<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Thursday, March 31, 2005

loksins... 

guð minn góður hvað er búið að vera að blogger....

jæja... svo sem ekki mikið búið að vera gerast... bara lærdómur... tók ungverskuna í nefið... erum að læra þátíð og áttum að skrifa um gærdaginn okkar... mín var ekki lengi að redda þessu.. skrifaði bara smáritgerð á ensku og lét síðan ungversku vinkonu mína þýða þetta... tegnap 8.30 kor keltem fel és lezuhanyoztam és fogat mostam.... jább ég er ekkert smá góð í ungversku ;o)

ég er orðin svo metnaðarfull í náminu að ég ákvað að taka molecular aftur til að hækka mig! eftir að vera búin að lesa um protein synthesis EN AFTUR! þá mundi ég eftir bestu kennsluaðferð ever... eitthvað hafði ég ekki tekið eftir í líffræði þegar við lærðum um RNA þannig að daginn fyrir próf þá þurfti halldóra að hjálpa mér við að læra þetta... og frá því varð sagan um naglaþjölina og pennana 2!

þegar ég var að læra um <> þá útskýrði barnaskólakennarinn okkur það á þann máta að hún setti tennur í > og sagði að þetta væri hákarl sem vildi borða töluna... en ég GAT EKKI munað þetta því mér fannst afskaplega ólógískt að hákarlinn vildi borða minni töluna.... þá kenndi guðrún bjartmarz mér góða aðferð... stærri maðurinn bendir á litla manninn og hlær að honum!

jæja ég að fara til Pécs á morgun... keppa í medikus kupa... vonandi verður jafngaman og í fyrra... bara aðeins minna fyllerí... sökum HRIKALEGS gengis í fyrra þá hef ég ákveðið að láta ekkert nema vatn inn fyrir mínar varir í þessari ferð... enda þarf ég líka að vera aktív í lærdómnum (s.s. taka bækurnar með mér) :o)

kv. Gunna Dóra

Monday, March 28, 2005

vá það er langt síðan að ég borðaði jafnmikið.... er bara búin að vera stanslaust að borða frá 17.00 til 3.00 um nóttina... FRÁBÆRT KVÖLD í alla staði...

byrjuðum á að fara heim til B&B og þar var bakarinn sjálfur búinn að útbúa snittur og kampavín... ekki slæmt það.... næst tók við grillað lambalæri með brúnuðum kartöflum og öðru meðlæti.... síðan fengum við lítið páskaegg og minn málsháttur var mjög viðeigandi fyrir kvöldið og bara mig yfir höfuð "mikið vill meira" síðan kom eftirréttur #1 sem var ananasfrómas

síðan eftir eftirrétt #1 var ákveðið að leyfa maganum aðeins að jafna sig og farið í actionary stelpur vs. strákar... eins og gefur að skilja var ekki sérstök samkeppni þar sem leikrænir hæfileikar okkar stúlknanna eru allsvakalegir... nokkur góð "move" sáust....borgþór brilleraði sem Ingibjörg Sólrún.... björg reyndi að leika einhverja ÁKVEÐNA slökkvibílstegund (strákarnir voru að reyna að hamra okkur niður.... þið gerið það kannski á öðrum stað... en ekki í actionary) og greyið berglind reyndi hvað hún gat að leika fráveituskurð!!!!

eftir ótvíræðan sigur stelpnanna í tvígang var eftirréttur #2 og var það kaloríubomba... marens, rjómi, jarðarber og súkkulaði... eins og gefur að skilja eftir að hafa legið á beit í hálfan sólarhring þá sáum ég og borgþór okkur ekki annað fært en að leggjast til hvílu og sofna meðan hinir vakandi gláptu á bridget jones 2.... en það var ekki mikið um svefn því borgþór hefði getað vakið fólk í austurrúmeníu með hrotunum í sér... og sökum þess að hann er nú ekki minn karlmaður þá kunni ég ekki við að sparka í hann sem ég annars hefði hiklaust gert....

en jæja... takk kærlega fyrir mig...begga,boggi,björg og þengill.... frábært kvöld í alla staði!

