<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Friday, December 31, 2004

Senn er en eitt árið horfið á braut og við bíður árið 2005.... guðrún dóra að verða 23 ára... sjæsegrúbbe! árið 2004 mun lengi vera mér minnistætt...

janúar: gerði nákvæmlega ekki neitt nema að hanga og horfa á handbolta....borða subway og fara á american style... getur verið fínt að chilla en í mánuð þá er það frekar leiðigjarnt! kynntist love of my life... Nemó!

febrúar: hélt út aftur til debrecen... blendnar tilfinningar... gleymdist þó fljótt eftir tvö mögnuð partý.. fyrst 30 afmæli hjá Þengli sem nágranninn á neðri hæðinni tók rafmagnið af í tvígang... löggan kom... seinna var afmælið mitt haldið heima hjá björgu og hönnu... bæði áfengi og æla var á boðstólnum... hanna lagaði áfenga drykki ofan í gestina og Helgi kom með bongó sem seinna meir átti eftir að reynast honum dýrkeypt! bita drapst í sófanum... daði slengdi síma í hausinn í þengli meðan hann ældi eins og múkki ofan í baðið... helgi... æææ helgi... helgi klæddi sig úr að ofan og dansaði eins og fágaður maður vals við stúlkurnar á svæðinu... seinna meir var hann kominn inn á klósett svo náfölur að drekka súpukraft í vatni enn ber að ofan og raulaði endalaust " Gunna, þetta er besta partý sem ég hef farið í... strákar þið eruð bestu vinir mínir"

ekki þó halda að drykkja hafi verið svona rosaleg... hún var það bara alls ekki enda mikið magn af áfengi eftir allan suddann.... málið er nebbla að Peter Molnár a.k.a. eiturbyrlarinn fannst það allt í einu afskaplega góð hugmynd að setja tekíla í bongóið eftir bjórnum... þeir sem ekki vita hvað bongó er þá er það slanga sem maður setur upp í sig og klárar síðan bjór á rúmri sekúndu... ekki mjög sniðugt að setja tekíla í það!

Mars: adam var ekki lengi í paradís því við tók fyrsta anatómíuprófið mitt... fallin með 4,9.... seinna um kvöldið fannst mér síðan ráðlagt að missa tvær 5 kg anatómíubækur ofan á nýju tölvuna mína og brjóta takkana í spað! Guð sé lof að kristilega konan bjó mér við hlið enda stuðningur hennar á þeirri stundu ómetanlegur... takk tóta! hér með verður 5.mars ekkidagurinn

apríl: aldrei ætlaði sumarið að koma... ég tilbúin með sólarolíuna!

maí: Próf..... farið var á Britney Spears tónleika í Búdapest! Halldóra kom í heimsókn til að líta augum á átrúnaðargoðið.... sólin kom ekki... Sprengjuhótanir voru tíður gestur á bókasafninu en það var fínt fyrir mig og björgu til að hafa ástæðu til að fara 5m frá bókasafninu og legið í sólbaði!

júní, júlí: fór að leika mér að sprikla í fótbolta aftur...vinna á eir með yndislegu fólki og yndislegu heimilsfólki allavegana svona upp til hópa!

ágúst: Að sjálfsögðu fór guðrún dóra á þjóðhátíð í góðum félagsskap.. enda hef ég alltaf sagt að handboltadjömmin séu skemmtilegustu djömmin og hér var engin undantekning. Eva Björk bauð okkur velkomin á nýja heimilið sitt og þar var drukkið...borðar mæjósamlokur og djammað fram eftir öllu... gamli kallinn... adda og nektarmyndirnar... jón arnór og síðast en ekki síst Ragna og Einar eru hlutir sem munu lifa í minningunni! í enda ágúst var haldið heim með! lært...farið í próf... var guðslifandi fegin að sjá berglindi aftur....

september,október,nóvember: ihhh lært.... ekki hreyft sig.... ekki borðað hollan mat... farið í 21 próf á þessu tímabili... Fjör!!!!

desember: mín fyrstu jól og áramót í nýju landi! YNDI!

ég óska þér og þínum góðra stunda á nýja árinu! eða eins og við segjum á máli innfæddra...
boldog uj évet!

sé ykkur í janúar...

kv. Gunna Dóra

Thursday, December 30, 2004

vá ég hlakka svo til kvöldsins.... borgþór (sem btw átti afmæli um daginn) ætlar að elda fyrir okkur systurnar íslenska soðna ýsu með eðlilegum kartöflum.... jámm mikið var að hann Boggi eldaði eitthvað sem bætist ekki við bumbuna... get séð um það sjálf takk fyrir.... að sjálfsögðu átti Guðrún Dóra fisk í frysti enda sparnaðurinn gífurlegur og viljastyrkurinn svo mikill að ég á ennþá fullt af nammi eftir... nægjusöm eða hvað!

lærdómur gengur og gengur... komin með nokkuð ógeð af skólabókum... kaffi er drukkið í stríðum straumum meðan ég og Jónsa þyljum upp minimala! ég ætla að fara í nudd í dag enda axlirnar á mér orðnar grjótharðar eftir stífan lestur... það mætti kannski brjóta ísmola á þeim... þær eru allavegana harðari en þessi fjandans veggur hér um árið!

aggie sagði mér og börgs frekar ógeðslega sögu.... ég ætla aldrei til Írans... þetta er bara óbjóðis fólk... fyrir utan það að standa upp á klósettinu og frussa kúk útum allt þá mætti ein gellan í vax um daginn og ætlaði að láta taka neðra svæðið frekar vel...jújú hún afklæðist og það er ekki fyrr en aggie er byrjuð að hreinsa svæðið að hún tekur eftir einhverju bandi sem lafir þarna út... neinei þá var stelpan bara á túr... og hvert skipti sem aggie reif af þá nottla spenntist stelpan upp (believe me þetta er ekki sérlega þægilegt) og túrtappinn fór alltaf aðeins lengra út... aggie nottla missti algjörlega einbeitinguna því hún var alltaf að tékka hvort að túrtappinn væri nokkuð að fara detta niður....who wouldn't! loksins bað aggie hana bara vinsamlegast að koma aftur þegar hún væri hætt á túr og þá myndi hún klára þetta!----------- hvað er að þessari stelpu... svokallaður viðbjóður!

kv. Gunna Dóra

Tuesday, December 28, 2004

vinir vandamenn og annað fólk sem les síðuna mína..

