<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Monday, January 31, 2005

mín bara búin að næla sér í þessi skemmtilegu veikindi... jább.. fór í bað (ekki þó á túr) var með eitthvað rosalega flott slökunardót sem bídósys gaf mér... og nema hvað að þetta hefur verið svo relaxing að mitt ónæmiskerfi fór bara í hönk... ég er sko hætt að trúa mömmu að bað sé hollt!

ég hélt að ég væri nú bara þreytt í ljósi þess að ég var að keppa í fótbolta fyrr um daginn.... formið er orðið rosalegt... en annað kom á daginn þegar mín byrjaði bara að hríðskjálfa í bíó.... þótt maður sé ekki búin með neitt í læknisfræði eða rétt svo 1/4 þá var samt gaman að vita nokkurn veginn hvað var að gerast í líkamanum...

oft þegar ég var yngri pældi ég í því (svo rosalega gáfað barn!) akkuru er manni kalt þegar maður er með hita.... jább jább... líkaminn er eila að plata sjálfan sig... líkamshitinn er alltaf sirka 37° ef maður fær hita er e-ð að systeminu og líkaminn hækkar standardinn í 39° í stað 37° því hann heldur að líkamshitinn eigi að vera 39... síðan tekur líkaminn tékk og bara sjæse.... líkamshitinn er alltof lágur... hann á að vera 39° og þá byrjum við að skjálfa og fá gæsahúð því líkaminn er að reyna spara og búa til hita!

jább jább.... farin að reyna borða eitthvað.... fá einhverja næringu

see u when u get there...

kv. Gunna Dóra

Saturday, January 29, 2005

jæja... þynnka og þynnka... þrátt fyrir að hafa endað á Nonna,opnað gluggann til að fá súrefni OG SOFIÐ Á HÆGRI hliðinni eins Barbara kenndi mér hérna um árið... skil ekki ennþá tilganginn í því... en jæja ágætis regla til að fylgja...

annars var þetta yndislegt gærkvöld... var heima hjá björgu að horfa á idol... misgott, misgott... fegin samt að ylfa datt ekki út... æææ hún er svo viðkunnanleg... síðan var fengið sér smá neðan í því... (nei ekkert klám) við fengum okkur bara bjór og drukkum síðan heila flösku af dooleys... einhvernveginn kláraðist hún bara... fórum tiltölulega snemma niðrí bæ... nenntum ekki að bíða í röð... fórum á hverfis og það var bara asskoti ágætt.. allavegana vorum við aktívar á dansgólfinu... eða eins og sagt er... we danced our asses of...! ætli björg sé þá ekki komin í mínus...? björg er nebbla svo lítil að hún lenti í því í gær að það var stigið ofan á öxlina á henni... já stundum er erfitt að vera lítil kona...

annars gerðist fátt markvert í þessari djammferð... stuð var mikið... ég talaði norsku allt seinnipart kvölds og endaði síðan farsællega upp í rúmi þegar nóttin var að renna sitt skeið...systir mín vöknuð til að æfa sig og pabbi að lesa moggann... ég bauð þeim góða nótt og hélt til rekkju...

þannig fór um sjóferð þá...

er farin að horfa á nemo.... ætli það sé hægt að fá american style heimsent....?

kv. Gunna Dóra

Thursday, January 27, 2005

ihhh gott guðrún dóra... 8 karton af extra! og 3 lítrar af vodka... ! hreinsunareldur hér kem ég!

jább jább... fyrsta bíóferðin leit dagsins ljós í gær... skundað var af stað til að sjá finding neverland... væntingar ekki miklar... æææ peterpan sagan doldið sjúskuð... en sweet b. jesus..! þetta var með betri myndum ef bara ekki sú besta sem ég hef séð í háa herrans tíð! hún spannaði allan tilfinningaskalann... stundum vissi maður varla hvort maður ætti að hlæja eða gráta! Johnny Depp sýnir og sannar að hann getur leikið hvaða hlutverk sem er... og ekki skemmir fyrir að karlanginn er fjallmyndarlegur... hummina hummina! mér finnst það ekki skrýtið að þessi mynd sé tilnefnd til nokkurra verðlauna! ég mæli allavegana með henni!

