<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Tuesday, September 28, 2004

Allir hafa séð þegar maður drepur flugu.... og hún hreyfist alltaf eins og hún sé ekki alveg dáin og í allri vorkunnseminni slær maður aftur og aftur í hana til að lina þjáningar hennar! já... mig dreymdi það í nótt nema í stað flugu var lík! þessi draumur var einn sá allra furðulegasti og eins og gefur að skilja svaf ég ekkert alltof vel... vaknaði öll sveitt eftir amstur næturinnar! Þannig að í dag var ég bauga niðrá p*** og var alltaf að dotta! ekki gott þegar maður er í skólanum frá 8-20.

-------
erum ekki ennþá komnar með hita í húsið en það hefur engin áhrif á mig lengur... í öllum þessum kulda hef ég látið á mig vaxa selspik og ber því nafn með rentu! annars höldum við að það sé eitthvað að okkar hitara þar sem aðrir meðlimir þessa húss (btw flottasta húsið 2002) geta kynt upp hjá sér!

------
bætti við tenglum...ég get svarið það að ég held að allur fyrrverandi bekkurinn minn bloggi... ætlar maður aldrei að losna við þetta pakk ;o)

kv. Gunna Dóra

Sunday, September 26, 2004

haustið er greinilega komið og á kvöldin og morgnana er orðið ískyggilega kalt! Þar sem maður er nú "fátækur" námsmaður reynir maður af fremsta megni að spara hitann þar sem upphitun hér í landi er aðeins dýrari en á gamla góða íslandi. Heima eru allir ofnar á fullu og ef manni er heitt þá dettur manni ekki í hug að lækka í ofnunum...neinei opna gluggann er besta svarið :o)

Í gær ákváðum við Berglind að spreða doldið þar sem geirurnar voru bara alltaf pikkstífar þrátt fyrir lítið kynferðislegt áreiti! Til lengdar er ekki gaman að vera með takka allan daginn! kýs ég þá frekar heitar og linar geirur eins og björg kallar það - flubb flubb!

annars veit ég ekki hvort að ég og berglind séum eitthvað rosalega flottar með takkana svona í út í loftið.... því takkar passa kannski betur við þunna flegna boli heldur en ullarsokka, gammósíur og lopapeysur! en dæmi hver fyrir sig!

kv. Gunna Dóra

Friday, September 24, 2004

Jæja ár síðan að síðan var stofnsett.... rosalega líður tíminn!

Í kvöld er skandínavísk busavígsla! ákvað að fara ekki sökum flökurleika - spurning hvort maður sé ólétt eftir ástmanninn! aldrei að vita!

ætla að fara horfa á lord of the rings... það er ekki hægt hvað aragorn er fallegur! Það á að banna Viggó að þrífa sig... hann er miklu flottari drullugur og sveittur..... :o) arggggg

kv. Gunna

Wednesday, September 22, 2004

Húff það er gott að eiga kærasta í slíku slagviðri sem er skollið á hérna í Ungverjalandi. Einungis 20°c og ógnarvindur nefndur gola á íslensku! Já þá er sko gott að eiga kærasta í Ungverjalandi! Ég er nebbla búin að koma mér upp einum slíkum... hann heitir Márkus Moore! Það er alltaf hægt að treysta á hann.... ég er alltaf með honum... þegar ég er ekki með honum hugsa ég um hann.... ég vakna og byrja strax að hugsa um hann og það síðasta sem ég hugsa um áður ég leggst til hvílu er Márkus Moore! Hann er svokallaður viskubrunnur hann Márkus minn!

annars fyrir utan kærastamál fórum ég,begga og telma á taekwondoæfingu... ég nottla eins og hálfviti stirrðari en anskotinn teygði í svona 40 mín.... held að ég hafi bara gott að þessu... annars var voðalega gaman á æfingunni nema þegar við þurftum að öskra eitthvað KÍA! ihhh já neinei!

