<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Tuesday, May 31, 2005

Iceland 

jább þetta blasti við mér þegar ég gekk framhjá palma í kvöldsælunni... íslenskir fimleikamenn lentir í stórborginni debrecen til að taka þátt í evrópumótinu... kannski maður skelli sér og horfi á nokkra sæta fimleikamenn sem eru víst allir 160cm á hæð...

annars var ég frekar heimsk í gær... ég hef aldrei farið á neitt fimleikamót.... hef bara bölvað þessu helvítis fimleikapakki þegar það er að bögga okkur "alvöru" íþróttafólkið útí gróttuhúsi ;o) en ég spurði... "hvetur maður á svona mótum" .... ihh þau bara já... maður klappar ef einhver gerir vel... ;o) ihhh nokkuð augljóst... en ég meina oft í handboltanum þá öskrar maður "kemur næst" ef eitthvað gengur ekki alveg eins og skyldi... æææ hvað veit ég... mig langaði doldið að vera hooligan í alltof stuttum bol og alltof drukkin... en ég held að það sé útúr myndinni....

skordýr hafa tekið yfir hérna í debó... stærsta fluga sem ég hef séð á ævi minni beið mín þegar ég fór í sturtuna í gærmorgun... slík var stærðin að hún náði næstum upp í svitalyktaeyði.... síðan vaknaði ég í mína venjulegu "pissaumnóttferð" og þegar ég kveiki ljósið sé ég þessa brjáluðu hreyfingu í loftinu... þá er HUGE könguló og moskító að chilla saman í loftinu... drap bæði kvikindin með köldu blóði...... ég sofnaði ekki alveg strax við hræðslu að fá lifandi skordýr upp í mig í miðjum svefni!

þótt ótrúlegt megi virðast ætla ég að trítla upp í skóla...
myndir.....

kv. Gunna Dóra

Monday, May 30, 2005

syngjandi sæll og glaður..... 

ég hef aldrei skilið þann ávana að syngja í sturtunni... aldrei hefur sú óbilandi löngun komið upp í mér... annars var ég í sturtu í dag... og allt í einu er hurðinni hrundið upp og þá var það andri að ná í þvottinn... ekkert smá heimilslegt ;o) lítil von kviknaði að hann myndi rífa sturtuhengið niður.... en nei hann fór bara aftur út... og ég hélt áfram að baðast...

ég er bara ekki frá því að allur þessu hiti skilji mann eftir í móki og maður hættir að hugsa skýrt... það er nokkuð ljóst að hérna upp í herbergi hjá mér er eitt súrefnismolecule í loftinu sem ég og ÖLL hin skordýrin inni hjá mér rífumst um....

leiter
kv. Gunna

Sunday, May 29, 2005

Blóðleysi 

jámm... ég held barasta að ég sé orðin blóðlaus... svo eru HELVÍTIS moskítóbitin... þær elska mig og vita ekkert betra en að narta í smá Gunnu... þannig að ég klóra mér og klóra sem er ekki gott... því í leiðinni er ég að klóra burt nýafstaðinni vinnu í sólinni...

í gærkvöldi háði ég hatrammlega rimmu við HROSSAFLUGU! oj bara oj bara oj bara ullabakk!
Var nú hálfstolt af mér að gera það alveg sjálf því fyrir nokkru hefði ég öskrað á mömmu eins og ég væri hálfdauð...allt sem drepur mig ekki styrkir mig...þrátt fyrir að á tímabili hafi ég nú verið nærri dauða en lífi þegar hún nálgaðist mig óðfluga með sínum löngu fótleggjum... kannski er þetta eitthvað sálrænt... ég er líka hálfhrædd við kvennfólk með langa fótleggi... sumar eru þannig að mjöðmin á þeim nær mér TJA svona á brjóstum... ef ég væri með hár á ristinni þá liti ég út eins og hobbiti við hliðina á þeim....

lag dagsins: í grænni lautu þar geymi ég hringinn sem mér var gefinn og hvar er hann nú?
já það sem maður gat nú skemmt sér við að leika þennan leik...

