<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Saturday, July 31, 2004

úfff.... 5 tíma ferðalag... þetta er eins og fljúga beint frá íslandi til ungverjalands... en svo var raunin... ég fór í bíl með kötu jóns,laufey jó og betu.... Kata er svo sem fínn bílstjóri... skilur samt ekki alveg aksturslag íslendinga (búin að búa í noregi í 7 ár) og hún er ekki sérstaklega góð að taka framúr að eigin sögn!!!!! Beta hafði sitt að segja um suðvestan áttina...meðan við hinar í bílnum vorum ekki alveg með á sömu nótum...

jæja lending í vestmannaeyjum klukkan 11... drifið sig í útilegugallan og út! rétt náði brennunni :o) Kvöldið var síðan meiripartinn yndi.... fyrir utan að týna töskunni minni... en það var ekkert merkilegt í henni nema kannski vettlingarnir mínir en ég er með auka... e-ð segir mér að ég eigi eftir að finna töskuna samt aftur... hún er í einhverju af hvítu tjöldunum :o)

allavegana ætla að leggja mig aðeins.... djammið tekur á!

kv. Gunna Dóra

Friday, July 30, 2004

Jæja þá er ég haldin í hann! Í nótt mun ég drekka frá mér allt vit í Herjólfsdal...

úff hvað ég elska þennan dal..... margar góðar sem og slæmar minningar!

á þessu ferðalagi fylgjumst við að! við eigum örlítinn vonarneista fyrir hvort annað!

þetta verður MESTA yndið!

kv. Gunna



Thursday, July 29, 2004

Litlir Kínverjar eru stórhættlegir!

til að setja punktinn yfir i-ið ákvað mín að fara í kínverskt nudd svona til að vera almennilega reddí fyrir þjóðhátíð.... já það tekur nebbla á að lyfta gamalmennum allan daginn...

Ég vel kínverskt nudd því þeir taka á manni... ekki e-ð klapp eins og hérna heima! Jújú að vísu langar mann að myrða þá á meðan pyntingunum stendur en eftir stendur maður á bleiku skýi!

Kínverskt nudd er ekki hefðbundið nudd... eins og gaurinn minn...hann sérhæfir sig í að nudda með fótunum sem er það besta í geimi!  í lokin klóra þeir mann í hausnum og nudda eyrun og svona! Mæli eindregið með að fara í kínverkst nudd og láta litla kínverja ganga ofan á þér! Hvað getur verið betra.... 5527305

G

Það er frekar ófrýnilegt veður þegar maður lítur út um gluggann á Nesbala 56. Lítil rödd hvíslar því að mér að það sé svona 2x verra út í Eyjum. Guð sé lof að Eva á koju í herjólfi í nótt annars biði hennar ekki sérlega öfundsvert verkefni....!

Ég, Guðrún Dóra, er alvarlega að spá í það að fara í 66°N og fá mér gúmmítúttur (ekki nema Siggurós geti lánað mér sínar) svona just in case! Ætla að vona að ég sé búin að þroskast e-ð frá 2002 þar sem var úrhelli og ég ætlaði sko ekki að vera svo lame að vera í regnbuxum... neimm Guðrún Dóra er orðin fullorðin kona sem mun fara í gúmmítúttur og kraftgalla ef illa viðrar!

Það er þó eitt annað sem er ófrýnilegra en veðrið þessa stundina.... menn á skíðavélinni í klst! Vantar bara spandex gallann og svitabandið og þeir eru ready 2 go!

jebbjebb...þjóðhátíð er gengin í garð :o) YNDI

kv. Gunna

Myndir......

nótt......

farin að sofa.......

kv. Gunna

Tuesday, July 27, 2004

brjálaðar partýmyndir komnar inn... af frændsystkinum mínum sem eru 5 og 10 ára!

