<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Thursday, August 31, 2006

búúúúúin 

ég er komin á 4 árið... gulrótin sem er búin að hanga fyrir framan mann í 3 ár... loksins komin á leiðarenda... JIBBÍ KÓLA.... mun fara frá debrecen á morgun 6... chilla í danaveldi með systu og koma heim um miðnætti... bara reddí beint á djammið....

ég verð kannski svoldið hölt en það er allt í lagi...þannig er nebbla mál með vexti að guðrún dóra ákvað að togna í innra verðu læri... neibb var ekki að sprikla e-ð... þetta gerðist í svefni... ekki man mig hvað mig hefur verið að dreyma en það hefur verið eitthvað rosalegt...

jæja... ætli það sé ekki tími til kominn að taka upp úr töskunni frá því ég kom hingað svo að ég geti byrjað að setja í hana aftur...

kv. Gunna Dóra

Saturday, August 26, 2006

láttu kristrúnu fá þetta.... 

einu sinni þótti mér sjúklega vænt um símann minn... fór með hann eins og barnið mitt...fæddi hann og klæddi.. en staðan er önnur í dag...

ég missti símann minn í efst í tröppunum í TB sem eru svona 15-16 tröppur... og í staðinn fyrir að detta 1-2 tröppur ákvað síminn minn að rúlla niður hverja einustu hægt og bítandi þar til hann staðnæmdist í SÍÐUSTU tröppunni....

minnti mig sjúklega á byrjunargormaatriðið í ACE VENTURA 2.... IT WAS RIGHT THERE... ONE MORE TIME!!!

smakkaði sushi í annaðskipti í dag.... debrecen city orðið heimsborg með sushistað og læti... verð bara að viðurkenna að þessi fjandi er fjári góður...

jæja farin að sofa....

kv. Gunna Dóra

Tuesday, August 22, 2006

menningarnótt hvað???? 

shittttt hvað ég gæfi mikið fyrir að geta drepið allar moskító á einu bretti.. það er verið að éta mig lifandi... ég er hjúmongus bit á fótunum og er byrjuð að klóra til blóðs... óbjóðins dýýýýýr....

sá flottustu flugeldasýningu sem ég hef séð á blómahátíðinni hér í bæ... hádramatísk tónlist meðan sprengt var bæinn í loft upp á tæpu hálftímashowi... eftir þetta hlær maður að menningarnótt...múhahahhahahaha

kv. gunna dóra

Friday, August 18, 2006

hrottalegur hiti... 

jæja mín komin til fyrirheitna landsins....

ferðalagið gekk svosem ágætlega... svaf ALLA leiðina... mjög ljúft eftir 1.42 klst svefn að meðaltali í nokkra daga fyrir... á flugvellinum í Búdapest var bara strippað... ekki því ég hefði verið beðin um það... bara 32°C hiti og svitinn byrjaður að leka niður allskonar skorur eftir nokkrar mín...

þegar loxins ég steig inn fyrir þröskuldinn í Debrecen city fann ég ekki lykilinn af töskunni minni.... glæsilegur árangur... þannig það var ekki annað en að banka hjá grísku nágrannakonunni DÖNU og biðja um hamar... kemur gellan ekki nema með tvö skrúfjárn og fiffar þetta bara... ekki mjög traustvekjandi lás ef lítil,mjó grísk stelpa getur opnað hann á innan við mínútu..

því ég veit að fólk elskar klósettsögurnar.. þá fór ég í TB í dag... og fékk næstum því fullnægingu á að setjast í stólinn minn inn í seminar 5.... anywayssssssss þegar ég fór að pissa voru endalausar grænar fljúgandi pöddur í kringum mig til að fá ekki eitt stykki í óæðri endann þurfti ég að vera á hreyfingu...jæja gott ef maður getur brennt nokkrum aukaCAL á klósettinu...---- bara fyrir þig ásgeir ;o)

quote dagsins: DANA nágranni.... " why can't my boobs stop growing!!! " :o)

kv. Gunna Dóra

Thursday, August 17, 2006

jææææææææja 

þá er komið að kveðjustund í bili... ætla ég þó ekki að hafa langa dvöl í ungverjalandi... bara taka próf and then i'm heading back to the land of the ICEMAN!þannig að dramatísku kveðjustundirnar voru geymdar til seinna ;o)

en ég get samt bara ekki gert af því... sama hvað ég er þreytt og sama hvað er stutt þangað til ég þarf að vakna... mér finnst ómögulegt að skilja við híbýli mitt án þess að FRIENDSSPÓLURNAR mínar séu í réttri röð... þannig kannski maður komi sér að verki og reyni að ná 2 tíma svefni...

