<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Wednesday, February 27, 2008

ammmmli 

jább.... ég varð 25 ára aftur í gær... ég hef tekið mjög meðvitaða ákvörðun að ég ætla ekkert að verða eldri en 25 ára...!  þannig hér hafið þið það... mjög auðvelt að muna að framvegis verð ég bara alltaf 25 ára!!

annars var afmælisdagurinn alveg yndislegur... heiðskírt og heitt úti... ég fór að sjálfsögðu til Ági og í tilefni 25 ára afmælisins ákvað ég að fá mér strípur.... vera svona villt eldri kona...! Að sjálfsögðu var klippikonan með rautt hér þannig ég hafði ekki augun af speglinum og fylgdist grandlega með hverri hreyfingu hjá henni... en þegar öllu var á botninn hvolft gerðu hún þetta bara mjög fagmannlega og þetta kom bara vel út hjá henni! beautiful!!!!

Stína var síðan svo góð og eldaði um kvöldið.... ég er ekki frá því að ég sé ennþá að gefa mér frá hvítlaukslykt.... búin að sjá nokkrar dauðar flugur hérna í húsinu í morgunsárið.... er sannfærð um að þær hafi kafnað!!

um kvöldið var síðan smá kaffiboð með einvalaliði fólks....boggi bakaði baileyskökur.... ég sýndi mikla gestrisni og bað fólk um að fá sér bara eina sneið (meiri afgangar fyrir mig  :o))))))) maður kann á þetta ;o) kári tók þessu mjög alvarlega og fékk sér bara snakk! TAKK KÁRI ;o)

Alveg yndislegur dagur...takk kærlega fyrir allar kveðjurnar... takk fyrir mig...

kv. Gunna Dóra

Monday, February 25, 2008

flensuskítur....! 

jább hefur herlagt debrecen city... annar hver maður með einhvern kverkaskít og þar á meðal yours truly.... fyrst hélt ég nú að þessi þungavigtahausverkur væri útaf einskærri leti og hreyfingaleysi og ákvað því að fara nú á 3 tíma æfingu og reyna losa þessa orku út..! annað kom á daginn! er rétt svo að koma mér útúr þessu núna eftir innisetu í 4 daga...já mér er sko búið að leiðast..! jákvæði punkturinn er þó sá að þetta búið að vera hin ágætasta megrun því mér er búið að vera svo flökurt að ég hef ekki einu sinni getað fengið mér popp í bíó! (jább svo bregðast krosstré sem og önnur tré)


annars er hér vor í lofti... yndislegt alveg... ég er í ágætasta detox því ég svitna constant... ég vildi helst fara á bikiníinu út í interspar áðan að verzla fyrir afmæliskaffiboðið mitt... en ég þarf víst að leyfa stínu að eiga bikinídaginn í dag...! heppin hún....

nóg af plani hér í landi ungverjans.... daníel er búinn að bjóðast til að taka okkur í hellaskoðunarferð! og aldrei að vita nema maður skjótist til Eger svona í framhaldi af því....! síðan sumarbústaðaferðin ógurlega uppi á teikniborðinu....!

ÉG ELSKA UNGVERSKT VOR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

quote dagsins "það snjóar á íslandi" sms sem ég fékk frá björgu 20.maí í fyrra þegar það var 30 stiga hiti í ungverjalandi!!!! ég segi bara.... HVER VILL VERA Á ÍSLANDI!!! nem köszi!

kv. Gunna Dóra

Wednesday, February 20, 2008

hann er fullorðinn einstaklingur.... 

nahhh ferð minni til vienna 2008 lokið... þvílík snilld...ferðin byrjaði ekki gæfulega! drógum í bíla og var það okkar hlutskipti að ná í stínu... þar sem hún var í prófi... jæja við höldum galvösk af stað... allir hressir.... sumir hressari en aðrir... ;o) og þegar við erum langt komin til búdapest þá kom í ljós að hluti af farangri kristínar jónu hafði gleymst...! lítið annað að gera en að snúa bara við.... en það var nú ekki svo alslæmt... kári fékk þó allavegana McDonalds.... en þegar við komumst loksins á leiðarenda voru allir í hressa pakkanum þannig sú "skynsamlega" ákvörðun var tekin að fara djamma.... sem reyndist okkur frekar dýrkeypt... en það er fátt sem burger king ekki lagar.... nú eða þá baileys ís ;o)

nokkrum tímum á eftir áætlun héldum við með okkar hafurtask útúr búdapest en þetta ætlaði ekki að ganga snuðrulaust fyrir sig..... 3000000 km umferðateppa... og klárlega vorum við eina hressa fólkið í röðinni... sumir ætluðu meira segja að gerast svo gáfaðir og snúa bara við á sama vegahelming... og keyra bara svollis inn í búdapest....(mjög góð ákvörðun á 4 vegahelminga huge götu!!!!!!!!!!!!!) jæja loksins komumst við áleiðis.... andri skemmti okkur í bílnum með óteljandi töfrabrögðum... komumst að því ungverskir vörubílstjórar neita að honka flauturnar... og er bara alls ekkert hressir!!!!