p.s. ætli maður hendi ekki myndunum hans þengils inn við tækifæri af verðskulduðum sigri stúlknanna

over and out!
kv. Gunna

Sunday, March 27, 2005

humm... ekki eðlilegt að finna til reiði og biturleika við að missa klst í dag.... ! jább tímanum breytt... og guðrún dóra á leiðinni í íslenskt lambalæri að hætti borgþórs... jummí :o)

kv. G

Friday, March 25, 2005

humm.... fór í vax áðan.... fyrir var bjartur að láta ági dekra við sig... jæja... ég leggst á bekkinn... nakin fyrir neðan mitti... og að sjálfsögðu gengur bjartur óvart inn á mig... jæja ági byrjar að reita eins og hún eigi lífið að leysa þá kemur hárgreiðslugaur inn.... og eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á berglindi þannig að hún tekur pappírsþurrku og leggur hana yfir klofið á mér... afskaplega pent...en gestirnir heldu áfram að koma... næsti gestur var hanna... sem var líka að fara í dekur fyrir páskahelgina!

s.s. pjallan mín var heimsótt nokkrum sinnum í dag... af hinum fjölmörgu íslendingum... nokkuð ljóst hverjir verða fallega fólkið á djamminu í kvöld...

ummmm best að fara torga niður SS pylsum eins og hefðin er á föstudögum hérna í Ungverjalandi.... guð minn góður... álfur frændi minn er kominn í alíslenskan ullarsokk sem klæðnað.... er hægt að vera meira krútt... snúllívúll!

kv. Gunna Dóra

Thursday, March 24, 2005

2nd times a charm! 

jæja... stelpan búin í neuroanatómíu... djöfulsins saur...

það er samt ekki laust við það að fiðringur hljóp niðrí rass þegar ég komst að því að gamli kallinn átti að testa mig aftur... sjæsefokkinggrúppe (afskakið) síðan byrjaði gaurinn að fella og fella fella... síðan fór helgi inn.... og hann stóð sig með prýði en að sjálfsögðu heyrði gamli kallinn bara það sem hann vildi heyra en helgi náði

síðan kom ég... eldrauð í framan með hjartað á ljóshraða... og í staðinn fyrir að byrja á basicspurningu þá byrjaði hann á því sem að helgi "vissi" ekki.... í miðju prófi spurði hann "well you are such a beautiful girl, don't u just wanna come back next year?" ég svaraði honum með bros á vör " no i REALLY don't wanna come back"

vá ég held að ég hafi aldrei talað jafnhátt á ævi minni og mér var alveg sama.... í endann þegar ég fékk einkunnina mína var ég svo ánægð að ég knúsaði hann ekki einu sinni... heldur tvisvar sinnum rembingsfast og gamli kallinn var svo ánægður að ég hef sjaldan séð jafnmikið sólheimaglott á ævi minn.... ;o)

quote næturinnar í mesta svefngalsa ever: vá ef einhver myndi skíra barnið sitt... macula saccula.... og þetta fannst mér svo fyndið að ég hló í svona 10 mín! jább svona fer lærdómurinn með mann ;o)

kv. Gunna Dóra

Tuesday, March 22, 2005

jább... páskarnir að koma... og stelpan að fá páskaglaðning að heiman... páskaegg,bingókúlur og júgursmyrsl...:o) jább.... yndi...

var að lesa á kossuth áðan þegar mér verður litið yfir opnunartímann um hátíðirnar.... jább... lokað á föstudaginn langa... nema hvað að ungverjar þýða þetta sem good friday... ég er alveg viss um að jesú var ekki sama sinnis!

kv. Gunna Dóra

Monday, March 21, 2005

draumurinn um aidsköttinn! 

jább.... ekki mikið búið að blogga á þessari síðu undanfarið... enda stelpan búin að vera læra eins og hestur þessa vikuna sem bar ekki árangur sem skyldi... árangurinn stóð á flestum í þessu prófi og eru þónokkuð margir að fara endurtaka prófið aftur á fimmtudaginn JEI!

svona til að fagna þessum árangri í gær var ég dregin á djammið... þrátt fyrir slíka þreytu að ég var næstum því sofnuð sitjandi í sófanum heima í dragtinni minni... þá fór ég í partý.... nokkuð augljóslega var ég ekki með sjálfum mér það sem ég lét til leiðast að reykja ávaxtatóbak... jább... eplatóbak frá ísrael sett í pípu og hún svo reykt... sogið var af áfergju og síðan blásið þessi allmyndarlegi þykki reykur...

síðan var farið á genius og joy... þvílíki troðningur.... ein stelpa reyndi að egna mig í slag... jesús kristur... stelpan náði mér svona upp á axlir... ég leit niður og hló að henni... múhahaha! síðan var ég næstum því búin að blanda mér í önnur slagsmál því að það voru tveir strákar í slag og annar þeirra tróð mér svo um tær að ég var næstum því farin í hann... ég hef aldrei séð annan eins marblett á ristinni á mér...