það tekur helvíti langan tíma að loada þessu inn maður... stefni af því að setja ungverjamyndirnar inn von bráðar!

farin að kaupa inn fyrir þjóðhátíð! ætli það sé ekki best að millifæra því svo verða innkaupin! *gúlp*

kv. Gunna

Monday, July 26, 2004

jáhá... ég er nú hálfmóðguð út í Subway!

ég fór á Subway áðan.... fæ mér sterkan ítalskan eins og vanalega en ákveð að breyta útaf venjunni og fá mér kók í staðinn fyrir freska þar sem ég var ákaflega þyrst! Þegar ég kem að kassanum spyr stelpan mig hvaða stærð ég ætla að fá! ég lít með undrunarsvip á hana og spyr hvað er ekki frí áfylling....stelpan... ihhh jú! með vott af fyrirlitningu í röddinni sagði ég "að sjálfsögðu fæ ég mér þá minnsta þar sem það er FRÍ ÁFYLLING"! Alltaf verið að reyna hala inn pening af saklausum almúganum...! hversu heimsk heldur þessi stelpa að ég sé! Í reiðikasti fékk ég mér 3 glös... hefði ég ekki verið nýkomin af æfingu og ekki búin að fara í sturtu hefði ég verið þarna allt kvöldið og fengið mér reglulega ábót í glasið!

Fáranlegt að hafa fría áfyllingu en 3 stærðir af glösum... nú spyr ég fólkið sem kaupir sér stórt glas! er það útaf heimsku eða einskærri leti við að standa upp og fá sér áfyllingu!?

kv. G

Jæja ætti maður kannski að fara blogga! einhver ritteppa búin að vera í gangi en það er vandamál sem Erna þarf ekki að kljást við!

Ég held að það sé einungis einn staður fyrir utan Seltjarnarnes sem ég myndi íhuga að búa á! en það er Bessastaðir.. var að keppa þar um daginn og útsýnið yfir Reykjavík.. ómen.. það var stórbrotið! Stefni að því að steypa Ólafi af stóli í næstu forsetakosningum! X Gunna af virðingu við land og þjóð!

Er búin að vera svo þæg undanfarnar helgar... alltaf í partýum bara að chilla á bíl! en á laugardaginn stóðsT ég ekki mátið og fór í frekar óvænt partý til Árna Baldurs þar sem við vorum í  góðu tómi úti á verönd með hitara, teppi að spjalla við foreldrana.. þegar líða tók á kvöldið færðist fjör í leikana og hef ég ákveðið að stíga aldrei aftur inn fyrir hússins dyr hjá Árna Baldri nema hann lofi mér að foreldrarnir séu ekki heima!

Það er eitt sem ég skil ekki alveg.. afhverju þarf maður að ganga með hjólið sitt yfir götuna! Er eitthvað öruggara að láta keyra á sig þannig en þegar maður hjólar yfir götuna!? Samt var svo krúttlegt að vera í umferðaskólanum þegar maður var 6 ára. Löggan að segja og sýna manni að alltaf bæri að ganga beint yfir götuna! Teiknaði svona strik til að sýna hvað maður gæti farið þetta í mörgum skrefum.. að sjálfsögðu var leiðin sem var beint yfir götuna með mörgum löngum strikum sem þýddi kannski 3 skref en þessi sem var á ská með mörgum litlum sem var 7 skref! Ég tók þetta nottla hrikalega alvarlega svona fyrstu 2 vikurnar en eins og með margt annað hætti það þegar maður fór í eina krónu,löggu og bófa og annað slíkt!

Var í world class um daginn sem er kannski ekki frásögufærandi nema hvað að ég var 30 mín á skíðavélinni þarna! jesús kristur.. ekkert smá stolt af mér... að vísu hefði ég örugglega aldrei meikað þetta nema fyrir tilstilli Britney vinkonu minnar sem var einmitt í sjónvarpinu! Það er erfitt að vera stjarna! Sem betur fer var ég ekki eina sem var að horfa á þetta.. heldur var svona stelpuhópur einmitt fyrir framan þetta sjónvarp! innst inni vilja allir vera britney...:o)

allavegana farin að græja mig...