í dag var milestone í mínu lífi... jámm... klukkan 17.00 vorum ég og berglind mættar galvaskar til Aggie... tilgangurinn var að hreinsa aðeins á mér húðina sem og fjarlægja hár á aðeins viðkvæmari stöðum.... þar sem ég og berglind erum nú kallaðar systurnar var þetta ákveðið og gert í sameiningu eins og allt annað sem við gerum.... berglind að sjálfsögðu byrjaði þar sem ég var of mikið chicken... síðan var hvert hárið reytt af fætur öðru meðan ég skipaði aggie að gera svona og svona... ég er s.s. orðin pussyadvicer! fyndið að hefði ég farið með einhverjum öðrum en læknanema hefði þetta líklegast ekki farið svona fram því eins og framhefur komið í undanförnum bloggum þá eru kynfæri ekki sérlega merkileg fyrir mér lengur... ég og berglind töluðum um þetta á mjög fagmannlegu máli eins og clitoris,mons pubis og pelvic diaphragm... þvílíkir nörrar.... en ég held að berglind hafi orðað það frekar vel þegar hún sagði: Gunna ég held að þú sért sú eina sem ég myndi leyfa að sjá þetta.... good friends eða hvað!

ég var næst í röðinni og ég hló ALLAN tímann og að sjálfsögðu bara úr stressi meðan berglind hélt í höndina á mér! annars var þetta bara svo sem ágæt og höfum við berglind ákveðið að gera þetta aftur...

allavegana til hamingju helgi og róbert með að ná prófinu... vel gert... :o)

quote dagsins: Ég að vekja Berglindi í gær.... jæja berglind mín...vakna... þá segir berglind: ég get ekki opnað hægra augað... það er í afneitun!

kv. Gunna Dóra

Monday, December 27, 2004

jæja... ég gafst upp... fresta prófinu um viku... skynsemin segir manni að gera það... vil frekar ná að fínpússa hlutina heldur en að spila upp á von og óvon... kem líklegast heim um 19-20 janúar og fer heim 8.feb... lofa samt engu :o) í ljósi þess að atburðarásin er búin að vera frekar stutt og complexeruð... jæja vonandi er þetta það gáfulegasta í stöðunni eins og hún er núna

þannig að ekkert áramótadjamm á íslandi... enda eru þau hvort sem er eins og öll önnur djömm... maður býst alltaf við voðalega miklu en in the end er þetta allt sami pakkinn!

leiter
Selsa

Sunday, December 26, 2004

óóó boy... þetta er að hrynja á... þetta er nú doldið gambl hjá manni.... sjæse...

þvílíkt hvernig maður verður í stressi... ég borða og borða súkkulaði.... komin með huge BÓLU á bakið... god knows why... er ég örugglega komin með nokkur kíló af flösu í hárið eftir að hafa verið að klóra endalaust og ýfa á mér hárið.... byrjuð að flagna á nefinu... god I look good!

er komin með backupplan... ef allt fer á versta veg... tek ég bara dinosaurið hennar bjargar sem felst í því að taka 2 blöð og setja þau upp að eyrum og skríkja svo eins og maður getur...... eða nú byrja bara að tala um eitthvað allt annað og þykist bara aldrei heyra spurninguna eins og Joey... what was that! síðan kýli ég sjálfa mig til óbóta og pissa svo á mig... ég held að þeir verði bara fegnir að losna við mig...

síðan þarf maður að strauja allt því skylda að mæta fínn í lokapróf.... vá... konan sem fór í náttbuxum og ullarsokkum í öll próf í verzló því hún hafði ekki tíma til að klæða sig í "gunnuföt" en þá þarf maður að mæta bara í hælum og alles

jæja farin að læra meira

úff.... allt of stutt þangað til ég sé ykkur og mér líkar það ekki!

kv. Gunna Dóra

Saturday, December 25, 2004

jæja ég veit að fólk bíður með óþreyju eftir að vita hvernig fyrstu jól guðrúnar dóru fóru fram í landi ungverja!!!

þvílík og önnur eins snilld... ég er bara ekkert svo viss um að ég hefði viljað vera heima (sjálfsblekkingin eða hvað) en allavegana.....

kvöldið... hófst með mætingu til strákanna upp úr 6.... þar var helgi byrjaður að matreiða forréttinn sem var sveppasúpa.... ummmm.... með henni var síðan snæddur graflax sem bjartur átti í pokahorninu frá íslandi.... rétt fyrir forrétt er dinglað á bjölluna og þá nágranni þeirra drengja með jólamat beint frá ungverjalandi... bara þrírétta ungverska máltíð sem samanstóð af fiskipaprikusúpu, djúpsteiktri sultu og kókosköku... þetta leit bara alls ekki svo illa út nema eitt sem leit út eins og pungur í vel þykkri fasciu en sökum þess að við áttum ofgnótt af mat sjálf treystum við okkur ekki né tímdum að eyða dýrmætu magaplássi í ungverskan mat nema boggi (en hann er víst vanur að æla á jólunum til að innbyrða meira... bulemía á háu stigi sjáið til :o) )

allavegana í aðalrétt var hangikjöt með uppstúf og kartöflum... til meðlætis var ææ svona rauðböðkur (vonandi er það rétt) rauðböðkurjómathing something sem kemur frá tótufjöllu og síðan grænar að sjálfsögðu... tóta toppaði síðan aðalréttin sem hún gerði sjálf með að bjóða malt og appelsín á línuna sem var vel þegið... eftir þessa rosalegu máltíð fórum við að spila Gettu betur... tölum ekkert meira um það.......... enda er þetta bara leikur sem skiptir ekki öllu máli

seinna um kvöldið komu síðan 1 árið sem hafði spisað heima hjá sér og við fengum okkur eftirrétt saman sem að sjálfsögðu var bakaður af bakaranum sjálfum eins og neðangreint blogg segir frá... ég hélt að þau hefðu nú bara verið að grínast með kg af súkkulaði en sweet b. jesus... síðan var farið í actionary þar sem við sjálf gerðum miðana.... margt hæfileikaríkt fólk leit þar dagsins ljós en margir voru minna hæfileikaríkir... nefnum engin nöfn... en amin vá!Borgþór átti nokkur furðuleg orð á borð við jólaljósasería,geimskutluskot... tóta þurfti að leika ártal sem fórst misvel úr hendi... enda hvernig hægt að leika ártal... sjálf er ég afskaplega sátt við minn árangur á sviði leiklistarinnar... spurning hvort maður fari bara í verzló aftur og sæki um í Nemó... u never know....ég gæti allavegana leikið dory eða jodie foster eða bara músastiga aftur...

allavegana ég get ekki kvartað yfir jólunum enda einvala lið sem ég eyddi þessu yndislega kvöldi með! takk kærlega fyrir mig....*knús**knús* og gangi okkur öllum vel í komandi prófum...

djísus kræst... einhverjir ómennskir drukknir norsarar fyrir neðan... drukkið pakk...

quote dagsins: Vorum að fara byrja borða... skyndilega sér borgþór pöddu á glasinu sínu... og segir... það er maríuhæna á glasinu mínu!

