<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Wednesday, August 31, 2005

er búin að vera ansi þreytt undanfarið... kannski vegna þess að ég er ennþá að jafna mig eftir 100m sprett dauðans á háum hæl... neibb og það var ekki verið að reyna nauðga mér... ég var að reyna ná í bíl... það var lífsins ómögulegt að ná í leigubíl eftir stuðmannaballið mikla þannig að guðrún dóra tók sig bara til og hljóp einn almennan þegn uppi og bað hann um far... hann var svo impressed af þessum spretti að hann hikaði ekki við að stoppa og rúnta með okkur um bæinn... jebb I know how it is done....

kv. Gunna Dóra

Friday, August 26, 2005

drápvélin með völu matt 

mín byrjuð að drepa geitunga í tugatali með blaði af völu matt.... eitthvað eru gamalmennin hrædd við geitunga... ég hræðist nottla ekkert nema hrossaflugur og óbjóðins moskító hljóp um deildina og slá heljarhöggum á röndóttu kvikindin með miklu árangri...

var að keppa á rvkopen síðustu daga... árangurinn hefur heldur legið á sér og hefur sjálfsálitið heldur betur hrunið svo hratt niður að mín er byrjuð að drekka í miðjum klíðum... þannig er mál með vexti að ég er búin að vera gríðargóð vítaskytta í liðinu... síðan komst ég af því rétt fyrir leik að ég var með vodkapela í töskunni mín og ákváðum ég og saga að smyrja vel af vodka á mig svo að það fyndist nú vel lyktin þegar ég kæmi inná... ekki fékk ég að taka vítí... DOMMMMMARRRRIII jeg skall takla þletta víti... helgi rafn hefði verið ánægður með mig.... ætli maður fá rautt fyrir óvirðingu við íþróttina við að keppa fulllur???? question?

kv. gunna dóra

Wednesday, August 24, 2005

long time 

jább... doldið langt síðan maður skrifaði síðast... ætli maður sé bara ekki ennþá þunn frá því á menningarnótt... eitt af djömmunum þar sem maður finnur aldrei neitt á sér fyrr en allt í einu BAMM... ætli ég hafi ekki verið ein af unga fólkinu með skrílslætin í grenjandi rigningu... þakka bara fyrir að hafa ekki verið í hvítum bol.... en það var bara fjandi gaman...(svona fyrir utan mjög svo vafasama ferð á 22...ennþá eftir að spurja bimbs aðeins um það) eyddi hins vegar bróðurpart kvölds í að tala við útlendinga... og dance my ass off svona meðan óprúttnir aðilar sáu sér fært um að stela símanum mínum... fjör... 377 númer FARIN! þannig maður ferð að grenslast eftir þeim svona þegar maður kemur til ungverjalands.....

fór upp á skurðstofu í dag... aðeins að fylgjast með... fjandi gaman... fékk að taka blóð úr berglindi... greinilegt að ég mun vera þessi varkárni læknir í ljósi þess að ég fór ekki lengra en 1/4mm á 5 sek... síðan fékk ég að setja þvaglegg upp í mann...maður er nú svo fim með typpi að það var ekkert mál ;o) og fékk að þukla á lifur og öðrum líffærum... like I say... fjandi gaman og lærdómsríkt....

búin ð vera helvíti mikið á næturvöktum og er dottin í gryfju OC... geri ekki neitt annað á kvöldin núna en að horfa á OC sem ég fékk á DVD... þessi Ryan dúde er aðeins of þunglyndur fyrir minn smekk... my show is still One Tree hill því actually er aðalleikarinn HUMMINA HUMMINA maður

quote dagsins: Frænka Bjargar... "einu sinni svaf ég hjá gaur og daginn eftir þá ældi ég í alvöru þegar ég sá hvað hann var ljótur" eina sem maður getur sagt við svona... er eitt STÓRT ÚPPS!

erna viltu segja mér söguna frá rússlandi?????

kv. Gunna Dóra

Saturday, August 20, 2005

samviskusamlega sambýliskonan 

kl.4.45....