síðan er það nottla hryðjuverkatékkið... spurning hvort að einhver verði með tyggjó og bréfaklemmu og búi til deadly SVEPPAsprengju... eða búi til KLÁÐADUFT úr yddi,kryddi og salti... maður veit aldrei-jezzzzzussss það er ekki öll vitleysan eins... :o)

kv. Gunna Dóra fullgildur meðlimur í bláu æðinni :o)

Tuesday, August 15, 2006

meikar ekki sense 

mér finnst fáranlegt að DVD myndir á videoleigum sem innihalda ekki icelandic subtitle skuli kosta jafnmikið og þær sem hafa íslenskan texta...

kv. Gunna Dóra

Wednesday, August 09, 2006

þjóðhátíðartími.... 

jább mín greinilega á þjóðhátíðartíma... ekki ennþá sofnuð... og vekjaraklukkan hringir eftir 15 mín.... eini munurinn á þessari nótt er að ég er ekki að djamma með 12000 íslendingum eða svo... og bara með ALLS ekkert áfengt í blóðinu...

óþolandi þegar maður fer í þann pakkann að hugsa aðeins of mikið... nú ef ég sofna- sef ég í 5 tíma... 4 tíma 3 tíma... and u know the rest... jafnvel ennþá verr að geta ekki komist að samkomulagi við líkamann hvort maður eigi að nota sæng eða ekki... of heitt þegar maður er undir og frjósa úr kulda þegar maður stingur táslunum út.... cold sweat og allt tilheyrandi... ohhh who doesn't love those nights!

þegar maður hefur svo lítið að gera að maður fer að klippa á táneglurnar því manni leiðist... það þýðir jafnvel að maður hafi klárað internetið...

væri það svo sem ekki eftir manni að sofna núna þessar síðustu 10 mín...

well... kannski maður fari bara hress í moggann svona árla dags... eða út að hlaupa... eða ekki!!!

kv. Gunna Dóra

Tuesday, August 08, 2006

djöööööööööööööööööfulllllll er þetta gaman.... 

þjóðhátíð 2006 lokið.....líkaminn í uppreisn og verður jafnvel mikil togstreita milli sálar og líkama næstu daga!!!

rigning er bara hugarástand... allavegana fann ég ekki mikið fyrir henni...að vísu gekk maður varla fyrir fötum... verð ég jafnvel að viðurkenna það að furðulegt hvað maður hélt sér á fótunum miðað við samtvinnung margra þátta...

Ferðin byrjaði frekar vel... gekk inn í hús þar sem ókunnugt fólk lá í hrönnum...þá var varla neitt annað að gera en að pikka í einn sem virtist vel dauður og spurja og vonast eftir svari um húsbóndann... skömmu seinna kom húsbóndinn vel búinn áfengi.. það var vel teigað það sem eftir var helgi... sumir jafnvel ívið hraðar en aðrir

einkennisorð þessarar ferðar réttilega... ÓJÁÓJÁÓJÁÓJÁ! til heiðurs stelpu sem var statt og stöðugt í kringum þorgerði og mig á dansgólfinu... kepptist fólk við í tonnatali við að fá að dansa við kempurnar... enda lærðar frá Debrecen þar sem hörðustu dýrin sveifla mjöðmunum upp í þil...

en jæja... kannski maður skjóti nokkrum orðum að bráðlega...

kv. gunna dóra

Tuesday, August 01, 2006

sumar og sól... 

búin að hitta alltof fáa sem ég ætlaði mér að hitta... maður gleymir víst alltaf chillstundunum sem maður vill eyða með fjöllunni... sem og að liggja bara í leti með S1 fyrir framan sig....

fer út 17. ágúst þannig það fer hver að verða síðastur í hitting... annars hef ég sterkan grun að ég muni hitta slatta á þjóðhátíð... skulum bara vona að veðrist haldist svona...

komin með nýja þráhyggju... ég bara verð VERÐ að klára einn spider solitaire áður en ég sofna á kvöldin... getur verið 1-2 tímar áður en það gerist... en annars finnst mér ég vera að sofna frá ókláruðu verki og er með það á samviskunni....

crazy...

kv. Gunna Dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?