt!

en úr því verður bætt um helgina þar sem reglulegur fundur acrabensa og ovraacra verður haldinn! sem þýðir skyldudrykkja! :o)

annars mest krúttlegasta í geimi í gær.. ég var að eignast lítil frændsystkini eins og sést í mogganum í dag.. spurning um að heilsa upp á þau í húsdýragarðinum... mússímússí

allavegana farin að hjálpa þeim gömlu...

kv. Gunna

Saturday, June 05, 2004

úff... það var girt niðrum Íslendinga.. þeir settir upp á borð og vel flengdir.. (minnir undirrituðu á meðferð sem Eggert er vel kunnugur) Ég var nú næstum því búin að missa af leiknum þar sem tímamismunurinn fer eitthvað í mig og svaf ég 14 fokkings tíma! Hvernig það er hægt er mér allóskiljanlegt! Finally komst ég inn hjá Halldóru og sat þar ein að snæðingi með minn banana að horfa á þennan hrylling!¨

Jæja helgin er svosem búin að vera mest mikið chill. Síðasti friendsþátturinn í gær..og þar voru felld fleiri en eitt tvö tár. Var ég þó mjög sátt við endinn en það er furðulegt til þess að hugsa að ég eigi ALDREI eftir að horfa á nýjan friendsþátt. This really is an end of an era!

gleðiefni dagsins er samt það að ég er með harðsperrur dauðans. Gleðilegt að finna að vöðvarnir eru ennþá til staðar. Ég mun nú örugglega samt blóta allhressilega á morgun!

bíó í kvöld.. gæti verið.. allavegana bíó á morgun á Hermund Pott... YNDI :o)

kv. K-ras

Friday, June 04, 2004

Jæja þá er maður komin heim! blendnar tilfinningar! hefði ekkert á móti því að vera chilla bara heima í Debó í sólinni!

allavegana.. heimferðin... gekk svona upp og ofan. Lagði af stað klukkan 3 um nóttina.. frekar erfitt að vakna eftir þennan klst svefn sem maður fékk tvær nætur í röð. Ég var ekki lengi að sofna í leigubílnum en var alltaf að vakna því leigubílstjórinn var alltaf að horfa á mig (þið vitið...maður finnur það svona á sér)

ennnnn.... ég komst á flugvöllinn heil á höldnu þrátt fyrir að kallinn hafi örugglega horft meira á mig en veginn.. Moment of truth var í uppsiglingu... YFIRVIGT! var með 9kg yfirvigt sem sýnir hversu ÓHEYRILEGA mikið ég er búin að þroskast... síðast var ég örugglega með svona 40kg. Samningaviðræðurnar við sjálfan mig hafa greinilega borið árangur. Jæja ætlaði að reyna planið mitt að double einhvern sem væri með lítinn farangur til að tékka sig inn með mér.. ég spurði einhvern gæja.. og erum við ekki að grínast... að sjálfsögðu LAK fýlan af honum eins og flestum Ungverjum. Þannig að ég þurfti að punga út 4kalli... en jæja! þessi ferð ætlaði ekki að ganga hrakfallalaust fyrir sig.... í fyrsta lagi sátu einhver ógeðslega gömul frek hjón í sætinu mínu. í öðru lagi.. lak vélin og nottla akkurat fyrir ofan mig.. og í 3 lagi missti flugfreyjan glas af vatni ofan á mig... djí very lovely trip.

Síðan komst ég á stansted og fann einhverjar íslenskar stelpur til að chilla með (Auður og Linda) Það tókst ekki að nota þær til að taka yfirvigtina af mér.. því þær voru að flytja frá Grikklandi og með ívið meiri farangur en ég. Þá voru góð ráð dýr. Síðan í allri minni eintómu gleði komu tveir strákar með hvora handtöskuna fyrir sig.. og að sjálfsögðu hoppa ég á þá og þeir bara NO PROBLEM... síðan sat ég með þeim í flugvélinni. Annar var vísu svo flughræddur að hann svaf alla leiðina en ég og Martin William Firmstone (gæti þetta verið meira breskt nafn) skemmtum okkur konunglega alla leiðina. Að vísu þurfti ég nottla að fræða hann allt um ísland.. en ég er komin í æfingu eftir Hungary þar sem ég er sérstakur upplýsingafulltrúi fyrir Íslands hönd í Ungverjalandi! :o)

en jæja.. þetta er orðið ágætt....
var samt í world class... var þar í 3 tíma. Djöfs fokkings rán.. einn stakur tími kostar 1100kall... þetta er ekki hægt!

kv. Gunna

Wednesday, June 02, 2004

Jæja óbjóðis molecular lokið... og ég NÁÐI! djöfs YNDI...

nú tekur við endalaus pakk.. bæði fyrir flutninga og heimferðar...

furðulegt að eftir minna en sólarhring verð ég að krúsa á keflavíkurveginum!

kv. G
Núna get ég víst sagt.....see you when I get there

Tuesday, June 01, 2004

aarrrrrrrrrrrggggggggggggg

þetta óbjóðis ómennska soraógeð methods er mesti suddi on earth.. það hefur drepið í mér alla lífslöngun og murkað allan lífsþrótt úr mér.... en jæja!

það er svo "hreint" inni hjá mér að það er engin hemja... ég er nebbla að fara flytja á Komlossy 62 og mun eiga þar samastað næstu önn ásamt Berglindi! Þannig að núna eru endalaust margir kassar inni hjá mér sem ég er búin að vera skjóta undan á ruslahaugnum eins og versti sígauni! Ekki nóg með það að kassar séu um alla "íbúð" þessa heilu 26fermetra sem ég hef til aflögu þá eru hér vatnsflöskur,pizzakassar,stólar,aukarúm og þvottur útum allt eins og versta hráviði!

líf mitt er bara endalaust gleði!

annars er líf þeirra tótu og eggerts mikil gleði í dag.. þau náðu biochem í dag! óskum þeim til hamingju enda hvorki lítið né laggott próf sem þau þreyttu í dag blessunin. En nú er bara að vona að Jesú geti sagt skilið við Tótlu og staðið mér við hlið á morgun og kannski hvíslað nokkur orð að mér um methods í molecularbiology... það var jú faðir hans (þrátt fyrir að Halldóra hafi verið með í ráðum) sem þurfti að gera þetta allt svona flókið þannig að mér finnst ég alveg eiga skilið að fá nokkur hint!

quote úr KR-laginu....
mótlæti er til að sigrast á.....

held að það eigi vel við í dag

þannig að þangað til næst.... kannski bara þegar maður er lentur í Keflavíkinni!

kv. Gunnsla

This page is powered by Blogger. Isn't yours?