á endanum var ég gjörsamlega búin.... endaði með að sofna í leigubílnum á leiðinni heim með krökkunum... þreytan var slík að ég svaf til 5 í dag án þess minnst að rumska..

jæja best að fara læra meiri neuro.... vúfokkinghú!

quote dagsins: bogga (vinkona bjargar) sem var frekar vel í glasi!
"gunna, þrátt fyrir að ég sé ekki í boltanum þá er ég samt vitsmunavera" :) YNDISLEG SETNING!

kv. Gunna Dóra

Thursday, March 17, 2005

vá gærdagurinn í gær var rosalegur....

jæja nú eru próf í gangi.... neuropróf og vandinn við það að maður veit ekki almennilega hvað maður á að læra.... einn segir að það eigi að læra alla taugapathwayana... næsti segir að það eigi ekki að læra neina and so on..... þannig að ég og berglind ákváðum bara að fá þetta á hreint og tala við studentadvicer....það átti eftir að vera ferð sem setti allt á fullt þennan morguninn hjá grúppu 2

ég er svo sem ekkert að setja það fyrir mig hvenær próf eru... bara svo framarlega sem ég fái að vita prófdagana með nokkurra daga fyrirvara... þvílíkt hringl með prófdaga.... upprunalega áttum við að vera á fimmtudag og laugardag.... síðan var því breytt í laugardag og laugardag..... en síðan í gær þegar við bergs förum niðrí anatómíu þá er búið að hengja flyer... "despite other news group 2 is in neuroanatomy on thursday" !"$!%"$&!%$"&!% WHAT!!!!!!! ég veit ekki alveg hvert blóðið fór... en það var ekki í hausnum á mér því ég varð skjannahvít á flökurt á notime! beint upp á bókasafn og læra eins og crazymotherfucker! þá hafði gamli prófdómarinn bara aftur breytt sinni skoðun hvenær hann vildi prófa og ákvað að gera það nú bara með dagsfyrirvara... síðan eftir mikið drama og tár á kinn þá leyfði gamli kallinn okkur bara að koma á fimmtudag eða laugardag....

vonandi verður ekkert drama þennan morguninn...

kv. Gunna Dóra

Wednesday, March 16, 2005

begga og boggi voru að fá sér lítinn hvolp.... svona hvítan lítinn sætan rottuhvolp.... hann er ekkert smá mikið krútt.... hann hefur verið skírður Álfur Antal Proppé. Síðan er greyið svo lítill að eftir smá hreyfingu að þá þarf hann að sofa 2-3 tíma. Verst bara að þegar hann verður aktívur og æstur þá pissar hann oft svona lítið á mann af gleði.... að upplifa þvílíka hamingju að maður bara pissar... sem betur fer hef ég nú ekki lent í því...

í gær lenti ég nú samt í því að kúgast útaf klósetti.... ég og begga vorum að skoða slide þar sem ungverjarnir búa og ég þarf á klósettið....síðan spyr ég til vegar, geng inn á klósettið... og jakkí ógeðslegasta klósett ever......fyrsta lagi var klóssetið sjálft hálfbrotið og setan horfin... drullan var slík... bæði drulla sem og skítur ofan í klósettinu... því það var ekki hægt að sturta... eða fólk hefur bara ekki viljað snerta sturthnappinn SKILJANLEGA! Þannig ég brá á það ráð að bara kveikja ekkert ljósið og sitja á hækjum mér og pissa! versti kamar hefði verið skárri en þetta... síðan þurfti ég að pissa aftur..... en ég hélt í mér frekar og pissaði hjá tréi þegar ég kom út... ! ég ætti kannski að fara með Álf í göngutúr og sýna honum hvernig á að gera þetta!

er spáð 19 stiga hita hérna á morgun.... sjæse... þetta er að koma... best að fara kaupa olíu...