hrædd við að sofna eftir draumfarir síðustu nætur... hannibal lecter og ég að vinna idolið saman.... guðrún dóra textasmiður,lagahöfundur og trommuleikari meðan meistari hannibal handfjatlaði bassann... magnað tvíeyki þar á ferð.... kannski maður ætti að kaupa sér grímu og skrá sig í idol...

alveg týpískt þegar maður ætlar að taka rólega pakkann á föstudegi... engin næturvakt þar sem maður berst fyrir lífi sínu að halda sér vakandi... þá bara GET ÉG ÓMÖGULEGA sofnað.... hugurinn reikar og allt í einu... bamm... andri er að fara út á morgun... andri er ekki með lykla.. minn að sjálfsögðu fullur niðrí bæ og fær svona nett panickast... held ég hafi sjaldan séð mann svona ánægðan þegar guðrún skoppast inná ölstofuna og læt hann fá lyklana.... slík var vætan eftir hann á andlitinu ;o)

quote dagsins: Finnur fyrrverandi bekkjarfélagi minn í enskutíma þegar við vorum að lesa um Önnu Frank
"bíddu skrifaði Anna Frank ekki neitt meira eftir útrýmingabúðirnar...."
hummmmm hvað ætli hafi gerst í ÚTRÝMINGABÚÐUNUM

kv. Gunna Dóra

Thursday, August 18, 2005

ert'eggi að grínast! 

ég held að sean combs eigi við einhver vandamál að stríða... gaurinn getur bara ekki heitið sama nafninu í ár...

sean combs....puff.....puff daddy....p-daddy.....p-diddy og núna diddy því honum finnst þetta p standa á milli sín og skarans sem vill horfa á þennan mann syngja... en það má nú samt segja að hann syngur um eitthvað annað en dóttur sína og fyrrverandi konuna sína eins og Eminem.....orðið doldið þreytt vinur...

kv. Gunna Dóra

Wednesday, August 17, 2005

vandræðalegt..... 

fór í 17 í gær til að leita mér að jakka... fann ágætis jakka sem mér leist vel á og ákvað að fara máta hann... jújú passaði fínt... síðan ætlaði ég að renna rennilásnum niður.. neinei... var hann ekki nema fastur... ég byrjaði að hamast á rennilásnum af miklum eldmóði.... eldroðnaði í framan og hugsaði... shit... bara að vera þolinmóð þetta kemur á endanum... eftir að 2 lög litu dagsins ljós í útvarpinu hugsaði ég með mér að ég gæti ekki sofið í 17 og þannig ég fór að afgreiðsluborðinu með synd og skömm... og bað þær að hjálpa mér... sem betur fer voru fáir í búðinni :o) shitt...... held að ég bíði aðeins með að fara í kringluna eftir þetta....

quote dagsins: Björg að horfa á sjónvarpið og spyr pabba sinn hvort að það sé verið að sýna frá íslandi "pabbi er þetta ísland... svarar síðan sjálf að bragði... nei ojjj þetta er svo ljót kind"

beautiful people... beautiful sheep.... ísland fallegast í heimi!

Sunday, August 14, 2005

kjaftæði..... 

mesta kjaftæði sem ég hef heyrt að rauðir séu sigurvegarar ratleiksins... bláir tvímælalaust báru af þeim sigurorð...

jább á föstudaginn var sóley búin að skipuleggja ratleik og heljarinnar partý fyrir meðlimi gróttu/(kr) stelpurnar... hápunktur ratleiksins var án efa þegar allir keppendur þurftu að fara í slökkviliðsgalla og reykkafa inn á slökkviliðsstöð að finna einhvern brúsa án þess að sjá millimetra framfyrir sig... við þetta komu greinileg karaktereinkenni fram... sumir tóku varlega pakkann á þetta og þreifuðu sig hægt og af mikilli varkárni meðan aðrir (GERÐUR) öskraði ef teammate datt í jörðina... STATTU UPP....ÁFRAM....!