KOMA SVO!!!!

kv. Gunna Dóra

Thursday, December 23, 2004

who was I kidding... eins og ég geti haldið mér frá internetinu í svo langan tíma... var ekki búin að kíkja á morgunblaðið í 2 daga og mér finnst ég vera lost lítil kisa í heiminum....

annars er allt gott að frétta af mínu ÓHEYRILEGA BORING lífi...

ljótasta jólatré komið upp í TB sem ég hef á ævi minni séð... ein séría komin upp hjá norsurunum fyrir neðan... and that's about it people... ég er að fara upp í TB klukkan 8 á morgun og finnst það hræðilegt að missa allt kvöldið útaf einhverju jólastússi... jólahvað segi ég nú bara... !

annars verðum snæddur dýrindis matur á morgun (hangikjöt) að ég held og síðan ætlar Borgþór sjálfur að gera 2 kökur... orðið á götunni sagði að önnur verður áfeng og hin uppfull af súkkulaði... obbobbobb... það er nokkuð hættulegt... sérstaklega í ljósi þess að ég mætti örugglega ekki anda að mér bjór nema að spúa allhressilega í baðkarið...

en jæja... ég er bara komin heim klukkan 21 úr TB... ætla að horfa á einn friends (brjáluð pása) og fara síðan að kíkja á slæd í tölvunni (takk helgi fyrir það)!

annars óska ég fjölskyldu minni,vinum og vandamönnum gleðilegrar hátíðar... aðrir mega bara eiga sig...!

kv. Gunna Dóra

Wednesday, December 22, 2004

jæja núna verður tekin bloggpása alveg þangað til ég kem heim!

antal búinn að vera stráfella fólk í anatómíu.... hvort ég næ kemur í ljós... en ég geri mitt besta og meira verður ekki hægt að biðja um....

en ég er farin að læra!!! ég geri víst ekki neitt annað þessa dagana!

sjáumst heima!

kv. Gunna Dóra

Monday, December 20, 2004

Læri læri tækifæri.... já allt í einu fékk ég þetta á heilann í gær... veit ekki afhverju... en hvaða hhhrosalegi pervert byrjaði á þessu!

annars er margt að gerast í litlu borginni debrecen... ráðist á róbert... ekki myndi ég leggja í róbert... en þessir ómennsku ungverjar voru með skipulagða glæpastarfsemi og var allt útpælt hjá þeim. Sem betur fer slapp greyið strákurinn án mikilla barsmíða þótt andlega sjokkið sé alveg nóg!síðan er maður að gera grín af telmu og beggu að vera með piparsprey og butterflyhníf.... hint í jólagjöf people!

mest lítið að frétta... bara að læra.. eða reyna læra... fór í þann pakka í dag að taka til... já þá er maður kominn með ógeð af lærdómi þegar maður tekur hreingerningar fram yfir...

fyndið hvað maður getur saknað fólks... ekki það að ég og björg höfum alltaf verið saman eða heyrt í hvor annarri á hverjum degi... en nú þegar hún er farin finnst mér stóran part vanta í debrecen... bara það að geta EKKI hringt í hana finnst mér ekki góð tilhugsun! god bless the msn segi ég nú bara!

best að fara sofa.... leiter
kv. Gunna Dóra

konan er á lífi.... en það munaði ekki miklu í gær....

ég og þorgerður vorum ekkert smá duglegar... læra læra læra... mættar klukkan 8 og vorum til 23.... en á millitíðinni ákváðum við að fara í ljós.... ég fer í ljósabekkinn... öllu vön enda verzlingur í húð og hár.... á þessum 12 mínútum næ ég að sofna... ég bölsótast þegar bekkurinn slekkur á sig... lít í spegil... og ég sé nákvæmlega engan mun á andlitinu á mér... en other places allt í lagi... en ég meina það er ekki eins og ég sé að bikínast í prófatímabilinu... það er andlitið sem skiptir máli... jæja síðan förum við aftur upp í skóla.... eftir svona 2 tíma fer mig að klæja óheyrilega á maganum... tek bolinn upp..er konan þá bara ekki eldrauð og skaðbrunnin.... bara allskostar ekki að halda heiðri verzló uppi! en verður rautt ekki brúnt ;o)

Þorgerður heldur því fram að hún sé the lightmasta... við sjáum nú til með það.... þú mátt alltaf koma með Zetunni í sólarlandaferð þar sem bekkir eru teknir frá klukkan 6... allar veðurfréttir athugaðar um kvöldið sem og síðan legið til 19... það toppar enginn zetuna!

doldið fyndið er búin að hitta alla íslendingana sem eru komnir heim á msn... greinilegt að þeir sakna okkar frekar mikið og hafa EKKERT annað að gera en að chilla á msn heima hjá þér! ef ég væri heima á islandi væri ég pottþétt í álfheimum eða á american style... þetta fólk!

annars er ég farin að brjóta saman þvott og hendast upp í skóla........:o)

kv. G





Saturday, December 18, 2004

ég lenti nú í rosalegri lífsreynslu í fyrradag.... ég var að kveðja björgu...smu... sem er farin heim og er að ganga heim af palma... skyndilega verður mér mál að pissa (surprise surprise) ég byrja að hlaupa með myndavél í annarri og gemsa í hinni... taskan sveiflaðist frá vinstri til hægri og svo mikið að ég feyktist til með henni... það hefur verið sjón að sjá mig hlaupa þennan stutta sprett sem ég tók og væri ég tilbúin að borga væna summu fyrir það....

