<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Monday, October 31, 2005

nammi dauðans...... 

jább... nú er þessi íslandsdvöl mín senn á enda.... búin að borða ógrynni af íslenskum mat... eða íslenskum skyndibitamat.... ætlaði að gera svo mikið mikið mikið meira... en maður gleymir alltaf chillstundunum sem maður vill eiga...

held að ég taki bara 5 kg af fötum með mér heim.... rest fer víst í nammi :o)

kv. Gunna Dóra

Thursday, October 27, 2005

sko ég held að fjarvera mín frá íslandi hafi látið mig halda hvað allt sé fullkomið á íslandi... nokkuð ljóst að það er alveg jafnfurðulegt fólk hér eins og annarsstaðar...

í gær vorum ég og íris markverja að læra og það var stelpa sem andaði svo hátt að ég actually varð að nota eyrnatappa... núna er gaur við hliðina á mér sem er greinilega hluti af bling bling crúinu...reglulega þá setur hann putta í eyrað á sér og iðar í svona 5 mín og kíkir síðan á afraksturinn... jummí

en furðulega fólkið leynist ekki bara innan veggja national bookbarn en í sundi í gær var vafasamur andri að tala við mig,öddu og írisi hvað það væri nú gott að leyfa hálfstífum tittlingnum sínum að sveiflast um í heitu vatninu... notabene við höfum aldrei séð þennan gaur áður... og að sjálfsögðu þurfti ég að spila með... glætan að ég ætlaði að leyfa þessum gaur að halda það að hann gæti sjokkerað mig...

quote dagsins : Arndís María a.k.a. Adda jóli..." mér finnst svo gaman að koma heim eftir american style ferð og gera einhvern afbrýðissaman" fyrir ókunnuga þá er Adda 1984 módel

kv. Gunna Dóra

Tuesday, October 25, 2005

Þorsteinn góðan daginn........ 

jæja... símanum mínum var stolið í sumar... þannig að jafnt og þétt er ég að safna í sarpinn og flest öll númer sem ég nota reglulega komin í nýja símann...

ég er bara í góðu chilli að læra á nationalbookbarn þegar síminn hringir... ég skoppast inn á gang til að tala í símann.... e-ð númer sem ég þekkti engan veginn... ég svara....

Gunna:halló
Gaur:hæ hvað segiru gott
Gunna: ég segi bara allt ágætt (að hugsa hver í fjandanum er þetta) en þú?
Gaur:já ég segi bara svona lala... doldið mikið að gera í vinnunni....
Gunna: (ennþá að reyna hugsa hver þetta er) já er það.. það er ekki gott..
Gaur:hvað ert þú að gera
Gunna: ég er bara upp á þjóðarbókhlöðu að læra (á þessum tímapunkti var ofseint að spurja... fyrirgefðu hver ert þú?
Gaur:eigum við að hittast heima hjá þér í mat?
Gunna: ihhh ég verð á æfingu um matarleytið (shit þarf ég að fara bjóða þessum gaur í mat)
Gaur:hvað meinaru Arna þú æfir ekkert
Gunna:Arna... ég heiti ekkert Arna... ég heiti gunna... hver ert þú
Gaur:ihhh ég heiti þorsteinn.. ertu ekki arna...
Gunna: hver er arna..... og hver ert þú(ég var nú að verða nett abbó... búin að tengjast þessum dreng tilfinningaböndum
Gaur: Ég heiti Þorsteinn og Arna er kærastan mín... þú veist ekkert hver Arna er...
Gunna: ihhh nei vinur... ég held að þú sért að hringja í skakkt númer... en bið að heilsa örnu

síðan lauk þessu skemmtilega samtali okkar... jesús...

kv. Gunna Dóra

Monday, October 24, 2005

til hamingju með daginn konur 

það var ekki mikið um frí hjá minni í dag þrátt fyrir þennan merkisdag þar sem konur hópuðust saman og mótmæltu niðrí bæ... neibb... mr.robbins var nú slétt sama um það og mér gert að sitja á þjóðarbókhlöðunni í 6 tíma í dag... þrátt fyrir að þjóðarbókhlaðan sé kannski ívíð fallegri bygging en TB er ekki það sama hægt að segja um kaffið... bæði er það mikið fallegra og töluvert bragðbetra en það á national bookbarn....