ég kom sjálfri mér á óvart í gær.. var að tala við eina stelpu í gær meðan ég sat úti og spókaði mig í sólinni... hún spyr mig hvort að ég noti ekki sólarvörn.... ég horfði á hana og hló... nei elskan ég er íslendingur... ég nota olíu... WHY er ég ekki komin með olíuna... þannig að ég tek olíu með mér í T í dag.... trúi ekki hvað ég er búin að nota marga sólardaga OLÍULAUS!

kv. gunna dóra

Friday, May 27, 2005

Naked Fridays... 

þvílíkur og annars hiti hefur ekki fundist í háa herrans tíð... djísus 30°stig og ég inni að læra... finnst það skandall að ég megi ekki vera á bikiníinu að læra inni á bókasafni... prófa að koma nakin á morgun til að fagna fríðleika hins mannlega líkama.... ég ætti kannski að ganga í svona nakinnamannaklúbb þar sem allir koma saman naktir inni í skógi og dunda sér eitthvað saman.... það er hrikalegt að fá engan lit á mallann útaf hlírabol...

annars er ég búin að eignast fullt af ungverskum vinum undanfarið... gamalmenni ungverjalands elska mig... me and them... like this... ég fór og keypti blóm handa beggu og bogga um daginn... í litlum kofa var elsta kona ungverjalands... sveimér þá ef hún var bara ekki eldri en heimsbyggðin sjálf... greyið staulaðist um að fiffa þessi blóm fyrir mig... eftir að hafa borgað henni þá gaf ég henni 200ft í tipp sem eru tæpar 70krónur íslenskar... hún tók í hendina á mér og þakkaði mér innilega fyrir og heimtaði að gefa mér aukablóm nú fyrir þessa annars rausnarlegt framlag mitt til hennar...

jæja ég ætla að fara klára að læra það sem ég setti mér fyrir daginn... enda ekki nokkur leið að ég sofni í þessum hita... sweating my ass off...

kv. Gunna Dóra

Wednesday, May 25, 2005

ég bara get ekki hætt að horfa á brjóstin á mér......

komin með þetta myndarlega hlírabolafar ... úff það er svo gaman að sjá línuna... síðan set ég hendina við brjóstið... og VÁ ég er að verða brownie brownie.... superficial materal girl...

kv. Gunna Dóra

Tuesday, May 24, 2005

masta brotha... 

Borgþór er krúnurakaður og er eins og nýnasisti... humm... kann nú betur við manninn með hár... þannig er nebbla mál með vexti að hann og þengill voru í veðmáli... þengill að léttast og boggi að þyngjast fyrir ákveðna dagsetningu... veðmálið var á þann máta að ef boggi næði ekki tilsettu takmarki myndi hann krúnuraka sig en Þengill þyrfti að vaxa á sér bringuna... :o) Svo kom á daginn að Borgþór þurfti að lúta í lægra haldi fyrir vigtinni... eitthvað misskilur borgþór þó nýju klippinguna því oft á tíðum koma frasar eins og mastah brotha og jójó wazzup in da hooda!

Strax komnir túrverkir í sambúð mína og andra... ískyggilega mikið af dömubindum hefur horfið frá mér síðastliðna daga... gruna ég þar andra um gæsku... maðurinn er víst mikið fyrir konur með dömubindi og orðið á götunni segir að hann þefir þær uppi bókstaflega...

