<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Sunday, April 30, 2006

my little crazy italian friend.... 

um daginn var ég að væflast á netinu...poppar einhver skypegluggi upp hjá mér... ég kláraði þann pakka þegar ég var 15 ára á ircinu að tala við nýtt fólk.... þannig vanalega ignora ég þetta pakk bara.... jæja en í allri minni góðmennsku ákvað ég að tala við gaurinn... fljótt komst ég að því að hann var ekki alveg heill því í 3 setningu spurði hann mig hvort að ég þekkti einhvern Eyþór og hvort hann væri dáinn....

halló... heldur hann virkilega að ísland sé SVO lítið... ég þekki ágætlega mikið að fólki og les minningagreinar reglulega en þetta var fyrir utan mitt svið.... en því ég er svo mikið góðmenni sagðist ég nú bara geta flett því upp fyrir hann.... nokkrum mín seinna tjáði ég svo greyinu að Eyþór vinur hans væri enn á lífi...

afskaplega weird allt saman....

kv. gunna dóra

Friday, April 28, 2006

hiti 24°C 

jább maður kvartar sko ekki... enda þotið út í pásu reglulega þess á milli sem ég reyni að troða ORMAÓGEÐ inn í hausinn á mér... mér finnst ormar ógeð... tilhugsunin að á nóttunni kíkir njálgur út úr rassinum á fullt af fólki... jakkí... þannig ég er búin að yfirstrika það að ætla gera eitthvað meira í MICRO að þessari önn lokinni...

meira af handbolta... í fyrradag sagði Emese mér það að "við" værum að fara til Póllands að keppa í WORLD CHAMPIONSHIP skólaliða sem unnu í sínum heimalöndum! ég þakkaði pent fyrir mig enda verð ég á fullu í PATHOlestri og hef engan tíma... annars væri nokkuð svalt að geta sagst hafa farið á heimsmeistaramót :o)

um daginn var ég eitthvað að reyna fræða Vöku um fótbolta.. og þá datt þessi gullmoli útúr mér.... " jább hann er fyrsti samkynhneigði homminn" ihhhhhh jájá...

kv. gunna dóra

Tuesday, April 25, 2006

Magyar Iskola Kupa... 

jább... undirrituð varð í dag Ungverjalandsskólameistari... kannski ekki að sökum að spyrja þegar við erum með helminginn af debrecenliðinu sjálfu og þar á meðal eina landsliðskonu Ungverjalands.... tjaaaaaa ég fer STUNDUM á eina æfingu í viku...

fékk mér að borða á Palma áðan... sé þar grúbbu af strákum sitja saman og óskiljanlega eru allir þjónarnir á þeirra borði... ég kíkti yfir til að sjá hvað væri að gerast... neinei...þá voru strákarnir að horfa á KLÁM á veitingastaðnum... held ég sé ekki ein sem finnst það vera ógeðfellt og ótrúlega ekki viðeigandi...JAKK

tók einungis 177 myndir í dag... mun henda einhverjum vel völdum innan bráðar...

kv. Gunna Dóra

Sunday, April 23, 2006

punktar... 

---------------------------------------------------------------------------
*ég drekk svo mikið gos eða vatn með gosi að ég pissa freyðipissi

*liðið mitt tapaði í dag í EHF cup... ég er ekki ánægð...

*hreinsikonan kom í dag... ég er hing vegar ánægð með það...

*mamma segir mér að lóan sé komin heima... hér er moskító vorboðinn mikli...

*ég er búin að vera með fjörfisk í hægri augabrún í 2 daga...

---------------------------------------------------------------------------
líf mitt er svakalega complicated þessa dagana.....

kv. gunna dóra

Saturday, April 22, 2006

meeeeeeeeeeeeeee 

helgi var að segja mér frekar fyndna staðreynd... kindur eru einu domestic animal sem ekki er hægt að nota rafmagnsgirðingu til að sporna við því hvert þær fara... því þær eru svo heimskar að þrátt fyrir electric shock þá standa þær þarna bara þangað til þær deyja... annað hvort er hún svona heimsk eða þrjósk eins og landinn... hún neitar að gefast upp fyrir rafmagnsgirðingu....

annars er ég búin að vera passa álfakálf... búið að vera afskaplega nice hjá okkur... fórum í 2klst labbitúr í gær með hlaupum inn á milli... keppnisskapið kom upp í okkur báðum þar sem ég hætti að hlaupa þegar hann var farinn að takast á loft í ólinni... það voru nebbla allir að fara til búdapest að annað hvort kjósa eða fara í klippingu...

