<$BlogRSDUrl$>
Íslandskonan
just keep swimming Rafpóstur

Friday, September 25, 2009

how will all this stuff fit.... 

jæja þá eru síðustu dagarnir í debrecen... síðasta helgin... þaulskipulögð liggur við....auðvitað get ég heimsótt krakkana hér... en það verður furðulegt að eiga ekki heima hérna lengur... eiga ekkert herbergi... enga lykla... borga enga húsaleigu.... S29 ten's of Simonyi mun alltaf eiga fastan stað í hjarta mínu... kannski þegar kreppan verður yfirstaðin og ég lifi kannski ekki alveg á núllinu hver veit nema ég kaupi bara fokking íbúðina...

búin að horfa á ferðatöskuna í þó nokkurn tíma núna... um leið og ég byrja að pakka þá hef ég sett punktinn yfir i-ið og viðurkenni að ég sé að pakka fyrir heimför...loka bara augunum þegar ég sé töskuna.. er það ekki alltaf best að loka bara augunum fyrir yfirvofandi vandamálum og sálfræðicomplexum ;o)

en það er planið að chilla í kvöld... hörkudjamm á morgun... og svo bara STÚSSAST ENDALAUST...;o) shitttt hvað verður gott djamm á morgun...

kv. Gunna Dóra

Tuesday, September 22, 2009

Kveðjan frá pabba hans Kára... 

Starf TB-drottningar er laust til umsóknar


N522638849_144305_5495

Ég byrjaði að lesa blogg og blogga dálítið sjálfur haustið 2004 Þetta voru gósentímar í blogginu þegar hver dagur byrjaði með ævintýraferðum í boði bloggara um allan heim. Þar fékk maður að taka þátt í ástum og sorgum einstaklinga við margvíslegar og stundum ótrúlega framandi aðstæður. Bloggið hennar Riverbend frá Bagdad var t.d þrælmagnað og var reyndar gefið út í bókarformi síðar. Það var svo vel skrifað að það þurfti ekki einu sinni að endurskrifa það. Riverbend flúði með fjölskyldu sinni til Sýrlands og hætti að blogga fyrir um tveimur árum. Hvað skyldi hún vera að sýsla núna?

Fljótlega rakst ég líka á Íslandskonuna, sem kallaði sig Selinn á þessum árum ef ég man rétt. Hún var þegar orðin virtur og víðlesinn bloggari sem hafði sér m.a. til ágætis að vera námsmaður í Debrecen, þar sem Kári var að hefja nám. Þau Kári voru líka skólasystkini úr Versló og Kári talaði þannig um hana að mér varð strax hlýtt til hennar þótt ég þekkti hana ekkert. Í sem skemmstu máli sagt þá hef ég síðan átt margar frábærar stundir í hennar boði. En þetta var ekki alveg þrautarlaust.

Í gamladaga, áður en Fésbókin kom til sögunnar, þá var maður ekki að abbast uppá ókunnugt fólk. Og ókunnugt fólk var í þá tíð skilgreint öðruvísi en það er í dag. Það voru allir sem voru ekki beinir kunningjar eða vinir. Maður gat t.d. verið kunnugur einhverjum eða jafnvel málkunnugur en hann var ókunnur maður að því leyti að maður yrti ekki á hann bara si svona. En Fésbókin breytti þessu öllu.

Þessu var svipað farið á blogginu, - amk með mig. Ég var feiminn við að kíkja inn til fólks og fannst hálfpartinn að ég væri einhverskonar peeping Tom. Þess vegna var ég ekkert að skilja eftir comment í tíma og ótíma og lét fara lítið fyrir mér. Þetta átti sérstaklega við þegar ég leit inn til fólks sem ég þekkti og leiddist þaðan til fólks sem ég þekkti ekki neitt.