eftir smá stund þá hugsaði ég með mér.... shit ég næ ekkert heim... þannig að ég skýst svona inn næstu hliðargötu sem by the why er stórt hótel fyrir utan... rétt næ að gyrða niðrum mig áður en allt fór að gossa.... shitt... síðan hætti ég bara ekkert að pissa og ég var farin að heyra tal í kringum mig.... þá voru góð ráð dýr... tók ég bara íranska pakkann á þetta og kreisti eins og ég ætti lífið að leysa og pissið lak í stríðum straumum niður.... kláraði rétt áður en 3 persar gengu fyrir horn... ég brosti bara til þeirra og vonaði bara að þeir hafi ekki heyrt pissið því það glumdi í götunni því svo var krafturinn... síðan er annað mál hvort að einhver hafi séð mig útúr hótelglugganum.... en jæja rass er bara rass.... en mikið var gott að pissa úti... mæli með því!

kv. Gunna Dóra

Wednesday, December 15, 2004

jámm... ég gleymdi að segja frá því hvað kom einnig fyrir mig í þessu klámfengna prófi sem ég var í gær... ég átti s.s. að sýna free villi í placentu.... og ég lít í microscopið og segi í leiðinni... u know... free villi always reminds me about the movie free villi... og gaurinn bara já... ég hef aldrei séð hana... ég svara að bragði... u should... did u know that keiko is icelandic....! ættjarðarástin að drepa Guðrúnu Dóru... og svo að sjálfsögðu fór ég að tala um hvernig við komumst undan einvaldinum haraldi hárfagra....! note to self: sleppa að upphefja typpið á íslendingum...

þessi sami gaur á að prófa mig á morgun... hann gefur mig pottþétt typpið....samt ekki á sér... þótt það væri yndislegt... ef hann myndi renna niður og slengja því framan í mig og segja... so tell my what is this!.... ég nú orðin nokkuð góð að handleika það... enda búin að vera æfa mig í allan dag! annars er ég orðin doldið þreytt á kynfærum... og ef eitthvað er þá hef ég þurft að fórna miklu í þágu vísindanna... já núna er ég orðin svo hrikalega meðvituð um eigin kynfæri að það er eiginlega orðið sjúkt.... því ef þið þekkið mig þá mun ég að sjálfsögðu fara hugsa um... jámm... núna er þessir kirtlar virkir... þessi vöðvi að kreppast and so on! húff það sem maður leggur á sig! en ég hef að vísu aldrei talist eðlileg þannig þetta sleppur!

ææææ ég fékk samt ekkert smá verk fyrir hjartað áðan... vorum að læra upp í TB.... ég sit á kennaraborðinu svona til að hafa yfirsýn yfir alla enda forvitnin að drepa mig... síðan verður mér litið á einn ungverjann... greyið þá er hann með vasadiskó.... æææ ég vorkenndi honum svo... allir með iPod og ef þeir eru geðveikt "eftir á" þá með geislaspilara.... og hann var með spólu að spóla til baka! kannski ég verði bara góð á morgun og komi með plötuspilara til að halda honum félagsskap!

jæja farin að sofa... ætli mig dreymi ekki mörg lítil typpi vera ráðast á mig! öskrandi á mig... hvaða æðar eru í mér...!

veik eða geðveik.... ákveð það á morgum :o)

kv. Gunna Dóra

jamm og já... núna er 15 vika byrjuð... og að verða búin.... fyrsta fólkið að fara heim á klakann... búin í prófum.... óska þeim bara til hamingju með það (helvítis pakk) síðan tínist þetta heim.... einhversstaðar þarna kem ég...

var í prófi í dag... sem er kannski ekki frásögufærandi nema það að ég er alltaf í prófi... í öllu mínu stressi þekkti ég ekki slidið... DONT KNOW WHY! sem er einmitt kaldhæðnislegt í ljósi þess að þetta var eina slidið sem ég hélt að ég þekkti fyrir prófið... og sagði nú helgao og berglindi... fokk það er bara eitthvað að ef maður þekkir ekki þetta slide.... note to self: ALDREI SEGJA SVONA AFTUR! jæja gaurinn var samt ótrúlega næs og við fundum þetta í sameiningu... slidið var s.s. typpi... ég nottla rugludallurinn sjálfur í prófum... sagði bara við hann... ok is this penis... never seen it before... i'm a virgin... honum fannst það geðveikt fyndið.... síðan átti ég að útskýra fyrir honum prepuce (forhúð) og þá fór hann að spurja hvernig það virkaði... ég leit á hann hneykslunaraugum og spurði með bros út í annað... ég ætla ekki að demonstrata það :o) síðan þriðja sem gerðist klámfengið í þessu prófi er að hann spyr mig hvað er öðruvísi við skinnið á kónginum og typpinu.... og ég sagði það... thinner skin and no hairfollicle... which is very good for women... þá hélt ég að hann ætlaði ekkert að hætta að hlæja.... æææ þetta var samt bara svo yndislegt próf... ekkert stress.... :o) þannig að ég ætti að þekkja typpið næst þegar ég sé það for crying out loud...

annars fengum við útúr biochem í dag.... og erum við 3 íslendingar sem förum vel yfir 80... sem er ekkert nema gott mál.... og haldið þið ekki nema að ég og berglind höfum fengið 5 í ungversku sem er það ótrúlegasta í geimi í ljósi þess að ég og begga lærðum í svona samtals 10 mín!

jæja... síðan var farið heim til beggu eftir próf og lært.... eða reynt að horfa á stafi og koma þeim saman... slík var þreytan... setið var með piparkökur fyrir framan sig... og að sjálfsögðu kláraði ég þær... við misgóðar undirtektir borgþórs... síðan fór boggi að elda hakk og spagettí.... og berglind biður hann nú vinsamlegast að hafa meira spagetti í ljósi þess að guðrún dóra er í mat... ég vissi ekki alveg hvort að ég ætti að taka þessu sem móðgun eða ekki...:o) síðan sofnuðum ég og begga.... og vöknum við þennan indæliskökuilm úr eldhúsinu... þá var boggi búinn að baka súkkulaðismákökur.... en því miður var hann búinn að fela þær fyrir mér... nema nokkrar sem við fengum að smakka.... ástæðan var að hann vildi reyna láta þær duga fram til jóla!.... yeah right... líklegt

jæja.... leiter
G

Sunday, December 12, 2004

útaf engri ástæðu vaknaði ég með botnleðjulagið... mig langar til að drepa þig dúrúdú... er búin að vera raula það í allan dag...