ákvað líka að taka þessa helgi bara í chillinu í ljósi þess að handboltavikan mikla er að byrja... á morgun seinni undanúrslitaleikur EHF-CUP þar sem mitt lið er í harðri rimmu við eitthvað cróatapakk...maður er sko ekki lengi að redda sér fríum miðum á heimaleikina...inside circle right away...:o)

greyið Emese er að fara spila 5 leiki á 6 dögum... ahhhh hún er professional player... hún ætti nú að vera í formi með 2 æfingum á dag....!!

jæja farin að skila álfi

kv. gunna dóra

Wednesday, April 19, 2006

everyday.... 

með hverjum deginum sem líður líkar mér betur og betur við bekkinn minn... fólk allstaðar frá... íslendingar,norðmaður,svíar,ísraelskur/arabi, BNA/indlandsstrákar og nígerskar stelpur... jább... asskoti skemmtileg blanda af fólki sem getur gert grín að öllu...

í dag vorum við í micro og áttum að skoða eitthvað egg...(don't ask) og þá spyr ein sænsk stelpa hvort að hún megi ekki bara eiga eggið...microkonan lítur frekar undarlega á hana en segir að lokum "jájá en þú verður að halda því heitu" þannig rebekka tekur eggið og heldur á því allan daginn innanundir peysunni sinni... og segir síðan með sinni ómþýðu og einlægu sænskurödd... "I will become a chickenmom"....

er hægt að vera yndislegri... aaaaaaahhh I just love my group...

kv. gunna dóra

Tuesday, April 18, 2006

jæja... þá er það byrjað... 

lærdómur í skínandi sól... svitinn perlar af manni... og löngunin að fara út að chilla er gífurleg... shittt.... jæja maður þarf víst að sætta sig við það að vera þvalur allan daginn....

vandamálin virðast óleysanleg :o)

kv. gunna dóra

Saturday, April 15, 2006

samhugur í verki.... 

jæja... erna litla vinkona að gera lokaverkefni... smá könnun um bloggheiminn... alls ekkert leiðinleg könnun og tekur einungis 5 mín...

KOMA SVO... allir að taka þetta...

BLOGGKÖNNUN

kv. gunna dóra

Friday, April 14, 2006

heilbrigt heimilislíf 

berglind er einum of mikill dýravinur... þetta hrökklaðist útúr henni yfir hangikjöti,uppstúf og grænum baunum...

"ég lá bara og var að lesa þegar Álfur reyndi að rúnka sér á hausnum á mér"
WEEEEEIRSDO

kv. gunna dóra

Tuesday, April 11, 2006

skellt'onum út vinurinn... 

fór í þynnkuborgann á sunnudaginn... var ekkert sérstaklega þunn en það er skrifað í rules and regulation hér í skólanum að DAGINN EFTIR BJÓR er McDonalds...

þannig við skunduðum af stelpurnar... ég og bunch of hungarian girls... Mc og bíó...
það er svo skemmtilegt með ungverskt bíó að sætin eru merkt... og þeir hika ekki við að sitja hliðina á þér þrátt fyrir að ÖLL önnur sæti séu laus... þannig þegar við komum inn í salinn þá eru þar fyrir 2 strákar... einn í röðinni fyrir framan okkur og einn í okkar röð...

jæja við göngum að stráknum í okkar röð og hann er ekkert á því að hleypa okkur framhjá þannig við þurftum að troðast og ef eitthvað þá spennti hann lærvöðvana ómennið... okkur fannst þetta nú frekar furðulegt... síðan setjumst við niður 2 sætum frá honum... síðan eftir smástund byrjar hann alltaf að horfa á okkur með frekar pervertalegum svip...

*****zipp****

neinei... rennir gaurinn ekki rennilásnum niður á buxunum sínum og slengir ferlíkinu upp og byrjar að fróa sér... time out... ég held að ég hafi aldrei hlegið jafnmikið... Kiri stekkur upp og yfir sætin fyrir framan og kallar á security... meðan grúfðum Emése og ég okkur djúpt niðrí stólana og pössuðum okkur á að kafna ekki úr hlátri...

þess ber að geta að gaurnum fannst afskaplega furðulegt að honum skyldi nú vera hent út...

tjjjja nokkuð ljóst að ég bíð með það í nokkurn tíma í að fara í bíó á sunnudegi!!!

kv. gunna dóra

Saturday, April 08, 2006

and the winner... Iceland.... 

