<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Tuesday, August 31, 2004

Jæja fólk... nóg að gera í prófalestri.... er ekkert smá þreytt og tussuleg í dag eitthvað..

búin með 1/3 af prófinu... tók histoprófið í dag... fékk 26 stig af 30 mögulegum sem mér finnst fínt... mjög sátt... Ori og ég stefndum á 25 og ég maxaði það...

ætla að leggja mig í smá stund og fara síðan með róberti að læra... verður FJÖR í 30 stiga hita! Það er ekkert smá leiðinlegt að geta ekki chillað með Berglindi.. en hún og Helgi eru bara eitthvað að vafrast!

allavegana það er verið að jarða Svönu vinkonu mína í dag... hún var að vísu orðin 71 árs en vinir eru á öllum aldri... aldur er afstæður það er nokkuð ljóst! Finnst leiðinlegt að geta ekki verið viðstödd jarðaförina en ég gat þó skrifað minningargrein með hjálp netsins... thank god for that... Hvernig var heimurinn á sjónvarps,bíla og internets... örugglega ekkert smá boring! Nem jó!

en allavegana ætla að stíga útúr alltof heimspekilegum pælingum... þær taka of mikið á!

kv. gina hoho

Sunday, August 29, 2004

Það er óþolandi að geta ekki "svindlað" á sjálfum sér þegar maður stillir vekjaraklukkuna... ég er týpan sem hef ALDREI sofið yfir mig... ef ég ætla að vakna snemma þegar ég þarf ekki að vakna snemma FATTA ég það alltaf.... t.d. núna ætlaði ég að vakna 7... klukkan hringir 7... ég snooza til 7.45! af því að ég "mátti" sofa lengur! ég verð ótrúlega bitur....

en ég hefði örugglega sofið lengur ef ég hefði ekki fattað að BERGLIND ER AÐ KOMA Í DAG!VÚHÚÚÚÚÚÚÚÚÚ! Loksins einhver til að spjalla við á einmanalegum kvöldum á Komlossy 62... svo býst ég líka við að hún fari útí búð og eldi svona fyrir greyið sem er í prófum.... argggg!!!!

best að lesa aðeins áður en brjálaði Ísraelinn kemur og lemur mig ef ég veit ekki hvað troponin moleculið er stórt.... hann er nottla hálfgeðveikur... en YNDI engu að síður!

kv. Gunna Dóra

Saturday, August 28, 2004

Eins og rauðlaukur er góður er ekki hægt að borða hann... ef maður í slysni borðar smábita þá angar munnurinn á manni af rauðlauk næstu klst á eftir... það er ómennskt...

annars er líf mitt leiðinlegt þessa dagana.... læra og chilla inn á milli... læra meira og meira og ekkert gaman.....

Það er samt yndi að ég er komin með smá lit á hendurnar þannig að það kemur svona ljóst á milli puttana- know what I mean...

annars var það ómennskt í dag... ég og björg fórum og fengum okkur hádegismat á Palma..sólin skein og við nottla í léttum klæðnaði,hölluðum okkur aftur í stólunum í bestu mögulegu sólbaðsstellingu sem við gátum fundið og þögðum.... þjóninum fannst þetta frekar fyndið og sagði við okkur " trying to catch the sun" að sjálfsögðu við erum Íslendingar.... ekki mjög líklegt að Ungverjar færu að gera svona... eða bara aðrar þjóðir yfir höfuð...

farin að sofa...
kv. Gunna

Thursday, August 26, 2004

Lífið byrjað að ganga sinn vanagang.... búin að hitta Jónas(ínu) hundinn sem var síðan tík...konan með stafinn á bókasafninu sem hatar mig meira en allt... stelpan á bókasafninu sem stendur ekki upp frá tölvunum og alltaf með þetta ógeðslega glott....

Jesús... það er ekki hægt hversu duglegar ég og Björg erum búnar að vera í dag! Ég vaknaði klukkan 8 þótt það snoozetakkinn hafi öskrað á mig að ýta á sig... en aginn alveg í hæsta móti..... læra...læra...læra... læra... og bara minimum pjásur...