síðan var bara farið í partýið og á skemmistaði bæjarins... vorum Gerður og ég eflaust meira á klósettinu heldur að mingla við fólkið því staupin voru vart teljandi á fingrum annarra... annars er þetta bara same old same old þetta djamm niðrí bæ.... kannski maður sé orðin af gamall í þetta.... tjaaaa eflaust komið annað hljóð í skrokkinn þegar nær dregur næstu helgi ;o)

kjaftæði dagsins: Þegar Pétur Blöndal sagði í íslands í bítið... BLÁKALT að hans fjölskylda gæti nú vel lifað af bótum öryrkja.... *hóst kjaftæði*

kv. Gunna Dóra

Friday, August 12, 2005

sannfæringakonan 

það þurfti ekki mikið til að sannfæra sambýlismann minn hann Andra að halda innflutningspartý þegar við komum út.... samfæringin var eftirfarandi..."ihhh andri við ætlum að halda partý þann 17 sept...svarið var létt og laggott....ok" yndi...við erum best roommates... tökum allar ákvarðanir í sátt og samlyndi og ekkert vesen!

var vitni af slysi áðan.... brjálað bílslys þar sem engin meiðsl á fólki urðu... en maðurinn sem keyrði á var fullur og hljóp í burtu og var ekki búið að ná honum þegar "læknaneminn" yfirgaf slysstað!

það er ekki hægt þegar ég og björg hittumst á almannafæri... okkur er alltaf ALVEG sama um ALLT og ALLA í kringum okkur... vorum á american style og við hikuðum ekki að tala um hægðir og sveskjusafa sem lítur út eins og niðurgangur í glasi...

quote dagsins: Björg "hvernig komst þessi ógeðs túristi inn til mín"

Tuesday, August 09, 2005

batnandi mönnum er best að lifa..... 

móðir mín er komin til einkaþjálfara... manneskjan sem segir að sígarettan,kókið og suðusúkkulaðið haldi henni gangandi.... ekki er formið sem best.... mamma fór á skíðatækið og átti að vera í 15 mín... greyið þurfti að taka sér pásu 4X... en konan hefur drepið í stærri stubbum en einhverju skíðatæki... en hún kláraði með glans. Eftir 15mín dauðans settist mamma upp í bíl... dauðhrædd að hún gæti ekki keyrt heim vegna krampa... en hvað gerir mamma þegar allt er að fara á versta veg... kveikir í sígarettu... og konan komst heim heil á höldnu...sannkölluð hetja ;o)

kv. Gunna Dóra Bjarnadóttir

Friday, August 05, 2005

weirdest thing 

ég og begga fórum í bíó í kvöld... sin city.... nema hvað... við stöndum í röðinni og erum eitthvað að spjalla saman þegar stelpa pikkar í öxlina á mér og spyr mig hvort að ég heiti ekki Gunna... ihhh jú... (aldrei séð þessa manneskju áður) stelpan aftur... þú býrð með bróður mínum.... how small is iceland?... bara systir hans Andra beint fyrir aftan mig í bíóröð... og begga... bíddu leyfðu mér að giska hverjum þú ert skyld... já berglind því ég bý með her karlmanna.... kannski pínupínu slow...

Wednesday, August 03, 2005

Gunna van Damme 

einkennileg áhrif sem ég vek hjá ungum karlmönnum þessa lands... þeir verða ekki rjóðir í kinnum... neinei... rjóðir bakvið eyrun....

byrjuð að lesa harry potter.... gengur ekkert alltof vel... búin með 3 bls... verð að drífa hana af... margar bækur sem bíða á listanum...

var að frétta ef debrecen vinnur næsta leik sinn í evrópukeppninni spila þeir á móti man utd....verst bara að leikurinn verður þegar ég verð ekki farin út.... TÝPÍSKT!!!!!!!!!!!

bömmer....

kv. Gunna Dóra

Monday, August 01, 2005

tekur á taugarnar.... 

sjæse... 14 sms frá vinum og vandamönnum að segja mérað brekkusöngur sé að hefjast...

það er bara eitt orð sem lýsir þessum einstaklingum.... ómenni!

nokkuð ljóst að þetta gerist ekki aftur.....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?