<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Tuesday, May 30, 2006

how lazy can u be.... 

er að lesa um það í mogganum að maður einn hefur viðurkennt að henda barni inn í þurrkara í nokkrar mínútur vegna þess að það sullaði á sig... HALLÓ hefur maðurinn aldrei heyrt um handklæði... hey mamma nenniru að gangsetja þurrkarann, ég er að fara í sturtu....! TIME OUT!

komnar myndavélar inn í öll herbergi í TB... þegar ég sit þar ein eftir á kvöldin þá finnst mér frekar spúkí að það gæti einhver verið að horfa á mig... kemur einhver svona mit om natten fílingur í mig og ég er handviss að axarmorðingi með malaríu bíði með óþreyju fyrir utan....

annars er lítil að frétta... bara komin inn í my world sem samanstendur af TB-Palma-Simonyi...

jæja ætla að skunda af stað með tónhlöðuna (iPod) mína upp í skóla...

kv. gunna dóra

Saturday, May 27, 2006

próftímabilið hafið.. 

síðasti skóladagur í gær... og mitt 6 próftímabil í ungverjalandi hafið... það lengsta og strembnasta... en maður kemst nú í gegnum það eins og annað...

ég er bara guðs lifandi fegin að TB er búið að opna aftur... búin að vera eins og heimilislaus sígauni á flandri útum allt... því auðvitað finnst ungverjum ekkert sjálfsagðara en að hafa nýrnadaga og barnadaga í byggingunni MINNI... sem er ætlaður fyrir lestur háskólanema.... eina svarið er ungverjar *andvarp*

í gær fögnuðum við bekkurinn saman síðasta skóladeginum heima hjá helga með tilheyrandi grilli og vatnspípu.... ég fór nú bara snemma heim á meðan aðrið héldu áfram og enduðu víst á rosaskralli...en þegar maður segir setningar eins og "YES because we are all from the world" þá er það vísbending á mikla þreytu....

kv. gunna dóra

Thursday, May 25, 2006

sometimes u gotta stop to wonder.... 

í dag gerðist merkilegur atburður... fyrsta vinkonan í hópnum spýtti út barni... svosem löngu vitað að hún yrði fyrst til þess enda búin að vera ólétt í 9 mánuði... ég er nú með keppnisskap... en ég geri mér grein fyrir að ég myndi tapa fyrir vísindunum...æææ hvað ég er hamingjusöm fyrir hönd þeirra beggja...

furðulegt að vera ekki einu sinni í sama landi... í staðinn sit ég hér og jappla á ís og sambó lakkrís og reyni að læra basic surgery techniq... brátt verður haldið yfir til bestu nágranna í heimi... ótrúlegt þessir grikkir-stöðugt að baka...

upp með bloodpressure í þessum hita... sem gerir mann endalaust sljóan...og áfram með lærdóminn... maður ætti nú að kunna e-ð eftir 5 ár á skurðstofum LSP :o)

kv. gunna dóra

Monday, May 22, 2006

quality friends.... 

hérna kemur eitt yndislegt blogg frá dísuvinkonu... u gotta love her

Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að vera pen.
Ég mun aldrei verða pen.
Ég hef reynt, hef gert mitt besta.
Ég prumpa, ég hlæ hátt, ég sit bogin - helst með fæturnar sem mest í sundur (wrarrw), ég elska fótbolta og hef ekki "hömlurnar" sem þarf til að vera pen.

Fór á fótboltaæfingu með strákinn minn. Þar sem hann er bara fjögurra, þá þurfa foreldrarnir að vera mjög virkir. Ekkert svona "hérna er krakkinn, ég er farin" bullshit. Um daginn vorum við svo að kenna krökkunum þarna hoppið út með hendur og fætur og saman aftur (æj þið vitið). Nema hvað að foreldrarnir og börnin standa allir þarna í beinni línu og ég fer fyrir framan alla línuna, til að sýna Gæja alveg hvernig á að gera þetta. Þegar ég er búin með svona 4 hopp - þá finn ég að buxurnar eru alveg að detta niður um mig. Ætla bara að halda þeim uppi - en ég bara náði ekki að grípa. Þarna stóð ég - með rassinn í þjálfarann og hinn endann í foreldrana. Og ég fór að hlæja.

KNÚÚÚÚÚÚS
kv. gunna dóra

Saturday, May 20, 2006

mér finnst ananasjógúrt góð.... 

jább... síðasta skyndiprófi mínu í þessum skóla lokið... við blasir heljarinnar próftímabil sem ég býst við að ljúka ekki fyrr en 7.júlí.... ákvað að vera svoldið sniðugt og sitja í sólinni að lesa...jújú kannski dró aðeins úr lestrarhraðanum að vera spá hvort að skyggði á ákveðna staði og snúa sér og þess háttar..

eftir nokkra veru í sólinni byrjaði prófið og mér skylt að fara inn... sem var kannski fyrir bestu því um leið byrjaði bringan að verða svoooldhið rauð og andri hafði orð á því að ég gæti radiatað jökul í burt...

en eins og SANNUR VERZLINGUR segir.... rautt í dag... brúnt á morgun

kv. Gunna Dóra

Thursday, May 18, 2006

Erla 

jább nokkuð greinilegt að ég sé byrjuð að lesa fyrir microlokapróf því hausinn á manni fer að vera klikkaður... að eigin áliti er ég með alla bakteríur,vírusa, orma og sníkjudýr...