jæja farin að fá mér að borða....

kv. Gunna

Tuesday, September 21, 2004

Anskotinn,helvítis djöfulsins djöfull... ég er komin með 3 bit á vinstri hendina... örugglega einhver mellufluga komist inn í ermina á peysunni minni og talið það leyfilegt að stinga mig alla....

annars er íbúðin okkar berglindar eins og flugnakirkjugarður - allsstaðar dauðar flugur upp um alla veggi! :o) minnir mann á alla sigrana gegn þessum ógnvöldum :o)

kv. Gunna Dóra

Monday, September 20, 2004

undanfarna viku er ég búin að komast að leyndri getu sem ég bý yfir! Ég þarf ekki vekjaraklukkur! Ég vakna alltaf mínútu áður en ég þarf/á að vakna! Lífsklukkan í mér er greinilega í takt við tímann! Eitthvað sem Berglind hefur bara alls ekki. Henni finnst ekki leiðinlegt að sofa....jesús hvað hún getur sofið :o) (toppar samt ekki G.Bjartmarz)

í gær var ég massadugleg!! gerði það sem mér þykir AFSKAPLEGA leiðinlegt! ég tók til í herberginu mínu. Ég var ekki almennilega búin að koma mér fyrir...blöð,kassar og að sjálfsögðu föt everywhere...basically Gunnustyle! Þannig að ég byrjaði að flokka þar sem ég og berglind keyptum svo fínar möppur undir öll blöðin í 2 tíma Tescoferð sem farin var fyrr um kvöldið! Þegar á leið var mögulegt að koma náttborðinu mínu hliðiná rúminu og meira segja setja lampa á það! Britneyplakatið fékk verðugan sess upp á vegg og farið var að glitta í gólfið! allt á réttri leið! efa það samt ekki að Gunnustyle verður kominn innan tíðar!

annars er planið bara að læra í dag og horfa á mína menn taka liverpool menn... skella þeim upp á borð,gyrða niður um þá og XXXXX! svona eins og ónefndur professor gerði einu sinni við Eggert - en það er önnur saga og reyndar mun skemmtilegra saga :o)

kv. Gunna Dóra

Sunday, September 19, 2004

Í gær fór ég á fótboltaleik hérna í Debrecen með Bjarti,Róberti,Peter,Helga og Eggerti... Ingvar kom ekki með þar sem hann fór á fótboltaleik í fyrra! ihhh ok!

Það var mjög gaman á leiknum nema að við vorum ekki í besta sætinu þar sem að varamannaskýlið skyggði á annan helminginn af vellinum. Ungverjarnir fyrir aftan okkur voru örugglega orðnir nett pirraðir á okkur alltaf vera standa upp! En who gives. Debrecenliðið er eitt það besta í Ungverjalandi en þeir voru að spila hrikalega í gær á móti Káposvár og voru mestmegnis 0-1 undir en áttu þó sláarskot,stangarskot og víti sem klikkaði. Það var einn maður þarna yfir 2 metrar og honum var lífsins ómögulegt að skalla! en á síðustu 10 mín náðu okkar menn að jafna við mikinn fögnuð vitstaddra... spurning um að gerast bulla! Það var samt rosalegt hvað var mikið blótað á leiknum... öskrað á þjálfarann í hinu liðinu ókvæðisorðum sem Peter var svo góður að þýða! Síðan var einn gaur með kúabjöllu og það dundi í henni svona annað slagið! Ætla pottþétt að kaupa mér búninginn með liðinu... á einn uppáhaldsleikmann þarna... Hálmosi númer 28 :o)

Síðan fórum við í bíó á Király Arthur (King arthur) sem er arfaslök... greinilegt að ég og tóta höfum ekki sama kvikmyndasmekk í ljósi þess að tótlan var að sjá myndina í 3 skipti! :o) ææ tóta er svo mikið yndi

Annars er maður búinn að vera letjast eitthvað í dag... maður sofnar yfir annarri hverri setningu í biochem.... er ennþá í náttfötunum og klukkan að ganga 20.00. Kannski maður skelli sér útí búð þar sem það er EKKERT til á þessu heimili! en það er svona að vera fátækur námsmaður :o)

kv. Gunna Dóra

Friday, September 17, 2004

Þvílíkur saur!