Thursday, July 22, 2004

ég er ekki hægt!

ég er með þjóðhátíðarbakteríu... ég stenst ekki þjóðhátíð! Það eru samt allir að fara þannig að ég sé ekkert eftir þessu...! það verður bara fjör! svekkjandi fyrir þá sem koma ekki!

Er búið að vera geðveikt veður núna síðustu daga og verð ég samt að segja að þetta veldur mér áhyggjum.. ef þetta verður svona áfram verður pottþétt vont veður á þjóðhátíð.. ég bara bið til Guðs að það verði ekki önnur 2002 þjóðhátíð þar sem var geðveikt veður á fimmtudeginum og þriðjudeginum en hell þarna á milli!

Búin að vera chilla í dag í sundi og american style! hitti fullt af útlendingum í sundinu... sumir voru mjög hneykslaðir á mér hversu mikið ég talaði við útlendinga.. en ég hitti einmitt þjóðverja,svía,dani,færeyinga og síðan einn frá the states! Það er gaman að vera frakkur! Ég benti þeim á skemmtistaðinn geek on a stick ef þeir vildu djamma :o)

síðan bara fríhelgi framundan... ætli maður skelli sér ekki út á lífið.. hver veit nema maður sjái Harrison Ford... ég ætla pottþétt að kyssa hann! sexmachine!! argggg....

kv. Gunna

Tuesday, July 20, 2004

Er að fara tannlæknis á eftir... það er svo sem ekkert leiðinlegt nema fyrir þær sakir að ég veit ég er með holu! Málið er með mig að ég læt aldrei deyfa mig.. ég hef aldrei gert það og mun líklegast aldrei gera það.. mér finnst ótækt að vera dofin í munninum allan daginn..
 
Finnst samt doldið leiðinlegt að eftir ég varð 18 (nokkur ár síðan) þá hætti maður að fá flúor og lakk á tennurnar... ég nottla doldið furðulegt barn og fékk alltaf extra flúor því ég sleikti hitt alltaf strax af tönnunum....
 
en vá hvað tannlæknar eru dýrir maður.. það eru bara ekkert allir sem hafa efni á því að fara til tannlæknis... þegar ég er eldri þá ætla ég að láta draga alltúr mér... skella mér á elliheimili og ræna bara tönnum... gamla fólkið er alltaf að týna tönnunum sínum og það verður bara sagt að þau hafi týnt þeim eina ferðina enn.... problem solved...
 
en jæja farin til tannsa! :o(
 
kv. Gunna

Saturday, July 17, 2004

Eins og sumarið er mikið YNDI hérna á Íslandi þá hefur það einn stóran ókost í för með sér... ég sef aldrei neitt á sumrin.. í nótt svaf ég í 5 tíma og er það metið mitt núna í þessari viku og er ég dauðþreytt...
 
annars fara allar þessar gatnaviðgerðir óheyrilega í taugarnar á mér! ekki nóg með það að það sé búið að kippa uppáhaldsveginum mínum hjá BSÍ þá er búið að þrengja Hringbrautina og til hvers... jú það á að gera ræsi á milli tjarnarinnar og Þorfinnstjarnar svo að endurnar koma á milli! what!!!!!! jájá.. ég skil það mætavel.. endurnar verða hafa forgang!
 
Var ég samt mjög sátt við góða veðrið og vinnumennina í dag.. ungir strákar allir berir að ofan og vel sveittir og skítugir.. getur það verið meira sexy.. enda gerði ég mig að algjöru fífli þegar ég flautaði á nokkra.. en ég meina það er sumar!
 