kv. G

Tuesday, March 15, 2005

úff.... eftir að hafa gleymt að fá mér kvöldmat og bara monsað hnetur og kitkat fór ég með the boys í tesco.... ég gat ekki búið mér til neitt heima því ísskápurinn samanstóð af eftirfarandi: pastasósur,egg og gini&tónik....

og ég er búin að komast að ekkert smá góðri aðferð til að verzla.... það að hlaupa eins og brjálæðingur og hoppa síðan upp á kerruna og láta mig renna... ÞAÐ ER GEÐVEIKT GAMAN!

mcdonaldsferðin er nú sér á báti... við fórum í bílalúguna og keyptum blarablarablara.... síðan förum við í næstu lúgu til að fá matinn okkar... þegar við komum að seinni þá fattar amin að hann gleymdi að kaupa flurry og spyr afgreiðslukallinn hvort að hann geti ekki keypt mcflurry bara þarna... en nei... við urðum að fara hringinn og aftur í fyrstu lúgu...ungverjar!

kv. Gunna

Monday, March 14, 2005

vafasamir ungverjar 

jább... ég lenti í doldlu vafasömu atviki í gær... eftir ágætismáltíð á palma lá leið mín aftur upp í TB.... ég er bara í chillinu að bíða eftir trammanum og gera mínar venjulegu"bíðaeftirtramma" æfingar... þegar gaur á benz stoppar og fer að tala við mig... ihh ég tala ekki ungversku... ég tala ekki ungversku... gaur ertu tregur ég tala ekki ungversku... síðan snýr hann við og kemur hinum meginn við trammastoppistöðina og fer að tala við mig á sinni bjöguðu ensku... "u sexy girl.... u want sex" ihhhh já nei takk vinur... i'm set.... síðan heldur hann áfram að spurja mig u want sex.... síðan gengur þetta svo langt að hann fer útúr bílnum og fer að reyna leiða mig inn í bílinn og fullyrða yes yes u want sex.... djísus... kannski ef hann væri betur út lítandi hefði ég kannski látið til leiðast... en jakkí.... ég veit ekki alveg hvernig pikklínurnar eru hérna í Ungó... en þetta var bara alls ekki að virka á mig.... yes yes u want sex...

jæja þannig að reglan er ennþá í fullu fjöri... berglindi og borgþóri til mikillar ánægju ;o)

smámyndir sem björg ákvað loksins að setja inn frá frægðarförinni okkar!
http://pg.photos.yahoo.com/ph/bjorgola/album?.dir=/b088&.src=ph

kv. Gunna Dóra

Sunday, March 13, 2005

Growth! 

hvenær er maður stór????

Núna leigi ég mína eigin íbúð... það er engin mamma til að fylla í ískápinn... engin mamma til að spurja mig 20X hvort að ég hafi ekki alveg örugglega læst húsinu, borgað reiknigana mína.... en nei I was not there... en um daginn fékk ég mér mitt eigið vísakort... and then it struck me... Visakort... það er bara fyrir eldra fólk... ég fékk svona smátilfinningu... nei ææ ég skila því bara... ég er ekki tilbúin fyrir þetta stig! en for crying out loud fólk hefur nú fullorðnast fyrr en 23 ára aldurinn.... þannig að núna er ég sjálfstæð ung kona með VISA-kort.... og er búin að sætta mig við það að ég mun aldrei vera í "ráðagóðu krökkunum" sem ég og Ingi þráðum... en við munum kannski vera með okkar eigin útvarpsþátt "á beininu 9857" dreams can come true! :o)

staðreynd dagsins: Jóney er ekki með geirvörtur heldur spjótvörpur að eigin sögn!

quote dagsins: Berglind: "Gunna! ef við getum þessa spurningu ekki á prófinu erum við.... *þögn/hugs* ihhh amömbur!