Er búin að vera lesa undir Histo í morgun því það er eins gott að vera tilbúin þegar litli maðurinn Prof. Antal spyr alla út í eitt! Hann er einmitt yfirmaður deildarinnar... furðulegt að svona lítill maður hafi svona mikil völd og allir stúdentar hans beri þvílíka ofsablendna hræðsluvirðingu fyrir þessum manni... Manni sem ég myndi örugglega ráða við!

allavegana.... ætla ekki að lýsa Antal frekar! en ég var að lesa um munnvatnskirtlana... og þá kom í ljós að við framleiðum að meðaltali 1,2 L á dag! Já fólk... hvað ætli ég framleiði þá með mitt tyggjó! Ég og Berglind erum að spá að gera tilraun og láta mig slefa í glas í heilan sólarhring! Allavegana það sem mér fannst ennþá ógeðslegra er að við erum með 20mg/ml af Urea í munnvatninu okkar!

já fólk þar hafið þið það! Þvag í munnvatninu ykkar... hættið síðan að bögga mig fyrir að hrækja... ég er þó ekki að kyngja þvagi eins og þið :o)

kv. Gunna Dóra

Wednesday, September 15, 2004

Það er ekki hægt hvað þessi bók er spennandi.... Da Vinci Code... húff maður! Mögnuð bók! Las 310 bls bara í dag! Bókin er 480! :o) smá pakki tekinn á þetta... maður hættir ekkert í miðjum klíðum... alltaf eitthvað sem drífur mann áfram!

jæja ég hellti úr skálum reiði minnar yfir biochem verklegu ritgerðinni í fyrradag... hringir Helgi Davíð í okkur í gær og segir okkur að við höfum verið að gera vitlaust verkefni... þeir hafi breytt verkefninu... jæja time out.. hófust þá tímar þar sem skrifað var í 3 tíma samfleytt... að lokum hafðist þetta nú... en mér til ánægju verður verkefnið sem við gerðum "vitlaust" tekið í þarnæstu viku þannig að sú vinna fer ekki forgörðum... ÉG HEFÐI ANNARS BRJÁÁÁÁLAST!

annars er rosalegur dagur á morgum... skólinn frá 8-19... og síðan er berglind að reyna draga mig í taekwondo.... ihhh ætli hún vilji fremja sjálfsmorð... hefur hún ekki tekið eftir allri kappseminni í mér og hungrið í að vinna... það verður ekkert æfingaspark... það verður lagt líf og sál við hvert einasta spark :o) (þ.e.a.s. ef ég næ fyrir ofan mitti á henni sökum stirðleika) sjáum til hvernig það gengur... annars tel ég litlar líkur á því að ég fari á morgun vegna þess að ég er með mestu harðsperrur sem fyrirfinnast í lærunum... ég þarf að styðjast við vaskinn til að setjast á klósettið... ég geng eins og önd og stigar eru minn helsti óvinur í dag!

en ætli maður reyni ekki að lesa smá fyrir verklegt physio á morgun.... ææ lífið mitt er svo skemmtilegt! :o)

kv.G

Tuesday, September 14, 2004

vá hvað tíminn líður hratt..... !

kannski ekki mikið að gerast hjá manni þessa stundina nema þetta venjulega rútínulíf eins og Brynja lýsir á síðunni sinni með mikilli innlifun....