pælingu dagsins á Anna Úrsúla!
"afhverju í fjandanum er munstur á klósettpappírnum!" og segi ég það með henni... ég skeini mig alveg jafnvel hvort sem það er munstur eður ei... og ég er ekki sérlega mikið að velja klósettpappír eftir munstri...."nei þetta munstur hæfir mínum rassi aðeins betur"

ætli þetta sé ekki bara gróðaleið til að láta okkur borga aðeins meira fyrir "fallega" klósettpappírinn!

breytti og bætti aðeins linkunum... fjandi margir búnir að svissa yfir í blog.central.is

kv. Gunna Dóra

Tuesday, January 25, 2005

ég er pottþétt með leiðilegri bloggurum íslands þessa stundina.... æææ það bara gerist ekkert hérna heima!

fór í ljós í gær... og sjæse... já bókstaflega sjæse... stelpan komin með hinn vænlegasta lit í andlitið... loksins farið að kræla á háu kinnbeinunum og vel plokkuðu augnbrúnunum... jább maður er kominn í hóp fallega fólksins aftur...hjúkket!

annars er alveg rosalegt með þessa bekki niðrí smart.... alltaf skal ég gera sömu mistökin aftur og aftur... þetta er ekkert smá fullkomið... hægt að fá svona vatnsgusu yfir sig annað slagið og úða af ilmefni... alveg sama hversu ógeðsleg mér finnst þessi lykt þá ÝTI ég alltaf á takkann... svona er maður takkasjúkur... og þessi lykt kemur ekkert einu sinni heldur reglulega á svona mínútufresti... FJÖR!

síðan var ég að fá jólagjöf frá doris day.... jei... hey vá hvað þetta rímar! vá ég er bara next next jónas hallgrímsson! allavegana ég fékk runaway jury og what lies beneath eða underneath eða blarablarablara..... ég er bara komið með hið vænsta DVD safn og líður örugglega ekki á löngu þangað til að ég og eggert sálubróðir förum að reka videoleigu í landi ungverja... gætu nú grætt svona 500 íslenskar krónur á dag! hver vill ekki vonna 12 tíma á dag fyrir 500kall!

allavegana farin að hitta þessa ungverja á mínum ástsæla stað american style sem ég er að fara í fyrsta skipti núna á í háa herrans tíð... svokallað JUMMÍ!

seeya when u get there...

kv. Gunna

Monday, January 24, 2005

sjæsegrúbbe... ég er með svo miklar harðsperrur í maganum að ég gat varla sofið... jább það var farið í WC í gær með Ernulitlusys henni Lindu og það er bara kraftur í stelpunni!

helgin er svona mestmegnis bara búin að vera chill... smá skrall á föstudaginn... chill á laugardag og handbolti í gær... YNDISLEG samblanda af helgi....

eitt sem ég hef verið að pæla mikið í... er gatnamálastjóri að reyna blinda alþjóð... það er ekki hægt að keyra nálægt þessum nýju ljósum... þau skerast alveg í augun á manni! hvar eru gömlu góðu grænu ljósin!

jæja farin að borða plokkara... YNDI!
kv. G

Friday, January 21, 2005

jæja ég hef ekkert að segja... engir ungverjar til að kvarta yfir... allir voðalega líbó við mann hérna heima... þannig ég hef bara ekkert að segja... ekkert til að bölsótast þannig að ég býst við því að þurfa bara að loka síðunni!

neinei það gerist nú örugglega eitthvað djúsí í kvöld... djamm hjá acrabensa og ovraacra! áfengisbyrðar verða teigaðar enda ekki hægt að safna þessu upp hérna heima! ætli sniff af einum tuborg muni ekki verða nóg fyrir mig í kvöld... sjáum til sjáum til...

en nú er bara að hafa gaman og dansa af sér rassgatið og vona að maður geri enga skandala... kannski maður taki einn strippdans fyrir ókeypis pizzu... aldrei að vita...