Friday, March 11, 2005

Maður á EKKI að sofa á daginn... alltaf þegar maður ætlar að dorma í smá stund þá verður það alltaf minnst tveir tímar.... gerðist fyrir mig og bergs í gær... þannig að sjálfsögðu þegar ég ætlaði að fara sofa í gær þá lá ég bara upp í rúmi dadara....

en þegar ég fer að hugsa um það ætli ég hafi bara ekki verið svo leið að vera búin í anatómíu for good....! jább... og anatómían kvaddi mig ágætlega.... ég fékk augnkúasafa á buxurnar mínar... ég held að ég sé búin að fá flestallan þann "safa" á mig sem hægt er að fá á sig í anatómíu...síðan er bara prófið eftir.... ég er með prófdómara sem er 80+ ára... og var yfirmaður deildarinnar á undan Antal....! greyið kallinn heyrir endalaust illa og ef hann heyrir ekki og þú ert samt að segja rétt svar þá hikar hann ekki við að fella þig....einnig skiptir máli að honum líki vel við þig... shitt þannig að ég og berglind þurfum að vera algjörlega með sparilookið í prófinu og TALA ENDALAUST HÁTT!

afmælisbarn dagsins: Guðrún Bjartmarz.... innilegar hamingjuóskir á 23 ára afmælisdaginn... njóttu hans vel.... ég veit það verður ekkert djamm þar sem þú ert að fara keppa á morgun :o) en samt.... keyptu einn ís fyrir mig í leiðinni :o) *knús**knús*

kv. Gunna Dóra

Wednesday, March 09, 2005

Óskiljanlegt fólk! 

*fólk sem talar í símann með það er á klósettinu!
*fólk sem talar í símann meðan það er að "lyfta"!
*fólk sem er að glósa og yfirstrikar ALLAN textann með gulu....!
*fólk sem velur að fara á KFC en ekki american style!
*fólk sem finnst gaman að forrita!
*fólk sem fílar ekki friends!
*fólk sem finnst pizza með ananas góð!
*fólk sem velur fanta í staðinn fyrir appelsín!
*fólk sem er grænmetisætur!
*fólk sem ímynda sér hvernig það er að ríða rollu!
*fólk sem getur verið í marglitum sokkum!
*fólk sem getur verið án skójárns!
*fólk sem heldur að yngri getið unnið eldri í fótbolta!
*fólk sem getur verið í rauðum skóm og grænum sokkum við bláan/svartan búning!
og síðast en ekki síst.... *fólk sem flokkast undir kk!

kv. Gunna Dóra

Tuesday, March 08, 2005

ég og peter áttum mjög skemmtilegar umræðu í gær þegar ég var að reyna kryfja mál þeirra til mergðar! og upp úr því kemur pæling dagsins: afhverju skrifa BNA menn hi en skrifa síðan bye... peter komst að þeirri niðurstöðu að the gay community hefði örugglega verið fljótari að panta the bi word...

annars er allt gott að frétta af mér.... fór á mest intense æfingu sem ég hef farið hérna í Ungverjalandi... spiluðum við strákana í 2 1/2 tíma... og að sjálfsögðu gaf víkingurinn EKKERT eftir... það var öllum bellibrögðum beitt... klipið í rassa.... reynt að toga stuttbuxurnar eins langt niður og hægt var og að sjálfsögðu beitti ég mínu besta vopni... að flassa!

en jæja nú er maður í miðju skyndiprófatímabili og best að halda áfram...

orð dagsins: typpasigg!

kv. Gunna Dóra

Sunday, March 06, 2005

Sæll er hver í sinni trú! 

Í aldanna rás hafa trúarbrögð skipað mikilvægan sess í lífi þjóða. Trú birtist í mismunandi og mörgum myndum. Hún byggir á arfleifð og menningu hverrar þjóðar fyrir sig. Mismunandi áherslur og reglur eru lagðar fyrir hvernig iðka skal trú sína.