Ég og Daði höldum áfram að vera bjútífúl.... svo bjútífúl að fólk talar um það sko! æææ það er svo gaman að vera svona bjútífúl :o) Hann þjarkar manni áfram í lyftingunum og er maður farinn að taka meira en góðu hófi gegnir....

annars erum ég og berglind voðalega duglegar að elda.... búnar að elda 2 daga í röð! Erum bæði að reyna spara peninga sem og að það tekur ómennskan tíma að fara alltaf út að borða því þú chillar alltaf með krökkunum í einhvern tíma á eftir.... og god forbid að þú tapir tíma þegar þú þarft að gera biochem verklegt!

vó hvað ég og berglind vorum bitrar í gær.... eins og þetta er góður skóli getur þetta verið saurskóli líka! Í flestum verklegum tímum þarf maður að skila inn verkefnum.... lýsingu,áhöldum og niðurstöðu og þannig... nema hvað að þú þarft að HANDSKRIFA þetta allt... Þú mátt ekki skila þessu inn á tölvu! Þannig að mesta tímasóun ever að taka hvert einasta orð upp úr bókinni... og skrifa það í vinnubókina þína! HALLÓ! Þannig að í gær eyddum ég og berglind 1 1/2 tíma í skrifinnsku

jæja en farin í skólann.....

Saturday, September 11, 2004

Í dag er merkisdagur.... jájá það er 9/11 mér er alveg sama um USA... en í dag er ár síðan að ég flutti út til Ungverjalands... vá það var erfiður dagur fyrir ári... mikið af tárum... ári síðan græt ég ekki svo mikið.... :o)

Í dag verður quality time Gunnu og Daða... við ætlum að borða... fara í ljós.... og lyfta... borða síðan aftur... að sjálfsögðu verður matur helst upp á teningnum... við verðum ekkert nema falleg í dag ég og Daði....

Í gær fórum við nokkur út að borða í tilefni þess að Stebbi átti afmæli... og vá.. ég fór á nýjan stað ég hef aldrei farið á - Lucullus. Maturinn var eitthvað mis en félagsskapurinn var góður... Síðan fórum við á Sax og fengum okkur nokkra drykki og síðan á Genius. Jesús Ísraelar upp til hópa dansa svo fyndið að það er ekki hægt... ok nú er ég ekki að segja að ég sé hérna the dancer en þeir halda að dans sé hömlulaust hopp (Ingi) og reyna að almætti að toga mann í suddann með þeim... ó nei! Annars var svona fönkkvöld á genius sem hefði verið gaman nema að mig langaði að dansa... ég og björg reyndum þó eins og við gátum á milli þess að svolgra ólyfjan sem þó inniheldu afskaplega lítið áfengismagn að okkur fannst... Ungverjar eru samt ómennskir hvað þeir eru lengi að öllu... Einu sinni vorum ég og Daði búin að bíða í 12mín eftir afgreiðslu á barnum... enginn sá okkur og Guðrún Dóra að verða doldið óþolinmóð... síðan kemur björg- ljóshærð, mjó og voðalega glöð... hún fékk afgreiðslu on no time... eftir það fór björg á barinn :o)

Síðan fékk ég rosaskemmtilega símhringingu frá öðru landi... Erna að djamma og að spurja mig hvernig uppáhalds þýskulagið mitt hefði verið í 6.bekk í Verzló...þannig að ég fór að syngja á milli landa á þýsku... nein nein nein nein das ist unmöchlich

Síðan partý í kvöld..... fjör!

kv. Gunna Dóra

Friday, September 10, 2004

Jéja komin upp a kossuth eftir godan histotima hja Prof. Antal! Hann verdur kennarinn okkar i Histo sem er YNDI i ljosi tess ad hann er erfidasti histoprofdomarinn sidan er hann bara svo godur kennari.... eg veit ekki hvada ostjornlega heppni er yfir okkur islendingunum ad vera med svona goda kennara! Ekki kvarta eg :o)

annars er eg ad vinna i tvi ad henda inn myndum tar sem memory stickid mitt er ordid fullt... buin ad henda inn einu albumi i vidbot! gaman gaman

stefan fréndi minn a afméli og helt upp a tad med pompi og prakt i dag med ad rusta clinical biochem og fa 4! haldid verdur upp a tad a strandhotel a morgun... allir islendingar velkomnir.... eda allir debrecen islendingar velkomnir... dreg tad ekki i efa ad nokkrir myndu skella ser til ungverjalands til ad komast i tetta teiti!

jéja étla ad fara léra og lata konuna med stafinn berja mig allduglega med honum....

kv. Gunna..