Yndisleg helgi... í gær var stelpunáttfatapartý í bekknum... við allar 6 stelpurnar hittumst og tróðum í okkur góðgæti frá austari stað en ungverjaland... kveikt í bananavatnspípu og hvítvín... er hægt að biðja um meira kósý...

síðan var vaknað snemma til að ná smá lærdómi áður en international foodday byrjaði... eins og nafnið gefur til kynna þá var matur á boðstólnum frá hinum ýmsum þjóðernum.. íslendingarnir voru þar engir eftirbátar og buðum við upp á plokkfisk,lambalæra og harðfisk... eitthvað voru útlendingarnir tregir í fiskinn... þeir kunna bara ekki gott að meta.... en þess ber að geta að við unnum ekki... óskiljanlegt...

kv. gunna dóra

Friday, April 07, 2006

rannsóknardeild símans... 

ekki vissi ég að síminn hefði rannsóknardeild... hljómar doldið CSI-legt...ætli hún hafi ekki verið stofnsett svona þegar nokkrar milljónir hurfu óvart í nokkur ár...

breytingar eru bannorð fyrir mig... en ég hef gert heiðarlega tilraun að lesa á nýja bókasafninu okkar...en að sjálfsögðu þurfa ungverjar að gera það erfitt... niðri er manni gert skylt að afklæðast jakkanum og skilja töskuna sína eftir í fatahengi sem er vel gætt af höltum manni...

næsti liður er að ganga í gegnum öryggishlið svo maður sé nú örugglega ekki með naglaþjöl á sér... á meðan þessi athöfn fer fram situr vörður og horfir hvössum augum á mann eins og maður sé hluti af Al-Quidagenginu...

næsti liður.. svo um daginn var verið að opna nýtt kaffihús niðri...gott mál... til að fagna áfanganum var fengin lúðrasveit inn á BÓKASAFNIÐ til að spila...en eins og góðu kaffihúsi sæmir er það líka öldurhús sem fólk hittist til að horfa á fótboltaleik inn á BÓKASAFNI! ég er farin að efast um merkingu orðsins bókasafn í hugum ungverja... nú býð ég spennt yfir því hvenær hóruhúsið kemur á leshæðina.. en ég meina það er nauðsynlegt fyrir karlpeninginn í próftímabilinu... 2faldur viskí og ein hóra og þú ert good to go í prófið... já bókasöfn í ungverjaland vita þarfir fólks! sjálf sætti ég mig bara við klósettpappír...

kv. gunna dóra

Tuesday, April 04, 2006

orkusuga dauðans... 

jább... hvergi annarsstaðar en í landi ungverjans fær maður kvittun fyrir pylsukaup... tel ég það víst að ekki sé hægt að fá endurgreiðslu sé pylsan óbjóður...og því ákvað ég ekki að þiggja þessa kvittun heldur þakkaði pent fyrir mig með pylsuna í hægri og kók í vinstri... pylsan reyndist ágæt...

fór til eger í dag að keppa... okkur var hreinlega slátrað... til tíðinda að leikurinn fór 43-33 í kvennaHANDBOLTALEIK! á leiðinni heim var ég bara að spjalla við 2 manneskjur sem actually geta sagt nokkur stök orð á ensku... það gekk sæmilega nema hvað að þá kemur þessi sígaunastelpa og byrjar STANSLAUST að tala við mig á ungversku... vitandi það að ég tala ekki mikla ungversku og hún ekki stakt orð í ensku... þvílík hátíðnirödd og á milli orðanna byrjaði hún að syngja einhver sígaunalög... TIME OUT því ég er sjúk í að heyra þau... mig langaði helst að gefa henni einn á kjammann til að þagga niðrí henni og hefði líklegast gert svo hefði rútuferðin verið 10 mín lengri... sjáiði mig ekki fyrir ykkur... sjúklegu þolinmóðu konuna með gaulandi sígauna við hliðina á mér... ekki mikil hamingja þar á ferð...

jæja best að fara sofa... hausinn á mér dinglar eftir þennan sígauna...
kv.gunna dóra

Sunday, April 02, 2006

killer biceps... 

sjæse... fór í ræktina og hitti þar fyrir trúaðan glímukappa... ég hafði heyrt af upphandsleggsæfingum hans og fannst nú lítið til koma... ég gæti sko alveg tekið nokkrar bicepsæfingar án þess að drepast úr harðsperrum....

boy was I wrong... ég get ekki flexað almennilega úr höndunum og þarf því að ganga með þær næstum því í 90°gráðum....steratröllið gunna...

veðurfréttir næstar á dagskrá... byrjað að hitna í landi ungverjans... peysuveður í allan dag.... ahhh u gotta love it...

kv. gunna dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?