Trú er skoðun, sjálfstæð skoðun einstaklings. Skoðunin er byggð frá hans eigin viðhorfi, lífsreynslu og uppeldi viðkomandi og því má segja að engar tvær mannverur trúi eins á sinn Guð. Trú er mjög víðtækt hugtak. Það sem einn álítur vera eðlileg trú gæti öðrum þótt ofsatrú eða jafnvel trúleysi. Þess vegna er enginn til þess um kominn að setja mælistiku á trú og segja hvaða trú sé annarri fremri. Trú byggist á forsendum sem hægt er að rökræða fram og til baka með en hver er þar til að dæma hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Sökum þess að þjóðir heims búa ekki allar við sömu trúarbrögð leiðir það oft til ágreinings sem endar með styrjöldum. Trúarbragðastríð hafa trúlega áskapað meiri glundroða og vansæld í veröldinni en nokkur önnur stríð. Í skjóli trúar hafa verið framin hin fegurstu góðverk en að sama skapi hin mestu illvirki. Mannslífum er fórnað án umhugsunar til þess eins að þóknast Guði sínum. Grundvöllur flestra trúarbragða eru svipaður að eðlisfari þó með mismunandi áherslum en það er að ákalla jákvætt afl yfir sig og hreinsa sig af allskyns syndum sem viðkomandi telur sig þurfa. Þvílík réttlæting! Að leita huggunar í armi Guðs getur varla talist rangt. Hver sála veit hversu gott það getur verið að segja öðrum frá byrðum sínum, létta á hjarta sínu og fá þannig sálarró. Þarf endilega einhver að vera hinum megin á línunni ef maður getur talað! Þess vegna getur fólk beðið til sópa eða eldhúshellu svo framarlega sem það veitir því frið og ró... eða er guð ekki annars allsstaðar - það gæti vel verið að hann sé að chilla á eldhúshellunni minni!

Bænin er eintal sálarinnar og eintal sálarinnar er maðurinn sjálfur nakinn með hugsarnir sínar. Í hverju mannshjarta býr brot af Guði. Það er mín skoðun að fólk eigi að halda sinni trú fyrir sig útaf fyrir sig og iðka hana einir frammi fyrir sínum Guði. Hins vegar eru ýmsir aðrir á annarri skoðun en í hinni heilögu ritningu sem ég þekki stendur eftirfarandi: “Farið út og gjörið allar þjóðir heims að lærisveinum”

Ég trúi kannski ekki beint á Guð en ég trúi því að til séu slæm og góð öfl og markmið okkar með jarðardvölinni sé að þroska og auðga andann. Ég álít svo að jarðarlíf okkar sé einungis eitt ferðalag af mörgum. Smám saman öðlumst við meiri visku og verðum þar af leiðandi betri menn fyrir vikið.

Trúið því sem þið viljið trúa en trúið fyrst og fremst á ykkur sjálf því sæll er hver í sinni trú!

Heilræði dagsins er í boði mömmu... hún kennir manni margt annað en að forðast morðingja og nauðgara! :o)

Trúðu á tvennt í heimi,
Tign er æðstu ber.
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.

kv. Gunna Dóra

Saturday, March 05, 2005

Það er eitthvað svo sjarmerarandi við nýfallinn snjó... að sjá tréin bugast af snjóþyngslunum... jább það eru fleiri en mennirnir sem bogna og bresta við álag lífsins... það sem mér finnst hvað heillandi við snjóinn er hvernig marrar og ískrar í honum þegar hann þrýstir saman undir skósólanum.... jább en þrátt fyrir fegurð snjósins fylgja honum einnig vandkvæði andlega fyrir mig.... jább nebbla þegar ég nota snjóinn sem viðmið um hversu hvítir skórnir mínir séu tapa ég alltaf.... and I don't like losing! einnig ef ég lít tilbaka tek ég alltaf eftir því hversu útskeif ég er.... já en batnandi útskeifu fólki er víst best að lifa!

orðið snjóþyngsli minnti mig á mína bernsku... ætli Ingi og ég höfum ekki verið svona 10 ára þegar ég varð veik fyrir stafsetningaprófið mitt.... Ingi fer í það og sem góðum vini sæmir kom hann og heimsótti mig í veikindum mínum... Ingi byrjaði að segja mér frá prófinu þar sem þetta orð hafi komið fyrir... Ingi var svo hreykinn af sjálfum sér fyrir að skrifa það rétt og vera síðan svo góður vinur að kenna mér það... já Gunna það er Y og eitt N útaf það er komið af þungur...:o)

ég mun alla tíð vera honum Inga mínum þakklát fyrir að hafa fengið 10 á þessu stafsetningaprófi... hvar væri ég nú ef ég kynni ekki að skrifa snjóþyngsli!