Óla fer heim á morgun.. tíminn líður svo hratt.. verst að það er akkurat Ungverjadjamm í kvöld.. og ekki er ég svo heppin að geta klónað mig.. !
 
jæja ætla reyna hafa mig til fyrir þetta pakk :o)
 
kv. G

Thursday, July 15, 2004

Það er eitt jákvætt fyrir Eyjamenn á mbl.is. Þar stendur að einhver taflkall sé genginn til liðs við þá því Eyjamenn ætli að standa framarlega á taflmótunum í haust. Fagna ég því innilega að loksins hefur íslenskur einstaklingur gengið til liðs við íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum.......... í skák!

hver segir síðan að hinn normal íslendingur vilji ekki flytja til Eyja :o)

allavegana í dag er búið að vera heljarinnar stússdagur... ææ alltaf að fresta hlutunum síðan fer bara einn dagur í að gera þetta allt... þurfti að skrifa nokkur reiði email að fárast yfir sumum fyrirtækjum og held ég að það hafi bara gengið fínt. Reyndi eftir bestu getu að líkja eftir málfari 40 ára einstæðrar móður úr vesturbænum.

Myndasíðan kemur vonandi inn bráðlega. Ekki búin að vera sú allra duglegasta að taka myndir....*gúlp* Það er bara ekki nógu mikið af fallegu fólki í lífi mínu til að taka myndir... ohhh ef ég ætti nú fallega vini þá væri lífið auðveldara! :o)

kv. Gunna Dóra

Tuesday, July 13, 2004

jesús.. mig er búið að klæja svo í nefinu undanfarna daga.. ekkert smá pirrandi! held að það hafi fluga verpt inn í vinstri nasavænginn minn!

var í umferðinni að keyra áðan..(mjög róleg eins og alltaf) á eftir einhverjum manni.. eftir langa mæðu kemst ég loksins framúr honum... ástæðan afhverju hann var svona lengi að keyra var af því að hann var að borða Nonnabita...

nú verð ég að segja að mér finnst mjög fáranlegt að það séu til lög við að það megi ekki tala í síma undir stýri en ekkert hliðstætt sé með mat og sígarettur... fyrir mér er alveg eins truflandi að mála mig þegar ég er að keyra og að tala í síma! Finnst að það ætti að vera ein svona allsherjarregla um þetta allt saman! hummmm ætli gamalt fólk myndi flokkast undir truflun?

Ég er ein af þeim sem hlusta mikið á útvarpið í bílnum og vanalega þegar ég set í gang á morgnanna þá er tónlistin svo há að það vekur hálft hverfið... hver kannast ekki við það að þegar það kemur gott lag hækkar maður.. síðan er næsta lag kannski líka gott þá hækkar maður ennþá meira þangað til tónlistin er komin í nokkur db! Síðan finnst mér alltaf svo fyndið þegar ég stoppa á rauðu ljósi og fer að kíkja í kringum mig að sjá fólk vera að syngja með sömu tónlist og ég að hlusta á! það er einmitt ástæðan fyrir því að ég syng ALDREI á rauðu ljósi.. því Guðrún Dóra er ekkert hallæri :o)

jæja bílasögur verða næst sagðar klukkan 11...

kv. Gunna Dóra




Monday, July 12, 2004

Mér finnst alltaf jafnfyndið þegar fólk er að gagnrýna annarra manna blogg.... (ekki það að einhver sé að gagnrýna mig :o) )

Að vísu er blogg mesti tímaþjófur sem ég veit um.... klukkutímar fara í það að skoða hvað annað fólk er að gera í lífinu og þeirra skoðunum á hinum ýmsu málefnum...
Oft á tíðum er þetta þó oftast strákar sem eru að gagnrýna bloggin því þeim finnst þetta var of mikið díteils...