það er nokkuð ljóst að ungversk gamalmenni eru ekki beint þau gamalmenni sem maður vill lenda upp á kant við... vegna framúrskarandi uppeldi á mér.. þá ber ég ómótstæðilega virðingu fyrir krumpudýrum (sjáið virðinguna) neinei fyrir gömlu fólki... allavegana... síðan er ég í trammanum um daginn... gömul kona kemur inn... ég stend upp og býð henni sæti mitt.. hún afþakkar.... næsta gamla kona kemur inn... ég stend aftur upp og býð henni sæti mitt.... hún neitar... þetta var orðið frekar vandræðalegt og gamla konan á móti mér var farin að brosa allsvakalega út í annað....

síðan í gær er ég að fara læra klukkan 8 notabene á laugardegi... þá kemur gömul kona sligandi upp tröppurnar með poka... góðmennið sjálft tek svona í pokana og býðst til þess að hjálpa henni... hún segir neinei... ég held áfram... ég ætla nú frekar að bera pokana fyrir þetta grey heldur en að þurfa gera mouth-to-nose (ekki gert mouth to mouth hér í heimi ungverja) við gamalmennið... konan varð bara pirruð og streittist á móti....

já.... það er erfitt að gera þessum gömlu konum til geðs... nokkrir hafa nú fengið regnhlífarnar í hausinn við að standa ekki upp fyrir þeim.... en síðan setja þær bara upp fýlusvip þegar maður býður þeim eitthvað.... þá geta þær sko alveg séð um sig sjálfar...

well... ætli niðurstaðan í þessu öllu saman sé ekki sú að maður getur aldrei gert konum til hæfis... alveg sama á hvaða aldri þær eru.... maður hefur víst heyrt það einu sinni eða tvisvar frá karli föður um okkur mæðgur :o) kannski hefur hann eitthvað fyrir sér í þessu...

leiter... aðventukaffi!

kv. G

Must have been love.... but it's over now...

jæja búin í vaxi og líður ekkert smá vel... kvenleikinn skín úr andlitinu á mér.... loksins get ég farið að vera í minipilsunum mínum.... eða ekki....

í gær vorum ég og þorgerður drífa ekkert smá duglegar... mættar upp í TB klukkan 9.... lærdómur gekk þó frekar brösulega... einbeitingaleysi...! ætlum að bæta um betur og mæta 8 í dag... þess vegna mín vöknuð frekar snemma...

allavegana í gær fyrst að einbeitingaleysið var svona.. þá ákvað ég að skella mér bara á handboltaleik í staðinn fyrir að pína mig að læra þegar ekkert gekk.... fór á noregur-spánn... var ekkert smá flott... með norska fánann á vinstri kinn og þann íslenska á hægri... jájá maður fer ekkert að svíkja lit.... leikurinn var svosem ágætur... norsku áhorfendurnir sungu og sungu... kannski er það ráðið til að fá íslenska stuðningsmenn til að vera virkari er að hella bjór í þetta lið! var bara helvíti gaman að syngja heija norge heija.... mínar konur unnu spánverjana þó bara með einu... en makedónísku dómararnir gerðu sig seka um mörg mistök í endann... hefði verið geðveikt fyndið hefði íslenskir dómarar verið að dæma þetta :o) þá hefði mín sko getað ekki öskrað... ekki það að íslenskir dómarar "gera ekki" mistök!

jæja see u when u get there

quote dagsins: Þorgerður: ég er bara fátækur starfsmaður :o)

kv.

Friday, December 10, 2004

jæja... loksins er komið að því... guðrún dóra er að fara í vax... eftir að hafa unnið ötullega og af ódrepandi eljusemi hef ég ákveðið að láta staðar numið... it is time to let go.... 9 vikur is enough time!

oft segir maður... vá ég er komin með svo mikið af hárum að þau eru örugglega nokkrir cm... mín eru einmitt orðin 1 cm í dag og var það stærsta mælt við mikinn fögnuð og var því síðan veitt sigurverðlaunin af samhárum sínum. Já 1cm er nebbla anskoti mikið... það munar ekki miklu að ég geti farið að stjórna þessum elskum... hey jói... réttu mér glasið... það væri mesta yndi sem ég veit um!

þessi hár eru þó ekki þau einu sem verða rifin upp með rótum í dag... heldur undirhandakrikahárin mín verða líka vel slegin niður... já það má með sanni segja að ég sé ógeð... ef ég myndi leika í klámmynd í dag þá væri pottþétt svona blurrrrrrrr við undirkrikann og leggina.... hversu fyndið væri það samt!

annars ætla ég að fara undirbúa litlu hárin mín sálfræðilega undir þessa hörmung sem gengur bráðum yfir... en u have to take one for the team....

kv. Gunna Dóra

Wednesday, December 08, 2004

jæja... þetta próf farið yfir móðuna miklu... gekk bara fínt... næsta próf á morgun sem er labpróf sem berglind kvíður endalaust mikið fyrir....

annars var ég ekkert smá holl í hádeginu... eldaði mér ostasúpu....sauð egg og setti ofan á brauð... hollustunni var þó fljótt lokið með poka af kúlusúkk sem ég fann inn í skáp... allavegana... þegar eldamennskan stóð sem hæst fór ég að kíkja inn í ísskáp... ætlaði nebbla að henda einhverju gömlu pasta sem boggi hafði eldað nokkrum dögum áður... þá verður mér litið ofan í jógúrt sem berglind var búin að eiga ansi lengi.... nema hvað að myglan var ekki græn heldur bleik....

boggi kemur síðan í heimsókn og ég sýni honum mygluna... neinei... þá sagði hann mér doldið fræðandi... að það væri saurgerlar sem mygluðu bleikir.... jakkk..... ég er ekki líkleg í að kaupa mér svona jógúrt aftur....

kv. annug aród

jæja... 8. des kominn....það þýðir víst afmæli hjá nokkrum föngulegum drengjum sem ég þekki.... híhíhíhí ég er bara unglamb miðað við þá hohoho... Skapti er orðinn 24 ára og Ingvar er 26 ára... Innilega til hamingju drengir mínir og megið þið eiga góðan afmælisdag...