Heyrst hefur að Elma hafi loksins komist í kynni við stripparann sem hún reyndi stöðugt að klæða úr að neðan en gekk brösulega... í dag er ástæðan kunn... maðurinn var með aflituð punghár... sögur herma að fyrrverandi vinnuveitandi sagði að aflituð hár myndu glóa betur í myrkri og draga kvenfólk að eins og moskítóflugur... elma er sögð líka vel við þennan nýja feng.. og prísa sig sæla yfir aflituninni enda í stíl við hennar háralit...

hummm... kannski aðeins of mikil biochem!
kv. Gunna Dóra

Britney elskan... 

jább... í dag eigum við Britney ársafmæli... fyrir ári... héldum við íslendingarnir vestur í víking til að fara á tónleika með Britney... djöfull líður tíminn...

annars er mér það óskiljanlegt hversvegna fólk á 3-5 tegundir af sjampói í sturtunni... vanalega á ég nú bara eina tegund og það hefur nægt mér hingað til... eða með yfirstrikunarpenna... björg kemur ósjaldan með 4 NÁKVÆMLEGA eins gula yfirstrikunarpenna... furðulegt

æææ.... ég er orðin smá brunnin á bringunni... 30stig í dag og ég inn á bókasafni.. saur.. chilluðum samt í sólbaði í klst... ég væri sko orðin brownie brownie ef ég hefði verið úti í allan dag...

quote dagsins...: Á Tóta a.k.a. Kannan...
Bjartur við Tótu: Tóta ertu ekki þyrst? Nei ég var að þamba 2 kaffibolla áðan útaf þorsta...! enginn nema Kannan drekkur kaffi við þorsta :o)

kv. Gunna Dóra

Saturday, May 21, 2005

heimilislegt segiru? 

jább... svona þegar nær dregur prófin flykkjast ungmenninn inn á bókasöfn bæjarins í von um að þrykkja inn vitneskju sem þarf til að ná prófunum... oft er þá þröngt um manninn og þegar annar hver maður er ungverji er varla hægt að læra fyrir ólátum... því þeir þurfa nú að snýta sér hátt og snjallt og mætti halda að þar væri mælikvarðinn á karlmennsku... líkist þetta oft meira hljóðfæraleik en horhreinsun...

annars lenti einn ónefndur aðili í frekar óskemmtilegri reynslu í dag... nú skulum nefna hann Yngva... hann sofnaði fram á borði í Kossuth.... brátt byrjaði slefið að leka í stríðum straumi niður munnvikin og ekki rumskaði Yngvi enda fátt annað betra að sofa þegar maður á að vera læra... jæja þegar hann rumskar er slef ávið Þingvallavatn komið á borðið... undirrituð gerðist svo góðhjörtuð að bjóðast til að ná í klósettpappír... fyrst bauð ég honum nú dömubindi... slíkur var slefpollurinn....

quote dagsins: Andri við Kára sem við ætluðum að hitta út á trammastöð!
"Ég kemst ekki alveg strax... ég þarf að pissa fyrst..." já Andri því það tekur svo langan tíma... !
quote dagsins2: Kári: Djöfull væri flott ef rónarnir væru með iPod til að chilla með á daginn!

Yndi þessir drengir ;o)

kv. Gunna Dóra

Thursday, May 19, 2005

burning down the house 

sweet b. jesus... ég var næstum því búin að kveikja í húsinu... þannig er mál með vexti að það er ekkert heitt vatn í húsinu.. maður vanur að kveikja á rauðu og VOLLA þá kemur heitt vatn... en nei... hér á bæ þarf maður að kveikja á einhverju gasshitti... þannig að Andri og ég fórum að grúska... jújú það kom einhver logi en ekki kom hitinn...

síðan kem ég heim í kvöld... enginn andri.... það er ekki hægt hvað ég get verið myrkfælin... í hvert skipti þegar ég heyrði þrusk og brak var ég hræddum að nú væri sko POTTÞÉTT kominn annað hvort nauðgari en morðingi inn til mín eða bara ekki bæði... svona til að vera örugg þá fór ég niður og læsti og asnaðist við að fara inn á bað að reyna fikta í þessu... færði og hristi takkana þangað til að þessi HUGE blossi kom.... ég ákvað að bíða með þetta þangað til Andri kæmi heim... jæja loksins er heita vatnið komið... og húsið stendur ennþá á sínum grunni óbrunnið til allra hamingju...