IMG_2836

Og þarna hafði Íslandskonan sérstöðu. Til viðbótar við að ég þekkti hana ekki neitt þá skrifaði hún stundum um þannig hluti að mér fannst ég ekki bara vera peeping Tom heldur algjör perri til viðbótar. Það gæti ekki verið í lagi að einstæður kall uppá Íslandi væri að kikja á unga konu í Ungverjalandi sem ekki uggði að sér. Og til að sem minnst bæri á mér þá slökkti ég ljósin, stillti birtuna á skjánum niður og las bloggið hennar bara með öðru auganu úr dálítilli fjarlægð.

Nú er best að segja frá því að Íslandskonan skrifaði einlæga, opinskáa og mjög skemmtilega pistla um sig og sitt daglega líf. Hún skrifaði um lestur og próf, um, flugur, flugnabit og flugnadráp, um hitann og kuldann, um kyndinguna og um Ungverja, um handbolta, fótbolta, vinina og DaVincy. Hún skrifaði líka um partý og fyllirí og timburmenn og þá fannst mér að nú ætti ég kannske að hætta að glápa. Hefði kannske betur gert það en þá hefði ég misst af því að hún skrifaði um brækur, túrtappa og brjóstahöld, um píkur og harðar geirvörtur og um borðadans og klósettferðir í TB. Og mér finnst alveg óborganlegt að hafa ekki misst neinu af þessu öllu saman.

Í fyrra gafst mér svo loksins tækifæri til að hitta Íslandskonuna, sem ég hef reyndar kallað TB-drottninguna, face to face. Ég settist niður með henni á Palma og játaði syndir mínar hreinskilnislega. Hún horfði brosandi á mig, leiðrétti frásögn mína af sögunum hennar annað veifið og sagði svo jæja kallinn. Og ég held hún hafi meint, - jæja kallinn. Alla vega leið mér betur og hef síðan verið laus við þetta nagandi samviskubit sem hefur þjáð mig síðan 2004.

Íslandskonan er að taka við prófskýrteininu sínu í Debrecen núna. Hún er í raun hætt að blogga fyrir nokkru síðan. Innan tíðar hverfur hún trúlega af Fésinu líka. Þannig fer þetta oftast hjá fólki þegar það hættir námi. Innan tíðar tekur alvara lífsins við eins og hún birtist launafólki. Sum störf takmarka líka það hvað segja má á opnum vettvangi. Og kannske koma svo kall og börn og þá verður í nógu að snúast.

Í dag er sólskin og 24° hiti í Debrecen ef marka má norsku veðurstofuna. Sólskinið gerir ekki bara útskrifatardaginn betri heldur mun það skína alltaf þegar hugurinn reikar til baka í formi minninga. Til hamingju með daginn Íslandskona og megi sólin ríkja í lífi þínu. Um leið þakka ég þér fyrir samveruna í þessi 5 ár sem ég hef fengið að njóta hennar. Ég bæði sé og heyri að þín verður sárt saknað. Húrra fyrir þér.


ef ég táraðist ekki við að lesa þetta ;o)

Monday, September 21, 2009

líf eftir titil... 

well það er nú ekki hægt að segja að lífið sé öðruvísi eftir nafnbótina... ég geng hér heima enn um í stuttbuxum og brjóstahaldaralaus...

eina breytingin kannski að allir í skólanum og ég ein heima í hálftómu herbergi... alveg merkilegt hvað maður sankar að sér miklu drasli á sex árum... sendi mömmu og pabba örugglega alveg heim með 50kg eða eitthvað... og ennþá eru skápar hér fullir af allskyns dellu...

útskriftardagurinn var snilld... dansinn drunaði og ég kom heim seint og síðar meir með glerbrot í fótum... maskara út á kinn og stórt bros á andlitinu... átti hreint unaðslegan dag í faðmi vina og ættingja hér í debrecen og mun þessi dagur skipa stóran sess í mínu hjarta ;o)

annars er planið þangað til ég kem heim að ganga frá lausum endum og skemmta mér ennþá meira svona síðustu dagana hér í debrecen... ;o) maður þarf nú að blóðmjólka þennan stað til síðasta blóðdropa.... ætli ég endi ekki með að panta mér ferð hingað út aftir mánuð... sjáum til sjáum til.... ;o)

Friday, September 18, 2009

stórt.. 

eitthvað svo stórt að vera fara á æfingu fyrir útskriftina mína núna... finnst svo stutt síðan ég var í háskólabíó í æfingunni fyrir stúdentinn... og alltaf jafnhrædd - hvað ef ég dett... milljón manns að horfa á mann í einhverjum sjóræningjabúning þarna sem ungverjar klæðast við útskrift....

scary....