ég hringdi í skapta í gær til að óska honum til hamingju og hringdi að sjálfsögðu á ungverskum tíma (klst á undan ykkur) þar sem ungverjaland er nú center of the universe... síðan enda ég samtalið þannig... jæja skapti minn njóttu það sem er eftir af afmælisdeginum... og hann alveg... ihhh hann er ekki byrjaður hérna á íslandi... dowwww fáviti eða fáviti... mér fannst þetta samt doldið fyndið!

allavegana ég er að fara í próf á eftir í biochem... er bara ALLS EKKI AÐ NENNA ÞVÍ en eftir það er ég búin með biochem þangað til í febrúar... jibbí... og bara 3 próf eftir... vá ég æsist nú bara upp við þetta....

annars með skólann.... bara yfirhöfuð held ég.... hvað er það með kennara... hvernig geta þeir gert áhugavert efni... svo leiðinlegt að það er ekki með nokkru móti... er að lesa um vitamín sem maður skyldi ætla að gæti verið mjög gaman... en það er bara dead boring.. er þetta einhver sérstakur hæfileiki sem kennarar hafa? maður spyr sig... ?

allavegana ég ætti þá kannski að fara læra... rústa biochem í kvöld... muhahaha

quote dagsins: Joey: hohohohoho ---- Phoebe: well it isn't santas plan!

kv. Gunna Dóra

Monday, December 06, 2004

bloggdugnaðurinn er að drepa mig.... ég gleymdi nebbla að segja frá ógeðslega fyndnu.... nei ekkert prumpumyndband en það líkist því...

ég er nú búin að segja frá nokkrum sögum frá hinum ýmsu tegunda pisserís.... nema hvað... í gær var ég að læra upp í TB... í sakleysi mínu fer ég á klósettið... opna... neibb enginn klósettpappír... neibb ekki hérna heldur og þriðja hurðin sem ég lýk upp blasir ekki nema þessi allmyndarlegi hnulli mitt á milli "loksins" og setunnar.... jáhá... ég kúgaðist þvílíkur viðbjóður

þannig er mál með vexti að þessar indversku, írönsku eða whatever... sitja ekki á hækjum sér á gólfinu... þær standa á klósettsetunni sjálfri og sitja þannig á hækjum sér og biðja til Allah eða whatever um styrk til að hjálpa sér að hitta ofan í gatið... Allah hefur ekki bænheyrt þessa stúlkukind...

HVAÐ ER AÐ! fyrsta lagi... hefur maður ekki hægðir í skólanum... öðru lagi þá hittir maður í klósettið og EF svo hrikalega illa færi þá myndi maður reyna þrífa eftir sig með að ýta kúknum ofan í klósettið.... en nei þessi stelpa var stoltur eigandi kúksins og ákvað að sýna alþjóð her product sem hún þróaði nú sjálf án nokkurrar aðstoðar... what a gifted young lady.... hér framvegis mun þetta annars ágæta fólk vera kallað shithole......

ég sagði björgu frá þessu og stúlkan var með myndavél á sér... þannig nú var bara um að gera að mynda ósköpin... þessi mynd verður birt í skólablaðinu og stoltur eigandi hnullans vinsamlegast beðinn um að sturta niður í framtíðinni.. eða að minnsta kosti að reyna hitta í gatið svo að við hin getum þá sturtað niður.... maður þyrfti að kenna þeim hvað silfraði takkinn gerir á klósettinu eins og Joey.... eða í okkar tilfelli bandið sem hangir fyrir ofan hausinn á okkur...

sweet b.jesus hvað ungverjar eru komnir langt í nútímavæðingunni...

well.... þangað til ég fer næst á klósettið..

Kv. gunna dóra

vá díses fokking kræst.....adrenalínflæði dauðans....

berglind og borgþór flutt út... var doldið tómlegt að koma heim og enginn heima... ekki einu sinni neinn til að spjalla við... það má með sanni segja að þau eiga heima út í rassgati...gatan heitir nú einu sinni rasgati utca! en það var voðalega næs í 2.aðventu kaffi hjá þeim í gær.... ísraelsku bræðurnir... bræðurnir frá kanada og svo nokkrar hræður frá íslandinu góða... heitar umræður voru um stríðið í írak og hvernig þeir frá ísrael geta haft þessar skoðanir eru beyond me! en jæja... það geta nú ekki allir verið jafngáfaðir og ég!

allavegana ástæðan fyrir þessu fyrrgreinda adrenalínkikki var að ég var að lesa á bókasafninu í góðu chilli... ætlaði að dorma í 5 mín... allt í einu FOKK ÉG GLEYMDI AÐ SLÖKKVA Á HELLUNNI! (fékk mér nokkur egg í morgunmat) ég sá alveg húsið mitt vera að brenna.... íbúarnir hoppandi útum gluggana og þess háttar... ég setti pottþétt íslandsmet í 150m sprett.... allavegana í 150m grind.... ég var á ljóshraða....vindurinn feykti hárinu frá meðan einbeitingin skein úr andlitinu...þvílíkur hraði hefur ekki sést á götum debrecenborgar lengi.... eða frá því að Hinrik VI kom í heimsókn

jæja það var slökkt á eldavélinni... ætli ég kíki bara ekki á einn friendsþátt og taki síðan annan góðan sprett upp á bókasafn....

þangað til næst!

kv. Gunna D'ora

Sunday, December 05, 2004

langaði bara að þakka fyrir símtalið í gær...

í miðjum lærdómi fékk í símhringingu frá öðru landi... danmörku.... þar sem palli var á fóninum.... ég dreif mig að sjálfsögðu og setti palla sjálf í tækið... síðan hoppuðum ég og erna... í sitthvoru landinu... ungverjalandi og danmörku við palla eins og trylltar konur... fjör

jæja boggi og begga að flytja... mín mun vera ein í kotinu.... ég á nákvæmlega ekkert heimilslegt... þegar berglind er búin að taka allar plönturnar.... alla óróana... þá kemur það í ljós að ég á ekki sérlega mikið.....

en jæja ætla að hoppa í sturtu og halda síðan áfram að læra...

er búin að vera reyna setja myndirnar inn... en sumir... byrjar á B og endar á oggi ákvað að slökkva á síðunni þannig að ég þarf að byrja aftur..... arrggggg :o) eins gott að kökurnar verði fallegar í kvöld ;o)

kv. gunna dóra

Saturday, December 04, 2004

jæja nú er ég búin að komast af hverju ég gyrði mig aldrei.... sökum þreytu er ég byrjuð að innbyrða meira magn af koffeini með degi hverjum... þetta hefur ekki einungis örvandi áhrif á heilakerfið heldur er einnig partý í þvagkerfinu mínu... í gær var ég að lesa með hönnu og börgs... síðan stekk ég upp hleyp á klósettið... en nei mín var gyrt og það tók 4 valuable seconds að taka bolinn upp úr buxunum... I was nearly burst in flames... en jæja þetta endaði allt sómasamlega og "þvagfarir" gátu hafist...