skemmtið ykkur vel í kvöld börnin góð...

kv. Gunna Dóra

Thursday, January 20, 2005

sælt verið fólkið.... ég er víst búin á túr þannig don't worry... engar ógeðisfréttir þaðan :o)

annars er mín bara komin heim.... jább heimferðin byrjaði ekki gæfulega... myndavélinni minni stolið af vallarstarfsmanni... djöfs saur... þrátt fyrir að hafa ekki sofið í 2 daga þá myndi ég alveg treysta mér að vaða í þennan gaur og taka íslensk sveitaslagsmál eins og berglindi einni er lagið að leika eftir...!

allavegana... þannig að núna þarf ég að fara stússast í tryggingamiðstöð... ætla víst að taka hana móður mína með mér "þrasara íslands" síðan er ég nú víst þekkt fyrir að nöldra alldugleg þegar þannig stendur á... vonum að þetta gangi upp... alveg lofað því að tryggingarnar reyna e-ð

ég veit ekki alveg hvað á ég að gera af mér hérna heima... engin handboltaæfing í dag... pú... ætla tékka á fótboltaæfingu... já nú verður sko hreyft sig eins og aldrei fyrr... ætla líka kaupa mér kort í laugar og fara í ljós.... ahhhhhhhhhhh sweet life... ef það væri bara sko ekki fyrir þennan vibbasnjó!

kv. Gunna Dóra

Sunday, January 16, 2005

ég er nú þekkt fyrir annað en söfnunaráráttu... ég er víst líka þekkt fyrir að vera doldið blátt áfram... og sökum þess þá hef ég ákveðið að láta þessa sögu flakka... hún er kannski doldið grós fyrir suma... en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta mín heimasíða og ef ykkur finnst hún eitthvað ógó þá getiði bara hætt að lesa... ykkar val lesendur góðir...

allavegana.... ég s.s. ákvað að haga seglum eftir vindi og (jább strákar það er hægt) byrja á túr í gær... túrverkir voru tíðir (sjáið orðaleikinn) í gær eins og oft kann að fylgja þeim óþverra... jæja þannig að mín ákvað að fara í bað eins og henni var brýnt fyrir margsinnis í æsku en aldrei notað það sem "lækningu" við túrverkjum...

þannig að ég byrjaði að láta leka í baðið sem tók að sjálfsögðu meira en 30mín... síðan var farið ofan í baðið og þá áttaði ég á mig að þetta var nú ekkert venjulegt bað... heldur einungis lítil hola sem ekki einu sinni ég komst ofan í almennilega og þyki ég nú ekki sú allra hávaxnasta! þannig þarna lá ég í keng í hálfköldu baði... þraukaði eins og ég gat með mömmurödd ómandi í hausnum á mér "bað er allra meina bót" það var ekki fyrr en ég sá allt í einu svona lítinn blóðköggul svamlandi fyrir framan mig að ég fékk nóg...! djöfs vibbi... mér leið eins og ég væri að drukkna í mínu eigin túrblóði takk fyrir... eins og það væri ekki nóg að svamla í eigin skít! sjæsegrúbbe!

note to self: aldrei að fara í bað þegar ég er á túr!

kv. Gunna Dóra

Saturday, January 15, 2005

Góðan dag! ég heiti guðrún dóra og ég á við vandamál að stríða....mér hefur löngum verið sagt að ég sé með söfnunaráráttu.... erfi ég það væntanlega í föðurætt í ljósi þess að mamma hendir öllu sem hún kemst í tæri við... !

ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en í kvöldi hversu langt leidd ég er af þessum kvilla... þannig er mál með vexti að ég er að flytja.... (já I know ég er að nálgast Telmu í þessum efnum) og þá komst ég af því að ég á nóg af dömubindum þangað til ég kemst á breytingarskeiðið.... ég er sett af klósettpappír for life... síðan þarf ég að vera burðast með þetta... eða allavegana vera valdandi af því að borgþór þarf að burðast með þetta ;o)

þá fór ég að hugsa... sjæsegrúbbe... hvað er eila að mér... ég held að ég hafi aldrei átt minna en 10 karton af tyggjói... svona til öryggis ef það skyldi nú bresta á þriðja heimstyrjuöldin ... ég á ennþá nammi frá því 1995 þegar ég fór til Kína... (kannski orðið doldið vafasamt) ég á alla fokking heyrðu diskana og hætti að safna pottþétt þegar þeir komumst upp í 23... sá fram á lifetimejob og játaði mig sigraða fyrir pottþéttdiskunum... ég á öll afmælis sem og jólakort frá örófi alda og guð forði mér nú frá því að henda steininum sem ég vann í ratleik þegar ég var 12 ára!

jæja farin að klára pakka dömubindunum... ef það hefði komið flóð í ungverjaland hefði ég pottþétt bjargast... öll dömubindin og klósettpapprírinn hefði án vafa drekkt þessu öllu í sig... eða draga always ultra ekki allan fjandann í sig!

kv. Gunna Dóra

Friday, January 14, 2005

ég er með heartburn.... neimm hjarta mitt er ekki að springa af ást... heldur er ég búin að drekka svo mikið kaffi í dag að þetta er bara að vella allt aftur upp í kok! ógeðisógeð!... en sem betur fer veit ég ráðið við þessu....

lærdómur getur gert mann nokkuð tregan... og oft á tíðum fer minna inn við lestur heldur en út... í dag var ég að lesa setningu sem var ekki sérlega flókin... hún var nokkurn veginn svo hljóðandi.... "and that helps u taking the right decision" og trega konan sjálf... bara hvaða hægri ákvörðun er verið að tala um..... og það virkilega tók mig svona hálfa sek að fatta að þetta væri rétt ákvörðun..... gott Gunna!

þá fór ég að pæla... afhverju í ansk. er sama orð yfir rétt og hægri.... mismunun eða mismunun.... en síðan fattaði ég að þetta er líka á íslensku... þú tekur rétta ákvörðun og ert rétthendur... af hvaða fordómafólki er ég komin... og að sjálfsögðu að ef það eru fordómar í þjóðfélaginu þá er minnihlutahópur til staðar og þá er einhver mótmælahópur starfræktur... and of course it was! það er s.s. vinstrihandarfólk í USA (hvar annarsstaðar) sem er að reyna fá þessu orði breytt... það væri nú samt doldið fyndið... yes he took the left decision... jájá hann tók vinstri ákvörðun! og þeir ganga meira svo langt að það er special day for left handed people!

ég held að hver einn og einasti dagur sé dagur einhvers... það er móldagurinn... það er alnæmisdagurinn... það er brjóstakrabbameinsdagurinn....það er valentínusardagur... and appearantly day of left handed people.....

mér er svo sem sama um alla þá fordóma sem kunna að vera gagnvart vinstrihandarfólki í þjóðfélaginu... mín börn munu, það mun ekki vera neitt val að þeirra hálfu, verða örvhent!

þvílíkar pælingar í gangi...

kv. Gunna hin djúpa!

Mér finnst doldið fyndið að segja "helgin er framundan".... er helgin ekki alltaf framundan... það er bara mislangt í hana!

note to self: ekki drekka rétt áður en þú ferð að sofa.... ég fór fokking 3x á klósettið í nótt... sjæsegrúbbe!

kv. Gunna Dóra



Wednesday, January 12, 2005

allt í einu fór ég að hugsa um spilaspáleikinn þegar maður setti alla kóngana upp og skírði þá síðan nöfnum með strákum úr bekknum og síðan gat maður séð ást,hatur,peninga og börn í og í endann komst í ljós hverjum maður giftist... hver finnur upp á svona leikjum!

ég held að ég hafi verið hálfgeðveik sem barn... annars eru börn upp til hópa doldið sérafbrigði!