litli álfur kominn úr aðgerðinni... með svona skerm um hausinn.... shitt... ef hundur er svona lítill þá er nú engin smá þyngsl að vera burðast með einhvern skerm...

sauðbínumove dagsins: Berglind að kunna hvorki að downloada lögum né að hlusta á þau ef ég downloada þeim fyrir hana...

hummm andri er farinn í sturtu... kannski ég joini hann...múhahahaha

kv. Gunna Dóra

Veðurfréttir verða næst sagðar....... 

jább... óveður skollið á í Debrecen... varð rafmagnslaust í Debrecen í gær... ég og boggi létum það nú ekki á okkur fá og fórum engu að síður út í storminn meðan ungverjar héldu sig inni til... og voguðu sér ekki út í rigninguna... VIÐ HÖFUM SKO SÉÐ ÞAÐ VERRA! smá vindur.....

björg er búin að lofa mér því að ef hún fær 2 í einhverju fagi mun hún snoða sig...jább... brún í framan en með skjannahvít höfuðleður mun hún líklegast líta út eins og glans penis.... nú reyni ég að taka í hana sem flestar pásur upp á bókasafni...

appearantly lít ég út eins og blaðburðamaður.... nágranni minn skipaði mér í gær að fara með blöð í póstkassann því god forbid að hann geri það í þessu úrhelli í gær... ég meina hann var nú ekki með regnhlíf... ég varð frekar pisssssst.... mér er alveg sama þótt þessi blöð rigni niður... ekki mun ég lesa þetta á ungversku!

quote dagsins: Jóney: ef þú setur mig niður með mongólíta þá gæturu ekki séð muninn á mér og honum (með fullri virðingu fyrir mongólítum frá okkur báðum)

kv. Gunna Dóra

Wednesday, May 18, 2005

Ertu þá farin! 

jább ég er flutt... komin í gamla herbergið hennar Bjargar... djöfull er leiðinlegt að pakka öllu ofan í tösku og pakka því svo aftur upp... en ég er víst orðin snillingur í því og Borgþór og vanur að bera töskur upp og niður.... kannski maður byrji að kalla hann Bogga Massa

annars er stefnan tekin upp á bókasafn og þarf að sitja lengi við fyrst að allur gærdagurinn fór í að brjóta saman föt og raða.... mætti halda að einhver Ernugen hafi tekið detour og hoppað í mig!

Erum við Andri og Hanna búin að ákveða að í viku hverri verður naked Tuesdays... til að hafa þetta svona doldið líbó.....komi þeir sem vilja..

kv. Gunna Dóra

Monday, May 16, 2005

djísus in a hoho..... 

getur einhver rétthentur maður ýtt á space með vinstri og samt skrifað jafnhratt....???

ég er búin að borða endalaust mikið í dag... fyrst boðið í SS partý hjá helga í hádeginu... síðan gúllas hjá mestu yndiskonu ever... ági snyrtikonu.. og það sem er búið að vera borðað... sjæse...

shit það er ekki hægt hvað ég er forvitin... ég fór í bað í gær... setti tölvuna á þvottavélina og var bara að hlusta á tónlist... síðan allt í einu kemur svona msn hljóð... og ég nottla VARÐ að sjá hver væri að tala við mig... Ingi... ég sagði honum að ég væri í baði... ERTU NÚNA Í BAÐI! forvitnin er að drepa mann...

fact dagsins: Berglind verður fyrir heimilisofbeldi......... frá moskítóflugum

quote dagsins: Pabbi að senda mér email... og kvittar síðan Papa Dog... hehehehehehehe YNDI

kv. Gunna Dóra PapaDog

Saturday, May 14, 2005

föstudagurinn 13. er YNDI 

aldeilis elskulegur dagur í gær....