Thursday, September 09, 2004

Jæja í dag á elskuleg amma mín afmæli í dag! Gamla konan orðin 79 ára gömul og á enn nokkur "góð" ár eftir ;o) Miðað við gamla fólkið á Eir þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að amma mín geti ekki verið hlaupandi þegar hún verður 98 ára gömul :o) En innilega hamingjuóskir til ömmu!

fór á leikinn í gær... mikill misskilningur átti sér stað rétt fyrir leik sem leiddi til þess að ég missti af byrjun leiksins og þar af leiðandi af þjóðsöngnum sem ég hlakkaði mest til! :o( púhú! Landsliðið var að spila hrikalega illa... ekkert samspil,háir boltar og ungverjar hreinlega áttu miðjusvæðið! Ég og Ingvar létum vel í okkur heyra í blótsyrðum þegar okkur fannst við vera beitt ranglæti! Annars jesús... við hvöttum að sjálfsögðu okkar lið! allir ungverjarnir störðu á okkur og þegar þeir skoruðu hentu þeir í okkur sígarettustubbum, og settu hnefann í andlitið á okkur og annað slíkt... í sannleika sagt var ég bara mjög hrædd... gat samt ekki komist hjá því að svara aðeins fyrir mig... maður er svo blóðheitur! Þegar við gengum út í leikslok áttuðum ég og Jóney okkur á því að við vorum skyndilega einar... fullt af ungverskum strákum á eftir okkur og auðvitað viðvörunarbjalla nefnd mamma kom strax upp "passaðu þig á nauðgurum og morðingjum" hjartað kipptist smá til þegar þeir fóru að benda á okkur en sem betur fer sáum við Ingvar á því augnabliki og maðurinn er massaðri en allt þannig að ég greip í hendina á honum. Ingvar hefði örugglega tekið 30 ungverja í einu eða allavegana stóð ég í þeirri trú þegar við gengum út :o)

Jæja farin að læra... set myndir inn af leiknum von bráðar...

kv. Gunna

Jæja í dag á elskuleg amma mín afmæli í dag! Gamla konan orðin 79 ára gömul og á enn nokkur "góð" ár eftir ;o) Miðað við gamla fólkið á Eir þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að amma mín geti ekki verið hlaupandi þegar hún verður 98 ára gömul :o) En innilega hamingjuóskir til ömmu!

fór á leikinn í gær... mikill misskilningur átti sér stað rétt fyrir leik sem leiddi til þess að ég missti af byrjun leiksins og þar af leiðandi af þjóðsöngnum sem ég hlakkaði mest til! :o( púhú! Landsliðið var að spila hrikalega illa... ekkert samspil,háir boltar og ungverjar hreinlega áttu miðjusvæðið! Ég og Ingvar létum vel í okkur heyra í blótsyrðum þegar okkur fannst við vera beitt ranglæti! Annars jesús... við hvöttum að sjálfsögðu okkar lið! allir ungverjarnir störðu á okkur og þegar þeir skoruðu hentu þeir í okkur sígarettustubbum, og settu hnefann í andlitið á okkur og annað slíkt... í sannleika sagt var ég bara mjög hrædd... gat samt ekki komist hjá því að svara aðeins fyrir mig... maður er svo blóðheitur! Þegar við gengum út í leikslok áttuðum ég og Jóney okkur á því að við vorum skyndilega einar... fullt af ungverskum strákum á eftir okkur og auðvitað viðvörunarbjalla nefnd mamma kom strax upp "passaðu þig á nauðgurum og morðingjum" hjartað kipptist smá til þegar þeir fóru að benda á okkur en sem betur fer sáum við Ingvar á því augnabliki og maðurinn er massaðri en allt þannig að ég greip í hendina á honum. Ingvar hefði örugglega tekið 30 ungverja í einu eða allavegana stóð ég í þeirri trú þegar við gengum út :o)