í fyrradag var ég að taka börkinn af appelsínu.. allt í einu byrjaði appelsínan að tala við mig... hún kynnti sig sem Erlu og að ég ætti að geyma hana til lokapróftímabilsins þar sem hún væri Happa-Erla og ég myndi verða drottning Svíþjóðar ef ég myndi gjöra svo... ég ákvað að fara eftir ráðum Erlu enda með rosalegan sannfæringakraft appelsínan sú...

en eftir klst samveru hjá mér og erlu áttaði ég mig á því að það var ekki allt með felldu... ég byrjaði að heyra fleiri raddir... aðeins tvennt kom til greina... að erla væri geðklofi eða hún væri byrjuð að æxla sig sjálf og ætlaði að ná yfirráðum í heiminum með öllum appelsínubörnunum sínum í gegnum mig...

þannig ég át hana.... blessuð sé minning erlu...

kv. gunna dóra

Monday, May 15, 2006

morgunhaninn sjálfur.... 

jább.... undanfarna daga hafa ungverjar verið að senda mér sms í hrönnum eldsnemma á morgnana....

í morgun vakna ég við það að síminn minn pípar klukkan 6.30... vinur minn sem býr í sveit að segja mér að hann sé nú vaknaður.... búinn að fá sér palinkastaup (áfengt) og sé nú tilbúinn að girða...

hver vaknar klukkan 6 til að setja upp girðingu og búa til hlið...

einungis ungverjar....

Friday, May 12, 2006

konan sem kastar steinum... 

eftir endalaus próf... og endlaus komandi próf ákváðum við að skella okkur í dýragarðinn í Nyíreghaza...

þegar á hólminn var komið voru biðraðirnar af rútunum og heldum við þá að nú væru sko öll skólabörn ungverjalands mætt á svæðið en svo var ekki... heldur var greinilega fieldtrip fyrir allt GAMALT fólk ungverjalands...

trítlum og skoðum apana... þá sér boggi konu sem hendir litlum stein í einn apann... jæja.... síðan komum við að þvottabirninum... greyið bara sofandi upp í tré (jóney hélt vísu að hann hefði hengt sig í einni grein því hann hreyfðist ekki í svona 10 mín) hvað gerir konan þá.... þú tekur upp þennan hnullastein og býr sig undir að þeyta honum í litla þvottabjörninn... þá var bogga nú nóg boðið og greip í hendina á konunni... henni brá frekar mikið og fussaði og sveiaði... TIME OUT.... var manni ekki kennt að vera góður við dýr... hva þegar maður var svona 4 ára...

fór á handboltaleik í gær... hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá að nafnið á einum var Dr. Scöllosh.... JÁ best að hafa Doktorinn aftan á... ég ætti kannski að gera þetta... dr. bjarnadóttir...frekar hallærislegt

quote dagsins:
Jóney Pimp í dýragarðinum "það er svo langt síðan ég hef verið útí náttúrunni"

jæja...konan sem er byrjuð að fá lit ætlar að fara sofa fyrir 10
kv. Gunna Dóra

Tuesday, May 09, 2006

animallifeshow.... 

I know... ég á ekki að drepa köngulær því þær drepa moskító... er ekki alveg að fíla það þegar þær eru fyrir ofan hausinn á mér meðan ég sef... þannig dauðsföll urðu endalokin hjá þeim... gæta þær ekki chillað í hinu horninu á herberginu...

er búin að vera lesa um typpa- og pjöllusjúkdóma í allan dag... er alveg viss um að mig mun dreyma um lifandi kynfæri hlaupandi á eftir mér í alla nótt... þá get ég allavgegana talað um kynferðisbrjálæðinga eins og móðir mín

kv. Gunna Dóra

Sunday, May 07, 2006

undarlegt heimilis- og dýralíf 

undanfarna daga er ég búin að eiga eitthvað erfitt með svefn... eftir eina nóttina kem ég niður og er e-ð að kvarta í andra... þá segir andri í fljótu bragði... "já ég get heldur ekkert sofið fyrir helvítis ljónunum" ég lít á hann og lít svo inn í herbergi til að tékka á tómum vodkaflöskum...en svo var ekki... þá virðist vera að andri geti heyrt í ljónunum þar sem hans gluggi snýr að dýragarðinum...

jább á veturnar vakna ég stundvíslega við krákur og á sumrin getur andri ekki sofnað fyrir LJÓNUM!

kv. gunna dóra

Wednesday, May 03, 2006

þurrkar í afríku.......enginn nærbuxnablauti 

það er ekki vandamál hér... úrhellisrigning og einungis ein regnhlíf fyrir mig og berglindi... þannig við sættumst á að ég yrði blaut á vinstri hlið og hún á hægri.. þegar leiðir skyldu fór ég inni í pathobyggingu til að bíða eftir að rigningin hætti en eftir 15 mín var mér nóg boðið.... setti SONG2 með Blur og skellti mér útí rigninguna... adrenalínið flæddi um æðarnar og ég hoppaði yfir 5m langa polla eins og gormur...spændi framhjá regnhlífarpakkinn svo harkalega að ég er viss um að það hafi gustað aðeins á það....

þegar ég kom inn í tb var ég helblaut í gegn og lét þau orð falla við björgu að nærbuxurnar mínar væru nú blautar í gegn... hún tók því á aðeins annan veg en ég meinti og horfði frekar furðulega á mig... I know we are good friends.. but maybe u are sharing just a little bit more than necessary....

kv. gunna dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?