en sagan endaði ekki hér..... þar sem klósettin hérna eru nú ekki hvítum manni (né öðrum) bjóðandi þá nota ég alltaf þá gífurlegu lærvöðva sem mér áskotnaðist hér um árið í World Class þegar ég og Jói Fél vorum að lyfta saman.... allt í einu sé ég hreyfingu.... lít niður... nei þá er bara fluga að chilla á setunni... sjæsegrúbbe... mér brá ekkert smá... ég að sjálfsögðu leit ekki af flugunni meðan ég var að pissa... því ég mundi glögglega eftir konunni sem fór á klósettið og var bitin af bjór... ég ætlaði sko ekki að lenda í því að láta flugu ráðast á mig svona varnarlausa á klósettinu! hugsanirnar flugu um kollinn... hvað átti ég að gera? just stand there and pee.... flugan var ekkert smá chilluð og naut þess greinilega að sniffa upp allt þvagið sem þessar írönsku skilja eftir á setinni... þá datt mér snjallræði í hug... hvernig væri að reyna bara að míga á hann... hræða helvítið með því.....drekkja því í ammóníu.... jæja þá hætti ég nú... þvílík geðveiki... þetta er fluga... ég kláraði að pissa og gyrti mig í brók.

í gær var haldið jólaglögg íslendinga.... bessi,elma og baba (bjartur,elma og róbert) héldu fögnuðinn... margt var um manninn... enda orðin allmörg hér í þessari litlu borg... stebbi mætti með fiðluna og hvert jólalagið á fætur öðru var sungið.... greinilegt að við höfum öll verið dugleg að stunda jólaböllin þegar við vorum lítil enda allar handahreyfingar á hreinu... klikkuðum samt aðeins á einiberjarunn.... eggert fór hamförum í að hengja upp þvottinn engu að síður.... kannan (tóta) stóð upp á stól.... upp á stól stendur mín kanna!.... má með sanni segja að demonstration hafi verið í gangi allt kvöldið...helgi sagði mér samt að upprunalega hafi lagið verið... upp á stól stend ég og kanna.... íslenskir krakkar greinilega frekar heimsk og þar á meðal ég!

Hanna kom með föndurhornið.... og kristín söng og fór með franskt ljóð! greinilega mikill talent þar á ferð! veitingar voru ekki á verri endanum... allir áttu að koma með eitthvað.... sem gerðist nottla ekki... en flestir sáu sér fært um að koma með eitthvað góðgæti... allir hafa örugglega fitnað um nokkur kíló enda var mér orðið ansi bumbult þegar á leið á kvöldið....hlustað var síðan á jólalög fram eftir kvöldi og fórum þríeykið um miðnætti og var þá gleðskapurinn enn í fullum gangi..... þess ber þó að geta að engin drykkja var í gangi sökum forvarnastarfs róberts í margar vikur....!

vil ég bara þakka íslendingunum kærlega fyrir frábært kvöld... og hlakka mikið til að ári þegar jólaglöggið verður haldið á ný....

hendi myndum inn í kvöld

kv. Gunna Dóra

Friday, December 03, 2004

Jæja litla fólk... guðrún dóra er að fara flytja á næstu önn.... í næsta hús... sem er bleikt og grænt... þvílíkur horror.... jámm begga og boggi eru að fara flytja... mér bauðst nú alveg að búa með þeim... en þriðja hjólið til lengdar... ihhh nei takk.... þau elska mig samt alveg ennþá.... við munum ennþá vera þríeykið... 2sjálfstæðar og bakarinn! ég mun nú örugglega vera mikið hjá þeim í heimsóknum á matartíma... hver veit... híhí!

annars kom hlutur fyrir mig í gær... sem gerist nær aldrei.... ÉG TÓK TIL... og ekki bara inni hjá mér heldur líka í bókahillunni minni... þar fann ég ýmis blöð sem ég er búin að ljósrita svona 3x og bækur sem ég hafði týnt og svollis... djí.... skipulagning út í gegn... missti þann hæfileika þegar ég var lítil... greinilegt að boggi hefur þrifáhrif á mann

síðan er nýtt komið á dagskrá... á 6 ári förum ég og begga ekki heim til að taka verklega hlutann okkar þar.... neimm... NEW YORK here I come... jább skólinn okkar var að gera samning við sjúkrahús í new york.... ensagan er ekki öll sögð... þetta er í queens sem er svona breiðholtið í new york..... en það er líka betra... ódýrara ð búa þarna.... og full time action á spítalanum... og what the fuck ef þú gerir mistök... þetta var bara krakkhaus............. neiiiiiiiii djók!

komu tveir gaurar að skoða íbúðina okkar.... þvílíkur og annars eins sölumaður kom upp í mér... greinilegt að 50 þús kallarnir í verzló skiluðu sér í einhverju..... annars þeirra var voðalega upprifinn af íslandi... spurði okkur hvort við þekktum sugarrós... ihhh já... sigurrós.... og þá fór hann að spurja okkur um translate á svefngengill.... humm hvernig segir maður það eila á ensku... not quite sure....?!

well... ætli maður fari bara ekki að trítla upp í bedda og kannski maður hendi friends í tækið!

fróðleikur dagsins í boði Markus Moore: hafiði séð rass sem er með svona tvær dældir sitthvoru megin alveg við skoruna.... jámm... þetta er ischiumrectal fossa sem inniheldur mikla fitu og hjá mjóu fólki er minni fita þarna sem gerir þessar dældir... mæli með að þessi staður verði vandmeðfarinn þar sem hann inniheldur taugar og æðar sem eru mikilvægar við stundun góðra kynmaka....! :o)

kv. Guðrún Dóra Bjarnadóttir




Wednesday, December 01, 2004

Jæja... 1.des genginn í garð.... ætli maður byrji bara ekki á að óska Evu Margréti (19 ára) og Maríu Björgu (22 ára) til hamingju með afmælið! Til lukku með það stúlkur!

well well well.... ég lofsama guð hvern einasta dag fyrir Bogga.... í gær komum við Börgs úr tíma og var þá ekki nema kjúlli með hvítvínssósu,hrísgrjónum og salati á borðstólnum.... ég var svo hamingjusöm að ég var næstum því farin að gráta... motions motions everywhere! gott að fá eitthvað í magann sem er ekki pizza og ekki lasagna eða annað pastmeti!