Thursday, September 17, 2009

dauðateygjur... 

jæja... orðið frekar stopult þetta blogg... enda facebook algjörlega búið að kæfa bloggið... kom hingað út í massífan hita... ætlaði skoooo ekki að gefast upp á TB þrátt fyrir að það væru svona 50gráður þarna inni og loftið varla hreyfðist... skipstjórinn yfirgefur ekki sökkvandi skip er það.. þannig það var bara mætt með viftu í TB og lært þannig... gestir og gangandi gáfu mér þó stundum auga og brostu... enda 5000 orkudrykkir á borðinu til hreinlega að láta ekki líða yfir mig... aldrei þó verið jafnmikið hljóð í TB og alltaf til klósettpappír sem var klárlega það besta....

Eitthvað sem ég vissi ekki um Ungverjaland að það er allt uppfullt af útihátíðum og þar sem þjóðhátíð 2009 var cancellað þá þurfti maður nú að tékka aðeins á þessum... fyrsta var hérna í Debrecen með norsku stórhljómsveitinni Madcon og svo skunduðum við Andri á Prodigy í Búdapest... MAAAAAN það var gaman.. aldrei verið jafnblaut af svita og þá... öll blá og marin á hálsinum eftir að vera fremst við sviðið og reynt að grípa hvert súrefnismólecule sem álpaðist í kringum mann...

síðan var það bara síðasta prófið mitt í DOTE.. bara gjörðu svo vel.. rifjaðu upp læknisfræði á viku... ég prísaði mig sæla að hafa sáð sæði mínu í góðan farveg og uppskar virkilega eins og ég sáði... síðan þá hef ég ÆFT eins og motherfucker... því annars væri ég líklegast rúllandi hér um borg af geysilegu kaloríkum bjór... enda ekkert betra en að fá sér einn svellkaldan í hitanum svona til að fagna heimkomu samnemenda...

nú eru mamma og pabbi komin í nokkra daga... og greyin tóku varla flíkur á sig hingað því slíkt er hafurtaskið sem maður hefur sankað að sér síðastliðin ár... andvökusvitanætur hvernig maður ætti nú að flytja herlegheitin heim... Pabbi búinn að hringja 10 min fresti til að tékka hvort það fáist nú ekki örugglega allt í Tesco fyrir plokkfiskinn sem hann ætlar að gera hérna... greinilega er Hagkaup heilög búð á íslandi.. eins lítilfjörleg og hún nú er í samanburði við Tesco...

búin að fara í heljarinnar innkaup á fötum undanfarna daga... enda ekki við hæfi að Doktorinn sjálfur sé í Umbro buxum þótt það væri langbest... enda Umbrobuxur með lækningarmátt á við grasjurtir í Kína til forna... "vinur.... komdu bara við buxurnar og þú læknast" (hljómar samt svoldið kynferðislega og ætli ég myndi ekki missa læknaleyfið frekar fljótt ef ég bæði fólk að koma við mig fyrir neðan mitti)

Svo ætla ég að fara með gamla settið til Békéscsaba til Emese og Daníel á morgun... er orðin fastagestur þangað enda ekkert betra að kíkja stundum út fyrir borgamörkin og sjá ekki sama fólkið á götunum... sama fólkið í villamos og sama fólkið hreinlega allsstaðar...

og svooooo bara útskrift á laugardaginn! scary.... vil ekki að þetta sé búið...

jæja.... ætli það sé ekki við hæfi að enda þetta á "veðurfregnir verða næst sagðar klukkan 10" eins og Erna vinkona orðaði svo pent um árið...

Gunna Dóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?