þekki einmitt tvo stráka sem blogga sem eru duglegir að setja út á aðra bloggara :o) samt frekar fyndið þegar maður fer að skoða þeirra blogg þá bloggar annar þeirra á svona 2 vikna fresti en er samt duglegri á mBlogginu sínu að sýna lesendum sínum bíómiða, kaffivélar og kennarana sína... Hinn bloggarinn er aðeins virkari en annað hvert blogg hjá honum er upptalning á uppáhaldslögunum á hinum og þessum diskum....

af tvennu illu vil ég frekar lesa og skoða blogg um hvernig tannkrem viðkomandi notar!

fyndið samt að maður fer að lesa blogg hjá ótrúlegasta fólki og eftir ákveðinn tíma finnst manni maður þekkja viðkomandi þótt maður hafi varla hitt bloggarann.... ahhh þessi bloggheimur! :o)

en það er gott að mennirnir eru misjafnir!

kv. Gúns

Sunday, July 11, 2004

Helgin yfirstaðin....

fór til laugarvatns á föstudaginn... tók nákvæmlega ekkert með mér nema peysu,vettlinga,bjór og svefnpoka... hugsaði.. ææ ég kaupi mér bara mat.. borgarbarn eða borgarbarn.. þetta er útileiga það er ekki McDonalds hliðina á tjaldinu!

allavegana þegar hópur af handboltafólki kemur saman þá er talað um handbolta út í eitt...og að sjálfsögðu slúður um annað handboltafólk... YNDI!

á einhvern máta fórum við 6 að sofa inn í tjaldi hjá Rögnu.. ekki mesta plássið en við létum það virka! allavegana vaknaði ég ekki við þegar Hildur fór að æla né þegar "kríurnar" komu og átu æluna! Hinsvegar vaknaði ég við hroturnar í Önnu Úrsúlu og þegar ég vaknaði var ég að KAFNA! Manni er alltaf svo kalt þegar maður fer að sofa... daginn eftir nær maður varla að anda! Ætli það hafi einhver dáið úr súrefnisskorti í tjaldi!

Það fór samt ekkert smá í taugarnar á mér að það var geðveikt gott veður í RVK þegar ég lagði af stað.. keyrði síðan í verra veður á laugarvatn.. og akkurat öfugt heimleiðin.. geðveikt gott á laugarvatni og GRENJANDI í RVK! ég held að þetta sé universal vandamál!

síðan er rúsínan í pylsuendanum.. Óla sys komin heim með litlu brjálæðingana.. en ég skil Einar eila ekki neitt því dönskukunnáttan mín er ekki sú sterkasta! spá í hvað það er sorglegt að vera stúdent í dönsku og skilja ekki 5 ára frænda sinn!

rúsínan í pylsuendanum.. WHY????? ég hef aldrei fengið eina né neina rúsínu í neinum enda.. hinsvegar hef ég fengið nokkrar súkkulaðirúsínur í gegnum tíðina!

djí... ólöf systir mín er búin að lofa Einsa að ég ætli að byggja með honum... stundum er það kvöl og pína að vera örverpi!

kv. G

Friday, July 09, 2004

veikindi í gær... það er ekkert eins skemmtilegt og að vera með smá hita, niðurgang og barkabólgu... vá hvað mér var farið að leiðast í gær.. enda ekki búin að vera veik frá því að ég var 20 ára! kelling orðin svo hraust af miklu vítamínáti í Ungverjalandi...

allavegana... málið er að ég er að fara í útilegu í kvöld með Gróttu/Kr stelpunum og því varð ég að ná mér fyrir daginn í dag.. ekkert múður... hvítlaukur og aftur hvítlaukur og viti menn mér líður ágætlega núna.. allavegana nógu vel til að stúta einni carlsbergkippu... hefði samt örugglega ekki farið hefði verið e-ð suddaveður!

síðan er Óla sys að koma á morgun með litlu kvikindin.. þannig að næsta vika verður yndi hjá mér! líklegast hangi ég mikið út í garði að sparka tuðru með einsa!

en verð að fara borða núna ef ég ætla að komast í útileguna...kannski maður taki nýju myndavélina með og taki soramyndir eins og okkur stelpunum í Gr/Kr er einum lagið.. !

kv. G

Thursday, July 08, 2004

Sarajevo flugnanna!