jább en gærdagurinn var ekki síður merkilegur... hinn margrómaði móldagur... og síðan byltingadagur ungverjar... jebb people... allt að gerast....

quote dagsins: Tinna Jökuls "aaaaaaaaaaa ég gleymi alltaf fjandans nærbuxum"

kv. Gunna Dóra

Friday, October 21, 2005

yndi.....hreint og beint yndi 

skrapp til íslands... sem upprunalega átti að vera helgarferð... frestaði brottför um viku... þannig að núna verð ég heima í 10 daga... ekki slæmt....

búin að valda nokkrum næstum því hjartaáföllum... lét engan vita nema nokkra útvalda og við getum sagt það að dramadrottningin móðir mín hefur sjaldan verið jafn forviða í gegnum tíðina ;o)

jæja... nenni nú ekki að blogga mikið meðan ég er heima... enda er netið með því hægara sem um getur hérna á Nesbala 56

kv. Gunna Dóra

Tuesday, October 18, 2005

too close friends.... 

jább... prófið búið og það gekk bara fínt bæði hjá mér og beggu... þarf víst að prestenta beggu líka þar sem ættingjar hennar lesa síðuna mína sökum þess hvað begga er léleg að updata ;o)

í gær þá tók ég mér smá pásu til að fara á handboltaæfingu... síðan kem ég til beggu og ætla að fara í sturtu þar... síða klæði ég mig úr og blarablarablara... og kveiki á sturtunni... bíð endalaust eftir heita vatninu.. sný krananum í allar áttir og öskra síðan á beggu...áður en ég veit af er ég komin útur sturtunni og er að hjálpa beggu með gasið... síðan lít ég á beggu og svo á mig... þá hikaði ég ekki við að beygja mig niður nakin með beggu bakvið mig og fannst ekkert óeðlilegt við það... maybe we are too close....

quote dagsins: Mamma hennar berglindar "þið eruð nú gáfaðri en þið lítið út fyrir að vera"
hummmm thanks :o)

elsku bimbólínan mín... til hamingju með afmælið...*knús*

kv. Gunna Dóra

Monday, October 17, 2005

folinn minn litli...folinn minn litli 

arggg... afskaplega er lífið mitt leiðinlegt... er búin að eyða nokkrum dögum í það að æfa mig að lýsa líkum... jább people... er að fara í próf á morgun hvernig á að lýsa líkum og innri líffærum sem oft á tíðum er eitthvað að... verklegt pathopróf takk fyrir....

annars er heimasætan komin heim.. hannfríður lent í landi svanga mannsins...orðið á götunni segir samt að hanna hafi verið svo full í barcelona að hún hafi misst af fyrsta fluginu...;o)

veit ekki alveg afhverju ég er með folinn minn litli lagið á heilanum... hvernig er það er AFI ennþá á skjánum eða er AFI dauður....

kv. Gunna Dóra

Thursday, October 13, 2005

rosalegt rassgat... 

jább... ég er alveg viss um að þessi setning hefur flogið í gegnum hugann á ákveðnu dýri í gær... þannig er mál með vexti að ég hleyp á klósettið í TB... like usual eru mínir gríðarstóru lærvöðvar meira en nóg til að halda mér upp og pissa.... svo þegar ég er í miðri bunu heyri í bssszzzzzzz neinei þá er bara ekki þessi hnulla geitungur að chilla við kynfærin á mér... hann hefur pottþétt hugsað... what a fine looking ass... ég verð nú að þefa aðeins betur af þessu... I know nobody can resist ;o) þarna stóð ég varnarlaus í miðju pissi með geitung upp í rassinum á mér... not my finest moment en svona þegar ég hugsa um það hefði ég kannski átt að reyna míga á hann... taka eitt golden shower á þetta.... haha en það fyndna var það þegar ég kom þarna aftur um kvöldin þá lá hann þarna greyið dauður á gólfinu... ætli ég hafi verið honum um megn????

annars þeir sem eru sjúkir í myglu og myglaða hluti þá eigum við andri hérna vel grænt brauð fyrir þá sem vilja.... gestir eru boðnir velkomnir... ætlum að leyfa því að standa aðeins lengur þangað til það verður grænt í gegn

ég held ég gæti sett allar klósettsögurnar mínar í bók... hvernig væri sú jólabók?
kv. Gunna Dóra