Jæja farin að læra... set myndir inn af leiknum von bráðar...

kv. Gunna

Tuesday, September 07, 2004

Jæja nokkrar nýjar myndir komnar inn... sérstaklega fyrir þig Erna mín!

djíses... ég held að berglind sé ekki heil... við keyptum okkur popp hérna í vor... síðan opnum við það áðan... þá er LIFANDI fluga í því... hvernig hún var búin að halda lífi í 4 mánuði í loftæmdum umbúðum er mér gjörsamlega óskiljanlegt... hún á fálkaorðuna skilið! en það sem verra er að berglind skar bara fluguna fría úr pokanum og setti hann aftur í skúffuna...

ég held að ég fái mér örbylgjupopp næst!

annars Ungverjaland-Ísland á morgun... YNDI... brjálaðir íslendingabullur á fótboltaleik.. here I come!

kv. Gunna Dóra

úff... eins og krakki á þorláksmessu fór ég í háttinn klukkan 22.00....

því fyrr sem ég fer að sofa því fyrr hitti ég Kormák. Nú eru einungis 20 mín í fagnaðarlæti þegar ég og Kormákur hittumst á ný! gaman gaman! Beggu hlakkar ekki sérlega til... enda hefur hún aldrei fílað líkamslyktina hans Kormáks.....!

en ætla að fara leggja af stað í anatómíu...

kv.G



Monday, September 06, 2004

Fyrsti skóladagurinn í dag...jibbí!!!!

Stundaskráin mín er samt crap... við erum ALLTAF í skólanum... en það eru bara 2 ár eftir... svo sweet life of Debrecen! Á fimmtudögum er ég tildæmis frá 8-19 í skólanum ÁN þess að fá gat... ég og berglind verðum bara að borða meðan við hlaupum á milli tíma!

Ferðin til Búdapest var YNDI.... nema kannski þegar Eggert þurfti að taka 300m sprett til þess að ná lestinni sem og hann gerði á undraverðan hátt! Þegar við komum til Búdapest ætluðum við að fara í dýragarðinn en greinilega hálft ungverjaland hafði hugsað það sama um morguninn þannig við slepptum því.... Ég og Berglind fórum í loftbelg og sáum alla Búdapest sem var voðalega fallegt... Ungverjum finnst samt ekki gaman að hugsa um húsin sín! Það sem toppaði ferðina var þó að ganga tipsy meðfram Dóná meðan sólin var að setjast

Þegar ég fór í sturtu í gær fór ég að pæla... akkuru setur maður bara hárnæringu í hárið... maður er með hár á fleiri stöðum en þar... þurfa þau hár ekkert að nærast????

kv. Gunna

Saturday, September 04, 2004

Berglind, Eggert og ég ætlum að chilla í búdapest á morgun... gangi mér vel að vakna...!!!!


Thursday, September 02, 2004

Greetings people.... ég er komin á annað ár....