hann byrjaði nú ekkert æðislega.... læra undir verklegpróf sem er ekki mín sterkasta hlið... jæja síðan átti að tilkynna úrslitin úr biochemkeppninni sem var háð fyrir nokkrum vikum.... sökum þess að ég taldi mig nú ekki eiga mikla möguleika að vinna eitt né neitt mætti ég ekki einu sinni á "verðlaunaafhendinguna" Guess fokking what... ÉG VANN! finally hefur keppnisskapið til margra ára fleytt mér áfram í heimi skólans... ekkert skriflegt biochempróf... jibbí kóla....en dagurinn var ekki búinn... sjæse... þetta litla verklega próf gekk eins og í sögu... ég fékk jokerinn sem þýðir að ég má ráða hvaða tilraun ég geri... ég var bara lukkunarpamfíll í gær ;o)

þannig að sjálfsögðu þurfti maður að fagna þessum "stórsigri" fór ég aðeins út.... fórum á genius þar sem voru "dansarar" upp á palli.... (já ekki hanna og ég) það hallærislega við það voru 3 stelpur og einn strákur.... stelpurnar voru allar á brjóstunum og á G-streng en strákurinn var ber að ofan og í buxum.... mér og elmu fannst nú að okkur vegið og reyndum hvað við gátum að koma gaurnum úr buxunum.... það gekk frekar brösulegt og tókst bara EKKI! þetta jaðrar bara við kynjamisrétti... hrrrrmppppfff!

quote/move dagsins: ónefnd vinkona sendi mér sms.... "Gunna! ég var að kúka flotkúk" ég varð nottla að hringja til að fá að vita hvað FLOTKÚKUR er.... flotkúkur er s.s. kúkur sem ekki er hægt að sturta niður og flýtur bara í klósettinu.....!!! þessar vinkonur :o)

kv. Gunna Dóra

Friday, May 13, 2005

Verzló.... 

mín var ekkert smá undrandi þegar hún rann yfir netbankann sinn... Verzlunarskóli Íslands 8.800 kr.- í skuld... ég varð nú doldið agndofa því ekki mundi ég eftir því að hafa stundað nám við þennan annars ágæta skóla í 3 ár... 3 árum seinna er ennþá verið að reyna féflétta mann...

Það munaði ekki miklu að ég hugsaði... jæja ég borga þetta þá bara en vegna bágrar fjárhagsstöðu ákvað ég að reyna fá botn í málið.... kom í ljós að þetta var gíró sendur á alla gamla verzlinga til að reyna fá þá til að kaupa bókina Verzlunarskólinn 100 ára.... hummm ekki mjög líklegt....ég kýs frekar að nota minn pening í að kaupa næsta ástmann sem mun hafa heitið Röðull Robbins....

kv. Gunna Dóra

Wednesday, May 11, 2005

vertu maður með mönnum! 

jább... eitthvað leist vinstriaugabrúninni minni vel á alanis morissette... sló taktinn allan tímann... hætti skyndilega þegar coldplay byrjaði... jább... hún hefur sinn smekk þessi vinstri!

litli álfur að fara í aðgerð... jább allt að þessum litla hundi... alltaf með sýkingu í auganu... þarf að gera við það... og svo annað eistað sem neitar að koma niður... hef ég heyrt að þetta sé eitthvað genetísk þarna á rassgati utca! annars er það nú bara eðlilegt að það vilji ekki síga niður... þar með myndi þyngdarpunkturinn færast ansi neðarlega fyrir svona lítinn hund!

kv. Gunna Dóra

Monday, May 09, 2005

good old times 

sá var tíminn að ég gekk ekki út fyrir hússins dyr nema áð fá mér cheerios... svona oftast 2-3 kúfaðar skálar... slíku magni gat maginn minn torgað léttilega... í dag telst það mjög gott ef ég gríp með mér súrmjólk á leiðinni út á bókasafn... maginn minn hefur svo sannarlega beðið ýmsa tilfinninga sem og líkamlega hnekki hér í ungverjalandi.... en í dag var tími magans runninn upp á ný... ég hitaði mér pizzu... síðan kom hugsun sem ég hef ekki haft lengi.... ÉG GÆTI SKO ALVEG BORÐAÐ AÐRA! og í þetta skipti var sko enginn valkvíði... jább ég gefst sko ekki upp fyrir matnum... i'm back on track people!