*ég náði t.d. að missa af þremur strætóum í röð... 1 skipti því ég var í djúpum samræðum við blómin...2. skipti því ég varð að hlaupa inn og ná í trefil því rúnar með downsyndrome var með trefil... 3. skipti ætli ég hafi bara ekki gleymt því að ég ætti að fara í strætó!

*ég hef hjólað á tvo kyrrstæða bíla

*ég og ragnhildur jónsdóttir æskuvinkona mín brutum svona um 50 glerflöskur á miðja umferðagötu því við vorum sannfærðar að við mættum óska okkur

*ég og bjarki eyddum heilum degi í að standa á höndum

*ég fór margsinnis ein í keilu

*ég spilaði oft kana við mig sjálf

*ég pússaði takkaskóna mína fyrir hverja æfingu

*ég hef afrekað það að ganga á umferðaskilti og týnast í vestmannaeyjum

*ég leyfði dísu vinkonu að klippa mig og var með svo missítt hár eftir að það þornaði... mamma þorði ekki að segja neitt því hún hélt að það ætti að vera svona

*ég hef brotið upp fleiri hurðalása en nokkurt annað mannsbarn

*ég drakk alltaf heita kókið inni hjá ólu sys með sígarettustubbunum í!

*ég var alla daga að reyna klifra upp í sófa og síðan þegar ég gat það var setið með stolti í marga tíma á eftir

*ég og Ingi eyddum 7 tímum inn í hjólabúð og vitum þ.a.l. allt um trekhjól

*ég er örugglega sú eina sem kallar kókómalt = bódíbattí

*ég hef eytt fleiri klst í halda bolta á lofti

*ég er örugglega eina manneskjan sem hefur verið meinað að borða meira í barnaafmæli!

það er nokkuð ljóst að ég er hálfklikkuð....

kv. GunnaDóra

hvernig á maður að geta einbeitt sér við lærdóm vitandi það að ALLIR sem maður þekkir (eða svona næstum því) eru að chilla heima á Íslandi étandi KFC og Subway! ekki nóg með það hversu langt þetta LIÐ gengur að það sendir manni SMS og gera mann vísvitandi alveg snaróða að nú sé viðkomandi að ganga inn í ljósaklefa í SMART! jájá það er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur... sparkað í mig liggjandi..... jájá... maður þekkir alveg þessar týpur! :o) ég ætla sko bara að rétt vona að viðkomandi hafa þurft að týna píkuhár úr sturtunum í Smart!

annars ætla ég að trítla upp á music.... ætli maður hlusti á Noruh Jones... það er líklegt ;o)

kv. Gunna Dóra

Monday, January 10, 2005

smu.... berglind farin til íslands.... oooogggg ég sit uppi með borgþór...!

fór í ræktina í gær... vá... ég er vön að vera minnsta lagi 2 tíma... þannig í gær ákvað ég að sýna mikla visku og vera bara í klst og teygja geðveikt mikið og fara síðan í pottinn til að ég myndi ekki fá strengi... það plan virkaði bara engan veginn... þvílíkar og aðrar eins harðsperrur....

annars ætla ég ekki að hafa þetta langt í kvöld heldur einungis að leyfa ykkur að vera aðnjótandi að náttúrufegurð sem vinkona mín 7fn tók... mæli eindregið með að skoða myndirnar hennar enda er þar mikill talent á ferð... ég hef kannski ekki mikið vit á því... en mér finnst myndirnar hennar mjög flottar... !

kv. Gunna Dóra


það var sko ekki eintóm gleði að fara í thermal!

maður byrjaði á að koma inn í húsið og við blasti hálfnakið fólk í baðfötum að reykja... jább að sjálfsögðu hafa ungverjar reykingapláss í sundlauginni... hitinn sem var þarna inni var óborganlegur þannig áður en við fórum í thermal var keypt sér að drekka sem síðan að sjálfsögðu var bara tekið með í laugina! þetta var afskaplega afslappandi.... sátum bara þarna að chilla og horfa á karlmenn strípalingast... well þá aðallega borgþór...

