<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Monday, June 08, 2009

og svooooo 

jámm... búið að vera nóg á dagskránni hjá mér... búin að fara í eina óvænta fermingu.. gæsun.. fara til miskolc að skoða hella... skrifa mest boring thesis í heimi... vera upp í TB á nýrnaráðstefnunni ógurlegu... brúðkaup framundan.. próf framundan... og síðast en ekki síst.. SÓLBAÐ!

já lenti í því að fara í fermingu... emese bauð mér í mat því hún þurfti að fara í kirkjuna að fá einhverja pappíra áður en hún gifti sig (svona orðaði hún þetta) svo mæti ég bara í matinn þá eru 10 manns í 30 fermetra íbúð eða eitthvað... og móðirin að djúpsteikja 10kg af kjúklingi... mér ekki beint mjög vel í umbrobuxunum með ipodinn í eyrunum... hefði verið ágætt að fá smá heads up! held að ég angi ennþá eins og djúpsteiktur kjúklingur...

fór í þessa hellaskoðun þarna... jújú þetta var voðalega flott.. en 2 klukkutímar af nákv. sama steininum bara með mismunandi lögun niðrí einhverjum helli var bara little toooo much... en fínt að geta sagt check við því... en var nottla með svo skemmtilegu fólki þannig ferðin gat ekki klikkað...

á dagskrá að koma heim þann 24. júní og fara svo aftur HEIM 20. júlí.. þarf að klára nokkur próf og sóla mig svoldið áður en ég kem heim.. jafnvel að skreppa í ferð... samt mjög blendnar tilfinningar gagnvart þessu.. þýðir að ég missi af þjóðhátíð!!!!! bahhhh en ég verð að reyna yfirstíga það ;o) serbía hlýtur að vera með sinn Árna Johns... þannig sá sem hringir í mig í brekkusöng verður jafnvel limlestur!

ohh ég elska www.visir.is svo misgóðar fréttir þarna inni... gaman að lesa slúðrið en stundum rekst maður á fyrirsögn sem þessa... "nafli nick/tuck stjörnu" og ef maður ætlar að lesa um það frekar.. þá er fréttir bara svona.. eftirfarandi mynd sýnir naflann á X stjörnu baða sig um á ströndinni.. jáááááá góð frétt.. það verður þá allavegana að vera eitthvað skuggalegt að naflanum á henni svo þetta sé allavegana hið minnsta fréttnæmt...

ég ætla í næsta mán að senda vísi mynd af mínum nafla... klárlega..

kv. Gunna Dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?