Guðrún Dóra náði cellbio! jibbí! massaerfitt próf og fullt af fólki kom grátandi útúr prófinu!... en ég og róbert með hæstu prófin... hann 32 stig og ég 31.5.... róbert er ánægður með þessi 0,5 stig :o)

allavegana í gær... þegar ég var búin að læra klukkan 10... ori farinn frá mér... róbert farinn frá mér... berglind í bíó... vissi ég bara ekkert hvað ég átti að gera... aldrei hef ég verið búin að lesa svona snemma fyrir próf... vanalega er ég í þeim pakkanum að opna páskaeggið mitt frá 1999 og drekka kók klukkan svona 1 um nóttina... en neinei... ekki í gær... yndislegt...!

en í gær þegar ég var bara ráfandi um húsið vitandi ekkert hvað ég ætti að gera (eins og phoebe þegar hún var rekin fyrir að vera hóra) sá ég þessa HUGE hrossaflugu með beittustu fætur sem ég hef á ævi minni séð á hrossaflugu... ég hljóp inn í eldhús.... nú voru góð ráð dýr... engin mamma og engin berglind til að drepa þetta rándýr! Nú var að duga eða drepast og ég vopnuð hugprýði,dirfsku og viskustykki undirbjó mig vel og vandlega fyrir þessa stærstu keppni lífs míns... tók á rás.... hoppaði hæð mína í loft og slá eins fast og ég gat í fluguna......en....... hún var ekki í viskustykkinu,ekki á gólfinu og ekki flögraði hún í burtu... endanleg niðurstaða var sú að ég hefði örugglega slegið svo fast til hennar að hún murknaði upp...... en... þar sem ég sá ekkert lík... no body no crime.... fannst mér hún alltaf vera á bakinu á mér.... lífs eða liðin....þannig til öryggis fór ég í peysu... ég er ekki ennþá búin að sjá hana þannig kannski sveimar andi hennar yfir vötnum!

enn.... fleiri dýrasögur... ég og berglind fórum í dag í gæludýrabúðina og ætluðum að spyrjast fyrir um turtles.... haldiði að ég sjái ekki Dory og Marlin... hversu óheyrilega fyndið væri það að kaupa bara þau 2! það væri yndislegt... en þetta eru einhverskonar saltfiskar sem þarf eitthvað aukalega og miklu dýrari þannig að kannski þegar ég verð ríkur læknir :o)

ég og begga ákváðum það að við ætlum að kaupa okkur merði... svona eins og í Along came Polly með Ben Stiller og Jennifer Aniston... og þeir munu heita... Njörður og Hörður... millinöfn eru óákveðin en ættarnöfnin verða Zoéga... njörður mörður og hörður mörður er doldið fyndið...

allavegana farin að horfa á clueless og CHILLA yfir þessa helgi... YNDI ég er komin á annað ár!

kv. Gunna Dóra

Wednesday, September 01, 2004

ó jesús...

dagurinn í gær var hryllilegur... prófdagar eru alltaf ónýtur... heilinn yfirbrunninn eftir endalaust hugs í prófinu.... síðan fór ég í síðustu hepatitis B sprautuna mína í gær... er að byrja á túr (hverjum finnst ekki gaman að vita það?) og ég var að reyna halda mér vakandi með að drekka kaffi,red bull og taka coffeinpillur.... ég og róbert ákváðum að hætta snemma í gær til að nýta daginn í dag til hins ýtrasta....þegar ég kom heim og ætlaði að fara sofa klukkan 21! þá gat ég ekki sofnað... svitnaði, var með þreytuhausverk,illt í maganum og basically bara allt að... ég sofnaði svona í hollum og vaknaði síðan alltaf aftur löðrandi í svita! jesús... þannig nú voru góð ráð dýr... dóp og aftur dóp... en dópið virkaði bara ekkert... með dópi meina ég paratabs.... 4 töflur.. og ég sofnaði EKKI.... samt var ég þreyttasta manneskjan í Debrecen... jæja en ég sofnaði að lokum klukkan 12... vaknaði 7 og byrjaði að læra... það er engin hemja hvað ég er dugleg að læra!

annars er líf mitt svo leiðinlegt þessa dagana! Burgy og ég vorum jafnvel að spá að skella okkur til Búdapest á laugardaginn.... chilla bara og borða góðan mat!

en allavegana ætla að fara finna þetta svar á netinu sem ég fór nú upprunalega á netið til að gera!

kv. Gunna Dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?