Vín!!!!!!! 2 tímar í óperuna.... vitum ekki hvar hostelið er....!!! fólk svona aðeins að verða tæpara á hressleikanum... sérstaklega í ljósi þess að við vorum send fram og til baka í miðasækingum...(note to self... aldrei að treysta manni með skikkju) 30 mín í óperuna.... helmingur af fólkinu ennþá að ná í miðana....! shitttt... endaði með því að kári,ófi og doddi skiptu um föt á miðri götu!!!! óperan var..... hummmm já..... fín... nema það að við vorum öll svo ógeðslega þreyttttttt og við skildum ekkert..!!! einn meðlimur fjöllunnar ákvað bara að geyma farangurinn úti.... (stundum þarf maður bara take one for the team)

sunnudagurinn fór síðan í að reyna skoða vín eitthvað... afskaplega falleg borg... óteljandi fallegar byggingar!

þegar öllu er á botninn hvolft þá fór allt úrskeðis í þessar ferð sem gat farið úrskeðis! en það bjargaðist alltaf allt saman... þvílík snilld!!!! legendary ferð 2008!!!! takk fyrir mig....

"hann er fullorðinn einstaklingur"
"starfsmaður á plani.... kominn upp í 25l"
"hvar er vindillinn minn"
"when in rome"
"hann er að pissa á húddið á bílnum"
"jack daniel"
"er þetta andri......mótorhjólagaurinn"
"haaaa hver er þetta...... ihhhhh stína"
"NOOOOOOOOOO we are missing the opera"

http://imageevent.com/stinajona/vienna
myndir frá stínu!

kv. Gunna Dóra

Friday, February 15, 2008

hormail.... þetta finnst mér alveg sjúklega fyndið... 

nahhhh on my way to vienna..... verður fabulous... er að fara með fullt af íslenskum ungmennum og ætlum að vera landi og þjóð til sóma...

stefnan verður sett á búdapest í kvöld þar sem verður gist í eina nótt... jafnvel kíkt aðeins á það sem næturlífið hefur upp á bjóða og vakna síðan eldsnemma til að fara til vínar... búið að panta miða á óperuna og allt saman... háalvarleg menningarferð hér á ferð.... ! endum síðan sunnudaginn á voða fancy veitingastað sem er kallast littlebuddha sem er í raun sushi staður... allt saman mjög spes...

nahhhhhhhh kem með myndir eftir helgi ;o)

Sunday, February 10, 2008

hahahahhaha ungverjar... 

hér situr þorgerður ekki mjög ánægð.... þannig er mál með vexti að við simonyisystur og bróðir fórum í tesco þar sem ástandið á heimilinu var orðið svo slæmt að fólk fékk sér kaffi í öll mál...! nú jæja...við systur ákváðum að endurnýja potta,sleifar og diska og þessháttar....

stóðum lengi fyrir framan pottasectionið og skildum bara engan veginn afhverju verðmunurinn væri þar sem að kassarnir litu nákvæmlega eins út og að sjálfsögðu tókum vð ódýrari týpuna!!!!
djísus.... þorgerður sest sveitt niður og ætlar að fara púsla þessu öllu saman þegar hún öskrar á mig... hvar eru höldurnar...hvaða höldur????? nú á pottunum....þá höfðu ungverjarnir ákveðið að hafa ekki höldur á pottunum!!!!! þorgerður ekki sátt.... og sérstaklega ekki þegar stína skýtur síðan inn í....

"hummm kannski útaf þeir voru ódýra týpan...!" hahahahahahahahahaha

jæja nú sitjum við hér í rólegheitum... búið að opna rauðvín....poppa og þorgerður er að ná sér niður..!!! allt að komast í samt lag...

kv. gunna dóra

Saturday, February 02, 2008

hálfa leið til helvítis...! 

komin danmerkur... bara búin að vera slappa af heima hjá guðrúnu núna í 2 daga..sofa út... horfa á sjónvarpið og þess á milli dotta... alveg pjúra slökun... ferðalagið heldur síðan áfram á morgun... áfram til búdapest...! þar sem ég á sjúklega góða vini... ætla ungversku vinir mínir að koma og pikka mig upp og vera með mat með sér! ég bað um pizza hut... var ekki alveg reddí í rántott csirkemell... ekki alveg strax.... ;o)

úffff síðasta önnin mín í skólaskyldu.... þetta ætlar sko sannarlega að snúast upp í andhverfu sína... ! ég er orðin stressuð að þurfa kveðja þennan skóla!!! sjæsemell

jæja er jafnvel aðspá að kíkja í köben... aðeins að skoða mig um í H&M,jafnvel að leyfa kortinu að vera aðalnúmerið í einn dag! ;o) kannski ég máti slopp eins og björg um daginn!!!!

kv. Gunna Dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?