Ore (X-ið hennar Bjargar) og Björg komu síðan heim til mín að læra meira... Ore- eða Orri eins og við köllum hann er crazy algjörlega... hann er búinn með allt... kom fyrr til debrecen til að finna íbúð og núna er hann bara að hjálpa öllum.... jámm crazy.... og hann er ísraeli þannig að hann veit allt... í ljósi þess að hann las ALLA daga 12 tíma hvern einn og einasta dag... þannig að það er mjög gott að fá hann til að hjálpa sér... en þannig að ég og Björg lærðum örugglega í svona 10 tíma í dag.... minnir mann óhugnanlega mikið á Clausus!

eina gleðilega í kvöld var að ég og Björg horfðum á best scenes in Finding Nemo... húff!

annars var bara óveður hérna í Hungary í kvöld... rigning og þrumur... og meira svo miklar þrumur að ljósið (hennar Berglindar) splundraðist útum allt... glerbrot everywhere!

Annars eru tveir ungverjar búnir að reyna svindla á mér þegar þeir eru að gefa til baka... ómennskt lið!

ææææ ég er svo þreytt að ég get ekki bloggað meira... Ore skipaði mér að lesa einn kafla í viðbót í kvöld.... mussssssttttttt rreeeeeaadddd mmmmooorreeee zzZZZZZZZzzzzz

kv. Gunna Dóra

Tuesday, August 24, 2004

Þvílíkur hiti að þetta er ekki hægt!

Það er svo heitt úti og heitt á nóttunni að maður sefur bara nakin með ekkert ofan á sér... enda gætu hárin á fótunum á mér haldið á mér hita á suðurskautslandinu.... ég er alltof hairy... ætlaði alltaf í vax heima en frestaði því alltaf og endaði síðan með því ææææ ég fer bara til aggie hérna í Hungary en hún getur ekki tekið mig í vax fyrr en á morgun.... ég er eins og versti kúluvarpari hérna sko! En þetta er í lagi svo framarlega sem ég er ekki spurð hvort ég sé karlmaður!

annars var ég að chilla á msn í fyrradag þegar ég heyri eitthvað þrusk fyrir framan útidyrahurðina mína.. ég fer að henni og hugsa "á ég að opna?" "þetta gæti verið morðingi eða nauðgari?" en jæja ég lét slag standa og fyrir utan er gömul kona og greyið að reyna tala ensku... ég skildi nottla varla orð í ungverskunni... en ég náði því að hún sagði férfi (strákur) þannig að ég næ í mynd af bogga og þá verður hún svona rosalega ánægð og togar mig niður og ég elti bara gömlu konuna.... opnar hurðina fyrir neðan mig og þá kemur önnur kona sem var dóttir þessarar gömlu og segir mér að Begga hafi beðið gömlu konuna að vökva þetta eina blóm sem er inni hjá okkur... gamla konan hefur greinilega verið afskaplega samviskusöm í að gera það að vísu með sódavatni en ég meina allt í lagi. Síðan kemst ég að því að systir gömlu konunar á þessa íbúð sem ég og begga erum að leigja og hún varð svona hrikalega ánægð að ég væri að leigja... hún sagði að henni þætti svona gaman að fá ungt fólk! :o) jæja loksins hittir maður skemmtilegt gamalt ungverskt fólk!

kv. Gunna Dóra

Sunday, August 22, 2004

Jæja búin að krassa á Komlossy 62....

ferðalagið gekk svona bara ágætlega fyrir sig... komumst vísu ekki alveg strax í loftið því það var traffík á Stansted.. ihhhh já... við áttum eftir að fljúga alla leið til Bretlands en máttum ekki fara í loftið sökum umferðar!

Síðan lentum við og tókum farangurinn okkur og ætluðum að fara leita að Mr. Allan... fullt af fólki með skilti og eitt var ekkert smá fyndið... Mr.Lowcock... ekki ég myndi ég vilja heita það en allt í lagi... síðan tókumst við á mikla bið því Mr. Allan hélt að við værum 3 strákar og fann okkur þar af leiðandi ekki... við héldum að hann ætti að vera með skilti.. þannig að þetta olli nokkurri bið... svo mikilli bið að við vorum orðin ekkert smá svöng... þegar við komum að sveitasetrinu vorum við ekkert smá heppin að það var matur á boðstólnum.. við áttum ekkert að fá mat þar sem þetta er svona bed&breakfast og sáum því fram á mikið nammiát um kvöldið. Allavegana þetta var geðveikt flott húsnæði frá 15öld og öll innrétting út frá því. Ég og Elma sváfum í sama herbergi en kóngurinn Daði fékk sérherbergi... langt fram eftir kvöldi vorum við að spjalla við húsráðendur sem og Suzanne og Elton frá USA... skemmtilegasta við þessa ferð fannst mér þó að þau áttu hunda... peach sem var pínulítill hvolpur,alfie sem var 60kg hundur og síðan Holly sem var svo feit að hún gat ekki gengið.... ég var ekkert smá heppin þar sem ég mátti sofa með litla hvolpinn... um morguninn fór að heavy að væla þannig að ég setti hann á niðrá gólf...byrjar hann þá ekki að kúka þannig að Elma grípur hann og setur hann yfir ruslatunnuna... en nei hann gat ekki "losað" sig við kúkinn þannig að í 5 mín var hún að hrista hann yfir ruslatunnunni... þetta var eitt af því fyndnasta sem ég hef séð...