eins og fram hefur komið eru ungverjar heldur spéhrætt fólk meðan við íslendingar flöggum okkar allra heilagasta framan í allt og alla og höfum gaman að! allavegana þegar upp úr var komið átti að baðast... nema að það voru heilar 2 sturtur!!! berglind byrjar að baðast nema hvað að niðurfallið stíflast eitthvað... ég var næst í röðinni... ég stíg í sturtuna og þá verður mér litið á stelpuna á móti mér sem var að þrífa á sér hárið... sweet b.jesus ég vissi ekki að stelpum gæti vaxið svona mikið hár undir höndunum... þannig ég flýtti mér eins og ég gat að loka augunum og hafði þau lokuð alveg þangað til einhver kona sagði afsakið og benti mér á að niðurfallið væri stíflað...! LIKE I CARE! ég sagði henni bara að ég talaði ekki ungversku... þá fór hún sýna með látbragði og ætlaðist til að ég færi að unplugga það... já nei takk! ég ýtti bara svona aðeins með flöppunum mínum í þetta... þá varð konan nú aðeins pirruð... ég lokaði bara augunum aftur og þóttist ekki taka eftir henni... eins og mig langaði að fara niður á skeljarnar og taka píkuhár og önnur líkamshár sem og örugglega vessa fasta við hárin.... nem jó!

æææ þessir ungverjar eru stundum ekki hægt... en hvernig er annað hægt en að elska þá :o)

kv. Gunna Dóra


Sunday, January 09, 2005

það er orðið svo hreint inni hjá mér að ég get bara ekki sofið.... er vöknuð klukkan 5.20! kannski af því að ég fer að sofa 22.00 en jæja... !

jámm það var sko tekið til í gær... borgþór var nebbla búinn að neita að koma í mat til mín nema að ég tæki til... ég get svo sem ekki álasað drengnum enda þegar maður er í prófum þá er manni sama um allt annað! þannig að guðrún dóra setti pottþétt 2 í eða eitthvað álíka og fór að taka til! ég sýndi meira segja svo mikla dirfsku að taka til í bókahillunni og flokka allt! skipulag,blöð og ég eigum ekki sérlega vel saman því loksins kom það í ljós að ég átti svona 3 útgáfur af minimölunum en jæja! Borgþór var nú hálfhikandi þegar hann steig inn! síðan voru hitaðar pylsur í OFNI! já berglindar hugmynd! shit þetta voru krumpuðustu pylsur ever! en íslenskar engu að síður!

húff... það er svo mikið að gera hjá mér í dag... eins gott að ég vaknaði snemma... ég ÞARF að fara í ljós...ræktina og svo ætlum við þríeykið að kíkja í thermal (svona heitupottar..eða er þaggi björg?)... jább... ég er búin að búa hérna í 1 1/2 ár og hef aldrei farið í Thermal....

annars ætla ég að fara get going... mikið á planinu í dag og klukkan er orðin 5.30! vá ég er orðin eins og versti ungverji... farin að sofa 10 og vöknuð 5!

kv. Gunna Dóra

Friday, January 07, 2005

jæja loksins er þetta fjandans próf búið.... þvílíka og annað eins stress búið að vera í kringum það.... síðustu tvo dagana fyrir það borðaði ég bara alls ekki neitt... drakk kaffi í lítratali og ældi eins og múkki! ekki sú heilsuhraustasta þessa stundina!

nóttina fyrir prófið... sjæse... svaf nottla ekki mínútu... alltaf að hugsa um... hvað innervatar þessi taug... hvernig var þessi minimali aftur... þannig að eftir að hafa legið andvaka í 6 1/2 tíma ákvað ég bara að fara í sturtu og reyna hressa mig við! og það versta við þetta er að maður þarf að fara fínt klæddur... já hverjum finnst ekki gaman þegar maður er svefnlaus...geðveikt kalt og búinn að vera spúa hingað og þangað að fara mála sig!

fór síðan í minimalaprófið... gekk bara vel... vissi eila að ég hefði náð áður en ég fékk niðurstöðurnar! petko alveg þvílíkt sáttur við mig þar sem ég var hæst af þeim sem tóku skriflega.... en við vorum bara svona um 6 af 20 sem náðum þessu prófi!