kv. Gunna Dóra

Það er allt á bólakafi í vorinu hérna í Ungverjalandi... djöfull er maður blindur... kemur einn "ágætur" dagur og maður hoppar að kæti og FULLYRÐIR að vorið sé komið... annað kom sko á daginn.... annars er ætlunin að eyða deginum í TB og reyna læra nýrnalífeðlisfræði

quote dagsins á Kristín Bára... við vorum í dönsku í 9. bekk í Való sem er nú eitt af leiðinlegustu fögum sem hægt er að læra... allavegana og kennarinn spyr hana "hvað þýðir bibliotek" eitthvað vafðist þetta fyrir Kristínu Báru og hún hikar og þá gefur kennarinn henni hint "það er þar sem María vinnur" jább... nú var svarið komið... það er himnaríki....:o) ég meina María mey er í fulltime job í himnaríki.... en það vill svo til að bókasafnsvörðurinn okkar í þá dagana hét einnig maría....coincidence? I don't think so.... en stór + samt fyrir Kristínu Báru að hafa notað lógíkina! :o)

kv. Gunna Dóra

Friday, March 04, 2005

Stolti hrokafulli Íslendingurinn 

jább... ég er búin að komast að því að það er AFSKAPLEGA þunn lína á milli þess að vera stoltur eða hrokafullur... íslendingar eru án efa sú þjóð sem telur að allt sé best í þeirra heimalandi og er ég þar engin undantekning... ég hef sjálfri mér komið mest á óvart með sterkri þjóðerniskennd! en sá lengi lærir sem lifir!

Sem dæmi má taka að móðir mín fær oft útlendinga í heimsókn og þá er nottla öllu því besta borið fram á borð fyrir heiðursgestina... eitt sinn vorum við að borða lambalæri með öllu tilheyrandi og sagði mamma t.d. að við ættum besta lambið,besta hrásalatið og að malt&appelsín væri sá drykkur sem bestur væri að skola þessu niður með... þetta þótti mér og föður vera heldur hjákátlegt og heldur krúttlegt hversu sterka tilfinningu mamma hafði fyrir þessu!

oft hafa íslendingar verið að hreykja okkur af vatninu sem er að sjálfsögðu besta vatn í heiminum og var þá uppi fótur og fit er við komumst að því að rannsóknir frá WHO sýndu að vatnið okkar væri ekki með rétt sýrugildi (pH). Auðvitað fóru þeir með rangt mál að mati stórþjóðarinnar Íslands því við vitum það manna best að við eigum besta vatn í heimi!

ég verð alltaf jafnreið þegar ég er að lesa um Skandinavíu að oft á tíðum er ísland ekki upptalið þar á meðal... ég meina þjóð sem hefur 290.500 íbúa,engan her og aldrei tekið þátt í HM í fótbolta hver þekkir hana ekki... ætli íslendingar séu ekki bara litlir dvergar á powertrippi!

það dæmi sem mér er kannski nærtækast er þegar fólk er að tala við mig um dvölina og skólann í Ungverjalandi... hvort námið sé hérna úti sé jafngott og heima... eftir að hafa reynt þreytulaust að reyna réttlæta mitt nám hef ég loksins gefist upp... ef fólk spyr mig núna svara ég þeim oftast í háði eins og "neineinei... við lærum bara um aðra hverja æð og bara 4 heilataugar" því mér finnst þessi spurning einungis eiga skilið hæðnissvar...

er fólk virkilega þröngsýnt að halda að einu löndin sem framleiða "góða" lækna séu vestur-evrópa!???ef ég fer með rétt mál er forfaðir læknisfræðinnar Hippokratus og ekki var hann frá Skandinavíu! en ætli það sé ekki hið óþekkta sem vekur upp vafasemdina... vafasemdina hvort að læknaskólar sem hafa verið starfrækir í um 100 ár og hafa haft kennara á borð við menn sem hafa unnið til nóbelsverðlauna séu nógu góðir skólar?

ég er ALLS ekki að segja að kerfið hér í ungverjalandi sé gallalaust believe me það má bæta það til muna... en öll kerfi hafa sína kosti og sína galla... það er bara allra að ákveða hvað hentar þeim best og er ég ekki vafa að ég hafi valið besta skólann fyrir mig....

ætli það sé ekki þannig að þegar maður stendur hinum meginn við borðið og aðeins lengra en í hringamiðju íslands... þá sér maður að Ísland er ekki nafli alheimsins... það er ÖLLUM sama um hvað gerist á íslandi, hvort að hurð hafi fokið upp á suðurlandi... eða ekið hafi verið á kind í vestur-skaftafellssýslu!

vá ég ætla að enda biturleikann hér.....og spurja... hvað eru mörg best í því?

kv. Ísland best í heimi!

vorfagnaðurinn er í hávegum hafður... það er bara allt hvítt úti...