Wednesday, October 12, 2005

flekkóttur banani 

þeir eru bara ógeð...ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig fólk getur borðað brúna banana... ég má helst ekki sjá brúnan depil á þeim án þess að fá klígju...

jæja...ég held að miss.congeniately sé ein af mínum uppáhaldsstelpumyndum... shitt hvað ég get hlegið þegar miss united states stendur þarna með blómvöndinn.... jább nú á ég báðar myndirnar...þær detta tvímælalaust með legally blonde og clueless...

annars er bersýnilega próteinmikla skyrið mitt að bera árangur.... ég er nú ekki frá því að upphandleggsvöðvarnir hafa stækkað þónokkuð undanfarna daga... enda mín farin að keyra... já kannski doldið furðuleg statement... en ég er að keyra á bílnum hans bogga í ljósi þess að berglind gæti ekki fyrir nokkurn mun keyrt þetta flykki sem er á vöðvastýri... ég þarf virkilega að taka á honum stóra mínum þegar ég beygi...kemur fyrir að ég þurfi að öskra til að klára beygjuna almennilega...

little less conversation a little more action....
kv. Gunna Dóra

Tuesday, October 11, 2005

a little less conversation... a little more action 

búdapest... what can I say....

helgin er búin að vera hreint og beint magnað undur.... þrátt fyrir að missa af fótboltamótinu hér í debo... var ferðinni heitið til búdapest snemma á laugardagsmorgni.... mín var þó ekki sú hressasta um morgunin... þynnka gerði asskoti vart við sig sem olli því að sumir (SIGURJÓN) voru alltof lengi fram úr og við MISSTUM af fjandans lestinni... people that know me vita að ég var ekki mjög sátt... sökum þynnku hreyfðumst við ekki í 2 tíma úti á brautarpalli bíðandi eftir næstu lest...

loksins komumst við á leiðarenda og var ég orðin svo hungruð - að ég var virkilega farin að íhuga sevenmovið (þegar maðurinn actually át á sér tunguna sökum hungurs) er við rétt skriðum inn á mexikanska....jæja... kókið var sogið upp af áfergju... og voru svo mikil kaflaskil í efnaskiptum í mínum líkama að ég byrjaði að sjá ofsjónir í smá tíma...

annars vorum ég og sigurjón svo afskaplega hress að við vorum farin að sofa klukkan 19.30 og sváfum í 13 tíma... (gaman í búdapest hjá okkur) en eftir þennan gríðarsvefn varð guðrún dóra einn besti guide allra tíma og hef ég hér með fengið nafnið HYPERGUIDE

sunnudaginn enduðum við síðan með trompi þar sem hinn víðfrægi veitingastaður Gundel var heimsóttur... þar sem borðar var og drukkið fram eftir öllu... og áttum við það fyllilega skilið eftir að hlaupið um alla búdapest í svo miklu óðagoti að stundum misstum við sjónar af því sem við vorum að skoða sökum gífurlegs keppnisskaps að ná nú sem bestum tíma....

jæja....

kv. Gunna Dóra

Friday, October 07, 2005

áreiti í hæsta gæðaflokki... 

jább... pathoprófið búið... þetta var nú bara eins og hver önnur próf... búið að hræða mann svo mikið... maður hélt að maður yrði hengdur á svæðinu... en ég lauk nú þessu prófi eins og öllum öðrum.. hver niðurstaðan verður er annað mál..

fékk sendingu frá íslandi... greinilegt að foreldrar mínir telja mig svelta til bana hér í landi svanga mannsins... en 10skyrdollur og 3 lítrar af súrmjólk fylgdu burðardýrinu... greinilegt að mjólkurframleiðslan hefur beðið sitt barr þegar ég fór aftur út og gat ekki drukkið minn normalt kvóta.... einnig fékk ég 50kg af fiski liggur við því... því karl faðir er virkur stuðningsmaður fisksát ungmenna...

vonandi er ég búin að sýna sigurjóni allt það merkilega í debrecen... gerðumst meira segja svo djörf að fara til ági... hvað fór þar fram is between us and the sea ross....

en titillinn stafar að því að sama dag og pathoprófið var... var ég að læra upp á bókasafni... síðan hikar ekki sókndjörf vespa að áreita mig endalaust... skipti engu máli hversu mikið ég fálmaði útí loftið... HÚN ÆTLAÐI Í MIG..... þannig ég gafst á endanum upp fyrir flugu og þurfti að færa mig um set... nokkuð ljóst að aldurinn er að gera mig linari...