en jæja síðan fórum við bara til búdapest og keyrðum til Debrecen og here I am!

Blendnar tilfinningar að vera komin aftur... en það breytist þegar skólinn fer á fullt og allir krakkarnir koma....

er að fara upp í skóla....

kv. Gunna Dóra

Friday, August 20, 2004

Jæja minn síðaðsti dagur á Íslandi runninn upp og ég vöknuð upp fyrir allar aldir til að horfa á Ísland-Kórea... vaknaði að vísu 5 því ég var svo hrædd um að sofa yfir mig... ég á nebbla eftir að stússast doldið mikið... ótrúlegt hvað svona stúss tekur langan tíma og listinn virðist alltaf bara lengjast! sérstaklega þegar hrossafluga inni hjá mér tafði alla pakkningu... ojjjj óbjóður

ég er búin að taka íslenska pakkann doldið vel undanfarna daga... búin að fá mér álfheimaís 3 daga í röð...american style....pizza hut....spurði gamla manninn í álfheimum hvenær þau færu að markaðssetja sig í Hungary og hann spurði á móti hvort að það væri markaður fyrir ísinn...halló að sjálfsögðu...ég er þarna... þannig að ég er bara jákvæð á þetta allt saman...áður en ég fer til Keflavíkur í pönnsur ætla ég að fá mér pylsu... held að ég sé bara ekkert búin að fá mér bæjarins bestu... ég trúi því varla að það sé kominn 20.ágúst... ÉG VAR AÐ KOMA HEIM!!!!

Ég er búin að komast að því að ég er þjóðernissinni út í gegn... undanfarna daga hef ég ekki mátt keyra heim til mín í gegnum sólarbrautina án þess að fara gráta....að sjá fjallgarðana,sjóinn og skipin á sjónum... mér finnst þetta bara svo hrikalega fallegt.... þetta er ekki heilbrigt...

Það er furðulegt að hugsa um það að í dag verðum Erna,Guðrún og undirrituð allar í sitthvoru landinu.... London/Ungverjaland-spánn og danmörk... það er ekki langt síðan að við vorum að chilla saman að kaupa ís (kemur ekki sérstaklega á óvart)

en jæja ætla að horfa á landsleikinn....

íslensk kv. Gunna Dóra

Thursday, August 19, 2004

Til hamingju með afmælið Halldóra Brynjólfsdóttir... eða Halld. Bry eins og þú kvittar í Ungverjalandi....

allavegana ágætisdagur í dag... vaknaði eldsnemma til að sjá íslenska landsliðið taka slóvena... við gátum prísað okkur sæla yfir því hvað slóvenar gerðu mikið af tæknifeilum þar sem markmaðurinn þeirra var að ríða okkur í rassgat... fór síðan á ítalska leikinn áðan.... YNDI... hvað er málið með íslenska landsliðsmarkmenn 40+ árin...orðið doldið gamalt :o)

er doldið fyrir það að vaka frameftir þessa dagana að horfa á fimleikana... hvað er að þessu fólki... taka handhlaup og flikk án handa á einhverri slá sem er 5cm eða eitthvað... mér dytti ekki einu sinni í hug að hlaupa bara á henni og hoppa VENJULEGA niður.... hvað drífur fólk að prófa 3 skrúfu með vinkluðum líkama eða what ever!