í þessari dvöl minni í ungverjalandi hef ég lært margt af "útlendingunum" ég hef t.d. aldrei spáð í það að allar hurðir eiga að opna út en ekki inn útaf eldvarnarsysteminu.... það er algjörlega á skjön við fullt af hurðum hér... það meikar engann sense að ef fólk sé að reyna ryðja sér leið út úr eldi að hurðin eigi að opnast inn.. ?

pæling dagsins: afhverju byrjuðu konur að ganga í G-streng...?afhverju gengur maður eila í nærbuxum in the first place...?!

kv. Gunna Dóra

Wednesday, March 02, 2005

jábbs.... í gær var mér auðveldað lífið til muna... mér var bara skutlað út í búð og tilbaka...munur þegar gæludýrið (ég) fæ að fara með... bogs&begs voru að kaupa sér eðalkagga... síðan skiljast leiðir í búðinni því ég vil oft eða löngum tíma í mjólkurafurðarekkanum... og þar hitti ég strák úr skólanum mínum... og ég fer eitthvað að spjalla við hann og segi "ohhh I hate to shop it is so boring" og þá verður hann geðveikt alvarlegur og segir "yes is that because u are lonely?!" ihhhh ha... um hvað ertu að tala... neinei... bara mér finnst leiðinlegt að verzla...

ég kaupi mér oft kefir sem er súrmjólk! síðan var ég afskaplega glöð um daginn þegar súrmjólkin mín kom í drykkvænum umbúðum... þannig að að ungfrú.sparsöm tók þetta með sér í tíma.... síðan kemur einn strákur til mín og spyr mig hvernig í ansk. ég gæti drukkið þetta! ihhh þetta er súrmjólk... og næsta spurning var "ertu úr sveit?" ihh nei... "já nebbla að bara sveitafólk drekkur þetta stuff beint úr kúnum" ég er nú ekkert vel að mér í ferli súrmjólkur eða annarra mjólkurvara þannig að ég þagði bara!

í gær tók ég hinn rosalegasta 100m sprett sem sögur fara af í borg debrecen.... jább síðasti tramminn var að fara ég hljóp eins og antilópa... þegar ég kom í trammann byrjaði ég að sjá rauðar doppur.... ég er bara fegin að það leið ekki yfir mig eins hér um árið í þristinum og gömul kona bauð mér sætið sitt.... talking about embarrassing moment of life!

kv. Gunna Dóra

vá hvað ég græt alltaf af síðasta friendsþættinum... it's like an end of an era!

ekkert furðulegt búið að gerast í dag.... þannig ekkert að skrifa um :o)

kv. gunna dóra

Tuesday, March 01, 2005

úff... surprise surprise að ég lenti í vafasömu atviki áðan.... og alls ekki pleasant surprise

ég var s.s. á handboltaæfingu áðan... þessari einu sem ég fer á viku.... jæja ég ákvað að sýna hinn sanna ungverja í mér og fara inn á klósett til að snýta mér þar sem að sjúga upp í nefið er helber ósiður hér í landi.... jæja ég fer inn á KONUklósett... opna hurðina og stendur þá ekki nema bara gaur og er að fróa sér... ég lokaði eins fljótt og ég gat og sagði afsakið.... síðan fer ég nottla sjokkeruð aftur bara inn á völl ósnýtt by the way.....

síðan kemur gaurinn bara fram aftur eins og ekkert hafi í skorist.... hef oft séð þennan gaur áður... hann spilar með karlaliðinu en kemur oft fyrr á æfingar og horfir á okkur-og nú veit ég afhverju... hann horfir á okkur og fer síðan inn á KVENNAKLÓSETT til að skemmta sjálfum sér... jakkí.... ég kýs það að vera ósnýtt á handboltaæfingum hér framvegis...

annars er ég orðin svo kvefuð og sem vel alið upp barn er ég alltaf að snýta mér og er orðin ekkert smá rauð á nefinu og vantar sáran júgursmyrsl... ég ætti kannski að spurja fróarann (eins og hann verður hér með kallaður) hvort hann eigi vaselín... hann er líklegur!

jæja farin að sofa.... á deit við bókasafnið kl 9 á morgun....!

kv. Gunna assistant masturbateR

This page is powered by Blogger. Isn't yours?