<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Monday, April 13, 2009

gleðilega páska ;o) 

jámm... tókum f0rskot á sæluna og elduðum páskamatinn á laugardegi í ár... andri, kári og ég vorum heima hjá Kára í risahúsinu hans í sveitinni og grilluðum þar kjöt með öllu tilheyrandi... sátum úti og höfðum það rosagott frameftir nóttu... líkaminn fékk svo að finna fyrir því daginn eftir ;o)

Við fórum í búðina til að verzla öll herlegheitin og það væri nú ekki merkilegt nema fyrir því sakir að ég og kári erum að skoða eitthvað þarna..... heyrum við mjálm... og bara... shitttt hvað er andri að spá... við vitum að hann er kallaður kisi en fyrr má nú vera.... síðan sjáum við andra... en mjálmið heldur áfram... heyrðu þá var bara gaur í búðinni sem gekk þarna um með bros á vör og mjálmaði á svona 10 sek fresti.... fáranlega fyndið...

minnti mig helst til mikið á litlu frænku mína sem er táningur og mjálmar í gríð og erg... en ég held að það hafi nú verið aðeins meira að þessum en hormónaflipp...

kv. Gunna Dóra

Friday, April 10, 2009

ungverjar... 

það líður ekki sá mánuður sem maður er ekki spurður út í hvernig eftirnöfnin manns virka... sem er kannski ekkert óeðlilegt þar sem þetta er mjög sérstakt......

ungverjar hafa þó líka frekar sérstakt kerfi... mjög mörg eftirnöfnin þeirra gefur tilkynna starfsheiti einhverja forfeðra þeirra... bakari,smiður eða sjómaður...

hitti stelpu um daginn sem heitir Virág (blóm) Magyar (ungverji)...... bara vel gert hjá þessum gaur sem tók bara upp nafnið á landinu... hér eftir mun ég heita Guðrún Dóra Íslendingur... nahhhhh kannski þegar kreppunni lýkur... yrði örugglega vel spýtt á mig ef ég héti Guðrún Dóra Iceland..

annars er komið vel yfir 20 stigin hérna í Hungary.. alltaf jafnerfitt að sitja inni þegar fyrstu sólargeislarnir fara að láta sjá sig.....wellllllll

kv. Gunna Dóra Íslendingur

Saturday, April 04, 2009

úfff 

vá... næstum mánuður síðan ég bloggaði... well ég er komin aftur út... búin að klára eitt próf... fara til pécs og keppa í medikus kupa.. endaði með þónokkra marbletti útum allt og 2 glóðuraugu... beat that...byrjað að hlýna hérna aðeins í debrecen... 23-24 stiga hiti á daginn sweeeeet...

í gær var international foodday og gumball... einhvernveginn var foodday ekki eins og hann hefur verið undanfarin ár... ekkert frá grikklandi eða indlandi... vantaði Dönu til að gera fyrir grikkina... síðan um kvöldið var pöbbarölt sem er basically bara suddi... 100 læknanemar að ganga milli staða og drekka... ég var bara róleg og var mætt í Tb eldsnemma í morgun... aldurinn að gera vart við sig...

björg ætlar að koma í lok maí og við ætlum að skella okkur til slóveníu í sólbað og með dass af menningarbrölti... bara gaman... ! enda ekki rólegt í kringum mig og björgu...

annars gengur simonyilífið bara eins og venjulega... ætla að reyna fjárfesta í myndavél um leið og gengið verður aðeins hagstæðara miðað við ungversku forintuna... og reyna taka svoldið af myndum svona á þessum síðustu mánuðum mínum hérna í ungverjalandi.... VÁÁ þetta er bara að verða búið... furðulegt vægast sagt...

kv. Gunna Dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?