furðulegt til þess að hugsa að síðasti dagurinn er á morgun... ég gerði mér allavegana grein fyrir því í dag að ég hef ekkert farið á pizza hut og fengið mér brauðstangir þannig að ég fór í dag í hádeginu... og sweet jesus... 6 sneiðar og 10 brauðstangir... mér leið ekkert smá illa þegar ég gekk út... plummaði niður í hverju skrefi og hélt niðrí mér andanum til að æla ekki! enda borðaði ég ekkert fyrr en núna og klukkan var að skríða yfir 1 á miðnætti

en pálmi setti inn champ.... er að spá að skella mér aðeins... eitt er víst að ég kaupi ekki nesta eða buffon eftir sína frammistöðu í dag :o)

kv. Gunna Dóra

Tuesday, August 17, 2004

það er mér óskiljanlegt hvernig snúrur fúnkera... alveg sama þótt maður passi voðalega vel upp á þær... þær flækjast alltaf!

annað sem ég skil ekki... nú er ég mikil súkkulaðirúsínukona.. þá aðallega ljósar Góurúsínur því alltaf annað er óbjóður... en akkuru er alltaf lím á kassanum... er Góa ekki meira fyrirtæki en það en að fara bara út í Penna og kaupa UHU lím til að loka kassanum...

ólympíuleikarnir byrjaðir og handboltinn rúllar... eða hjá öðrum liðum rúllar hann en íslendingar eru bara með hrikalegt lið.. hvað er að gerast... hvað er dagur að gera í þessu liði... hann er algjör gúmmíbjörn þarna...maðurinn á 5 skot í leik... eitt fer kannski inn en hin fjögur í varnarvegginn og hraðaupphlaup í bakið... sweet jesus... garcia er búinn að vera arfaslakur í vörninni og maður hefur það á tilfinningunni að hann skjóti bara e-ð og síðan bara YES hann fór inn... fúsi og rúnar eru búnir að vera annaðhvort báðir alltof aggresívir án þess að ná að stoppa boltann og línumennirnir hjá andstæðingunum búnir að vera blómstra fyrir aftan þá eða þá báðir alltof passívir þannig að sóknarmennirnir fá að koma að 7m og skjóta... e-ð samskiptaleysi þeirra á milli... ef þetta heldur svona áfram þá finnst mér að maðurinn í brúnni ætti að vera endurskoða stöðu sína eftir hörmulegt EM og ömurlega byrjun á ÓL... einnig má fara stokka upp þessu liði þar sem það vantar allan neista og það er eins og þeir nenni ekki einu sinni að hlaupa til baka... ég var svo reið í dag.... það er eins gott að þeir vinni slóvena í næsta leik.... ARGGGG

vona að fótboltaliðinu gangi betur á miðvikudaginn... er að sjálfsögðu búin að kaupa mér miða... maður sleppir ekki að fara horfa á ítalska hönka í þröngum búningum... hvernig er það... er bannað að fara úr að ofan í landsleik???? :o)

kannski spurning að sópa á morgun.....stuð...

kv. Gunna

Friday, August 13, 2004

sweet jesus....

Ég er að fara til læknis á mánudaginn... sem er nú kannski ekki frásögufærandi nema hvað að ég pantaði tíma í gær og var svo lánsöm að fá tíma á mánudaginn... ekki mjög algengt þar sem að heilbrigðiskerfið á Íslandi er frekar dapurt og oftast 2 mánaða biðlistar eftir lækni... jæja allavegana... síðan hringir stelpan í afgreiðslunni í mig áðan til að minna mig á tímann á mánudaginn.... er e-ð gagn í því... það eru 3 dagar þangað til ég á að mæta... væri ekki frekar nær að hringja svona 1klst áður en maður ætti að mæta.. fáranlegt!

allavegana síðan var ég að leita að einu heimilisfangi á simaskra.is.... þá er einn maður þar skráður sem reikimeistari!!!! hvað í ansk er það??... er það fancy orð yfir róna eða???? já hvað gerir þú... já ég er nú meistari í að reika um....?!