jæja síðan fór ég inn... frekar vonlítil að ná þessu prófi... sá að berglind var að massa prófið eins og venjulega... fékk það verkefni að tala um lungu og kidney... my favorite þannig að líkurnar uxu aðeins upp... síðan fékk ég svæði í hálsinum að taka um og muscles of hand and innervation.... bara yndisleg svæði! síðan kom histo og gekk mér ekki eins vel þar í ljósi þess að ég átti að vera tala um á einni slide um hluti sem ég á eftir að læra í ónæmisfræði á þriðja ári!

But I don't care... búin í þessu fjandans prófi... YNDISLEGT! ég er nú bara samt ekki frá því að það sé smá tómleikatilfinning í hjartanu....! :o)

kv. Gunna



anatómía... er farin.... 3 kominn í hús...

skrifa um þetta þegar ég kem heim í kvöld.... er nebbla ekki búin að borða í 2 sólarhringa nema hálfa muffins og eitt kex...og ældi því strax eins og múkki

ætla að fara fá mér steik og bjór í tilefni þess að vera búin með anatómíu!!!!!!!!!

ví!

kv. Gunna Dóra

Monday, January 03, 2005

stundum kemur forvitnin í bakið á manni! var upp á music í dag að læra...! tók síðan smá pásu og fór inn í tölvuherbergið... þar situr einn strákur þar inni.... jæja ég kippi mér ekkert sérstaklega upp við það nema allt í einu byrjar hann að færa skjáinn alveg í 90° svo að ég myndi nú örugglega ekki sjá á skjáinn.... síðan var hann alltaf að líta bakvið sig á mig svona flóttaaugum....

jæja ég fer bara aftur að læra... og hugsa nottla bara um þennan gaur... síðan fer hann út og ég beint aftur inn í tölvuherbergi og í hans tölvu... tékka hvað hann var að skoða og að sjálfsögðu var hann að skoða KLÁM! jámm klám á bókasafninu... fallegt! nema hvað að ég er eitthvað að hneyklast á þessu... síðan logga ég mig bara út en tek ekki eftir því að það var gaur sem situr fyrir aftan mig... hann horfði ekkert smá skringilega á mig... og ég hugsaði... djí hvaða er eila að þessum!... það var ekki fyrr en eftir svona klst að ég fattaði! SHIT.... hann hefur nottla haldið að ég væri sjúklegur pervert að skoða klám á bókasafninu! jæja svona getur þetta snúist upp í andhverfu sína.... nokkuð ljóst að næst þegar ég fer að skoða klám á bókasafninu lít ég vel í kringum í mig :o)

annars tókst ekki ætlunarverk mitt að hoppa á öðrum í dag á klósettinu..en það kemur víst dagur eftir þennan dag!

kv. Gunna Dóra

Hæfileikar mínir eiga sér engin takmörk!

í dag náði ég loksins einu sem ég er búin að vera æfa mig í dágóðan tíma! þannig er nebbla mál með vexti að eins og hefur komið fram einu sinni eða tvisvar þá finnst ákveðnum stelpum gaman að frussa pissi útúm allt... þetta hefur kostað mikla og ef ekki ofmikla æfingu fyrir lærvöðvana! hreyfingin sem hér er stunduð er af skornum skammti en framfarirnar eru rosalegar... frá því að vera hríðskjálfandi yfir klósettskálinni yfir í bara macholærvöðvakonu.. maður ætti tvímælalaust að fá framfarabikarinn ef bara ekki stórriddarakrossinn fyrir þessa gífurlegu bætingu... en í dag náði ég þeim merka áfanga að geta staðið á annarri löppinni og pissað standandi og þvílík hnitmiðni! ég héld að ég myndi sæma mér vel í ísraelska hernum... ef ég get hitt svona vel ofan í klósettið á öðrum fæti þá get ég pottþétt hitt nokkra palestínumenn með byssu...sko bútur úr köku!