Move dagsins:einu sinni fórum ég og erna í ísbúðina í hádeginu í verzló... ég keypti og borðaði í einum grænum... erna var ennþá með sinn þegar við komum inn... eitthvað þurfti erna að græja sig og bað mig að halda á ísnum... þegar hún lítur upp aftur... er ég búin með hann...! Úpps.......... :o( en í alvörunni hélt ég að hún vildi ekki meira af honum.....:o) erna var ekki sátt!

quote dagsins: Halldóra á ég að fá mér doritos.....10 mín hugs..... halldóra hvernig doritos á ég að fá mér..... 10 mín hugs.... á ég að taka það í bíóið..... jább Gunna hugsar sko alltaf um vömbina!

kv. Gunna Dóra

Ég hata krem með glimmeri..... ég get ekki gert upp hug minn hvort ég eigi að láta í mig tíkó og hlusta á spicegirls... eða fara í uppáhnéhælaskóna og fara út á horn.....

hjálp... ég heiti Guðrún Dóra og ég er haldin valkvíða!

kv. Gunna Dóra

Sunday, May 08, 2005

Tregða 

Faðir minn var ekki paránægður yfir fáfræði minni á löndum heimsins... fékk ég það beint í æð að Isle of Man er rétt hjá Englandi og þar voru þýskir hermenn "geymdir" þar eftir stríðið... kannski að fáninn sé með 3 fætur vegna þess að þeir voru alltaf að reyna flýja... hver veit....

jæja próf á morgun... ég er búin að vera lesa eins og crazy maniac ... inntaka námsefnis hefur þó ekki verið í samræmi.... það tekur svona klst að lesa eina bls og þá KANNSKI ef ég er heppin skil ég nokkurn veginn hvað er verið að tala um....

Jóney Rún Reynisdóttir er án efa sú manneskja sem er með flestu nickname-in hérna úti...og alltaf að bætast í safnið

-Jónsa
-Johnisland pimp
-Jójó
-Snúður
-pimpið
-ionisland
og nú nýjasta Lucy Pimp

skemmtileg nöfn... hún ætti kannski að fara íhuga að taka Pimp upp sem ættarnafn!

kv. Gunna Dóra

Friday, May 06, 2005

Hönkið og útvarpsstjarnan elías ingi að taka þátt í djúpu lauginni í kvöldið.... ekki slæmur kostur þar á ferð.... ég myndi tvímælalaust velja hann enda drengurinn með eindæmum ljúfur..... :o)

ungverjar eru stundum doldið fyndið fólk... í dag fórum veiga,eddie og ég á palma... fengum okkur að borða og svo einhvern jummídjummí ís í eftirrétt.... eitthvað hefur sá sem gerði ísinn misskilið hvernig skraut á að líta út því að ísinn hans eddie var með arfa! jább skordýraétnum arfa sem kórónaði ísinn... viðkomandi reyndi ekki einu sinni að velja almennilegan arfa sem var ekki hálfétinn....