Það er svo gaman að vera í sundi... chillandi bara í pottunum og ef maður er í góðu skapi að gagnrýna og dæma fólk!YNDI.... minnir mann rosalega á þegar ég og Björg sátum í góðu tómi að taka lærupásur og horfðum á lítt fallega Ungverja koma úr munnlegum prófum í ljótustu fötum sem ég hef á ævi minni séð... það er auðvelt að dæma aðra....sérstaklega karlmenn með furðulegan hárvöxt ;o)

fór á handboltaæfingu í gær... hversu mikil snilld er handbolti... þetta er svo falleg íþrótt... það var ekki leiðinlegt að finna harpixlyktina af höndunum og bíða upp á von og óvon hvort maður fái blöðruð á puttana og að sjálfsögðu fá að vippa yfir ásu sem er ekki það erfiðasta... það er nokkuð ljóst að þegar ég fer til ungverjalands þá ætla ég að taka með mér harpixdollu... þessar klísturtúpur eru óbjóður... Var að komast að því mér til mikillar ánægju að Ungverjar eru með í handboltanum í Aþenu og það er vonandi að þeir sýni einhverja leiki...

fór í eftirpartýið hjá 50cent.... eftir þreytulegt kvöld var ég komin upp í rúm..tilbúin að leggjast niður og hvílast er hringt í mig og mér tilkynnt að viðkomandi maður á hinni línunni sé að fara í eftirpartýið með 50cent... þreyta eða 50cent... ekki sérlega erfitt val í ljósi þess að maður getur alltaf sofið.... þannig að ég græjaði mig á svona 3 mín og út.... aldrei mætti 50kallinn en ég fékk að dansa með Björgu og Hönnu rennsveittum við R&B í nokkra tíma....Að vísu voru einhverjir úr G-Unit þarna en hvaða blökkumaður hefði getað sagt við mig að hann væri í G-Unit... ekki þekki ég þá kappa!

Las Birtu áðan... ææ þarna blaðið sem kemur alltaf með fréttablaðinu... í hverju blaði er svona... hvað ert þú... og í dag var.. hvernig rigning ert þú.... hvernig dettur fólki svona í hug????og það sem meira er... hverjum er ekki sama hvernig rigning hann er....þetta er orðinn doldið þreyttur liður.. svona jafnþreyttur og hjartsláttur í flugvél og strætó eða hvað sem þetta heitir!

Einu sinni sagði Erna mér að hún hafi ætlað að skrifa barnabók um litla tólið og litla gatið! var þá erótísk hugsun ekki hugmyndin enda öll hugmyndafræði Ernu langt fyrir ofan minn skilning heldur átti bókin að fjalla um símtólið sem jú er með fullt af litlum götum.... Ég spái því að það verði ekki löng bið eftir að Erna fari að nota listamannsnafnið Ester eins og Madonna! The little thing and the little hole by Ester Larsen...hljómar ekki illa...

en jæja ljáðu mér eyra því ég þarf að fara!

kv. Gunna Dóra



Wednesday, August 11, 2004

Þvílíkt massaveður...ég sit bara olíuborin úti að lesa cellbio... hefði verið skemmtilegra bara að chilla en svona er þetta nú bara.... ætlaði að taka rosalegan ísraelspakka á þetta og var mætt snemma á nationalbookbarn en það var skammgóður vermir því um leið og ég var búin að hitta Hönnu og Björgu tók chillið við eins og alltaf þegar þessar stúlkur eru annars vegar og íslendingurinn sem þarf að nýta góða veðrið braust fram í mér!

Björg og Hanna eru að fara á 50cent í kvöld... var að spá að fara en er að fara á æfingu... ég ætti kannski að bjóðast til að lána þeim Tommybuxurnar mínar sem ég átti í 9.bekk... ég er ekki hægt hvað ég þarf alltaf að geyma fötin mín og get aldrei hent neinu...ég á ennþá Dickies buxurnar sem voru hérna í tísku þegar ég var 13 ára... jámm aðeins 9 ár síðan og ég passa pottþétt EKKI í þær lengur... en henda þeim kemur ekki til greina! Það er kannski ástæða fyrir því að það er alltaf drasl inn í herberginu mínu... en þetta fæ ég frá föðurfjölskyldu minni sem safnar dagblöðum en svo langt gengin er ég nú ekki!

Fór að keppa um daginn í Sunnykef.... keflavík er einmitt besta liðið í okkar deild en við gerum jafntefli við þær 3-3 og að sjálfsögðu setti maður eitt skallamark svona like usually... samt... dómarinn var ekki að gera góða hluti... það er alveg nógu erfitt að spila og hlaupa eins og fokking vitleysingur í brjálaðri mollu...hvað þá þegar hann ákveður að bæta 8 mín við í uppbótartíma... sér maður einhvern tímann svollis í ensku deildinni... nem jó!