ég er að verða fokking brjáluð á þessum húsflugum útum allt... mælirinn varð algjörlega fullur þegar ég vaknaði eldsnemma við óðaflugu sem gekk vasklega fram að setjast á mig á 10 mín fresti og halda fyrir mér vöku.. hafði ég þá samband við móður mína sem situr sem fastast inni í eldhúsi með flugnaspaðann á lofti og myrðir allt kvikt sem fer inn á hennar yfirráðarsvæði og reynir að setjast í kókið! móðir er ekki sátt við það!

jæja.. ég er að koma héðan af kvöldvakt og viti menn.. það er fluga inni hjá mér.. ég ætla sko ekki að láta hana vera halda fyrir mér vöku þannig að ég fékk spaðann hennar mömmu þó með trega og drap kvikindið.. ekkert smá stolt geng ég út með spaðann og hef greinilega fengið drápseðlið frá mömmu...

neinei.. þá höfðu þær bara safnað liði og 3 komnar í staðinn... watðafokk.... búin að stúta 2 en ein eftir.. hún sveimar hérna yfir kollinum á mér og er að ögra mér.. greyið flugan.. hún veit ekki að ég vinn ALLTAF!

brátt hef ég spaðann aftur á loft.. hunt it down and kick its ass... ef ég væri hún myndi ég fremja sjálfsmorð...

jæja it's time for flymurder..

kv. flugnadreparinn

Tuesday, July 06, 2004

Vá hvað ég var dugleg í dag...

fór á línuskauta með 7fn...fórum frá öskjuhlíðinni og heim til mín og til baka.. og fyrir þá sem ekki vita bý ég á seltjarnarnesi... stálrass skal ég ykkur segja! :o)

fórum síðan og fengum okkur að borða á kaffi nauthól sem var gott.... en þvílíkur kuldi.. var að frjósa á höndunum enda bara í þunnum bol... fór síðan að horfa á valur-íbv... skemmtilegur leikur sem endaði með réttum úrslitum.. annars finnst mér skemmtilegast að fara og hitta fólkið...

ég er með bólu í eyranu... ekki sérlega skemmtilegt.. ekki eykur það fríðleika eyrans en sem betur fer hylur hárið ómennsku fitukirtils bóluna! ókreistanlegar bólur eru óbjóður.. man alltaf eftir þegar Ingi fékk bólu inn á augnlokið.. síðan
flettum við augnlokinu upp... og mér veitt það vafasama verkefni að kreista bóluna... það hafðist að lokum en það var frekar grose þegar gröfturinn blandaðist augnvökvanum... YUMMI.....það má segja að það hafi kraumað feitt undir!

engin vinna á morgun... ætla að sofa út... ætla að hreyfa mig og áður en sný mér við mun dagurinn vera liðinn... blómatíminn líður fljótt og BAMMMMMM krumpudýraaldurinn tekur við..... sjæse

kv. G

Vá hvað ég var dugleg í dag...

fór á línuskauta með 7fn...fórum frá öskjuhlíðinni og heim til mín og til baka.. og fyrir þá sem ekki vita bý ég á seltjarnarnesi... stálrass skal ég ykkur segja! :o)

fórum síðan og fengum okkur að borða á kaffi nauthól sem var gott.... en þvílíkur kuldi.. var að frjósa á höndunum enda bara í þunnum bol... fór síðan að horfa á valur-íbv... skemmtilegur leikur sem endaði með réttum úrslitum.. annars finnst mér skemmtilegast að fara og hitta fólkið...