Var að pæla í flöggum í gær... guð minn góður hvað maður þekkir fáa fána... það er varla hægt að læra þessa afríkufána... en þeir mega þó eiga það að þeir eru mjög creative... eitthvað annað eins og í evrópu... líta allir eins út... bara í mismunandi litaröð...... annars er ég mjög fegin hvað íslenski fáninn er simple... maður verður nú að geta teiknað sinn eiginn fána... ég gæti ekki teiknað t.d. þennan fána til að bjarga lífi mínu.... manni fannst nógu erfitt að teikna íslenska fánann þegar maður var lítill.... ekki nóg með að þessi fáni er hrikalegur... hvað er að gerast með nafnið!!!

quote dagsins: Ef ég væri dýr væri ég maur!

kv. Gunna Dóra

Thursday, May 05, 2005

djísus... þvílíka og aðra eins rigningu hef ég aldrei áður.... og að sjálfsögðu þurftum ég og berglind að ganga út í hana því við vorum að fara í próf.... á nokkrum mínútum varð ég orðin blaut í fæturnar ÁN ÞESS AÐ STÍGA Í POLL! slík var rigningin... ég kom í prófið og var svo blaut að ég gat undið buxurnar...

annars ætla ég að óska honum Borgþóri til hamingju með nýju skúringargræjuna... sjaldan séð kappann jafnánægðan :o)

jæja farin að horfa á meet the fockers!

kv. Gunna Dóra

Wednesday, May 04, 2005

Einn lést í flóðum í austurhluta Ungverjalands
Einn maður lést þegar skyndiflóð skullu á í bænum Mad í austurhluta Ungverjalands í dag, en miklar rigningar höfðu verið á svæðinu, að sögn embættismanna.
Mad er um 220 kílómetrum fyrir austan Búdapest, höfuðborg landsins, en úrhellisrigning sem stóð yfir í minna en klukkustund olli flóðinu

úpps.. það er úrhelli úti.... er ég ekki í austur-Ungverjalandi... sjæse...

kv. Gunna Dóra

Tuesday, May 03, 2005

Rauðahverfið í Debó 

jább... í hitanum sem hefur skollið á hefur margt skotið upp kollinum í leiðinni... ókeypis klám rétt hjá mér... ungverjar finna nebbla fyrir mikilli og sterkri þörf fyrir að sýna að þau séu í sambandi.... ósjaldan sér maður stelpur sitja klofvega í fanginu á stráknum og svo upp í hvort öðru að manni verður flökurt.... já þessa sýn langar mann ekki að sjá.... ástfangin pör hrannast nú í garðinn í skjóli myrkur og stunda þar klámleiki að verstu gerð......

t.d. áðan var ég að ganga upp í TB... allt orðið dimmt og ég geng fram hjá einum runna... þá er fólk að stunda kynlíf.... ég gekk framhjá í sjokki.... er samt búin að taka þá ákvörðun að ef ég lendi aftur í þessu ætla ég að stoppa - grúfa mig inn í runnann og hlægja af fólkinu... MÚHAHA!

quote dagsins: Þegar Peter var blocka sólargeislana meðan ég spókaði mig í sólbaði
"Peter! U should never stand between the sun and icelandic people"

kv. Gunna Dóra

Monday, May 02, 2005

húff heppin ég! 

Fyrir eftirfarandi er ég afskaplega þakklát

1. Að vera ekki með frjókornaofnæmi...
2. Fá ekki brjálæðistúrverki....
3. Fá ekki mígreni....
4. Sæta ANSAgaurinn með flotta gallabuxnapunginn!

jább... það er margt sem maður getur þakkað fyrir í hitanum og sólinni í Hungary

Quote dagsins: Joey
Also I'm thankful for thongs!

kv. Gunna Dóra

27! 

já nei þessi tala gefur ekki til kynna hversu oft ég hef farið úr að ofan á skemmtistöðum debrecenborgar!

nebbla í dag er 27°C hiti úti... nærri því ólíft og fyrir lítinn saklausan íslending þá er það aðeins of heitt bæði til að vera inni sem og úti.... við slíkt hitastig á maður einungis að vera staddur á strönd.....léttklæddur í blaki við fyrrverandi spánarmeistara eða þá í BRJÁLUÐUM eltingaleik...

Ég sit inn á Kossuth að læra biochemiu.... ekki gaman... sjæse ég hlakka ekki til í Júní... maður sér fram á bikiní inn á Kossuth!

kv. Gunna Dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?