Ætli það sé ekki best að skella meiri olíuslettum á sig og reyna ná smálit....

kv. Gunna Dóra



Monday, August 09, 2004

ég ætla að biðja fólk um að chilla aðeins á commentunum... ekki allir í einu! :o)

Það er eitt sem fer afskaplega í taugarnar á mér! Frá því ég var lítil þurfti ég að ganga í alla banka í hina og þessa klúbba til að fá tösku,fílófax og klukku og annað slíkt! Eftirköstin hafa verið hrikaleg... hver jól eru endalaus umslög um 100kr í þessum banka og hinum bankanum.... jæja ég er búin að drepa nokkra reikninga en ég mun aldrei geta það því e-ð orlofdrasl er lagt inn á einhverja reikninga sem ég hef aldrei séð..... ég skil ekki einu sinni þetta orlofsdót sko! afhverju er orlofið manns ekki bara lagt inn á reikning sem launin mín eru lögð inn á?????

Jæja ég var að panta far á netinu... dagssetning komin... 20.ágúst fer ég til london klukkan 15.00 með Jones og einhverri stelpu... síðan er kvöldstopp í london og ferðalag til Búda árla næsta dags! Ég er farin að læra númerið á visakortinu hennar mömmu utan af... mér finnst það ekki leiðinlegt...:o)

Var að horfa á frjálsíþróttir á stöð 1.... og þar var "kona" sem heitir Mutola sem er ekki kona... þetta var massaðasta kona sem ég veit um... hún hefði sæmt sér vel á Gay pride hérna í gær... hversu vel þjálfaðir eru þessir íþróttamenn...?? Mér finnst hundleiðinlegt að missa af öllum ólympíuleikunum.... nema ungverskum kúluvörpurum... satt að segja er ég ekki sjúk í það!

Í kvöld tók ég til í herberginu mínu... þegar mér er farið að blöskra hversu skítugt er í herberginu mínu þá er mikið sagt... sofna í svona mannsæmandi herbergi í kvöld þar að segja ef ég sofna því ég hósta eins og brjáluð hæna... er með barkabólgu...slím og enn meira slím... YNDI!

kv. Gunna Dóra

Saturday, August 07, 2004

Mér er nú ekki farið að lítast á blikuna! Ég svitna bara og svitna þegar ég sef.... kannski ég ætti að fá nokkrar hormónatöflur hjá mömmu við breytingarskeiðinu... kannski fann líkaminn minn svo mikla lykt alltaf að gömlu fólki að hann er farinn að eldast meira en hann ætti að gera!

Í gær fékk ég panickast... það eru aðeins 2 vikur í að ég fari heim aftur... jesús... og aðeins 13 dagar þangað til ég fer núna... þetta sumar er búið að vera svo fljótt að líða að það er ekki hægt! Nú tekur bara skólinn við í öllu sínu veldi... ferðir á Mcdonalds og Tar pizza... matarlega séð hlakka ég ekki sérstaklega til... guð sé lof fyrir öll vítamínin á Komlossy 62 sem halda í mér líftórunni út önnina! Góða við það er hrikalega góða veðrið þegar ég kem út! 30° hiti... chill á Palma með Stellu og steak tatar!

mér finnst sjálfsvorkunn svo fyndin??? t.d. ég núna undanfarið er alltaf búin að ætla mér í World Class... ALLTAF þegar á hólminn er komið er ég svo þreytt,illt þarna, illa upplögð... var að koma af æfingu eða bara e-ð það er alveg sama.... alltaf er ég fljót að réttlæta allt þetta og hugsa liggur við "GUÐ hvað var ég að spá að fara í WC svona þreytt... það er bara hættulegt"..... maður er alltof góður við sjálfan sig og það þekkja það ALLIR!

eitt sem ég hata við ágústmánuð eru bandsettu hrossaflugurnar.. það er allt morandi í þessum óbjóðis kvikindum í vinnunni og núna áðan þegar ég var tannbursta mig flaug ein og reyndi að setjast á mig! Þetta sköpunarverk Guðs ef sköpunarverk má kalla mun alltaf verið drepið ef það kemur inn á mitt svæði.... þá öskra ég á mömmu og hún kemur með viskustykkið í morðhug!

annar er ég að spá að fara horfa á Run Away Jury... er alls ekki búin að standa mig í stykkinu hvað videogláp varðar... er eila alltaf að horfa á friends eða finding Nemo! maður er svo klikkaður....