ég er með bólu í eyranu... ekki sérlega skemmtilegt.. ekki eykur það fríðleika eyrans en sem betur fer hylur hárið ómennsku fitukirtils bóluna! ókreistanlegar bólur eru óbjóður.. man alltaf eftir þegar Ingi fékk bólu inn á augnlokið.. síðan
flettum við augnlokinu upp... og mér veitt það vafasama verkefni að kreista bóluna... það hafðist að lokum en það var frekar grose þegar gröfturinn blandaðist augnvökvanum... YUMMI.....það má segja að það hafi kraumað feitt undir!

engin vinna á morgun... ætla að sofa út... ætla að hreyfa mig og áður en sný mér við mun dagurinn vera liðinn... blómatíminn líður fljótt og BAMMMMMM krumpudýraaldurinn tekur við..... sjæse

kv. G

Saturday, July 03, 2004

Var að lesa DV í dag... kannski ekki besta blaðið.... t.d. í gær var fyrirsögnin.. KOMM ON! Allavegana þar var grein um Örn Arnarson sundkappa sem btw fær fullt af styrkjum hingað og þangað.. og þá er bara verið að upplýsa að maðurinn hafi verið háður tóbaki um tíma og fer á fyllerí og svona... jújú.. mér er sama um það.. maðurinn má gera það sem hann vill... persónulega ef ég væri formaður þessara nefnda sem hann er að fá pening frá myndi ég stöðva það... en það sem mér þykir það versta er að ekki alls fyrir löngu þá birtust auglýsingar með íþróttamönnum þar sem þeir sögðust ekki innbyrða tóbak.. Eftirtaldir voru á auglýsingunum...

ólafur stefánsson sem tekur í vörina, þær handboltasystur en ein af þeim sem ég veit um reykir og síðan Örn Arnarson sem tekur í vörina... hvað er þessu liði... hvað er það að leika í auglýsingum af þessi tagi... mér finnst þetta hræsni að verstu gerð...

en ég er bæði þreytt og reið þessa stundina þannig að ég ætla að fara sofa... :o) djamm í kvöld.. maður verður að vera í stakk búinn fyrir það :o)

p.s. hvernig dettur tottenham í hug að kaupa tudor.. horfðu þeir ekki á EM.. maðurinn skoraði sjálfsmark í einum leik... næstum því annað... tæklaði samherjann sinn og ég veit ekki hvað og hvað... þetta verður líklegast verstu kaup ársins :o)

kv. Gunna Dóra

Thursday, July 01, 2004

Ég er komin með einhvern sora í hálsinn!Að vinna á elliheimili er álíka og barnaheimili.. maður fær allan skítinn og er alltaf 25%veikur! Ég sem er ekki búin að fá kvef í háa herrans tíð enda dugleg að sjúga upp í nefið!

Er eirðarlaus í dag.. kannski ég taki það ábyrgðarfulla starf að þrífa alla takkana á símanum.. enda nauðsynlegasta tæki þessarar fjölskyldu...

Sumt fólk er svo fyndið...
var að lesa eina heimusíðu þar sem stelpan hét X... eftirnafnið hennar var síðan bæði mömmu og pabba hennar nafn... eins og ég myndi heita Guðrún Dóra Bjarnadóttir Auðardóttir.. þetta á greinilega að vera e-ð jafnréttisstatement. Sjálfri finnst mér afarvænt um þennan sið okkar sem má rekja allt til landnáms.. Ég held að fæstir telji þetta sem einhverja karlrembu.. Annað mál er hinsvegar með einstæðar mæður þar sem feðurnir gera bara ekki handtak og er sama um barnið sitt..

Konurnar á ástandstímabilinu voru þó helvíti sniðugar. Barnið var bara skírt Hermannsdóttir eða Hermannsson.. þvílílk SCHNILLD.. spurning hvað maður sjálfur myndi gera ef maður eignaðist bastarð???

annars er ég orðin doldið þreytt á þessari kvenréttindabaráttu um alla hluti... laun og vinnu jújú fínt mál.. en þegar þetta fer að snúast um nöfn... sweet jesus!

kv. Gunna

This page is powered by Blogger. Isn't yours?