jæja farin að borða... ;o)

kv. Gunna Dóra

Wednesday, October 05, 2005

ross caaaaaaaaaannn get me the tickets 

jábbb... þetta hljóð kom einstaklega oft upp í nótt... þegar ég var við það að sofna byrjaði eftirfarandi hljóð "donk donk donk bííííííbbbb donk donk bíííííb" og entist það fram eftir allri nóttu... ég fór nottla fram og athugaði málið þá var þetta upp á þaki og eina sem mér datt í hug var afbrigðilegt kynlíf hjá mávi og dúfu... en það getur varla verið í ljósi þess að það er ekki einn mávur staddur hér í landi... ætli það hafi ekki verið tánöglin að tala við mig frá himnaríki og biðja mig að gera allskynshluti eins og mrs. Adleman...

Fólk sem er að læra er óþolandi... t.d. fólk sem er að læra á bíl sem keyrir á 30 á sæbrautinni... I know we all been there... en í dag vorum við í internal þar sem við förum inn á sjúkrahús...greyið fólkið situr þarna undir því að einhverjir enskir læknanemar reyna að tala við það á bjagaðri ungversku sem þau varla skilja og ef þau skilja það heyra þau svo illa...þannig að þetta er eila lost situation.....síðan þreifum við hvert á öðru á greyið fólkinu... hlustandi á lungun og finna púls sem þess á milli sem við tölum á ensku við lækninn sem er hrognamál í þeirrra eyrum... shit ég væri fokking brjáluð ef ég væri á spítala og einhverjir læknanemar væru bara að chilla inn í herberginu mínu og ég fengi engan frið... en við erum voðalega kurteis... þökkum fyrir okkur bak og fyrir....einhvern veginn verðum við að læra.... u have to start somewhere...

quote dagsins: Kári "gunna þú getur tekið öll atvik í lífi þínu og tengt það einhvern veginn við friends".... ahhh ég veit ekki alveg hvort að þetta sé hrós eða ekki......

kv. Gunna Dóra sem er að fara fá gest á morgun....:o)

Tuesday, October 04, 2005

hólí mólí.... 

en sá dagur verður nú ekki alveg strax... hann verður nú ekki fyrr en 23 okt...heilagur dagur st.móls

vil ég með þessum orðum minnast þess að 16. tánöglin mín hefur fallið frá... blessuð sé minning hennar... hún hefur þjónað mér vel þessa undanfarna mánuði og vil ég nota tækifærið og þakka henni kærlega fyrir vel unnin störf...maður veit víst aldrei hvenær tími manns er kominn...

quote dagsins: þegar ég sýndi hið mesta gjafmildi og gaf kristúnu hár af höfði mér til að nota í neyðartilvikum eins og ef hún þyrfti að spenna boga... daman svaraði í hendingu eitthvað á þessa leið "ég á nú nóg af hárum á ýmsum stöðum sem eru töluvert sterkari en höfuðhár..."

annars er ég búin að henda tengla á kjúklingana...

kv. Gunna Dóra

Monday, October 03, 2005

kannski einum of mikið.... 

jább.... búin að vera í hörkulærdómi alla helgina... pathopróf á næsta leiti...það skiptir engu máli hversu mikið maður heldur að maður kunni þetta... maður kann þetta bara ALLS ekki.... 1 bls áfram 2 afturábak... ég er ALLTAF að flétta til baka... ! jæja ég greinilega orðin doldið bitur í þessum skrifum mínum :o)

en í gær fórum kári,andri and myself í smá breik og fórum í bíó... síðan kem ég aftur upp í TB og vinur minn spyr mig... og hvaða mynd sástu " well it's name was cytoskeleton key" hann horfir frekar sposkur á mig og spyr mig hvort að ég sé búin að læra yfir mig... myndin heitir skeleton key! ég búin að læra aðeins of mikið um frumubeinagrindina (cytoskeleton)

nýnemarnir búnir að vera hérna í mánuð og byrjuð að taka eftir því að hárin vaxa víst líka hérna í Hungary... haha... ég er svona eins konar vaxpimp... ági bara að stórgræða á mér ;o)

kv. Gunna Dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?