vitrænt???? Nei... svona álíka vitrænt og draumurinn minn um Bush í nótt :o)

kv. Gunna Dóra

jesús kristur.... var að vinna frá 8-23.... mæli ekki með því að vinna með gömlu fólki svo lengi... er síðan að fara vinna kvöldvakt á morgun sem betur fer... ef ég væri að vinna morgunvakt held ég að yrði að myrða mig....

er að spá að fara lyfta og hlaupa á morgun... er ekki búin að vera rosalega aktív að ná suddanum eftir þjóðhátíð....

annars hef ég voðalega lítið að segja nema kannski það að ég dýrka finding Nemo! og Tom Cruise er voðalega lítill í þessari Risky business mynd!

skrifa eitthvað "vitrænt" á morgun!

Thursday, August 05, 2004

Djöfull er ég mikill lúði... ég vakna fyrr til að reyna klára setja myndaalbúmin inn...

var búin að hlaða öllum myndunum í gær.... en nei....... inn vildu þau ekki... ég var ekki sérstaklega hamingjusöm með það... en það ætti að virka núna....

þessar myndir eru bannaðar innan 18! og þær myndir eru allt fyrir tilstilli Öddu! Það er nokkuð ljóst að ég djamma ekki með öddu í bráð.. maður verður fyrir brjáluðum hópþrýstingi :o)

kv. Gunna Dóra

Wednesday, August 04, 2004

argggg þetta tekur smá tíma að hlaða þessum myndum inn!

fyrsta albúmið er komið í höfn... ég býst við 2 til viðbótar!

svaf í 14 tíma í nótt... puffhhhh....

er farin að fá mér lauksúpu... umm

kv. Gunna

úff..... ég er ennþá bara í losti eftir þessa hátíð :o) Var heima hjá Rögnu að skoða myndir ásamt hennar ættingjum sem núna hafa allir séð rassinn af heimilismönnunum nema Rögnu... já amma hennar Rögnu hefur séð rassinn á mér! YNDI!

þessar myndir voru hreint magnaðar.... ragna sparaði ekki myndavélina og tók 180 myndir bara þá á sunnudeginum og enn fleiri myndir hina dagana.... útvaldar myndir koma innan tíðar á síðuna þar sem Ragna var svo góð að brenna disk fyrir mig!

taskan fannst... enda hef ég fulla trú á eyjamönnum. Kom það sér vel að hafa merkimiðann frá Spain 2001 ennþá á töskunni.. Maja markverja fann hana mér til mikillar lukku! :o) Takk fyrir það Maja!

æfingin sem farið var á í dag var ekki sú allra besta sem ég hef farið á! einbeitingarleysi og þreyta sögðu ansi mikið til sín í dag... en þetta lagast með góðum nætursvefni :o

djöfull langar mig í eina extra Majósamloku (smurða útí kant NB) og horfa á back to the future? hver er game? :o)

kv. Gunna Dóra

Monday, August 02, 2004

veðurteppt í Eyjum.... hangið á airport vestmannaeyjar í 6 tíma að spila,frussa og hlusta á veðurfræðinginn hana Betu...

kvöldið í gær var hreint magnað... heimilismenn á áshamri 71, 3.hæð til hægri voru í annarlegu ástandi fyrripart kvölds og var Ragna frekar aktív með myndavélina þar sem pissumyndir voru teknar,liðsmyndir sem og mig reynandi við gamlan mann... þetta kvöld kynntust heimilismenn góðu fólki sem og Einari sem ætlaði ekki að láta okkur vera þá síst Rögnu. Hafin var ítarleg af Jón Arnóri þar sem Íris (litla sys hennar Evu Hlö) var æst í drenginn og koma fanmyndir af þeim 2 innan tíðar!

Margt gerðist þetta kvöldið sem verður ekkert frekar rætt nema fyrir heimilismenn að áshamri 71! :o)

Þetta var yndisleg hátíð og eru ófáir gullmolar litið dagsins ljós... hafa heimilismenn ákveðið að endurtaka leikinn að ári þá í búningum og öllum græjum.... við munum allavegana ekki gleyma kjötinu í hamborgaranum....

en þangað til ég kemst heim :o)

Eyjakv. Gunna

This page is powered by Blogger. Isn't yours?