<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Friday, November 30, 2007

saga frá hönnu... ef þetta lætur mann ekki brosa...! 

Rómantísk saga úr hversdagsleikanum.

Ég hef nú verið að vinna á spítala í nágrenninu við mig, á öldrunar og Stroke deild. Gengur bara vel, ég tóri enn að vinna um 50 tíma vinnuviku. Verð það næstu viku og kannski 1-2 vikur lengur.Eitt atriði stendur uppúr eftir vikuna. 97 ára maður lá á deildinni, býr annars heima hjá 100 ára gamalli eiginkonu sinni. Gamli var nokkuð óáttaður og með m.a. þvagfærasýkingu. Mjög elskuleg hjón, verið gift í 73 ár (geri aðrir betur). Eg þurfti að setja upp hjá honum nál, en hann var ekki mjög sáttur við það, ekkert hrifinn af því að ég væri að stinga hann. Eiginkonan sem sat við rúmið hans kom til hjálpar, tók í hina hendina á honum og þau horfðust í augu, hann fékk tár í augun og sagði við konu sína " I love you so much" og konan "I know,... give me a kiss" og svo kysstust þau. Milli kossa segir konan við mig "stick it in" og ég greip tækifærið og smellti nálinni á sinn stað á meðan kossaflensið hélt áfram. Gamli tók ekki eftir neinu. Þetta var það besta sem ég hef séð lengi. Dásamlegt að sjá fólk svona mikið ástfangið eftir 73 ár í hjónabandi.

quote dagsins.... ég var að lesa íþróttafréttirnar á mbl.is þá kemur þorgerður og leggst hjá mér og segir...."djísus maður getur ekkert verið í íþróttum... það eru bara ljótar myndir af fólki"

kv. Gunna Dóra

Monday, November 26, 2007

mála bæinn!!!! 

klárlega er ég ekki að gera það.... en fyrrverandi nemendur flykkjast hér að til að heimsækja gamla bæinn sinn... ég held það sé nú aðallega vegna ódýrs áfengis enda gott helgardjamm á íslandi álíka jafndýrt og ferð til hungary!

allavegana þá kom björg í heimsókn... að vísu á versta tíma fyrir mig þar sem ég var að byrja í prófum! engu að síður yndislegt að sjá part of the original 10's. Að sjálfsögðu var gripið í pípu og farið yfir topic saman... svona for good old times.... gagnaðist líka svona vel þrátt fyrir að björg hafi örugglega verið með skyrocket alcoholmagn í blóðinu allan tímann!

annars er ég bara byrjuð í prófum og þá byrjar sama helvítis rútínan... ! 4próf eftir....! koma svo!

jæja best að hringja í yousef svona fyrst að hann er í bænum og láta hann bæta pípuna mína! það er ekki annað hægt en að elska þessa araba!!!

ætli það sé bara ekki best að pósta þessu á netinu....!!! mamma ég er að fara til ísrael í janúar! ;o)
(hvenær ætli öskurhringingin komi????)

kv. Gunna Dóra

Thursday, November 15, 2007

bljet 

hitti strák í tb um daginn... hann var með ofnæmi fyrir lyktinni af yfirstrikunarpennum..... weird

Friday, November 09, 2007

tófa aflífuð á flateyri.... 

maður getur ekki annað en glott þegar maður les svona frétt á mbl.is... litla krúttlega ísland... ;o)

annars var ég að ganga í skólann í dag... og sé þar mann á harða hlaupum með tvo poka... ég kannaðist ekkert smá við manninn og braut heilann hvar ég hafði nú séð hann áður... skyndilega kom það upp að þessi maður var í viðtali hjá okkur í psychtíma um daginn... þá er hann SVOLDIÐ dúrú... og myrti stelpu fyrir sirka 16 árum því hún pirraði hann eitthvað..... og honum fannst það bara allt í lagi.... geðlæknir sagði nú við okkur að hann væri orðinn stabíll..

en ég meina.....! ekki myndi ég vilja vera chilla með honum einhversstaðar alone...! maður veit aldrei... kannski gæti ég pirrað hann eitthvað... i have the tendancy að pirra fólk ;o)

note to self.... stay clear from the weird ppl! ;o)

kv. Gunna Dóra

Monday, November 05, 2007

nahhhhhhhhhhhh booty camp...! 

búin að vera læra neuro neuro og neuro og það sem á mínu heimili hefur ekki verið talað um annað en neuro og neuro þá er ég gjörsamlega komin með upp í kok af neuro... ég er búin að gubba því og kyngja aftur... ég horfi á bókina og ég fæ ógeð!

en fyrst það var nú skyndipróf í dag þá varð ég að byrja að lesa.... mein godt hvað þetta gekk hægt... en smám saman síaðist eitthvað inn!!!! og endaði með að þetta skyndipróf gekk bara nokkuð vel...!

eftir tímann sagði begga mér að hún hafi verið að lesa syndrome þar þú getur bara afneitað á þér líkamspart! t.d. að þér finnist hægri hendin á þér bara ekkert vera ÞÍN hægri hlið... ef ég myndi segja þeim og sýna þeim hendina þá myndu þeir þverneita fyrir að þetta væri þeirra hendi... og svo sleppa þeir að þvo þá hlið eða klæða..! sjæse... ég held að sjúkdómarnir gerist ekkert mikið fyndnari en þetta!!!!!

kv. Gunna Dóra

Friday, November 02, 2007

walk of shame.... 

jább... svollis er það þegar maður þarf loksins að fara í jakka á djammið... þá gleymir maður honum bara... sérstaklega þar sem maður var klæddur sem forngrikki með kápu... forngrikkir voru ekkert í kápu...algjör misskilningur...

týndi heimagerðu svipunni minni og lárviðarkórónan datt einhversstaðar þarna í hamaganginum... (björg u know what i mean)

stína bjó til drulluköku (don't ask) og blóðdrykk... er hægt að vera meiri kani???? og svo var haldið af stað í tjútt heim til hrafnhildar og maríu... ekki var bollan vægari þar... og þar sem allir voru klæddir sem fávitar þá var um að gera að drekka aðeins meira en venjulega ;o)

nú jæja.... mcdonaldsinn var mjög góður svona kaldur daginn eftir.... !!! right!!!
note to self... ekki borða kaldan ostborgara!!!

kv. gunna dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?