síðan í skólanum vorum við að byrja að læra um pelvis... áhugavert efni... fórum í fyrsta anatómíutímann okkar í gær. Síðan byrjar Petkó að teikna crosssection á konupelvis og kallapelvis... og jesús hvað maðurinn er vandvirkur... jæja síðan segir hann við okkur... well draw this... allir fóru að hlæja því hvernig fjandanum á maður að fara teikna svona... ég gæti ekki bjargað lífi mínu þótt ég vildi með að teikna svona! hann hló með okkur en skyldi greinilega ekki alveg um hvað málið snérist... WELL draw this... síðan fórum við að skoða leg,eggjastokka og þessháttar! fyndnasta í tímanum var örugglega þegar petkó fór að leika eggjastokka! hendurnar út og glennti fæturnar í sundur... og byrjaði að lýsa hvað væri hvað á honum.... og hérna er vagina og benti á milli fóta sér.... æææ þetta var bara mesta yndi sem ég hef séð!

en VÁ HVAÐ ÞETTA ER LÍTIÐ! ok... ég er ekki að segja að ég hafi búist við fullgrown size egg just walking around inside me.... en þetta var ínípínílítið! alveg amazing hvað þetta getur stækkað mikið....

undanfarna daga er ég búin að vera frekar pirruð ung kona...þannig er mál með vexti að ég get skoðað mbl.is... ég skoða íþróttirnar,menningu (ihhhh nei),og aðsent efni svona mestmegnis... í mánudagsblaðinu fjallar Valgeir Matthías Pálsson um "offitu og þunglyndi" sem nefnist Hvers eigum við að gjalda? Hvað er að? Mæli með að fólk skoði hana! Ég, læknaneminn, að sjálfsögðu mjög áhugasöm um þetta og hvern tryggingastofnun er að dúndra núna! Þetta er án efa mesta crap sem ég hef á ævi minni lesið og ég varð svo reið að ég gat ekki sofnað! ég bara verð að quota í manninn:

Hann er s.s. að tala um að hann sé þunglyndur og glímir við offitu. Hann er öryrki af þeim sökum og fær s.s. lúsarbætur frá ríkinu (sem ég er alveg sammála,don't get me wrong) en....... here it goes! (mitt er innan sviga)

"Við sem yngst erum höfum ekki ráðrúm til að gera eitt eða neitt. Við getum ekki lifað lífinu eins og jafnaldrar okkar. Við höfum ekki efni á að borga í skemmtanir eða neitt annað er viðkemur skemmtun og leik. Allir okkar peningar fara í að borga húsaleiguna, bílinn, símann og svo margt annað sem við þurfum að borga til að standast hið daglega líf." síðan kemur upptalningin hvert peningarnir fara!

Laun: 92.500 kr.
Húsaleiga: 40.000 kr.
Bílalán: 12.000 kr. (hvernig væri þá að hjóla eða nota strætó)
Tryggingar: 8.000 kr.
Sími og ADSL: 9.900 kr. (god forbid að hann segi upp ADSL)
Skuldabréf: 8.550 kr.
Tölvulán: 4.000 kr. (af því allt ungt fólk hefur efni á tölvum)
Lyf, vítamín: 4.000 kr.
Samanlagt: 86.450 kr.
Afgangur: 6.050 kr.

"Þá á ég eftir að kaupa mat fyrir mig. Þá á ég eftir að kaupa smáræðis bensín á bílinn minn, þá á ég eftir að kaupa mér föt, þá ég eftir að fara í bíó, þá á ég eftir að borga söngskólann minn, þá á ég eftir að... Ég á nákvæmlega ekkert eftir handa sjálfum mér" ( bíddu vinur... er allt ungt fólk alltaf að kaupa sér föt...ekki kaupi ég mér föt mánaðarlega) (bíó og söngskóla... er það ekki eitthvað sem er "eftir handa sjálfum þér")

"Ég geri aldrei neitt fyrir sjálfan mig. Ég fer aldrei neitt, ég fer aldrei í bíó með vinum mínum, ég fer aldrei í leikhús o.s.frv. Finnst ykkur þetta hægt kæru Íslendingar? Mér er spurn? Ég er ósköp venjulegur 23 ára drengur. Mér finnst ég órétti beittur." (leikhús... ekki einu sinni foreldrar mínir sem þó hafa unnið alla sína tíð leyfa sér að fara í leikhús reglulega) (maður fer kannski einu sinni á ári ef það þá)

"Sumt fólk í þessu landi lítur á okkur sem eitthvert óþverralið. Þá er ég ekki að tala bara um stjórnmálamennina, sem stjórna þessu landi, ég er líka að tala um hinn almenna borgara. Við megum ekki labba niðri í bæ, þá erum við litin hornauga(hver veit hverjir eru öryrkjar og hverjir ekki. Ekki sé ég það á fólki í kringlunni). Af hverju erum við bara ekki drepin? Það væri hægt að útrýma okkur á einni viku. Þetta er ömurlegt. Mér finnst þetta bara til háborinnar skammar." (AFHVERJU ERUM VIÐ EKKI BARA DREPIN, já... málefnanlegt)

Ég veit aldrei hver réttur minn er og hann er alltaf brotinn.(hvernig veistu þá að hann er brotinn) Maður telur sig eiga rétt á einhverjum peningum en það er alltaf reynt að komast hjá því að virða réttinn.(Ó JESÚS...)

jæja þetta var bara brotabrot úr þessari grein... í fyrsta lagi fjallaði hún bara ekkert um offitu né þunglyndi... heldur um hvað allir séu vondir við hann... það var þarna í greininni að honum þykir það með eindæmum að hann megi ekki vera nemi (eins og hann titlar sig) vinna og þiggja bætur... þá þarf hann að borga OFURofurskatta eins og hann orðaði það sjálfur!

Að skrifa svona grein... og ýta á send áður en manni er runnin reiðin er það heimskulegasta sem ég hef á ævi minni vitað... að leyfa sér að skrifa svona grein... hvað ætli margir á kynslóðinni fyrir ofan okkur og ömmur og afar hafi leyft sér...hvað höfðu þau á milli handanna... byrja að vinna 6 ára hörðum höndum... eiga aldrei neitt... einstæðar mæður geta varla keypt mat ofan í sig og börnin sín samt vinna tveimur vinnustöðum og síðan kvartar þessi maður að hann komist ekki í leikhús.... svona fólk á að skammast sín!

ég veit það ekki... kannski geng ég of langt... en munurinn á mér og honum er að ég publisha það ekki í morgunblaðið....!

quote dagsins: berglind (en ekki hver) ojjjj Gunna sástu þegar Petkó stakk puttanum upp í píkuna!!!!!

kv. Bitra konan

This page is powered by Blogger. Isn't yours?