já svona gerist fyrir mann þegar maður lærir ofmikið.... hugurinn fer útum allt... og stundum þarf maður að prófa sjálfan sig eins og Ólafur Ármann Sveinsson sagði hér um árið áður! Nú er bara að stíga næsta skref og prófa hoppa á öðrum meðan ég pissa!

endilega koma með fleiri tillögur af æfingum sem hægt er að stunda án mikillar fyrirhafnar :o)

kv. Gunna Dóra

Sunday, January 02, 2005

jámm... nýtt ár komið og það er NÁKVÆMLEGA eins og previous year... ég á leið í TB!

gamlárskvöld var töluvert betra en ég vonaðist eftir.... byrjuðum heima hjá bogga og beggu þar sem drukkið var kampavín og bjór svona rétt fyrir mat! að sjálfsögðu vorum við íslendingarnir aðeins of seinir í matinn þannig að þjónninn ákvað að hefna sín og bara það að fá tatar tók heila elífð... en jæja við drukkum þá bara meira....við vinnum alltaf.... Borgþór sýndi mikla kostgæfni er hann valdi rauðvínið fyrir okkur Beggu og var það bara öldungis ágætt.... berglind var dugleg að bæta í glasið hjá mér og staupa....JÁ hún STAUPAÐI nokkur rauðvínsglös sjálf... rétt fyrir miðnætti fengum við reikninginn sem og hvítvínsglas sem en og aftur var staupað útaf tímaskorti...

við fórum niðrí bæ þar sem fólkið safnaðist saman og var að skjóta flugeldum... sweet.b jesus þetta var hrikalegt fólk hélt á svona handblysum sem koma svona kúlur og það var bara undur og stórmerki..... síðan gekk nýja árið í garð og þessi allsvakalega dramatíska tónlist byrjaði þar sem allir stóðu og horfðu upp á svið... manni leið eins og maður væri nýgenginn í herinn... hádramað endaði síðan á því að ungverski þjóðsöngurinn var spilaður og að sjálfsögðu við íslendingar lifðum okkur inn í með að halda utan um hvort annað!

síðan var farið á Saxaphone og drukkið aðeins meira... hittum fyrir fleira fólk aðallega norðmenn og einn ísraela sem fór snemma heim því hann var nú að fara í TB.... skemmtilegt fólk! Boggi kenndi barfólkinu að gera fullnægingu en tókst ekki betur en svo að litabreytingin tókst bara alls ekki! jæja þó drykkjarhæft og það er það sem skiptir máli! Þegar leið á kvöldið var fólk farið að týnast... fórum á Joy þar sem berglind var við það að drepast í stiganum.... ég píndi hana þó inn! og það var dansað! Júlíusdóttir og Bjarnadóttir misstu meydóminn á sviði tekíla.... vert er þó að minnast ógeðiskallsins sem hætti ekki að standa fyrir aftan mig.... hvert sem ég fór stóð hann fyrir aftan.... hversu oft sem berglind eða tóta reyndu að skipta um stað við mig... þar stóð hann... mér var nú hætt að lítast á blikuna og settumst ég og berglind þá niður... þá kom hann settist fyrir aftan mig klofvega og steindrapst... ég var nú hálffegin!

annars var þetta kvöld bara yndislegt... allir bara frekar jolly og í góðu skapi.... fólk kom á óvart þetta kvöldið og er ég bara ekki frá því að berglind "partýdýrið sjálft" hafi endað lengst af okkur!

nýársdagur byrjaði gæfulega... engin þynnka enda tók mín nokkra skammta af vítamínum og vatni....! en ég var samt afskaplega aware að ég hafi verið að drekka daginn áður enda ekki búin að braðga á áfengi síðan í lok október! hetja eða hvað... kannski ég hefði bara átt að fá fálkaorðuna í fyrradag! síðan var farið á MC og í bíó... yndislegt! nýja árið byrjar á góðu nótunum!

kv. Gunna Dóra



This page is powered by Blogger. Isn't yours?